Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Side 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2020
Ég hef lengi verið hugsi yfir tómlæti íslenskra fjölmiðla í garð þess miklakappa Einars þambarskelfis. Þess vegna þóttist ég hafa himin hönd-um tekið hérna á ritstjórn blaðsins á dögunum þegar gamalreyndur
blaðamaður (hermt er að hann hafi fyrst komið hér inn sem lærlingur sum-
arið 1947) dustaði í óspurðum fréttum af honum rykið.
Einar Eindriðason þambarskelfir var frægur norskur vígamaður um alda-
mótin þúsund og ber mönnum ekki saman um hvort hið svipmikla viðurnefni
merki sá „sem ístran hristist á“, eða bogaskytta, „sá sem lætur bogastreng-
inn skjálfa“, en eins og við þekkjum er þömb annað orð yfir bogastreng. Ein-
ar var svo skotfastur, að hann skaut bakkakólfi (ör með hnúð fyrir odd) gegn-
um hráblauta uxahúð, líkt og Gísli heitinn Jónsson menntaskólakennari
rifjaði upp í Lesbók Morgunblaðsins
fyrir bráðum aldarfjórðungi.
Sjálfur átta ég mig illa á því hvers
vegna menn gera þennan ágreining
enda ómögulegt að sjá kappa á borð
við Einar þambarskelfi fyrir sér með
skjálfandi ístru, ekkert frekar en
Ása-Þór, Herkúles eða Rambó. Og
hvers vegna þá skelfir? Er skjálf-
andi ístra eitthvað til að skelfast?
Varla fer slíkur kappi hratt yfir en
auðvitað er hægt að verða óheppinn
og lenda undir honum miðjum sem
er örugglega ekkert ofboðslega spennandi, þegar hugsað er um það.
Í víðfrægri orrustu við eyna Svoldur var Einar þambarskelfir á merku
skipi Ólafs Noregskonungs Tryggvasonar, Orminum langa, aftur í krappa-
rúmi. Hann skaut af boga og var allra manna harðskeytastur. Einar skaut að
Eiríki Hlaðajarli Hákonarsyni og laust í stýrishnakkann fyrir ofan höfuð jarli
og gekk allt upp á reyrböndin. Jarl leit til og spurði ef þeir vissu hver þar
skaut en jafnskjótt kom önnur ör svo nær jarli að flaug milli síðunnar og
handarinnar og svo aftur í höfðafjölina að langt stóð út broddurinn.
Finnur nokkur (sumir segja að hann hafi hreint ekki heitið Finnur, heldur
verið finnskur að uppruna) svaraði að beiðni jarls og hæfði boga Einars sem
við það brast í tvo hluti.
Þá mælti Ólafur konungur: „Hvað brast þar svo hátt?“
Einar svaraði: „Noregur úr hendi þér konungur.“
„Eigi mun svo mikill brestur orðinn,“ sagði konungur, „tak boga minn og
skjót af,“ og kastaði boganum til hans.
Einar tók bogann og dró þegar fyrir odd örvarinnar og mælti: „Of veikur,
of veikur allvalds bogi“ og kastaði aftur boganum, tók þá skjöld sinn og sverð
og barðist. Orrustunni lauk með sigri Eiríks jarls og bandamanna hans og
féll Ólafur konungur en Einari þambarskelfi voru grið gefin.
Boginn eða ístran
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Og hvers vegna þáskelfir? Er skjálfandiístra eitthvað til að skelfast?
Manúel Hrafn Egilsson
Nei. Mig langar ekki að fara.
SPURNING
DAGSINS
Ferðu í
berjamó?
Eva Rumba
Já, ég fór í Svínadalinn og tíndi
fimm lítra af bláberjum.
Árni Jakobsson
Ég hef ekki farið í ár en systir
mín fór og það er búið að sulta
aðalbláber.
Sigurveig Lúðvíksdóttir
Ég leitaði á Þingvöllum en fann
ekkert.
Morgunblaðið/Eggert
Uppistandarinn og sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson sér um spurn-
ingaþáttinn Kviss sem hefst á Stöð 2 laugardaginn 5. september klukkan 19.
BJÖRN BRAGI ARNARSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Keppnisskap
í Kviss
Hvað er Kviss?
Kviss er spurningaþáttur þar sem við fáum þekkta Íslendinga til að
keppa fyrir hönd íþróttafélaga sinna. Það mæta sextán lið til leiks í
útsláttarkeppni og í lokin munum við krýna Íslandsmeistara í
spurningakeppni.
Er þetta íþróttaþáttur?
Nei, okkur fannst bara skemmtileg hugmynd að láta fólk keppa
fyrir hönd íþróttafélaga sem það hefur taugar til og styður. Fæstir
af keppendunum hafa gert það gott í íþróttum og það er lítið um
íþróttaspurningar.
Um hvað verður spurt?
Spurningarnar koma úr öllum áttum og eiga fyrst og fremst að vera
skemmtilegar. Þátturinn er lauslega byggður á spilinu Pöbbkviss sem ég
gaf út í sumar. Þetta eru ekki endilega spurningar fyrir mestu spurninga-
nördana. Áhorfendur heima í stofu, bæði yngri og eldri, munu geta svarað
með.
Hverjir eru keppendurnir?
Í fyrsta þættinum keppa Herra Hnetusmjör og Eva Ruza fyrir hönd
Breiðabliks á móti FH sem eru Jón Jónsson og Björg Magnúsdóttir.
Svo verða þarna Birgitta Haukdal, Ari Eldjárn, Helgi Seljan, Anna
Svava, Steindi og fleiri góðir. Í heildina eru þetta 32 keppendur og
hver öðrum skemmtilegri.
Hefur eitthvað komið á óvart ?
Ég hef sérstaklega gaman af því að sjá hversu mikið keppnisskap fólk
er með. Enda ekki hægt annað þegar þú ert að keppa fyrir félagið
þitt. Svo kom á óvart að sjá hversu góðir margir þarna eru. Herra
Hnetusmjör svaraði hraðaspurningum eins og hann hefði aldrei gert
annað.
Varðveittu
minningarnar
áður en þær glatast
Bergvík ehf - Nethyl 2D - Sími 577 1777 - www.bergvik.is
Forsíðumyndin sýnir
kórónuveiruna og er frá
fréttaveitunni AFP
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Prentun
Landsprent ehf.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is