Morgunblaðið - 21.09.2020, Blaðsíða 15
Kastljósið hefur fall-
ið á þjóðkirkjuna síð-
ustu daga vegna aug-
lýsingar sem beint er
að börnum sem taka
þátt í starfi á vegum
kirkjunnar. Illa grund-
uð teikning af Jesú
með brjóst, kinnafarða
og varalit hefur sært
marga. Þetta á ekki
síður við útskýringar
starfsmanns Biskupsstofu, ónotaorð
sem eru andstæð bæninni sem Jes-
ús kenndi okkur, að helga Guðs
nafn. Orð sem leiða börn og full-
orðna í villu. Auk þess særði það
fólk að segja að þjóðkirkjan væri
stolt af myndefninu. Rangt er að
setja son Guðs í þessa mynd sem
birtist í auglýsingunni og slíkur
gerningur kallar ekki á velþóknun
af neinu tagi. Gerningurinn er and-
stæður þriðja boðorðinu um að
leggja ekki nafn Drottins Guðs þíns
við hégóma. Í Biblíunni er Guð kall-
aður faðir. Kristur er karlmaður,
sonurinn einn. Hann er ekki eitt-
hvað annað en hann er. María mey
er kona, móðir Krists. Engin dæmi
eru um að reynt hafi verið að
breyta því né vefengja. Kristur
þekkir sérhverja þrá og sorg kon-
unnar. Hann stóð með konum og
varði þær. Felldi tár, var áhyggju-
fullur, vonsvikinn en einnig fullur
bjartsýni og gleði. Hann er frelsari
mannkynsins.
Kristsmyndinni breytt
Jesús Kristur er í gær og í dag
hinn sami og um aldir (Hebr. 13.8).
Jesús er kallaður brúðguminn og
hin táknræna brúður hans er kirkj-
an. Þjóðkirkjan hefur hvorki tilefni
né leyfi til að breyta kristsmyndinni
og sneiða hjá karlkyni Krists í þarf-
lausri auglýsingamennsku.
Með framgöngu sinni brýtur þjóð-
kirkjan gegn hinni heilnæmu kenn-
ingu og daðrar við óvirðing-
arummæli um Guð. Í öðru
Þessalóníkubréfi í Biblíunni er lögð
áhersla á að halda fast við kenning-
arnar. Þar segir: Bræður, standið
því stöðugir og haldið fast við þær
kenningar, er vér höf-
um flutt yður munn-
lega eða með bréfi. Áð-
urnefnd mynd hefur
nú verið fjarlægð af
vef kirkjunnar en ráð-
gert er að hún birtist
næstu þrjár vikur á
strætó. Kirkjuþingi
þykir miður að myndin
hafi sært fólk. En
kirkjan getur ekki ver-
ið hálfvolg í þessu máli.
Fjarlægja á myndefnið
með öllu, biðjast afsök-
unar og tilkynna breytingar. Mis-
ráðin herferð kirkjunnar vekur
spurningar um á hvaða leið hún er.
Kirkjan vegur að sjálfri sér
Íslendingar eru kristin þjóð. Mið-
flokkurinn hefur á Alþingi staðið
fast að baki þjóðkirkjunni. Þing-
menn flokksins hafa varið kirkju-
jarðasamkomulagið og viðbót-
arsamninga, sem eru kirkjunni
mikilvægir. Þingmenn Miðflokksins
hafa varið hana fyrir öflum á þingi
sem vilja rýra hana og skaða. Þing-
mennirnir hafa varið þá vernd sem
þjóðkirkjunni er veitt í stjórnarskrá
lýðveldisins Íslands. Miðflokkurinn
hefur barist fyrir kristnum gildum,
þar á meðal lífsvernd ófæddra
barna í móðurkviði. Þetta mun Mið-
flokkurinn áfram gera en þá kröfu
hlýtur að verða að gera til kirkj-
unnar að hún vegi ekki að sjálfri
sér. Hún vanvirði ekki ímynd frels-
arans Jesú Krists. Þjóðkirkjan á að
vera kirkja allra landsmanna og hún
á að beina kröftum sínum að hlut-
verki sínu, sem er boðun fagnaðar-
erindisins og lögmálsins.
Eftir Birgi
Þórarinsson
» Þjóðkirkjan hefur
hvorki tilefni né leyfi
til að breyta krists-
myndinni og sneiða hjá
karlkyni Krists í þarf-
lausri auglýsinga-
mennsku.
Birgir þórarinsson
Höfundur er þingmaður Miðflokksins
og með BA-próf í guðfræði.
Þjóðkirkjan
á villigötum
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020
Fuglalíf Starrinn sá greinilega eitthvað girnilegt undir bíldekki og var að kroppa í það þegar ljósmyndin var tekin.
Kristinn Magnússon
Sjúkraliðar voru ár-
um saman vanmetnir í
heilbrigðiskerfinu. Ein
birtingarmynd þess
var að sjúkraliðar
fengu aldrei aðild að
hjúkrunarráðum spít-
alanna. Lögum sam-
kvæmt eru þau þó
stjórnendum til ráð-
gjafar við mótun
hjúkrunarstefnu. Einu
gilti þótt sjúkraliðar væru næst-
fjölmennasta hjúkrunarstéttin.
„Algjör burðarstétt“
Sjúkraliðar eru stétt í sókn en
hafa þó fram á síðustu ár þurft að
berjast með kjafti og klóm fyrir
áunnum grundvallarréttindum. Því
er vel lýst í sögulega merkri frá-
sögn Gísla Guðna Hall hæstarétt-
arlögmanns af setningu reglugerðar
árið 2013 um réttindi, skyldur og
menntun sjúkraliða. Persónulegt
inngrip Guðbjarts heitins Hann-
essonar velferðarráðherra þurfti þá
til að koma í veg fyrir að stéttinni
væri ýtt enn lengra út á jaðarinn.
Um það má lesa í erindi lögmanns-
ins frá afmælisráðstefnu félagsins
árið 2016 sem birt er í Sjúkralið-
anum sama ár.
Í dag eru sjúkraliðar orðnir „al-
gjör burðarstétt“ svo vísað sé í orð
forstjóra Landspít-
alans á sömu ráð-
stefnu. Stéttin hefur
einnig sótt fram á mik-
ilvægum sviðum. Á
þessu ári náðist það
langþráða takmark að
sjúkraliðar eiga nú
loksins kost á fag-
menntun á háskóla-
stigi. Þeir eru lyk-
ilstétt í umönnun og
hjúkrun aldraðra,
heimaþjónustu og
heimahjúkrun, og sú
hjúkrunarstétt sem ber uppi nær-
hjúkrun við sjúklinga.
Íslenskar rannsóknir, birtar í
tímariti Hjúkrunarfræðinga, sýna
þannig að sjúkraliði ver langtum
hærra hlutfalli af starfstíma sínum í
beinni snertingu við sjúklinginn en
nokkur önnur fagstétt. Oftar en
ekki er það sjúkraliði sem er við
hlið sjúklings við andlát. Nær-
hjúkrun er okkar fag. Stéttin býr
því yfir sérstakri reynslu og sér-
menntun á sviði nærhjúkrunar.
Hana á vitaskuld á að nýta við mót-
un stefnu um hjúkrun og umönnun
sjúklinga.
Þjónustugæði í fyrirrúmi
Tímaskekkjan sem hélt sjúkra-
liðum frá mótun hjúkrunarstefn-
unnar var þó ekki leiðrétt fyrr en í
lok júní á nýliðnu sumri. Alþingi
samþykkti þá breytingar á lögum
um heilbrigðisþjónustu sem leggja
af gömlu lækna- og hjúkr-
unarráðin. Um leið verða ný fag-
ráð sett á laggir með aðild allra
fagstétta.
Nýju lögin mættu á frumvarps-
stigi harðri gagnrýni úr röðum
fagstétta sem innan kerfisins hafa
verið mjög ráðandi um árabil. Um
það má lesa í umsögnum þeirra til
Alþingis. Í sumar hefur svipuð um-
ræða gægst fram í greinum í fjöl-
miðlum. Ráðherra og Alþingi eru
gagnrýnd fyrir lagasetninguna og
enn er reynt að fá fram frestun á
framkvæmd ákvæðis um fagráðin
nýju.
Þá afstöðu má vel skilja. Smá-
kóngar og -drottningar vilja
sjaldnast missa hásæti sín. Málið
snýst þó ekki um hvar í gogg-
unarröðinni einstakar fagstéttir
eru innan kerfisins. Umræðan
verður að snúast um tvö grundvall-
aratriði: Hámörkun þjónustugæða
gagnvart sjúklingum og skilvirkni
í kerfinu.
Stjórnun í takt við nútímann
Alþjóðleg þróun í stjórnun í heil-
brigðisþjónustu á Vesturlöndum
hnígur öll í átt að straumsl-
ínustjórnun, aukinni teymisvinnu og
teymisstjórnun. Viðfangsefni þjón-
ustunnar verða flóknari með hækk-
andi lífaldri þeirra sem hennar
njóta þar sem þeir glíma við marg-
brotnari heilsuvanda en áður. Nið-
urstaða margra alþjóðlegra rann-
sókna er að þjónustan verði betri
með teymisvinnu og teymisstjórnun
sem miðar að þverfaglegri nálgun.
Árangurinn sem fæst fyrir fjármuni
sem koma úr vösum skattborg-
aranna er meiri. Ísland er ekki ey-
land í þessum skilningi – sömu lög-
mál gilda hér og á Vesturlöndum.
Í þessum anda er heilbrigð-
isstefna stjórnvalda sem Alþingi
samþykkti samhljóða í júní 2019.
Hún leggur áherslu á samvinnu fag-
stétta og teymisvinnu í því skyni að
tryggja samfellu og gæði þjónust-
unnar. Fagráð með fulltrúum lyk-
ilstétta, þar á meðal sjúkraliða með
alla sína reynslu af nærhjúkrun, ná
því markmiði laganna miklu betur
en þröng ráð einstakra faggreina.
Ákvörðun Alþingis um að taka upp
ný þverfagleg ráð heilbrigðisstétta
og leggja niður sérstök lækna- og
hjúkrunarráð er því einfaldlega í
samræmi við góða stjórnunarhætti í
heilbrigðisþjónustu nútímans.
Reynsla Íslendinga af Covid-
faraldrinum staðfestir þetta. Þar
riðluðust fagleg landamæri og heil-
brigðisþjónustan breyttist í stórt
teymi þar sem allir unnu saman og
lögðu ráð og reynslu margra fag-
stétta í púkkið. Það var líklega
markvissasta frammistaða heil-
brigðiskerfisins fyrr og síðar. Hún
byggðist á teymisvinnu og -lausn-
um.
Áskorun til ráðherra
og stjórnenda
Á nýliðnu fulltrúaþingi Sjúkra-
liðafélags Íslands var ítrekaður full-
ur stuðningur við nýju fagráðin.
Innleiðing þeirra má ekki verða að
leiksoppi í skæklatogi um völd inn-
an heilbrigðisgeirans. Fagráðin eru
hluti af nýjum veruleika, sem er í
nánu samræmi við alþjóðlega þróun
um stjórnun og skilvirkni heilbrigð-
iskerfa.
Fulltrúaþingið samþykkti ein-
dregna áskorun til ráðherra um að
hraða setningu reglugerðar sem
þarf til að hrinda ákvæði laganna í
framkvæmd. Það hvatti jafnframt
stjórnendur heilbrigðisstofnana til
að stuðla að snurðulausri innleið-
ingu nýju fagráðanna. Því verður
fylgt fast eftir af forystu félagsins
og trúnaðarmönnum sjúkraliða á
heilbrigðisstofnunum.
Eftir Söndru
B. Franks »Umræðan verður að
snúast um tvö
grundvallaratriði: Há-
mörkun þjónustugæða
gagnvart sjúklingum og
skilvirkni í kerfinu.
Sandra B. Franks
Höfundur er formaður
Sjúkraliðafélags Íslands.
sandra@slfi.is
Nýju fagráðin og sjúkraliðar
Samfélagið er á
fleygiferð í átt að
margbreytileikanum á
tækniöld. Allt gerist
miklu hraðar, lífsgildi
fólks breytast, lífs-
markmiðin verða fjöl-
breyttari og virði fyr-
irtækja ekki lengur
bara mælt í EBITU.
Samhliða afkomu og
rekstri fyrirtækja er
horft á framtíðarmöguleika og virði
þeirra með því að kanna hvernig þau
standa sig í jafnréttismálum, um-
hverfismálum og góðum stjórn-
arháttum. Það er góð framför, fleiri
mælikvarðar skila samfélaginu og
fyrirtækjunum sjálfum auknum
ávinningi.
Það er hins vegar ekki hægt að
segja að íslenskur hlutabréfamark-
aður sé á sömu hraðferð. Fá félög eru
skráð á markaðinn og þar mættu
vera fyrir á velli fleiri og fjölbreyttari
fjárfestar. Það myndi styrkja fjár-
málamarkaðinn að fá
fjölbreyttan hóp ein-
stakra fjárfesta með
mismunandi lífsmark-
mið og lífsgildi til að
eiga viðskipti á mark-
aðnum. Fjölbreyttari
hóp sem sér virði fyr-
irtækjanna í víðara
ljósi. Það gefur fyr-
irtækjum aukin tæki-
færi til að fá metið það
góða starf sem þau
leggja í rekstur, um-
hverfis- og jafnrétt-
ismál sem dæmi.
Af þessum sökum höfum við
nokkrir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins lagt fram frumvarp á Al-
þingi sem endurvekur heimild til að
draga frá tekjuskatti kaup á skráð-
um hlutabréfum og hlutdeildar-
skírteinum verðbréfa- og hlutabréfa-
sjóðs sem skráðir eru á skipulegan
verðbréfamarkað eða fjárfesta ein-
göngu í skráðum hlutabréfum. Nái
frumvarpið fram að ganga mun ís-
lenskur hlutabréfamarkaður eflast,
fjölbreyttari sjónarmið koma fram
við fjárfestingar og valkostum fólks
til að ávaxta fé sitt fjölgar.
Þetta er að mínu mati hluti af
nauðsynlegri viðleitni til að dýpka
markaðinn – gera hann virkari og
verðmyndun þar eðlilegri. Það er
enda ein af grunnstefnum Sjálfstæð-
isflokksins að fólk sé fjárhagslega
sjálfstætt og þátttaka í atvinnulífinu
sé sem mest. Við viljum samþætta
betur hagsmuni bæði fyrirtækjanna
og fólksins en um leið auka skilning á
frjálsu viðskiptalífi. Oft var þörf en
nú er nauðsyn.
Öflugri og fjölbreyttari markaður
Eftir Vilhjálm
Árnason
Vilhjálmur Árnason
» Það myndi styrkja
fjármálamarkaðinn
að fá fjölbreyttan hóp
einstakra fjárfesta með
mismunandi lífsmarkmið
og lífsgildi til að eiga við-
skipti á markaðnum.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins í Suðurkjördæmi.