Morgunblaðið - 21.09.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 21.09.2020, Síða 1
M Á N U D A G U R 2 1. S E P T E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  221. tölublað  108. árgangur  SALAN JÓKST UM 30 ÞÚSUND PRÓSENT BÆTA VARNARGARÐA SETTI NÝTT ÍSLANDSMET Í LAUSUM SKÓM BRIM YFIR EIÐSGRANDA 4 HLYNUR 26OMNOM 4 Omeprazol Actavis 20mg14 og 28 stk. Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast- andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. T ev a 0 2 8 0 6 2  Lægstu launin hafa hækkað mest í kjarasamningalotunni 2019-2020, samkvæmt greiningu á þróun grunnlauna liðlega tíu þúsund laun- þega innan vébanda ASÍ. Sam- kvæmt rannsókninni, sem gerð var af Kjaratölfræðinefnd, hafa mark- mið lífskjarasamninganna svo- nefndu því gengið eftir hvað launa- kjörin áhrærir. Af gögnunum má ráða að hinir lægstlaunuðu hafi flestir fengið launahækkun á bilinu 11-21%. Hækkun fólks á hærri laun- um var almennt talsvert lægri. »14 Lægstlaunaðir hækkuðu mest Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra hefur staðfest tillögur Þór- ólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um að framlengja lokun skemmtistaða og kráa á höfuðborgarsvæðinu til 27. september. Svandís staðfesti tillög- una athugasemdalaust. Á ríkisstjórnarfundi á morgun, þriðjudag, mun hún leggja fram minnisblað til upplýsingar fyrir ríkisstjórnina. „Þetta er ekki af slíku umfangi að það komi nokkrum á óvart að við erum í raun bara að leikritið Oleönnu, og segir Brynhild- ur Guðjónsdóttir leikhússtjóri að frumsýningin hafi gengið vel. Alls voru sýndar þrjár sýningar um helgina en boðið var upp á grímur endurgjaldslaust á laugardag og sunnudag. Hún segir að skerpt hafi verið á sóttvörnum innanhúss í Borgarleikhúsinu en ekki sé vitað hvernig framhaldið verður. Bryn- hildur segir að á sýningum helgar- innar hafi barinn ekki verið opinn, en veitingasalan var opin fyrir sýningu og í hléi. „Við vitum ekki neitt hvað er í far- vatninu. Ég veit ekkert um fram- haldið, frekar en nokkur annar. Við öndum öll rólega. Þetta snýst bara um að hver og einn sinni sínum per- sónulegu sóttvörnum, því ef við ger- um þetta ekki saman þá gerist ekki neitt og núna ríður á að gera það.“ Önnur bylgja faraldursins er í miklum vexti víða um heim, en fjöldi látinna nálgast nú milljón á heims- vísu og aukinna smita hefur orðið vart í 73 löndum heims. Þrátt fyrir það vonast margir til þess að önnur bylgja veirunnar verði vægari. Enn sem komið er bendir margt til þess. framlengja aðgerðir,“ segir Svandís í samtali við Morgunblaðið. Hún segist ekki telja þörf á harð- ari aðgerðum sem stendur vegna þess hve markvisst smitrakningu og sóttkví er beitt. „Um leið brýnum við það fyrir öllum að beita þessum ein- staklingsbundnu sóttvörnum, þvo hendur og spritta, gæta að fjarlægð, vinna í fjarvinnu, þeir sem það geta, og reyna aðeins að draga úr manna- mótum. Ég held að það sé verkefnið á meðan við reynum að ná utan um þetta,“ segir ráðherrann. Borgarleikhúsið frumsýndi á föstudag fyrstu sýningu vetrarins, Hertra aðgerða ekki þörf Morgunblaðið/Árni Sæberg Frumsýning Borgarleikhúsið ýtti úr vör nýju leikári með frumsýningu Oleönnu um helgina. Salurinn var þó ekki fullskipaður sökum fjöldatakmarkana.  Ráðherra segist ekki telja þörf á að herða aðgerðir til sóttvarna  Framlengir lokun öldurhúsa á höfuðborgarsvæðinu til sunnudags  Heimsfaraldur í vexti M 1.290 manns í sóttkví … »2 Verkefnum lögreglu vegna afbrota í miðborg Reykjavíkur að næturlagi hefur fækkað mikið að undanförnu, það er á sama tíma og færri eru á ferð vegna samkomubanns og fjöldatakmarkana sem leiða af kór- ónuveirunni. Samkvæmt tölum lög- reglu eru afbrot og verkefni sem sinna hefur þurft að nóttu frá ára- mótum fram í síðustu viku – það er frá miðnætti til klukkan 6 – alls 2.389; 880 á virkum dögum og 1.509 um helgar. Á sama tímabili í fyrra voru verkefnin 3.974 talsins. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lög- reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir þessa staðreynd gefa tilefni til umræðu um skemmri afgreiðslutíma skemmtistaða í miðborginni þegar eðlilegar aðstæður í samfélaginu skapast að nýju. »11 Morgunblaðið/Freyja Gylfa Mannfjöldi Skemmtanalíf hefur breyst, hugsanlega til frambúðar. Geti haft opið skemur  Lögreglustjóri vill skemmtistaði í skoðun  Í dag hefst aðalmeðferð í máli hér- aðssaksóknara Finnmerkur og Troms í Noregi gegn Gunnari Jó- hanni Gunnarssyni, sem auk ann- arra ákæruliða er gefið að sök manndráp af ásetningi með því að hafa komið á heimili hálfbróður síns, Gísla Þórs Þórarinssonar, í Mehamn, vopnaður haglabyssu, að morgni 27. apríl í fyrra þar sem til átaka hafi komið milli þeirra hálfbræðra með þeim afleiðingum að Gísli Þór varð fyrir haglaskoti sem varð honum að bana. Verjandi Gunnars Jóhanns sagðist í samtali við mbl.is mjög ósáttur við að ákært væri fyrir ásetningsbrot þar sem ákærði hefði aðeins ætlað að skjóta hálfbróður sínum skelk í bringu. Gert er ráð fyrir að mál- flutningur standi í sjö daga. »13 Réttarhöld hefjast í Mehamn-málinu Samkeppni er mjög virk á öllum mörkuðum sem íslensk sjávar- útvegsfyrirtæki starfa á, hér á landi sem erlendis. Þetta er niður- staða í tölfræðilegri úttekt sem verðbréfafyrirtækið Arev vann fyrir Brim, en þar var beitt sömu aðferðum og Samkeppniseftirlitið (SKE) notar til þess að mæla virkni og samþjöppun á mörk- uðum. Hins vegar er aðra sögu að segja um ýmsa markaði aðra, en til samanburðar var mæld sam- þjöppun á matvörumarkaði og í bankaþjónustu. Skemmst er frá því að segja að þar er samþjöppun langt yfir viðmiðunarmörkum, bæði SKE og Evrópusambandsins, sem þó er eilítið umburðarlyndara. Í athugun Arev, sem unnin var í framhaldi af ákvörðun Samkeppn- iseftirlitsins vegna viðskipta með eignarhluti í Brimi, og unnin var úr opinberum gögnum, kom einnig á daginn að samkeppni er mikil með botnfisk almennt, en einnig þegar litið er til einstakra fiskteg- unda, þó þar á milli sé nokkur munur. Hið sama á við hvað varðar markað með aflamark eða leigu- kvóta. Þar á sér stað veruleg til- færsla milli útgerða og skipa á ári hverju. » 6 Virk samkeppni í sjávarútvegi  Tölfræðiathugun sýnir litla samþjöppun í sjávarútvegi  Raunin allt önnur á matvörumarkaði og í bankaþjónustu Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir Veiði Gögn sýna mikla samkeppni á mörkuðum helstu fisktegunda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.