Morgunblaðið - 21.09.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.09.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020 Atvinnuauglýsingar Blaðberar Upplýsingar veitir  í síma  Morgunblaðið óskar eftir blaðbera   k Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Leikfimi með Hönnu kl. 9. Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9-12. Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 411-2600. Boðinn Gönguhópur kl. 10.30, farið frá anddyri Boðans. Hádegismatur kl. 11.20-12.30. Myndlist með leiðbeinanda kl. 13. Vöflukaffi kl. 14.30. Heitt á könnunni allan daginn og allir velkomnir. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall við hringborðið kl. 8.50-11. Skráning á þátttökulista fyrir vetrarstarfið er á skrifstofunni kl 8.50-16. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistarhópur MZ kl. 12.30-15.30. Handavinnuhornið kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30- 15.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.30 og 17.15. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 13.45 -15.15. Gerðuberg 3-5 Mánudagur kl. 8.30-16. Opin handavinnustofa kl. 9- 16. Útskurður m/leiðbeinanda(Grænagróf) kl. 11. Leikfimi Helgu(Háholt) kl. 13-15. Kóræfing (Háholt) Gjábakki kl. 9. Handavinna, kl. 9.30 Postulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, heitt á könnunni frá kl. 8.30 til 16.30. Grafarvogskirkja Opið hús verður fyrir eldri borgara í Grafarvogs- kirkju kl. 13. þriðjudaginn 22. september. Það hefst kl. 13. með samve- rustund í kirkjunni, síðan taka spil, handavinna og spjall við, og kaffi- veitingarnar verða á sínum stað. Umsjón með eldriborgara starfinu er í höndum presta kirkjunnar ásamt Guðrúnu Eggertsdóttur, kennara og guðfræðingi. Gullsmára Mánudagur: Handavinna kl. 9. og 13. Jóga kl. 17. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–14. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl. 12.30-14. Samsöngur kl. 14.15 – 15. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Jóga með Kristrúnu kl. 9.50. Minningahópur kl. 10.30. Jóga með Ragnheiði kl. 11.10 og kl. 12.05. Tálgun – opinn hópur kl. 13-16. Bridge kl. 13. Stólaleikfimi 13.30. Korpúlfar Hugleiðsla og llett yoga kl. 9. í Borgum í dag, ganga kl. 10. frá Grafarvogskirkju og frá Borgum, kaffispjall á eftir. Skartgripagerð kl. 13. í Borgum og Línudansinn með Guðrúnu hefst í dag í Borgum allir hjartanlega velkomnir í dansgleðina enginn þátttökuskráning bara mæta. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag. Fylgjum öllum sóttvarnarreglum. Samfélagshúsið Vitatorgi Dagurinn hjá okkur hefst á leirmótun milli kl. 9-12.30. Þá verður núvitund í handverksstofu milli kl. 10-11. Hjúkrunarfræðingur mætir einnig kl. 10. og er til viðtals til 11. Handaband verður í handverksstofu frá 13-15.30. Þá verður lagt af stað í gönguferð um hverfið kl. 15. Hlökkum til að sjá ykkur á Lindargötu 59. Verið velkomin til okkar. Seltjarnarnes Gler neðri hæð félagsheimilisins kl. 9. og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13.- 16. Vegna covid biðjum við fólk að fara varlega, þvo og spritta og virða fjarlægðamörk. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn fyrir helgi. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Vantar þig pípara? FINNA.is 200 mílur ✝ Örlygur ÞórHelgason var fæddur 19. ágúst 1933 á Þórustöðum í Kaupangssveit. Hann lést á Sjúkra- húsinu Akureyri 8. september 2020. Foreldrar hans voru Helgi Stef- ánsson frá Gröf í Kaupangssveit, f. 1.7. 1887, d. 27.4. 1971, og Sigurbjörg Elíasdóttir frá Helgárseli í Garðsárdal, f. 30.10. 1900, d. 31.12. 1996. Al- systir Örlygs er Jónína Þuríður, búsett í Reykjavík. Systkini samfeðra eru Anna, Jón Ragn- ar, Stefán, Sigurpáll og Birgir en þau eru öll látin. Eiginkona hans er Margrét Sigfúsdóttir, f. 11.4. 1935 á Ytra-Hóli í Kaupangssveit. Þau giftust 6.12. 1954. Foreldrar og Valgeir Guðjón. Barnabörn- in eru 10. Örlygur ólst upp við mikla tónlist á uppvaxtarárunum og var einkar minnugur á laglínur, raddir og hljóma flestra laga sem hann hafði heyrt. Hann var mjög músíkalskur og var m.a. organisti í Kaupangskirkjusókn og stjórnaði kór og kvartettum í sveitinni. Hann stundaði íþróttir frá unga aldri, var á skíðum, skautum og spilaði fót- bolta fram á miðjan aldur og fylgdist vel með sínum uppá- haldsliðum í sjónvarpi allt til enda. Hann var handlaginn og útsjónarsamur að útbúa verk- færi og annan búnað til að létta vinnu við líf og störf. Örlygur og Margrét hófu bú- skap 1954 á Þórustöðum og bjuggu þar með foreldrum hans. Þau byggðu upp húsakost jarðarinnar á Þórustöðum 2 með kúabúskap og reistu sér einbýlishús 1975. Þau hættu kúabúskap 1987 en unnu við kartöflurækt þar til þau fluttu til Akureyrar 2017. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. hennar voru Sigfús Helgi Hallgrímsson og Sigurlína Sig- mundsdóttir, ábú- endur á Ytra-Hóli. Börn Örlygs og Margrétar eru: Eg- ill, f. 18.4. 1954, d. 17.2. 1959. Helgi, f. 9.6. 1955, maki Vigdís Eiríka Helgadóttir, f. 21.8. 1954, d. 16.2. 2018, börn þeirra eru Mar- grét, Örlygur Þór og Jón Helgi. Sigurlína, f. 4.2. 1958, maki Jón Ólafur Jónsson, f. 23.2. 1955, börn þeirra eru Örlygur Þór og Sonja Dögg. Sigurbjörg, f. 5.1. 1962, d. 29.12. 2017. Egill, f. 10.9. 1967, maki Efemía Fanney Valgeirsdóttir, f. 14.7. 1966, börn þeirra eru Sigurbjörg Eva, Guðrún Björg Fallinn er frá ástkær tengda- faðir minn, Örlygur Þór Helga- son. Kynni okkar hófust fyrir 33 árum er ég fór að venja komur mínar í Þórustaði. Alltaf var tek- ið vel á móti manni og oft fjör- ugar umræður við eldhúsborðið. Öggi hafði sterkar skoðanir og lá ekkert á þeim. Einstakt snyrtimenni var hann og vildi hafa allt snyrtilegt bæði innan og utan dyra og svo ekki sé minnst á bílinn. Bíllinn alltaf hreinn og nýbónaður. Hef ég ekki töluna á öllum þeim bíl- um sem hann átti, flestir beint úr kassanum. Þann nýjasta keypti hann í janúar á þessu ári með öll- um nýjustu fídusunum, eða eins og Maggý tengdamamma sagði: „Uss, enginn lykill og engin gír- stöng, bara takkar!“ Þau hjónin voru mjög samrýnd, unnu saman í búskapnum við kýrnar og kart- öflurnar en hættu kúabúskap þegar Egill flutti í Skagafjörð- inn en héldu áfram í kartöflun- um. Þau ferðuðust mikið saman, bæði erlendis og innanlands. Komu reglulega í heimsókn í Skagafjörðinn til okkar og í einni ferðinni var ákveðið að skoða Austurdalinn. Gengið var út á Merkigilsbrúna en þá kom stríðnin upp í Ögga og hann byrjaði að rugga brúnni við litla ánægju sonar og eiginkonu og skreið Egill til baka en Öggi hafði gaman af öllu enda ansi stríðinn. Heyrði maður oft þegar börnin voru yngri: „Öggi, hættu að stríða börnunum.“ Oftast lá stóra orðabókin á eldhúsborðinu en hún var ómiss- andi við að leysa krossgátur og mikið spáði hann í orð og orð- notkun og var einstaklega fróð- leiksfús. Hann fylgdist vel með öllu, hvort sem um heimsmálin var að ræða, tækninýjungar, íþróttir, álftaparið í mýrinni eða bara hvað við vorum að gera. Þegar við byggðum fjós hér á Daufá komu þau hjón reglulega að fylgjast með og höfðu mjög gaman af að sjá, þegar það var komið í notkun, allar tækninýj- ungarnar. Mikill íþróttamaður var Öggi á yngri árum og mátti hann alls ekki vera að því að keyra Maggý á fæðingardeildina þegar hún átti Egil því hann var að keppa í fótbolta. Má segja að sá áhugi hafi erfst í beinan karllegg hér á bæ og bílaáhugann fékk sonur okkar líka frá honum. Það er skrítið að hugsa til þess þegar þið komuð í Daufá nú í lok ágúst að það hafi verið þín hinsta ferð hingað. Elsku Öggi, takk fyrir samfylgdina og takk fyrir allt. Elsku Maggý mín, það er mik- ið á þig lagt að sjá á eftir tveimur börnum og nú eiginmanni. Guð styrki þig og styðji á þessum erf- iðu tímum. Efemía Fanney Valgeirsdóttir. Okkar fyrstu minningar um afa eru tengdar afmælisveislum okkar krakkanna hér á Daufá. Þá sá afi um að rúnta yfir heiðina í allskonar veðrum til þess að halda upp á daginn með okkur. Alltaf fékk maður þéttingsfast knús, veglegan afmælispakka og gjarnan fylgdi með stór nammi- poki sem við sem ekki áttum af- mæli fengum. Aðalsportið í af- mælispartíinu var þó líklegast bréfskutlugerð með afa. Hann eyddi miklum tíma í að búa til hverja bréfskutluna á fætur annarri og þolinmóður reyndi hann jafnóðum að kenna okkur hvernig ætti að gera slíkar skutlur. Þegar við urðum eldri fækk- aði barnaafmælunum en afi og amma tóku sér gjarnan rúnt í sveitina. Afi naut þess að fara í bíltúra með ömmu og skoða landið. Við fengum að heyra ótalmargar sögur úr þessum ferðum sem alltaf var gaman að hlusta á. Einnig þótti honum gaman að fræðast um nýja tækni, þrátt fyrir að hann hafi ekki alltaf skilið hana. Hann fór til dæmis fjölmargar skoðunar- ferðir yfir í Skagafjörðinn þegar nýja fjósið var í byggingu til þess að fylgjast með gangi mála. Hann var duglegur að velta hlut- unum vel fyrir sér og leiddist ekki að fræðast um hvers vegna hlutirnir væru gerðir á þennan hátt en ekki einhvern annan. Tæknivæddur var afi ekki en hann náði þó að klóra sig fram úr ótrúlegustu hlutum og það kom okkur mjög á óvart þegar hann var farinn að sýna okkur sína uppáhaldsmúsík á youtube. Við systur fórum í margar eft- irminnilegar heimsóknir í Þóru- staði á menntaskólaárunum okk- ar. Þá gripum við yfirleitt með okkur pizzu fram í fjörð og kvöldinu var eytt í spjall um allt og ekkert. Það var ansi algengt að afi sæti límdur fyrir framan sjónvarpið að fylgjast með bolt- anum, formúlunni eða jafnvel skíðastökki þegar við mættum í heimsókn. Hann hafði mikinn áhuga á þessum íþróttum og ekki fannst honum leiðinlegt að ræða þær. Við urðum margs fróðari um allskonar íþróttir eft- ir þessar heimsóknir okkar og við áttuðum okkur á því að það er mjög áhugavert að horfa á skíðastökk, þó ótrúlegt megi virðast. Uppáhaldsiðjan hans var þó líklegast að rökræða við ömmu um alla heimsins hluti og helst espa hana sem mest upp. Afi var nefnilega ákaflega stríð- inn maður. Hann naut þess að grínast og skreyta sögur, sem amma síðan leiðrétti jafn óðum og niðurstaðan var sú að þau voru sammála um að vera ósam- mála. Margar ógleymanlegar minningar urðu því til á Þóru- stöðum og seinna í Brekatúninu en þangað heimsótti Valgeir þau á sínum menntaskólaárum. Bílar voru áhugamál þeirra beggja og því gátu þeir rætt tímunum sam- an um ýmislegt tengt þeim. Það verður mjög sárt að fá engin fleiri þéttingsföst afaknús en við munum minnast hans alla tíð. Við elskum þig, elsku afi, og biðjum að heilsa englunum okk- ar. Sigurbjörg Eva, Guðrún Björg og Valgeir Guðjón, Egilsbörn. Örlygur Þór Helgason ✝ Jaan Alaverefæddist 4. apr- íl 1969 í Eistlandi. Hann lést á heimili sínu í Ljósavatns- skarði 3. sept- ember 2020. Jaan átti fimm systkini og fjölskylda hans hefur öll búið í Eistlandi. Eiginkona hans er Marika Alavere, f. 28. febrúar 1975 í Eistlandi. Þau giftust 18. júlí 1998. Börn þeirra eru Marit, fædd 7. maí 1999, Marge, f. 3. febrúar 2004, og Grete, f. 22. nóvember 2006. Jaan stundaði tónlistarnám Ljósavatnsskarði haustið 1998, auk þess að taka að sér kór- stjórn hjá söngfélaginu Sálu- bót, og þessum störfum sinnti hann til æviloka. Jafnframt þessu var hann kórstjóri og organisti í kirkjum í nágranna- sveitum. Tók þátt í starfi Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands og sýningum Leikfélags- ins Eflingar í Reykjadal og Leikfélags Akureyrar. Jaan lagði stund á orgelleik hjá Ey- þóri Inga Jónssyni og lauk prófi árið 2012. Hann var einn- ig tónskáld og samdi og útsetti fjölmörg lög fyrir nemendur, kóra og sinfóníuhljómsveit. Fjölskyldan fékk íslenskan ríkisborgararétt 2006. Útför Jaans fór fram í kyrr- þey í Höfðakapellu á Akureyri hinn 14. september 2020. við Tallin Music High School frá unga aldri og til ársins 1988, með áherslu á píanóleik og fiðlu, og þar lauk hann líka kennsluréttindum. Í Eistlandi vann hann meðal annars sem fiðluleikari við sinfón- íuhljómsveit elsta leikhúss í Eistlandi í borginni Tartu. Síðar varð hann kons- ertmeistari þeirrar hljóm- sveitar. Jaan réð sig sem tónlistar- kennara við Stórutjarnaskóla í Kveðja frá starfsfólki Stórutjarnaskóla Í liðinni viku voru 22 ár síðan Jaan kom ungur að árum frá Eistlandi og hóf kennslu hér við Stórutjarnaskóla. Hann var fljótur að ná tökum á tungumál- inu en það sem mestu skipti var að hann talaði tungumál tónlist- arinnar af mikilli snilld og leikni og gat miðlað því áfram til nem- enda þótt íslenskan væri ekki komin. Það var mikil upplyfting fyrir tónlistarstarfið í skólanum og forréttindi að fá hann hingað í sveitina. Hæfileikar hans og innlegg birtust ekki aðeins í kennslunni við tónlistardeildina heldur einnig við alla viðburði og samkomur í skólanum þar sem Jaan og Marika kona hans ýmist léku tónlist eða spiluðu undir með nemendum sínum. Jaan gerði ríkar kröfur til nem- enda sinna og sjálfs sín, en hann hafði þann einlæga ásetning að við myndum öll ná árangri. Nemendurnir báru virðingu fyr- ir honum og gat Jaan rætt við þá og fengið þá til að leggja harðar að sér þegar við hin náð- um ekki til þeirra. Það er ekki aðeins sárt að missa frá okkur góðan samstarfsfélaga og frá- bæran tónlistarmann heldur líka vin og félaga. Það var mikil gæfa fyrir okkur að Jaan skyldi hafi komið til okkar og fengið Mariku með sér. Hann fór alltof fljótt og skyndilega en eftir lifir minning um góðan mann og stöðug hvatning til að gera bet- ur. Jaan samdi fjöldann allan af lögum við valin ljóð og sérstakt dálæti hafði hann á ljóðum Evu Hjálmarsdóttur frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Því fylgir hér eitt af hennar ljóðum en við það samdi Jaan fallegt lag og útsetti fyrir Söngfélagið Sálubót sem hann stjórnaði lengst af. Jaan skilur eftir sig stórt skarð sem seint mun gróa yfir. Hans er sárt saknað. Við send- um Mariku, Marit, Marge og Grete okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Draumur Ég stóð við gluggann, stórhríð úti var, og starði út í næturmyrkrið svarta. Nóttin heldimm hafði völdin þar, sem hafa átti ljósið dagsins bjarta. Þá brá upp ljóma, ljósblik tvö ég sá, sem lýstu‘ úr austri‘ og færðust hart að vestri, og storminn lægði, heið varð hvelfing blá; ég horfði‘ á þetta slegin undrun mestri. En ljósin breyttust, svani tvo ég sá, sem svifu‘ í vestur inn til blárra fjalla. Þar bíða heiðavötnin himinblá og heilla þá og til sín stöðugt kalla. Þeir hurfu‘ á braut. Ég alein eftir stóð. Að þetta skyldi vera draumur. En ennþá hljóma‘ hin svásnu svana- hljóð, og sálu verma líkt og heitur straum- ur. (Eva Hjálmarsdóttir) Fyrir hönd starfsfólks Stóru- tjarnaskóla, Sigríður Árdal Sigrún Jónsdóttir. Jaan Alavere

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.