Morgunblaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það verður mjög gott að fá loksins að frum-
sýna, enda erfitt að setja sig endurtekið í frum-
sýningarstellingar og fá svo ekki að klára ferl-
ið,“ segir dansarinn og danshöfundurinn Inga
Maren Rúnarsdóttir sem frumsýndi sólóverkið
sitt Ævi hjá Íslenska dansflokknum um helgina
á Nýja sviði Borgarleikhússins. Blaðamaður
settist fyrir helgi niður með Ingu Maren og Júlí-
önnu Láru Steingrímsdóttur, sem hannar bæði
búninga og leikmynd uppfærslunnar. Þær hafa
verið að vinna að sýningunni með hléum, meðal
annars út af tveimur óléttum, síðustu þrjú árin
og hún var næstum tilbúin í vor þegar fresta
þurfti frumsýningu vegna kórónuveirunnar.
„Þótt sýningin hafi verið tilbúin í vor var
ákveðinn hluti sem ég var ekki alveg sátt með.
Þegar frumsýningunni var frestað hélt ég
áfram að vinna sýninguna og henti miðjuhlut-
anum og samdi nýjan, sem var miklu betri.
Núna er ég því alveg sátt við sýninguna eftir
þennan langa meðgöngutíma,“ segir Inga Mar-
en og rifjar upp að hugmynd verksins byggist á
sjónvarpsþáttaröðinni Ævi sem Sigríður Hall-
dórsdóttir skapaði í samvinnu við RÚV.
Hafa sjónræna ánægju að leiðarljósi
„Sigga skipti ævinni upp í sjö skeið, sem mér
fannst passa mjög vel,“ segir Inga Maren, en
dansverk hennar, sem afmarkast af ævinni,
skiptist í Fæðingu – nýgræðlinga; Bernsku –
brum; Unglingsár – Foss; Ungt fólk – vindur;
Fullorðinsár – tré; Efri ár – mosa og Ævilok –
snjókomu. „Ég tengi þannig hvert æviskeið við
element úr náttúrunni,“ segir Inga Maren og
bendir á að fæðingin tengist innöndun, bernsk-
an einkennist af áhyggjulausri ævintýraleit, á
unglingsárunum gerist allt svo hratt, ungt fólk
leiti eftir ákveðinni kyrrð og með tímanum verði
manneskjan samofin náttúrunni á fullorðins-
árum, á efri árum séu minningarnar orðnar
margar á löngum tíma og við ævilokin sé um að
gera að njóta síðustu augnablikanna áður en
takinu er sleppt. „Mér fannst gott að skrifa smá
hugleiðingu um hvert æviskeið, sem birtist að
hluta í leikskránni, en síðan er það auðvitað
áhorfenda að túlka verkið á sínum forsendum.“
Aðspurð segist Inga Maren leita sér mikils
innblásturs í tónlist og að hún fái oft hugmyndir
að hreyfiefni á tónleikum, en líka í göngutúrum
með barnavagninn. Tónlistin í Ævi er í höndum
Ólafs Arnalds. Spurðar nánar út í umgjörð
sýningarinnar segjast Inga Maren og Júlíanna
Lára hafa haft hina sjónrænu ánægju að leiðar-
ljósi. „Það má segja að við séum að snúa röng-
unni út og gera hluti innan úr líkamanum sýni-
lega,“ segir Júlíanna Lára, sem nýtir viðtalið til
að leggja lokahönd á einn þeirra mörgu búninga
sem Inga Maren klæðist í sýningunni og saum-
ar æðar á grunnbúninginn. „Mér finnst þetta
líka endurspegla það hvernig við fáum að horfa
inn í sálina á Ingu Maren,“ segir Júlíanna Lára.
„Okkur fannst mikilvægt að einblína ekki bara á
ævi manneskjunnar heldur er þetta birtingar-
mynd alls þess sem lifir,“ segir Júlíanna Lára
og bendir á að blóðrauðar greinar leikmyndar-
innar vísi í æðakerfi í víðum skilningi. „Ævin er
því ekki bundin aðeins einni manneskju eða
konu heldur náttúrunni allri,“ segir Júlíanna
Lára og tekur fram að þannig sé verkið í sjálfu
sér mjög abstrakt.
Hamskiptin sýnileg á sviðinu
Blaðamanni verður starsýnt á litríkan og fyr-
irferðarmikinn búning úr tjulli þar sem rauðir
og appelsínugulir litir njóta sín til fulls. Spurð
hvort það skapi aukavídd í verkinu að hreyfa
efni búninganna svarar Inga Maren því játandi
og tekur fram að búningaskiptin séu hluti af
verkinu og fari fram á sviðinu. „Við hugsum
þetta eins og hamskipti. Þessi tiltekni búningur
tengist fullorðinsárunum og kallast á við
þyngsli trésins. Það er mjög erfitt að hreyfa sig
í honum, en það er skemmtileg áskorun,“ segir
Inga Maren. „Búningurinn er byggður upp af
mörgum lögum sem kallast með táknrænum
hætti á við reynslu og þroska einstaklingsins
sem er með allt á herðum sér,“ segir Júlíanna
Lára.
Ævi er fyrsta dansverkið sem Inga Maren
semur ein, en hún hefur á síðustu árum tekið
þátt í samsköpun verka. Aðspurð segir Inga
Maren það mikla áskorun að flytja eigið verk.
„Ég fann hins vegar að ég yrði að gera þetta
sjálf,“ segir Inga Maren og tekur fram að hún
hafi fundið fyrir aukinni þörf fyrir að semja.
„Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt sköp-
unarferli,“ segir Inga Maren og tekur fram að
Ásgeir Helgi Magnússon hafi verið hennar
hægri hönd og veitt mikilvæga dramatúrgíska
ráðgjöf. „Ég hefði aldrei getað þetta án hans,
því hann hefur verið augu mín úti í sal meðan
ég er á sviðinu,“ segir Inga Maren og tekur
fram að Júlíanna Lára eigi líka sinn slatta af
hreyfiefni í verkinu. „Ég treysti mjög mikið á
þau þegar ljósavinnan fer að stað, en ég er
reyndar svo heppin að vera með besta ljósa-
meistara landsins,“ segir Inga Maren og vísar
þar til Björns Bergsteins Guðmundssonar.
Vegna samkomutakmarkana má aðeins selja
um 25% af sætum salarins. Spurð hvernig það
leggist í hana sem flytjanda segir Inga Maren
raunar heppilegt að Ævi henti mjög vel fyrir fá-
menna og nána upplifun. „Kannski gefst líka
tækifæri til að sýna verkið oftar sökum þess
hversu fáir komast á hverja sýningu. Og það er
alls ekki slæmt,“ segir Inga Maren að lokum.
Næstu sýningar verða 11. og 13. september.
Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir
„Fáum að horfa inn í sálina“
Íslenski dansflokkurinn frumsýndi um helgina sólóverkið Ævi eftir Ingu Maren Rúnarsdóttur
„Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt sköpunarferli,“ segir höfundurinn sem dansar eigið verk
Ævi Inga Maren
Rúnarsdóttir dans-
ar eigið sólóverk.
Safnið í Haworth í Jórvíkurskíri sem
tileinkað er minningu bresku skáld-
kvennanna og systranna sívinsælu
Charlotte, Anne og Emily Brontë
glímir við alvarlegan rekstrarvanda.
Ástæðan er sú að safninu, sem rekið
er af The Brontë Society, þurfti að
loka vegna kórónuveirufaraldursins
strax í mars og var ekki opnað aftur
fyrr en seint í ágúst. Á meðan var
engin innkoma af aðgöngumiðasölu.
Um 70 þúsund gestir hafa sótt safnið
heim árlega en til að unnt sé að
standa undir rekstrinum, án þess að
segja starfsfólki upp og sinna að auki
mikilvægu viðhaldi, segja stjórnar-
menn safnið þurfa um 100 milljónir
króna.
Þegar þær fréttir spurðust barst
aðstoð úr óvæntri átt, frá löngu látnu
ensku skáldi. Samkvæmt fréttavef
BBC gaf dánarbú T.S. Eliots
Brontë-safninu 20 þúsund pund eða
sem nemur 25 milljónum króna.
Stjórnarmaður í dánarbúinu segir
gjöfina mögulega vegna höfundar-
launa af söngleiknum Cats en ekkja
Eliots gaf á sínum tíma leyfi fyrir því
að hinn vinsæli söngleikur Andrews
Lloyds Webbers yrði byggður á bók
Eliots, Old Possum’s Book of Practi-
cal Cats.
Talskona The Brontë Society
fagnar gjöfinni og segir hana mikil-
vægt framlag í því verkefni að safna
áðurnefndum 100 milljónum. Hún
segir að lítt þekkt tengsl hafi verið á
milli skáldsins og húss Brontë-
systra. Í sínu þekktasta ljóði, Eyði-
landinu, vísi Eliot á einum stað til
auðkýfings en talið er að fyrir-
myndin að honum hafi verið iðnrek-
andi sem keypti heimili skáldkvenn-
anna í Haworth og gaf það The
Brontë Society.
„Það er stórkostlegt að enn séu
tengsl milli Eliots og Brontë-
systranna, svona löngu síðar,“ segir
talskonan.
Þrátt fyrir að Brontë-safnið sé nú
opið að nýju er gestafjöldi vegna
sóttvarna stórlega takmarkaður frá
því sem áður var, en víða er þröngt í
húsinu og erfitt að viðhalda nauðsyn-
legu bili milli gesta.
Dánarbú Eliots styrkir
safn um Brontë-systur
Skáldið Dánarbú T.S. Eliots (1888-
1965) styrkir menningarlífið.