Morgunblaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.2020, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sautján umsóknir frá árunum2015 til 2018 til fiskeldis ogfiskvinnslu voru óafgreiddarhjá Matvælastofnun þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra svaraði fyrirspurn Jóns Gunn- arssonar alþingismanns um stöðu umsókna um starfsleyfi. Þá voru 23 umsóknir frá árinu 2019 óafgreiddar og 19 frá 2020. Flestar umsóknirnar eru um rekstrarleyfi vegna fiskeldis. Í svari iðnaðarráðherra kom fram að 21 umsókn um nýtingarleyfi og virkj- analeyfi er óafgreidd hjá Orkustofn- un, þær elstu frá janúar 2019. Umhverfis- ráðherra hefur ekki svarað fyr- irspurn þing- mannsins. „Ég lagði þessar fyrir- spurnir fram í júní vegna efna- hagslegra afleið- inga kórónuveirunnar. Hafði áhuga á því að sjá hvaða verkefni væru í píp- unum og hvað við gætum gert til að greiða þeim leið til verðmætasköp- unar,“ segir Jón Gunnarsson um til- efnið. Hann segist hafa kallað eftir því að áætlun um það hvað hægt sé að gera til að koma atvinnuverk- efnum hraðar í gegnum frumskóg leyfisumsókna, án þess að slaka á kröfum sem til þeirra eru gerðar. Unnið að flýtingu Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra segir í svari sínu að Mat- vælastofnun hafi ekki getað afgreitt hluta af þeim rekstrarleyfum fyrir fiskeldi sem sótt hafi verið um vegna þess að þau hafi ekki verið tæk til meðferðar eða afgreiðslu þeirra seinkað vegna þess að umsækjandi hafi ekki skilað fullnægjandi gögnum. Ráðherra lætur þess einnig get- ið að meðal aðgerða ráðuneytisins til að bregðast við áhrifum kórónuveiru- faraldursins hafi verið að flýta af- greiðslu rekstrarleyfa í fiskeldi og sé sú vinna í gangi hjá Matvælastofnun. Spurður hvort honum þyki kerf- ið vinna hægt svarar Jón því til að sett hafi verið upp flókið og erfitt regluverk. Nefnir hann þrautagöngu Kalkþörungafélagsins vegna stækk- unar verksmiðjunnar á Bíldudal og byggingar nýrrar verksmiðju í Súða- vík sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. „Ég á líka við laxeldið. Þar eru gríðarleg tækifæri fyrir íslenskt sam- félag til sköpunar verðmæta og at- vinnu og einnig í byggðaþróun. Ég tel að við þurfum að finna leiðir til að greiða verkefnum leið. Það er okkar svar við þeim erfiðu aðstæðum sem við erum í og hvernig við eigum að vinna okkur út úr þeim,“ segir Jón og bætir því við að hann hafi fulla trú á því að ferðaþjónustan komi sterk inn aftur þegar löndin opnast. Margar óafgreiddar umsóknir um rekstur 12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Síðustu árinhefur yfir-stjórn þjóð- kirkjunnar verið á undarlegu róli. Verður ekki betur séð en hún telji höfuðmarkmið sitt að koma sér út úr húsi hjá þeim sem bera enn hlýjan hug til hennar, þrátt fyrir allt. Nú síðast var talið mikil- vægast að senda smábörn- unum, sem eru algjörlega óvar- in fyrir smekkleysu, óvæntar sendingar af óboðlegu tagi. Sérráðinn markaðsfulltrúi kirkjunnnar kom í fjölmiðla og virtist vera að segja efnislega að hinn sérstaki söfnuður á biskupsstofu hefði áttað sig á því nýverið að mannkynið skiptist í meginatriðum í tvö kyn! Þess vegna hefði verið tímabært að sýna börnunum Krist, besta bróður, sem skeggjaðan karl með brjóst og eins og í vímu. Sú mynd var þó tæpast vísun í hina sérstöku uppgötvun. Meðal annarra safnaða en hugsanlega þessa á biskupsstofu hefur Kristur frá fyrstu dögum á meðal manna verið nefndur til sögunar í helgum bókum sem sonur Guðs og það hefur hin al- menna kirkja boð- að næstum allar götur síðan. En vegna hinnar nýju uppgötvunar og framgöngu í krafti hennar má spyrja hvort smá- börnin, sem foreldrarnir í þjóð- kirkjunni hafa fram að þessu trúað henni fyrir, megi næst eiga von á efni og myndum af Maríu guðsmóður með skegg og önnur ónefnd en afgerandi tákn um hina miklu uppgötv- un? Markaðsfulltrúinn varði sig aðallega með yfirborðslegu snakki sem er svo algengt núna og svo með áréttingu um að biskup réði þessari vegferð allri og að hún hefði áður geng- ið rösklega fram í öðrum tísku- bólum, eins og nýtrúar- brögðum um loftslagsmál! Í refsikafla í Rómarrétti hin- um forna þóttu mistök í manna- vali vera sérstaklega ámælis- verð. Þar efra í biskupsbúðum geta margir þakkað sínum sæla, ef þeir eru enn í einhvers konar tengslum við hann, að slík lög séu ekki lengur á bók- um. Það er dapurlegt að sjá þjóðkirkjuna svo sambandslausa og klaufska gagnvart því fólki sem þráast við að yfirgefa hana } Hvað er að? Í Morgunblaðinuí gær var sagt frá því að Íslenska kalkþörunga- félagið hefði ekki fengið starfsleyfi fyrir stækkun verksmiðju sinnar á Bíldudal og áformin því enn í bið. Sama eigi við um áform um byggingu nýrrar kalkþör- ungaverksmiðju félagsins í Súðavík. Halldór Halldórsson, for- stjóri Íslenska kalkþörunga- félagsins, segir unnið að hönn- un en ekki sé hægt að leggja út í fjárfestingar fyrr en leyfi liggi fyrir. Ætlunin hafi verið að hefja framleiðslu í haust en að það muni dragast um að minnsta kosti þrjú ár. „Maður sér daglega í fréttum að það vantar meiri tekjur og fjárfest- ingar til að mæta efnahags- legum afleiðingum kórónu- veirufaraldursins. Það skýtur skökku við að við bíðum stöð- ugt eftir leyfum frá stofnunum ríkisins fyrir framkvæmdum sem hafa í för með sér miklar fjárfestingar og auknar tekjur,“ segir Halldór. Hann nefnir einnig að Vest- fjarðastofa hafi að beiðni ríkis- stjórnarinnar óskað upplýs- inga um verkefni sem hægt væri að flýta og gætu aukið tekjur og fjölgað störfum. Félagið hafi gert grein fyrir þeim verkefnum sem um ræðir og hefðu í för með sér töluverðar fjárfestingar og vinnu, en að þau væru háð leyfum. Enn hafa engin viðbrögð fengist frá hinu opinbera. Hér til hliðar er rætt við Jón Gunnarsson alþingismann sem fengið hefur svör ráðherra vegna fyrirspurna um stöðu umsókna og starfsleyfa vegna fiskeldis og fiskvinnslu. Mikill fjöldi þessara umsókna er óaf- greiddur, jafnvel margra ára gamall, þrátt fyrir áform um að flýta framkvæmdum. Nú er það ekki svo að öll fyr- irhuguð starfsemi fái starfs- leyfi eða eigi að fá starfsleyfi. Engu að síður hlýtur að þurfa sterk rök til að hindra atvinnu- uppbyggingu. Aðalmálið er þó, og um það hljóta allir að geta verið sammála, að þau fyrir- tæki og þær framkvæmdir sem þó eiga að fá jákvæð svör fái þau fljótt. Og þegar atvinnu- ástandið er eins og nú, þá er ekki nóg að hafa uppi góð orð um að flýta verkefnum. Það verður að gerast. Efnahagslífið þarf á því að halda að allir bretti upp ermarnar, líka leyfisveitendur} Hægagangur er ekki í boði Í umræðu á Alþingi um samgönguáætl- un og samgöngusáttmála höfuðborg- arsvæðisins sl. vor dró Miðflokkurinn fram marga ágalla við undirbúning svokallaðrar borgarlínu. Miðflokk- urinn krafðist ábyrgðar og festu í fjármálum af hálfu ríkis og sveitarfélaga við þessa fram- kvæmd. Samfylkingarflokkarnir kölluðu mál- flutning okkar málþóf, enda óþægilegt að vera tekinn í bólinu með draumaverkefni sitt og fá ekki næði til að sólunda almannafé í lítt ígrunduð gæluverkefni. Borgarlína er í raun gamaldags fyrirbrigði sem heyrir liðinni tíð og er ekki lausn sem hentar í samgöngum nútímans. Sjálfvirk ljósastýring, rafbílavæðing og sjálfkeyrandi bifreiðar eru handan við hornið með minni mengun, minni hávaða og greiðari umferð. Í sáttmálanum eru einnig ákvæði um að ráðast í ýms- ar aðrar nauðsynlegar framkvæmdir í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, svo sem úrbætur á helstu sam- gönguæðum þess. Allir sem fara um gatnakerfi höfuð- borgarinnar finna fyrir því hve illa gengur að komast leiðar sinnar. Til þess að fá þessar framkvæmdir inn í sáttmálann sættist stjórnarmeirihlutinn á Alþingi á að samþykkja borgarlínuverkefnið, án þess að fyrir lægi hversu mikið það mun kosta eða yfirleitt hvernig ætti að reka það. Slík vinnubrögð eru óábyrg og óverjandi. Blekið var varla þornað á frumvarpinu þegar meiri- hlutinn í borginni var farinn að slá í og úr með að standa við sinn hluta sáttmálans, enda kunn- ur að því að standa áratugum saman gegn Sundabraut og flugvellinum í Vatnsmýri. Þá munu þeir fyrirvarar og skilyrði sem sett voru inn í málið af hálfu Miðflokksins á Alþingi reynast notadrjúg, auk þess sem Al- þingi mun þurfa að samþykkja samgöngu- áætlun og ráðstöfun fjár til samgöngu- verkefna. Sundabraut er verkefni sem borgarstjórn- armeirihlutinn hefur æ ofan í æ sett fótinn fyrir, þrátt fyrir að sú samgöngubót hafi ver- ið til athugunar áratugum saman og bæti bæði leiðir að borginni fyrir íbúa vestan og norðan hennar, stórauki öryggi sem flótta- leið út úr borginni og hafi í för með sér að opnað er fyrir mörg hagkvæm ný byggingar- svæði. Í efnahagsþrengingunum fram undan er mikilvægt að gætt sé aðhalds í útgjöldum hins opinbera. Að ráðast í eina stærstu framkvæmd hérlendis um árabil, byggt á lítt útfærðum framkvæmdaáætlunum og án rekstr- aráætlunar, er verulega óábyrgt. Umræðurnar um sam- gönguáætlun á Alþingi í sumar staðfesta að Miðflokk- urinn einn flokka hafði þrek til að standa gegn óráðsíu vinstriflokkanna í samgöngumálum höfuðborgar- svæðisins. kgauti@althingi.is Karl Gauti Hjaltason Pistill Bruðl, bákn og borgarlína Höfundur er þingmaður Miðflokksins og situr í umhverfis- og samgöngunefnd. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að aukið fjármagn hafi verið veitt á kjörtímabilinu til úrskurð- arnefndar umhverfis- og auð- lindamála. Meðaltími úrskurða hafi styst í 3-6 mánuði. Fjármagn hafi verið aukið til Skipulags- stofnunar og frekari styrking sé í pípunum til að flýta afgreiðslu mála vegna mats á umhverfis- áhrifum. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar er jafnframt verið að vinna að breytingum á skipulags- lögum þar sem lögð verður til einföldun málsmeðferðar stórra innviðaframkvæmda við háspennulínur sem fara yfir mörg sveitarfélög. Þá sé unnið að heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum þar sem litið verður til einföldunar regluverks. Aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sendi lista yfir 30 verkefni sem unnið er að til aukinnar atvinnu- og verðmætasköpunar og til að bregðast við áhrifum kór- ónuveirufaraldursins sem svar við fyrirspurn. Nefnd er stofnun Matvælasjóðs sem á að styrkja þróun og nýsköpun við vinnslu matvæla. Tiltekin er aðgerða- áætlun um einföldun regluverks, meðal annars einföldun leyfis- veitinga. Þá er getið um nýleg fiskeldislög sem auki fyrirsjáan- leika um fyrirkomulag grein- arinnar í framtíðinni. Í kjölfarið leggi ráðherra áherslu á að flýta útgáfu rekstrarleyfa og sé gert ráð fyrir að fyrir árslok verði búið að gefa út leyfi fyrir 75 þúsund tonna framleiðslu. Reynt að flýta afgreiðslu mála RÁÐHERRAR SVARA Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Atvinna Nærri 40 rekstrarleyfi til fiskeldis eru óafgreidd hjá Matvæla- stofnun, mörg frá 2019-2020 en þau elstu frá árunum 2015 til 2016. Jón Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.