Morgunblaðið - 21.09.2020, Page 4

Morgunblaðið - 21.09.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á næstunni verður ráðist í end- urgerð sjóvarnargarðs á Eiðsgranda í Reykjavík, frá dælustöð í Eiðsvík á móts við Boðagranda að hringtorg- inu fyrir framan JL-húsið. Við vissar veðuraðstæður og háa sjávarstöðu hefur sjór gengið yfir garðinn með tilheyrandi tjóni og röskun á umferð. Reykvíkingar voru sannarlega minntir á nauðsyn aukinna sjóvarna við Eiðsgranda þegar haugabrim gerði á laugardagskvöldið, samfara vindi og hárri sjávarstöðu. Grjóti og þara rigndi yfir nærliggjandi gras- bala og göngu- og hjólastíga. Starfs- menn hverfisstöðvarinnar á Fiski- slóð voru mættir til hreinsunarstarfa snemma í gærmorgun. Tjón var ekki umtalsvert. Það helst að túnþökur sem lagðar voru við nýjan hjólastíg flettust upp og eyðilögðust. Þarf að endurleggja allt torfið. Á meðan á framkvæmdunum við brimvarnargarðinn stendur verður gangandi og hjólandi vegfarendum beint framhjá framkvæmdasvæðinu og mögulega þarf að takmarka bíla- umferð á nærliggjandi götu. Til- kynnt verður um það fyrirkomulag síðar. Tilboð í verkið voru opnuð sl. mánudag. Alls bárust þrjú tilboð. Lægst bauð Suðurverk hf., tæplega 144,8 milljónir. Var það 72,8% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 178,9 milljónir. JG vélar buðu 176 milljónir og Grafa og grjót ehf. rúm- ar 329 milljónir. Nú er verið að fara yfir tilboðin. Verklok eru áætluð 31. desember 2020. Í verklýsingu kemur fram að um sé að ræða upprif og endurbyggingu sjóvarnargarðsins. Upprifið efni/ stórgrýti verður flokkað og endur- nýtt og aðflutt efni frá nálægum lag- erum verður einnig notað í verkið. Sjóvarnargarðurinn verður hækkað- ur frá því sem nú er. Lágmarkshæð á toppi sjóvarnargarðs verður 6,5 metrar yfir sjávarmáli og toppurinn verður fjögurra metra breiður. Enn- fremur segir að vanda skuli til verka við aðlögun við núverandi grjótgarð- .Rífa þarf upp núverandi göngustíg samhliða viðgerð á sjóvörnum. Ekki er gert ráð fyrir að unnið verði í neinum lögnum í þessu verki. Verkið skal vinnast samhliða vinnu við nýj- an hjólastíg við Eiðsgranda og nauð- synlegt er talið að samræma vinnu milli þessara tveggja verkefna.Vinna má við uppröðun á neðsta hluta garðsins úr fjörunni þegar sjávarföll leyfa og restina af vörninni ofan af vinnupalli". Ljóst er að tveir 3-6 klukkustunda langir gluggar á sólar- hring gera það mögulegt að vinna við gröft og fleygun í þurru" í fjör- unni. Nokkur dæmi eru um það á síðari árum að sjór hafi flætt yfir brim- varnargarðana við Ánanaust og Eiðsgranda. Að morgni aðfangadags árið 2003 gerði mikið óveður með þeim afleiðingum að göngustígur og grjótgarður meðfram ströndinni í Ánanaustum og á Eiðsgranda skemmdust á nokkur hundruð metra kafla. Malbikið flettist upp og grjót úr grjótgarðinum dreifðist um svæð- ið. Í mars 2007 áttu gangandi veg- farendur fótum sínum fjör að launa frá sjó, grjóti og þara sem rigndi yfir þá. Illfært varð um göturnar vegna sjógangs. Þá fóru saman háflæði og sterk suðvestanátt. Morgunblaðið/Júlíus Árið 2007 Sjór flæddi yfir brimvarnargarð fyrir framan JL-húsið. Ökumenn settu í „sund- gírinn“ og gangandi fólk átti fótum sínum fjör að launa frá sjó, grjóti og þara sem rigndi yfir. Ljósmynd/Regína Ásvaldsdóttir Árið 2020 Haugabrim gerði á laugardagskvöldið, samfara miklum vindi og hárri sjávarstöðu. Ráðist verður í endurgerð sjóvarnargarðsins á næstunni. Bæta brimvarnir í Vesturbænum  Sjóvarnargarður við Eiðsgranda endurgerður  Sjógangur hefur valdið tjóni og röskun á umferð Morgunblaðið/Júlíus Árið 2003 Sjór gekk á land við Ánanaust og olli miklum skemmdum á nokkur hundruð metra kafla þar, auk þess sem malbikið flettist upp. Ráðist var í endurbætur á sjóvarnargarðinum þar. Kjartan Gíslason, framkvæmda- stjóri súkkulaðigerðarinnar Omnom, segir að í kjölfar þess að fjallað var um fyrirtækið í heimildarþáttum á Netflix hafi salan aukist um 30 þús- und prósent fyrstu vikuna. Fjallað var um framleiðslu Omnom í þátt- unum Down to Earth with Zac Efron og fóru þættirnir í sýningu í júlí. „Þegar þetta fór í loftið sprakk netsalan okkar erlendis nánast á einni nóttu. Ég held að fyrstu helgina höfum við farið yfir tíu þús- und dollara í sölu,“ segir Kjartan í samtali við Morgunblaðið. Tökurnar fóru fram fyrir rúmlega tveimur árum og segir Kjartan að þau hafi næstum því gleymt að þætt- irnir væru í framleiðslu. Hann segir að þau hafi ekki gert sér neinar væntingar um að fá mikla umfjöllun í þáttunum og því hafi þetta komið skemmtilega á óvart. Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á framleiðsluna hjá Omnom og sagði fyrirtækið upp starfsfólki í framleiðslunni auk þess sem hluta- bótaleiðin var nýtt. Í kjölfar þátt- anna gátu þau ráðið starfsfólk aftur í framleiðsluna og skráð sig af hluta- bótaleiðinni smátt og smátt. Fram- leiðslan fór svo á fullt eftir verslun- armannahelgina. „Það er búið að ganga rosalega vel og framleiðsluteymið er búið að standa sig eins og hetjur,“ segir Kjartan og bætir við að hann sé þakklátur fyrir að starfsfólkið hafi tekið svo vel í breytingarnar. Salan jókst um 30 þúsund prósent eftir Netflix-þátt  Omnom seldi fyrir 10.000 bandaríkjadali fyrstu helgina Súkkulaði Sjónvarpstökurnar fóru fram fyrir rúmlega tveimur árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.