Morgunblaðið - 21.09.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020 Kafli 20 í Annarri Mósebók skilgreinir boðorðin tíu. Gyð- ingar og kristnir telja þau skipanir en ekki leiðbeiningar og að þau séu til allra manna. Múslímar við- urkenna Biblíuna og líta Kóraninn sem þriðja testamentið, þeir viðurkenna einn- ig boðorðin tíu. Boð má túlka sem tilboð frekar en fyrirmæli. Þau séu þá tilmæli sem velja má að taka tillit til eða sniðganga, það hafi þó afleiðingar. Ljóst má vera að boðorðin tíu eru hluti stærri frumspekihjúps. Sé kaflinn lesinn í þessu ljósi birtist hjúpur sem ég nefni Guð- dómlega sáttmálann. Sá sem und- irgengst hann samþykkir að fylgja þeim tilmælum sem hann til- greinir; einungis þeir sem und- irgangast sáttmála eru háðir til- boðum hans. Sé allur kaflinn lesinn sést að boðin eru fleiri og dýpt þess ellefta birtist. Íslendingar kusu nær einróma vorið 1944 að mynda sjálfstætt ríki og grundvalla það á sáttmála sem nefnist stjórnarskrá. Samþykktu þeir að fylgja þeim skilgreiningum sem sá sáttmáli býður. Þannig samþykktu þeir tvennt: Annars vegar að mynda ábyrga ríkis- smiðju í samræmi við mótaðar reglur. Hins vegar að móta sam- félög sín samkvæmt siðferði sem þar væri tilgreint með beinum og óbeinum hætti. Sé stjórnarskráin einnig sam- félagssáttmáli má vega hvaða sið- ferðisgildi hann tilgreinir: Tekið er fram að Lútersk-evangelíska þjóð- kirkjan skuli varðveita frumspeki- viðmið hins íslenska þjóðríkis. Ennfremur að borgarar (og þegn- ar) ríkisins sem ekki vilja frum- speki þjóðkirkjunnar hafi frelsi til að velja efnishyggju, eða frum- speki annarra trúarsýna og er rík- inu óheimilt að hamla borgurum að mynda innri félög, svo fremi þau virði framangreint siðferði. Sáttmálinn skilgreinir ekki hvað sé gott siðferði enda sér fyrr- greind tilvísun um að tilgreina það. Siðferði- leg varsla ríkis og þjóða(r) þess sé í höndum kristilegra frumspekinga en þeir taki fullt tillit til frumspekinga annarra sýna. Þar með sé tryggð frumspek- isamræða þeirra sam- félaga sem að rík- isfélaginu standa. Ljóst er að meiri- hlutakosning getur sett siðlaus lög séu þau ekki byggð á fyrrgreindum sáttmála. Þegar svo er verður til réttlætisrof, því sáttmálar eru undirstaða réttlæt- isviðmiða. Sé sáttmálinn hæfur til grundvöllunar réttlætis, þá ætti endurskoðun hans eða viðbætur að vera óþarfi. Sé endurskoðun nauð- synleg, eða viðbætur, hvernig á að skilgreina þá samfélagssamræðu og hver á að skera úr um? Alþingi lýðveldis hefur sam- þykkt ýmis lög byggð á sáttmála sem þing Sameinuðu þjóðanna í New York nefnir mannréttinda- yfirlýsingu, einnig hinn svonefnda Evrópusáttmála. Spyrja má hvort stjórnarskráin frá 1944 hafi verið ónóg. Ég tel þessa sáttmála óþarfa og staðfestingu þeirra afturför en það er utan efnistaka. Núverandi leiðtogi íslenska lýð- veldisins hefur lýst því yfir að vald sitt sé illa skilgreint og þar með að hann hafi ekki lesið sáttmálann eða skilið. Nýverið lýsti forsætis- ráðherra hans því yfir að hún hefði vald samkvæmt sáttmálanum til að koma á þingrofum og kosningu, þó það komi ekki fram í honum. Hlut- verk hennar er heldur ekki skil- greint í honum. Margir hafa rætt á Íslandi síðustu ár að samkvæmt bókstafstúlkun á sáttmálanum hafi allar ríkisstjórnir frá 1944 verið ólögmætar. Allt framangreint hef ég rætt ít- arlega á öðrum vettvangi. Er mér ljóst að þau skrif og ræður eru fyrir daufum eyrum. Ennfremur að hugsanlega sé framangreind upptalning komin að mörkum birt- ingarhæfs velsæmis. Það breytir þó ekki hlutbundinni vegun á hug- tökum og merkingarfræði. Saga manneskjunnar er löng og misbein og svo er einnig um sögu mannverunnar. Þá má spyrja hvor er eldri, lengri eða krókóttari. Þá þarf að skilgreina muninn á mann- eskju og mannveru. Takist það getum við skilgreint hvað sé sam- félag, síðan hvað sé samfélagssátt- máli og ef við náum svo langt, hvað sé þjóðar- eða ríkissáttmáli. Vegunin á hvort sáttmálar skiljist eða séu haldnir bíður síðari tíma. Manneskja (human) er lífvera sem gengur upprétt á tveim fót- um, hefur tvær hendur, huga og sál. Hún telur sig andlega veru. Hún er sjálfsvituð því hún getur rýnt vitund sína og hún við- urkennir að aðrar lífverur hafi vit- und og sumar sjálfsvitund. Mann- eskja telur uppruna sinn frumspekilegan og að holdgerving sé ytra form en mannleg raun- hyggja sé háð frumspekilegum greiningum. Mannvera (human being) er líf- vera sem gengur upprétt á tveim fótum, hefur tvær hendur og heilabú. Hún skilgreinir sjálfsvit- und en efast um (og hafnar yf- irleitt) sjálfsvitund annarra líf- vera. Hún sér sjálfa sig sem efnislega og að tilvera hennar sé eingöngu háð efninu, að sál sé firring og að mannleg rökhyggja sé æðsta mælanlega greind veru- leikans. Báðar verur geta beitt tákn- merkingu. Manneskjur hafa nú verið fangar mannvera í rúma öld, eiga enga virka sáttmála og geta illa treyst sáttmálum þeirra síðarnefndu. Standist framan- greind greining, er ljóst að við eigum langan veg fyrir höndum. Loks bið ég lesandann velvirð- ingar á hortugheitum. Hafi mein- ingin skilað neikvæðri niðurstöðu eru mistökin mín. Sáttmálar og réttlæti Eftir Guðjón E. Hreinberg »Hugleiðing um hvað sé sáttmáli, hvernig réttlæti sé skilgreint og munurinn á manneskju og mannveru. Guðjón E. Hreinberg Höfundur er heimspekingur. gudjonelias@gmail.com Ástæður þess að skólakerfið hefur getað haldið sínu striki stór- áfallalaust á þessu ári eru margþættar. Með- al þeirra er góður að- búnaður í skólum á Ís- landi, tæknivæddir og vel tækjum búnir nem- endur, „þetta redd- ast“-hugarfar allra hlutaðeigandi og ekki hvað síst vel menntaðir kennarar. Á stundum hefur verið agnúast út í það að kennaramenntun sé langskólanám, háskólanám til margra ára, og það talið löstur. Að- stæður síðustu mánaða og farsælar lyktir síðasta skólaárs færa heim sanninn fyrir því að það veitir ekki af, því eins og allir vita sem komið hafa nærri málaflokknum snúast nám og kennsla ekki einungis um að afla sér og miðla þekkingu, heldur einnig að öðlast og miðla hæfni, færni og leikni. COVID-fárið sem helltist yfir í mars 2020 krafðist lausnarmiðaðra úrræða og það fyrirvaralaust. Hefð- ir og venjur voru látnar víkja fyrir nýjungum, jafnt í skólum sem á heimilum, meðal kennara og nem- enda. Einkaheimili breyttust í atvinnu- svæði og vinnurými á einni nóttu. Nám og kennsla á framhalds- og háskólastigi tók víð- ast hvar stakkaskipt- um. Kennarar lögðu nótt við nýtan dag, stokkuðu allt upp, end- urskilgreindu vinnulag og pössuðu upp á nem- endur, samtímis því að endurmenntast í nýj- ustu tækni á sviði upp- lýsingatækni. Þökk sé ósérhlífni kennara þá lauk skóla- árinu 2019-2020 án umtalsverðra áfalla. Aðlögunarhæfni, fórnfýsi, sköp- unarkrafti og helgun kennara í starfi var sums staðar veitt athygli og umbunað fyrir það. Annars stað- ar ekki. Við nokkra framhaldsskóla fengu kennarar eingreiðslur, annars staðar var greitt fyrir nettengingar kennara á heimilum sínum í einn til þrjá mánuði. Víða fengu kennarar að færa tölvukostinn heim, enda starfinu sinnt þaðan. Ráðherra mennta- og menningarmála þakkaði góð störf og rektor Háskóla Íslands sendi þakkarskjöl á deildir. Fátt hefur heyrst um annars konar við- gjörning, og nú þegar nýtt skólaár er hafið og sama er upp á ten- ingnum, er ekki að undra að þungt hljóð sé í kennurum. Aftur virðist gengið út frá því að sérþekking kennara og helgun í starfi séu auð- lindir sem ganga má í án endur- gjalds. Ég nota þetta tækifæri og hvet yfirvöld menntamála og stjórnendur skólastofnana til að ígrunda með hvaða hætti má gangast við því ómælda vinnuframlagi sem stéttin hefur lagt fram af ábyrgð og metn- aði. Skólaárið 2020-2021 er rétt að byrja og mikilvægt að hvetja fólk til dáða. Ef ekki þá gæti slaknað á tauminum og þeir sem síst skyldi flosnað upp úr námi. Það er mikið áhyggjuefni, ekki síst ef litið er til upplýsinga um aukið atvinnuleysi. Sérþekking og helgun í starfi eru auðlindir Eftir Hólmfríði Garðarsdóttur » Aðlögunarhæfni, sköpunarkrafti og helgun kennara í starfi var sums staðar veitt athygli og umbunað fyr- ir það. Annars staðar ekki. Hólmfríður Garðarsdóttir Höfundur er formaður STÍL – samtaka tungumálakennara. holmfr@hi.is Það er ég hræddur um að Lúther sem ís- lenska þjóðkirkjan er kennd við sé búinn að snúa sér við í gröfinni þegar horft er til þess sem er að gerast innan kirkjunnar nú og und- anfarið. Hvað er á seyði? Eru satanistar orðnir ráðandi þar? Er Jesús maður eða kona, hommi eða lesbía, trans eða hvað þetta heitir nú allt þetta rugl sem komið er upp á yfirborðið núna á tuttugustu öld eftir fæðingu frels- arans? Biblían (Heilög ritning) segir okkur að Guð skapaði manninn í sinni mynd. Er þá Guð og Jesús son- ur hans þá allt af þessu bulli sem nú er komið fram hjá þessu fólki sem að mínu áliti hefur ekki kynnt sér Biblí- una eða allavega trúir ekki á hana, heldur trúir á einhver ídól, sjálft sig, eða sjálfan Satan, sem Biblían segir að muni reyna allt til að ná fólki til sín með bellibrögðum og upplausn í lífi fólks. Biblían sem ég er sann- færður um að sé skrifuð til okkar mannanna. Hvað er að fólki í dag? Er fólk haldið óstjórnlegri athyglissýki/ sjálfumgleði, eða hefur fólk ekkert annað þarfara að gera en hanga í tölvunni eða símanum? Það ræðst fram á ritvöllinn og í ljósvakamiðla með allskyns yfirlýsingar og þykist vita allt best og mest. Manni ofbýður hvernig það atar auri menn og mál- efni, er ekki kominn tími til að fara að hægja á sér og láta ekkert frá sér fara fyrr en maður hefur kynnt sér málin? Ef þið lesið/stúderið Biblíuna get- ið þið séð að Jesús er maður, ekki einhver skeggjaður, brjóstmikill „hán“ með kinnalit, eða svört kona með downs-heilkenni eins og ein- hver sagði. Þeir sem setja slíkt fram ættu að skammast sín. Já, þeir eru orðnir margir Júdasarnir í heim- inum í dag. Renniði nú sem snöggv- ast yfir Jóhannesarguðspjall í kafla 5, vers 31+: Ef ég vitna sjálfur um mig, er vitnisburður minn ekki gild- ur. 32 Annar er sá sem vitnar um mig, og ég veit að sá vitnisburður er sannur, sem hann ber mér. 33 Þér hafið sent til Jóhannesar. Hann bar sannleikanum vitni. 34 Ekki þarf ég vitnisburð manns, en ég segi þetta til þess, að þér megið frelsast. Og 7:7: Heimurinn getur ekki hatað yð- ur. Mig hatar hann, af því ég vitna um hann, að verk hans eru vond. Eða 7:49: Þessi almúgi, sem veit ekkert í lögmálinu, hann er bölv- aður! 50 Nikódemus, sem kom til hans fyrrum og var einn af þeim, segir við þá: 51 Mundi lögmál vort dæma mann, nema hann sé yf- irheyrður áður og að því komist, hvað hann hefur aðhafst? Í 8k, 37+ segir 37: Ég veit, að þér eruð niðjar Abrahams. Þó leitist þér við að lífláta mig, því að orð mitt fær ekki rúm hjá yður. 38 Ég tala það, sem ég hef séð hjá föður mínum, og þér gjörið það, sem þér hafið heyrt hjá föður yðar. 39 Þeir svöruðu hon- um: Faðir vor er Abraham. Jesús segir við þá: Ef þér væruð börn Abrahams, munduð þér vinna verk Abrahams. 40 En nú leitist þér við að lífláta mig, mann sem hefur sagt yður sannleikann, sem ég heyrði hjá Guði. Slíkt gjörði Abraham aldrei. 41 Þér vinnið verk föð- ur yðar. Þeir sögðu við hann: Vér erum ekki hórgetnir. Einn föður eigum vér, Guð. 42 Jes- ús svaraði: Ef Guð væri faðir yðar, munduð þér elska mig, því frá Guði er ég út genginn og kominn. Ekki er ég sendur af sjálfum mér. Það er hann, sem sendi mig. 43 Hví skiljið þér ekki mál mitt? Af því að þér getið ekki hlustað á orð mitt. 44 Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sann- leikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyg- innar faðir. Þið sem efist um að Jesús sé karl- maður getið flett upp í leit á Biblan- .is undir „Sonur“ og séð að hann er á fjölda staða kallaður sonur. Ennfremur getið þið séð í Jóh. 6:42: og þeir sögðu: Er þetta ekki hann Jesús, sonur Jósefs? Vér þekkjum bæði föður hans og móður. Og líka þar sem Jesús er á tali við Móse og Elía í Lúk. 9k 35: Og rödd kom úr skýinu og sagði: Þessi er sonur minn, útvalinn, hlýðið á hann Jóh. 11: Jóh. 11:26 Trúir þú þessu?! 27 Já, herra (mundi hún segja herra ef hann væri annað en karl?) 28 Meistarinn er hér og vill finna þig. 32 Herra, ef þú hefðir verið hér, væri bróðir minn ekki dáinn 34: Herra, kom þú og sjá. Svo að lokum tilvitnana er í Lúk. 3k 22: og rödd kom af himni: Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun. Það er engin spurning að Jesús er karl- maður! Þegar kirkjan breytir gildum sín- um til að passa við núverandi menn- ingu fylgir hún ekki lengur Biblí- unni, heldur fylgir hún þeim sem týnast. Þess vegna segi ég við þig, biskup, og ykkur sem stjórnið þjóð- kirkjunni: Guð er ekki á leiðinni til að endurskrifa Biblíuna fyrir okkar kynslóð, hún er skrifuð fyrir allar kynslóðir. Hættið að reyna að breyta ritningunum, þegar þær eru skrifaðar til að breyta þér. Svo að lokum: Vísindin segja að það sem við þörfnumst nauðsynlega séu fjórir grunnþættir til að lifa af: Vatn, loft, matur, ljós. Lítum á hvað Biblían segir okkur um Jesú: Ég er uppspretta lifandi vatns. Ég er andardráttur lífsins. Ég er brauð lífsins. Ég er ljós heimsins. Þarna hafa vísindin svo sann- anlega rétt fyrir sér. Við þörfnumst Jesú til að lifa. Lifi lífið í Jesú. Jesús er karlmaður Eftir Marías Sveinsson Marías Sveinsson » Guð er ekki á leiðinni að endurskrifa Biblí- una fyrir okkar kynslóð, hún er skrifuð fyrir allar kynslóðir. Hættið að reyna að breyta ritning- unum. Höfundur er fv.verslunarmaður á eft- irlaunum og áhugamaður um kristna trú . marias@simnet.is Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.