Morgunblaðið - 21.09.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.09.2020, Qupperneq 20
Ég varð ungur faðir og aðeins 18 ára gamall þegar ég eignaðist þig, en átti þess ekki kost að ala þig upp með hefð- bundnum hætti, eftir að leiðir okkar foreldra þinna lágu ekki saman. Þú varst skírð Jónína Ingibjörg í höfuðið á ömmum þínum, í þeirri trú að nöfn þeirra beggja yrðu þér til gæfu. Í daglegu tali gekkstu undir nafninu Ninna Bogga og það varð þér til gæfu, í ljósi að- stæðna, að fá að alast upp á Ak- ureyri í öruggum faðmi Jónínu, sem þú kallaðir ömmu, en reynd- ist þér sem móðir og áttuð þið kærleiksríkt samband alla tíð. Ingibjörg, föðuramma þín, tengd- ist þér einnig náið og ættarsvip- urinn leyndi sér ekki. Þú lærðir af Jónínu alla þá kosti sem sú góða kona bar og Jónína Ingibjörg Árnadóttir ✝ Jónína Ingi-björg Árna- dóttir fæddist 6. september 1957. Hún lést 29. ágúst 2020. Útförin fór fram 18. september 2020. kenndi þér þann myndarbrag og dugnað sem ein- kenndi þig alla tíð. Ég fylgdist reglu- lega með þér í upp- vextinum og reyndi að hitta þig sem oft- ast, þó oft væri ég fjarri vegna vinnu eða búsetu í öðrum landshluta, en eftir að þú varðst eldri og fluttir til Keflavíkur fjölgaði sam- verustundum okkar í milli, sem ég fagnaði og var stoltur af þér. Fjölskylduna sem þú stofnaðir ung að árum með Óla þínum hélst þú alltaf vel utan um og stjórnaðir heimilishaldinu af skipulagðri röggsemi og mikilli samheldni. Þína nánustu settir þú í fyrsta sæti, trygglynd og alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Þú tókst öllu sem að höndum bar af æðruleysi, hvort sem það voru alvarleg veikindi sem hrjáðu þig, eða Óla þinn undanfarin ár og stóðst sem klettur við hlið hans í erfiðum veikindum. Þér var sjálfri ekki hugað líf þegar þú veiktist fyrst fyrir um áratug og þá haldið sofandi vikum saman eftir aðgerð þar sem margt fór úrskeiðis og hafði alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu þína. Þegar þú náðir þér á strik var það kraftaverki líkast og við fjöl- skyldan bænheyrð um að fá að hafa þig lengur meðal okkar. Aldrei kvartaðir þú né talaðir illa um nokkurn mann, heldur inn- rættir þú fjölskyldu þinni að dæma aldrei neinn, heldur gefa öllum tækifæri og koma vel fram við aðra. Það sýndi sig að þið voruð sam- heldin fjölskylda og náin. Þú varst útsjónarsöm og þér féll aldrei verk úr hendi, hvort sem það voru hannyrðir eða kleinubakstur, en þau voru ófá skiptin sem þú tókst að þér stór- bakstur til að styrkja gott málefni, eða svo að aðrir fengju að njóta. Kleinurnar þínar voru frægar af bragðgæðum og eftirsóttar. Engin orð fá lýst þeirri sorg sem ég ber í hjarta við þína hinstu kveðjustund, en minning þín mun lifa áfram um ókomna tíð. Óla og fjölskyldunni allri votta ég dýpstu samúð mína. Hvíl í friði, kæra dóttir, blessuð sé minning þín. Árni Björgvinsson. Ég kynntist þér fyrst þegar þú varst á unglingsaldri skömmu eft- ir að ég kynntist pabba þínum. Í fyrstu virkaðir þú fremur hlé- dræg og tók sinn tíma að kynnast þér, en ég tók strax eftir því að þú varst mörgum kostum búin. Ég dáðist að því hvað þú varst alltaf dugleg, ærleg og sterk þegar á reyndi. Það sýndi sig best þegar þú veiktist fyrst fyrir um áratug og þér ekki hugað líf, en þú barð- ist til baka af þeim krafti sem var þér eðlislægur. Þú varst kletturinn í fjölskyldu þinni og hún var þér allt. Þau eiga nú um sárt að binda og þá sér- staklega Óli lífsförunautur þinn, en þið kynntust ung að árum og stóðuð þétt saman í einu og öllu, þar til yfir lauk. Þið voruð sam- heldin fjölskylda og áttuð ykkar heimili í Keflavík og bjugguð þar alla ykkar búskapartíð, eignuðust þar þrjú vel gerð og dugleg börn, sem gáfu þér yndisleg barnabörn og voru þér svo kær. Eftir að ég kynntist þér meira, þótti mér alltaf vænna og vænna um þig og þótti gott að finna faðm- lag þitt þegar við hittumst. Ég á erfitt með að átta mig á því að þú sért farin og að samverustundirn- ar verði ekki fleiri í þessu lífi og mun sakna þín og syrgja. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Vertu sæl, elsku Ninna mín, með þökk fyrir allt. Minning þín lifir í hjörtum okk- ar. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Óla og fjölskyldu. Jenný B. Sigmundsdóttir. 20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020 Hann Jón Ár- mann er farinn frá okkur. Það eru um 40 ár síðan ég kynnt- ist Jóni Ármanni fyrst um 1980. Þá var ég að spila í Lúðrasveit Húsavíkur ásamt Guðmundi Norðdahl o.fl. Þar var Jón öfl- ugur básúnu- og túbuleikari, ég man hvað hann var flinkur í tónlistinni svo eftirtektarvert var. Ég, óharðnaður unglingur- inn, dáðist að þessum flinku húsvísku hljóðfæraleikurum og var Jón þar fremstur í flokki, t.d. þegar við spiluðum á 1. maí og 17. júní hátíðahöldum á Húsavík. Jón Ármann Árnason ✝ Jón Ármannfæddist 10. jan- úar 1936. Hann lést 1. september 2020. Útför Jóns Ár- manns fór fram 11. september 2020. Í annað skiptið kynntist ég Jóni þegar mamma og hann tóku saman í byrjun 10. áratug- ar. Ég man hvað mér fannst hann strax vera áreiðan- legur og traustur maður. En hann vann líka ávallt mikið, var eftirsótt- ur í smíðunum, sér- staklega þegar endurhanna þurfti gömul hús hjá fólki og var vinsæll. Mér fannst ótrúlegt hvað hann gat smíðað með stubbunum, því hann hafði misst framan af fingrum sér og eru rennigripirnir hans sann- arlega til vitnis um þá hæfi- leika, hreint ótrúlegir gripir, og á ég nokkra. Ógleymanlegt er líka, hvern- ig hann og mamma hjálpuðu mér 1993 í veikindum þegar ég var húsnæðis- og atvinnulaus, það fæ ég seint fullþakkað, Jón og mamma. Það var alltaf svo gott að koma í Auðbrekkuna til ykkar, þar fann maður sig ávallt vel- kominn líkt og í Strandbergi. Jón hafði mikið umsvifis á þessum tíma, oft var vinnudag- urinn hans langur og mörg eru húsin sem Jón hafði svo listi- lega tekið í gegn á Húsavík. Þarna fannst mér Jón vera í essinu sínu, hafði mikið að gera í smíðum og var eftirsóttur á því sviði, en hann var lærður húsgagnasmiður. Hann minntist oft á það hvað hann hefði lært mikið af föður sínum og talaði oft um hvað Fossarar væru sér- stakur „kynflokkur“. Jón hafði s.s. mikla kímnigáfu, hann gat gert grín að sjálfum sér og öðr- um, t.d. grínaðist hann oft með bláa blóðið í okkar ætt, eins og hann nefndi það. Jón var maður orða sinna, rökfastur, sérlega vandvirkur og þoldi ekki léleg vinnubrögð, og fannst mér allt- af vera stutt í þessa húsvísku kerskni sem einkenndi hann. Svo kom að stóra smíðaverk- efninu hjá þér Jón, þegar þið keyptuð Strandberg 2005, sem var verkefnið í ellinni eins og börnin þín orðuðu það. Hvernig það breyttist með tímanum úr hreysi í höll er ótrúlegt. Hús sem var í niðurníðslu en hefur svo breyst í alpahöll, líkt og ég kalla það oft. Og langmest gerðirðu það einn því vinnu- brögðin þurftu að vera ná- kvæm. Þegar Reginn var í pössun hjá ykkur tveggja ára gerðirðu kraftaverk við að fjarlægja flís- ina og þegar hann kom suður aftur talaði hann um það ca. 20 sinnum á dag að „Jón afi tók flísina og Sámur fékk beinið“. Og góðar ráðleggingar gafstu mér, eins og fyrir brúðkaup mitt 2008. Nú er Jón Ármann farinn í annan heim. Ég efa ekki að hann muni smíða hina fegurstu smíðisgripi og kenna mönnum vönduð vinnubrögð þar efra. Það varð brátt um hann Jón og hans verður sárt saknað, þá sérstaklega húmorsins. Ég þakka fyrir góð kynni og megir þú eiga greiða leið yfir ána Styx. Ég færi mömmu og börnum Jóns öllum, mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Kveðja frá Agli. Gunna frænka. Þetta látlausa, rammíslenska gælunafn tilheyrir einni sterk- ustu og merkustu persónu í lífi mínu. Enda var hún alltaf efst á vinsældalistanum og enginn keppti við hana. Okkar vinátta hófst þegar ég var unglingur. Við deildum áhugamálum sem hægt var að ræða í þaula, bæði í síma og á fallega ilmandi heimilinu þeirra Matta þar sem hjarta Reykjavíkur slær, í Laugardaln- um. Hugurinn kallar fram þenn- an sérstaka ilm. Sambland af Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir ✝ Guðrún Ingi-björg Jóns- dóttir fæddist 18. október 1928. Hún lést 7. september 2020. Útför hennar fór fram 17. september 2020. dásamlegri lykt af kamfóruviðarkist- unni, reykelsi, kert- um, ávöxtum og góðgæti. Lyktin hennar Gunnu frænku. Gunna var á und- an sinni samtíð. Næstum hálf öld síðan hún gerðist grænmetisæta. Hún töfraði fram ljúf- fengar framandi kræsingar sem sveitastelpan ég kunni lítil skil á. Gunna var heimskona og þoldi ekki smáborgarahugsun. Hún flutti ung á mölina og hafði unun af því að ferðast og kynnast menningu annarra þjóða. Fáar eldri konur tel ég að hafi verið jafn vel lesnar í austrænum fræð- um, spíritisma og speki sem við þreyttumst aldrei að ræða. Ferð- ir á miðilsfundi, til spáfólks og spekinga þóttu okkur skemmti- legar og kynslóðabilið truflaði aldrei. Báðar vorum við reknar áfram af forvitni og réttlætis- kennd, leituðum svara við spurn- ingunum stóru. Þó Gunna væri glaðlynd og ræki upp hláturrokur og stríðn- islegt fliss þá var yfir henni ein- hver helgur blær. Tignarleg, tággrönn og teinrétt bar hún sig eins og drottning, glæsileg kona af Gerðisætt. Þær konur kalla ekki allt ömmu sína. Gunna fór sínar eigin leiðir og flíkaði ekki einkamálum. Þvert á móti átti hún mörg leyndarmál sem ég stundum fékk hlutdeild í, þegar hún taldi mig hafa þroska til. Hún hvatti mig til mennta og ég þakka fyrir að hafa farið að hennar ráð- um og „unnið með höfðinu“ eins og hún kallaði það. Henni tókst að sannfæra mig um gildi þess að nýta gáfur og hæfileika, spara stritið. Hún hefur alla tíð verið mér mikil og góð fyrirmynd. Frænka sem ég gat rætt við allt milli him- ins og jarðar. Sem dæmdi mig aldrei og mætti mér alltaf þar sem ég var, hrósaði, hvatti og hlustaði. Ótal vini hef ég komið með í bollaspá til hennar og spurði hún oft kímin hvaða furðufugl ég kæmi með næst. Allir kolféllu þeir fyrir þessari sérstöku konu sem töfraði fólk með sterkum persónuleika og gáfum. Jurtate og kertaljós, sitjandi í ljósa leð- ursófanum með stóra páfagauk- inn á öxlinni. Fleiri dýr fengu að njóta Gunnu. Kettir spígsporuðu um húsið og fólkið hennar vissi að hún elskaði þá þrátt fyrir stöku kvartanir. Eftir því sem árin líða sé ég betur hve djúpvitur og merk frænka mín var. Ég hlakka til að heyra frá henni fréttir úr Sum- arlandinu margumrædda. Þar trúi ég að hún gangi um sali með bros á vör og heilsi göml- um vinum. Endalaust þakklæti og ótal minningar fylla hugann nú þegar við fylgjum henni síð- asta spölinn. Ótal tebolla eigum við eftir að drekka saman í annarri tilveru og ræða málin sem fyrr. Þangað til þakka ég henni fyrir ómetanleg- an vinskap og tryggð alla tíð. Elsku Gunna, takk og við sjáumst síðar. Samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar frá okkur öllum. Ingunn V. Sigmarsdóttir. ✝ Ólafur EinarFriðriksson fæddist 6. apríl 1954 í Reykjavík. Foreldrar hans voru María Árna- dóttir, f. 4. sept- ember 1926, d. 22. apríl 2020, og Frið- rik Einar Björg- vinsson, f. 29. jan- úar 1923, d. 13. september 1976. Systur eru fjórar og er Ólafur fjórði í fimm systkina hópi: Helga, Áslaug, Kristín og yngst er Elín Ásta. Ólafur ólst upp í Bústaða- hverfi, gekk í Breiðagerðisskóla og síðan Réttarholtsskóla. Út- skrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Tjörnina 1974. Eftir stúdentspróf fór hann í heimsreisu með vinum og ferðaðist um Asíu. Settist síðan í Háskóla Íslands í stjórnmála- fræði og sat í stúdentaráði. Var blaðamaður á DV, færði sig yfir á RÚV bæði á útvarpi og í sjón- varpi og sinnti stjórnmála- fréttum. Þegar Stöð tvö fór í loftið var hann einn af fyrstu fréttamönnum stöðvarinnar í nokkur ár. Starfaði einnig hjá Íslenskri erfðagreiningu á þeirra fyrstu árum. Árið 2004 hóf hann nám í lög- fræði við Háskól- ann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan sem lögfræðingur 2008. Eftir námið vann hann í Fjár- málaeftirlitinu til ársins 2012 en þá var blóð- sjúkdómurinn sem hrjáði Ólaf farinn að verða fyrirferðarmik- ill. Hann skrifaði bókina „Lækn- ir á vígvelli. Störf Gísla H. Sig- urðssonar í hernumdu Kúveit“ og bókina „Skotveiði í íslenskri náttúru“ og fyrir hana hlaut hann tilnefningu til bókmennta- verðlauna 1996. Hann vann einnig marga áhugaverða stjórnmála- og fræðsluþætti fyr- ir sjónvarp. Ólafur kvæntist hinn 8. júní 1986 Þórdísi Zoëga, f. 3. janúar 1955. Þau eiga soninn Kristján Geir, f. 7. janúar 1998 í Rúmen- íu. Útförin fór fram í kyrrþey. Fallinn er frá kær vinur og skólafélagi Ólafur Einar Frið- riksson. Óli Frikk eins og hann var jafnan kallaður var hluti af vinahópi í Menntaskólanum við Tjörnina. Að loknu stúdentsprófi 1974 lögðum við Óli við þriðja mann í níu mánaða langferð til Asíu. Í þessu ferðalagi okkar komu mannkostir og samvinnu- hæfni Óla glöggt í ljós. Hann var ráðagóður og traustur ferða- félagi, fann lausnir og hafði ein- stakt lag á að prútta við asíska kaupmenn sem kom sér oft vel. Þannig skipti hann til dæmis á bók Þórbergs, Bréfi til Láru, í fornbókaverslun í Katmandú og fékk nokkrar í staðinn. Síðar áttum við samleið í veiðiskap með stöng og byssu. Óli gat lagt til jeppa inn í Veiði- vötn eða í Friðland að Fjalla- baki, enda var hann jafnan vel akandi. Hann hafði tekið meira- próf, var öruggur og tryggur bíl- stjóri og meðal annars liðtækur í akstri steypubíls á námsárunum. Óli var mikill prinsippmaður. Skotveiði var gott dæmi um hvernig hann gerði alla hluti vel og rækilega. Til að kynna sér slíkar veiðar og reyndar allt sem viðkom skotveiði og náttúru- vernd gaf hann út árið 1996 bók- ina Skotveiði í íslenskri náttúru þar sem hann sökkti sér í allar hliðar málsins. Óli leitaði heim- ilda hjá fjölda veiðimanna og sérfræðinga. Gamalreyndir veiðimenn sögðu að með útgáfu bókarinnar væri búið að upplýsa um öll leyndarmál veiðimanns- ins, og nú gæti hver sem er farið til veiða. Óli fylgdi ætíð í byggð og á fjöllum lögum og siða- reglum veiðimanna. Óli Frikk hafði yndi af tónlist og bóklestri og var víðlesinn. Hann lærði bókband og batt inn í skinnband. Sérstakan áhuga hafði hann á sagnfræði og stjórnmálafræði og lagði stund á BA-nám í þeim greinum við HÍ. Gaman var að hlusta á frásagnir hans af sögulegum atburðum. Hann hafði gott minni og sagði skemmtilega frá með sinni skýru og hljómsterku rödd. Færni í skrifum, frásagnargleði og að greina hismið frá kjarnanum kom sér vel í störfum hans sem blaða- og fréttamaður á helstu fjölmiðlum landsins í liðlega tvo áratugi. Hann lét viðmælendur ekki komast upp með neinn moð- reyk, en gat jafnframt laðað fram skemmtilegar frásagnir í krafti þekkingar sinnar. Óli lauk árið 2008 prófi í lögfræði frá Há- skólanum í Reykjavík og hóf að vinna hjá Fjármálaeftirlitinu rétt fyrir hrun. Skömmu síðar þurfti hann að takast á við sinn persónulega hrunadans, blóð- sjúkdóm sem átti eftir að draga úr honum mátt og varð honum að lokum að aldurtila, langt fyrir aldur fram. Það var gæfuspor þegar þau Óli og Þórdís ákváðu að ganga lífsbrautina saman. Fallegt og hlýlegt heimili þeirra ber smekk- vísi þeirra vitni og þar eru listir og hönnun í fyrirrúmi. Einnig eru höfðinglegar veislur þeirra minnisstæðar, þau voru sannir matgæðingar sem kynntu ýmsar nýjungar og frumlegheit. Á ní- unda áratugnum áttu þau frum- kvæði að því að bjóða vinahópi í „julefrokost“. Það varð hefð og boðið til skiptis heim. Þau Óli og Þórdís eignuðust Kristján Geir, einkason sinn, sem gaman var að fylgjast með. Svo liðu tímar og fundum okkar fækkaði nokkuð vegna annríkis á ýmsum sviðum í báðum fjöl- skyldum. Þráðurinn slitnaði þó aldrei. Við geymum minningar um skemmtilegan og traustan félaga, hlýtt bros með glettni í augum, og áratuga vináttu. Innilegar samúðarkveðjur til Þórdísar, Kristjáns Geirs og fjöl- skyldunnar. Magnús og Helga. Ólafur E Friðriksson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar SOFFÍU KARLSDÓTTUR, leikkonu og revíusöngkonu, Kópubraut 20, Njarðvík. Sérstakar þakkir sendum við D-deild HSS fyrir hlýhug og góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Jón H. Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.