Morgunblaðið - 21.09.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.09.2020, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Samfélagsmið-illinn TikTokslapp fyrir horn um helgina eftir að hafa náð samkomulagi við Oracle og Walmart um að fyrirtækin eignuðust hlut í félagi sem rekur miðilinn. Trump Bandaríkjaforseti hafði gefið það út að á miðnætti í gær yrði lokað fyrir notkun miðils- ins í Bandaríkjunum vegna hættu á að kínversk stjórnvöld kæmust yfir upplýsingar um bandaríska notendur hans. Talsmenn miðilsins höfðu neit- að því að þetta gæti gerst, en höfðu ekki sannfært bandarísk stjórnvöld sem hafa haft áhyggjur af því að kínversk stjórnvöld nýti tæknifyrirtæki til njósna á Vesturlöndum og er fyrirtækið Huawei annað dæmi um þetta. Sumir halda því fram að bandarísk stjórnvöld séu ein- faldlega að beita tæknilegum viðskiptaþvingunum í við- skiptapólitísku skaki sínu við stjórnvöld í Peking, en málið er fjarri því svo einfalt. Vissulega eiga bandarísk stjórnvöld í karpi við kínversk stjórnvöld en hættan á að upplýsingar séu misnotaðar er raunveruleg al- veg óháð því. Og það er eitthvað sérstaklega ónotalegt við það að gríðarlegt magn upplýsinga um íbúa Vesturlanda geti safnast upp í Kína og verið aðgengilegt stjórnvöldum þar, enda eru þau stjórnvöld þekkt fyrir allt ann- að en hefðbundinn skilning Vesturlanda um mannréttindi, frelsi einstaklingsins og vernd persónuupplýsinga. Almenningur á Vestur- löndum ætti þó ekki aðeins að hafa áhyggjur af upplýsinga- söfnun kínverskra stjórnvalda eða annarra slíkra. Ríkisvaldið á Vesturlöndum býr einnig yfir gríðarlegum upplýsingum um íbúana og full ástæða er til að hafa fyrirvara á þeirri söfnun og velta fyrir sér hvort ástæða sé til að draga úr henni eða í það mynda setja henni skýrari skorður en gert er. En upplýsingasöfnun snýst ekki aðeins um ríkisvaldið, fjarri því. Fyrirtæki, einkum al- þjóðleg risafyritæki, safna slíku magni upplýsinga um almenn- ing um allan heim að sú upplýs- ingasöfnun er í raun óskiljanleg venjulegu fólki. Raunar er óvíst að nokkur maður skilji umfang- ið og mögulegar afleiðingar þessarar miklu söfnunar upp- lýsinga og notkunar þessara upplýsinga til að hafa áhrif á hegðun fólks. Um þetta fjallar mynd sem Netflix sendi frá sér á dögunum og heitir The Social Dilemma. Í myndinni er rætt við fjölda sér- fræðinga, sem sumir gegndu áður fyrr ábyrgðarstöðum hjá fyrirtækjum á borð við Google og Fa- cebook, og komu að þróun fyrirbæra á borð við „Like“- hnappinn og annað sem notað er til að fylgjast með fólki og hafa áhrif á það. Í sjálfu sér var fátt nýtt í myndinni en samantektin var athyglisverð. Það var vitað hve víðtæk upplýsingasöfnunin er og að hún væri notuð til að hafa áhrif á notendur til að fá þá til að sóa meiri tíma á samfélags- miðlunum. Þennan tíma nýta þessi risafyrirtæki svo til að selja auglýsendum aðgang að notendunum og hafa haft út úr því gríðarleg verðmæti sem hafa orðið til þess að fyrirtækin hafa orðið verðmætari en dæmi eru um. Ekki skiptir minna máli að þessi fyrirtæki eru í stöðu sem enginn annar hefur nokkru sinni komist í. Þau geta fylgst með og haft áhrif á hundruð milljóna og jafnvel milljarða manna. Það versta er að margir þeirra sem eyða tíma sínum á þessum miðlum halda að þetta séu fjölmiðlar, því að þar birtast fréttir af ýmsu tagi og notendur telja sig upplýsta eftir að hafa flakkað um miðlana. Þetta er þó fjarstæða. Eins og fram kemur í The Social Dilemma beita miðlarnir þeirri aðferð, til að halda notendum sem lengst á síðum sínum, að beina að þeim efni sem þeir eru líklega ánægðir með og sam- mála. Þannig verður til það sem kallað hefur verið bergmáls- hellir því að fólk heyrir smám saman að mestu leyti eina skoð- un og sú skoðun getur allt eins verið byggð á röngum upplýs- ingum. Þessi vandi er raunverulegur fylgifiskur hinnar nýju tækni og mikilvægt að hugað verði að því hvernig hægt er að lág- marka þessa ókosti tækninnar svo að fólk geti áfram nýtt kosti hennar, sem eru vissulega margir. Það er þó alls ekki auð- velt að finna lausn á vandanum og alls óvíst að hægt verði að fá miðlana til að hætta að sýna fólki svo skakka mynd af veru- leikanum eða draga úr upplýs- ingasöfnuninni. Þar til lausn finnst er sjálfsagt að ríkisvaldið láti ekki glepjast af þessum miðlum og almenningur þarf að vera meðvitaður í notkun sinni á þeim. Ein leið sem fólk getur farið er að takmarka mjög notk- un miðlanna, veita þeim sem minnstar upplýsingar og síðast en ekki síst halda sig við að fá upplýsingar frá hefðbundnum ritstýrðum fjölmiðlum en ekki tölvustýrðum samfélagsmiðlum og leitarvélum sem geta haft hagsmuni af því að afvegaleiða almenning og birta honum bjagaða mynd af veruleikanum. Áhyggjur af risa- vöxnum tæknifyrir- tækjum eru ekki ástæðulausar} Samfélagsmiðlavandi L íklega er enginn eiginleiki jafnmik- ilvægur stjórnendum og sá að geta tekið ákvarðanir. Sér- staklega stórar ákvarðanir. Þessi kostur prýðir því miður sjaldan stjórnmálamenn, sem vilja frekar láta málin fljóta áfram en að taka á þeim. Jón Magnússon var fyrsti forsætisráðherra Íslands. Hann þótti sviplítill forystumaður, svo litlaus að sagt var að enginn vissi alveg hvar Jón Magnússon stæði í pólitík. Ekkert fannst honum verra en að styggja einhvern með því að taka „ranga“ afstöðu. Einhverntíma gerðu tveir félagar hans sér leik að því þrátta um það hvort viðbitið á borðinu væri smjör eða smjörlíki og spurðu hann álits. Jón smakkaði smá klípu og sagði svo: „Ætli það sé ekki blanda?“ Í nýlegum pistli rifjaði ég upp að Sundabraut hefur verið til umræðu í marga áratugi. Hún er enn á byrj- unarreit. Pólitíkusar gömlu íhaldsflokkanna hafa líka ýtt á undan sér mikilvægum málum fyrir þjóðina alla árum og áratugum saman. Dæmin blasa við: Sanngjarnt auðlinda- gjald í sjávarútvegi, skynsamleg landbúnaðarstefna, stöð- ugur gjaldmiðill, stjórnarskrármálið, umsókn um fulla að- ild að Evrópusambandinu og upptöku evru. Helsta viðfangsefni framsóknarflokkanna á þingi er að hefta för Íslands inn í framtíðina. Oft er haft á orði að „nú sé ekki rétti tíminn“ til að ræða tiltekið mál. Nú séum við að fást við annað. Tíminn sé knappur, upplýsingar ónógar, áhættan mikil. Svo hefur þetta auðvitað alltaf verið svona, hvers vegna að breyta til? Í gamla daga voru Tarzan-bækurnar vinsæl- ar, en þar sást oft setningin: „Nú gerðist margt í senn.“ Í afturhaldsflokkunum finnast engir Tarzanar sem ráða við fleira en eitt í senn. Helst virðast stjórnmálaforingjar vakna til lífsins þegar útdeila á almannafé til sérhags- muna, jafnvel vildarvina. Þeim dagskrárliðum þarf aldrei að fresta. Enda er þá bæði sælt að gefa og þiggja. Lítilla sanda lítilla sæva lítil eru geð guma segir í Hávamálum. Stórskáldið Einar Bene- diktsson taldi að hér væri talað um Dani, en á þeim hafði hann litlar mætur. En lýsingin pass- ar vel við marga stjórnmálamenn á 21. öldinni. Þau finna sér alltaf ástæðu til þess að bíða og sjá til. Frestur er á öllu bestur er þeirra mottó. Þar með er ekki sagt að yfirgangur meirihlutans sé far- sæl aðferð. Þvert á móti þarf að ræða hvaða leið sé best til almannaheilla. Þeir sem forréttindanna njóta verja þau af hörku, áður fyrr með kjafti og klóm, en nú á tímum oftar með keyptum málpípum. Á endanum leiðir slíkur þver- girðingsháttur yfirleitt til afleitrar niðurstöðu fyrir „aðal- inn“, hver sem hann er hverju sinni. Stundum tapa allir. Þess vegna vill Viðreisn setja öll stóru málin á dagskrá. Klárum þau og bætum stöðu allra, ekki bara sumra. Þann- ig færist Ísland með umheiminum inn í framtíðina. Benedikt Jóhannesson Pistill Glæst fortíð framundan Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fram kemur í skýrslu kjara-tölfræðinefndar að lægstulaun hafi lækkað mest í yf-irstandandi kjarasamn- ingslotu frá mars 2019 til maí 2020. Þær niðurstöður má lesa úr grein- ingu á þróun grunnlauna hjá rúm- lega 10 þúsund félagsmönnum ASÍ á almennum vinnumarkaði milli mars 2019 og maí 2020, samanber grafið hér fyrir ofan. Lárétti ásinn sýnir grunnlaun í marsmánuði 2019, fyrir gerð lífskjarasamningsins, en lóð- rétti ásinn sýnir prósentuhækkanir grunnlauna í maí 2020 en það eru nýjustu gögn Hagstofunnar. Sýnir fram á hækkanir Eftir því sem fleiri punktar eru í efra horninu til vinstri, þeim mun betur hafa krónutöluhækkanir skilað sér til launþega á lægstu grunnlaun- unum. Að sögn Margrétar Kristínar Indriðadóttur, deildarstjóra hjá Hagstofunni, táknar hver punktur á grafinu einn launþega. Sökum þess að margir launþeganna hafi sam- bærileg laun, og hafi fengið sambæri- lega launahækkun, geti punktar skarast og úr því orðið stærri punkt- ar. Hún segir lítið brot launþeganna í úrtakinu falla utan við jaðrana sem birtist í fáum punktum á hvorum enda grafsins fyrir sig. Hafa verið í sama starfi Greiningin er unnin úr launa- gögnum Hagstofunnar og er myndin hér að ofan endurgerð úr skýrslu kjaratölfræðinefndar sem kom út 16. september sl., samanber ktn.is. Að sögn Margrétar byggist greiningin á þeim einstaklingum í launagögnum Hagstofunnar sem voru í sama ráðningarsambandi á tímabilinu. Með því sé komið í veg fyrir að myndin skekkist vegna þeirra sem hafa hækkað í launum eftir að hafa skipt um starf á tíma- bilinu. Margrét ítrekar að horft sé til grunnlauna en ekki heildarlauna að meðtöldum álögum og yfirvinnu- greiðslum. Þá séu fastlaunasamn- ingar algengari hjá fólki á hærri launum og í þeim tilvikum teljast öll laun til grunnlauna. „Eitt af markmiðum lífskjara- samningsins var að hækka lægri laun og því var samið um krónutöluhækk- un og á myndinni má sjá að þeir sem eru á lægstu laununum fá flestir hækkun á bilinu 11-21%. Því renna margir punktarnir saman á því bili. Í skýrslu kjaratölfræðinefndar er fjallað um laun alls 19 hópa og er hópurinn ASÍ á almennum vinnu- markaði einn af þeim. Sá hópur er sundurleitur hvað varðar launa- dreifingu þar sem samsetning fé- lagsmanna er mismunandi; í honum blandast saman launafólk í lægsta launaþrepi auk launahærri eins og sérfræðinga og millistjórnenda. Óvenjulegar aðstæður Myndin sýnir að þeir sem eru á lægri launum hækka almennt meira en þeir sem eru á hærri launum. Eðli málsins samkvæmt væri myndin öðruvísi ef um almenna prósentu- hækkun væri að ræða í stað krónu- töluhækkunar. Það er líka áhugavert að velta því upp að líklega myndi krónutöluhækkun ekki skila sama árangri ef við værum ekki í þessu ástandi,“ segir Margrét um grafið hér fyrir ofan. Með því vísar hún til þess að fólk á hærri launum sé gjarnan með betri samningsstöðu en fólk á lægri laun- um, meðal annars vegna sér- fræðiþekkingar. Vegna óvenjulegra aðstæðna í kjölfar kórónuveiru- faraldursins sé samningsstaða þeirra ekki jafn sterk og endranær. Lægri laun hækkuðu mest hjá ASÍ-fólki Hækkun grunnlauna frá mars 2019 til maí 2020 eftir mánaðarlaunum Prósentuhækkun hjá rúmlega 10.000 félagsmönnum í aðildarfélögum ASÍ á almennum vinnumarkaði 25% 20% 15% 10% 5% 0% 300 400 500 600 700 800 900 1.000 1.100 1.200 Hver punktur táknar einn launþega Dæmi um hækkun grunnlauna: 1 300 þús.kr. grunnlaun, 15% hækkun 2 500 þús.kr. grunnlaun, 10% hækkun 3 700 þús.kr. grunnlaun, 7% hækkun 1 2 3 H ei m ild : K ja ra tö lfr æ ði ne fn d Mánaðarlaun: þús.kr. Pr ós en tu hæ kk un

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.