Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Side 17
Ýmsir telja og hafa nokkuð til sín máls um að stjórnmálaleg þróun sé vegna þessa fyrirkomulags bæði íhaldssöm og hægfara, miðað við það sem ann- ars staðar gerist. Það þarf svo sannarlega ekki að vera neikvætt. Stjórnarfarið er að öðru leyti mjög ólíkt því sem gerist annars staðar í Evrópu. Aðeins átta ráðherrar skipa ríkisstjórn hverju sinni og því er stundum hald- ið fram, með nokkrum rétti, að sömu flokkar hafi set- ið í ríkisstjórn í Sviss samfleytt síðan árið 1848 og að við kosningar gerist breytingar helst þannig að flokk- ur missir einn ráðherra á meðan annar bætir einum við sig, en áfram eiga sömu flokkar aðild að ríkis- stjórninni. En forsætisráðherraembætti eigi þá til að færast á milli flokka. Forseti boðar komu. En hver? Bréfritari minnist þess þegar aðalræðismaður Sviss sótti hann eitt sinn heim í Stjórnarráðshúsið og sagði að forseti Sviss væri væntanlegur til Íslands innan skamms og spurði hvort ráðherrann vildi vera svo vinsamlegur að taka á móti honum þar eða í ráð- herrabústaðnum. Bréfritari tók sér nokkrar mínútur í spjall í kringum þessa beiðni á meðan hann var að reyna að fiska upp í huga sér hver væri aftur forseti Sviss. Sá veiðitúr gekk ekki upp og því sagði hann sem svo við aðalræðismanninn: „Mér þykir fyrir því en ég kem alls ekki fyrir mig hvað hann heitir hinn ágæti forseti Sviss.“ Aðalræðismaðurinn svaraði: „Blessaður hafðu ekki neinar áhyggjur af því. Í Sviss veit varla nokkur mað- ur heldur hver er forseti eða hvað hann heitir.“ Og við þau orð rifjaðist það upp að ráðherrar ríkis- stjórnarinnar í Bern skiptast á að fara með forseta- embættið eitt ár í senn. Og sá sem var að koma til Ís- lands átti það erindi hingað að fara á fund með norrænum ráðherrum á sama starfssviði, en þar sem hann væri einnig forseti Sviss þetta árið, þætti við hæfi að hann ætti, formsins vegna, stuttan fund með forseta og forsætisráðherra gistilandsins. Pörupiltar enn að Á Íslandi eru ákvæði í stjórnarskrá, sem eru arfur frá konungdæminu um að forseti geti synjað lögum stað- festingar. Sá forseti, sem einn hefur beitt því valdi, kallaði þá gjörð sína að vísa lögum til þjóðarinnar. Það var dálítið skondið. Konungur hafði haft synjunarvald. Þegar það vald var fært lýðkjörnum forseta þótti rétt að takmarka synjunarvald hans með því að þjóðin ætti þann kost að grípa inn í, ef hún kysi það. Enda er ætíð talað um synjunarvald forsetans, en ekki um ákvörðun hans um þjóðaratkvæði. Í fræðiritum um stjórnskipunarrétt sem kennd voru hér í lagadeildum var um það rætt að synjaði forseti lögum staðfestingar, en þjóðin samþykkti þau í framhaldinu, væri eðlilegt að gera ráð fyrir að for- seti segði af sér. Ef synjun forseta stæðist þjóð- aratkvæði væri eðlilegast að ríkisstjórnin segði af sér. Það var svo eftir öðru í veiku siðferðisþreki Jóhönnustjórnar að hún axlaði ekki ábyrgð þegar þjóðin hafnaði með forsetanum stórmáli um Icesave, ekki aðeins einu sinni heldur tvisvar. Langt seilst í rugli Eftir forsetakjör síðast kom fram sú grautarkenning, að þar sem frambjóðandi bauð sig fram, og fékk lítið fylgi miðað við sitjandi forseta, hefði þjóðin, eins og óafvitandi, lagt blessun sína yfir orkupakkahneykslið og framgöngu þeirra sem síst skyldu gagnvart stjórnarskránni og fullveldi landsins. Þessi kenning var sögð reist á því að frambjóðand- inn sem í hlut átti hefði lýst andstöðu sinni við orku- pakkann! Með sambærilegri grautargerð mætti halda því fram að þar sem Ástþór Magnússon, forseta- frambjóðandi og talsmaður Friðar 2000, hefði ekki fengið mikinn stuðning í sínum framboðstilraunum, hefði þjóðin með því lýst yfir afgerandi stuðningi við ófrið, hvar sem hann fengist og alveg sérstaklega fagnað stríðsrekstrinum í Írak, sem Ástþór hafði haft sig mjög á móti! Stjórnlagaóráðið Önnur dellukenning, sem sumir hamra á, bæði í svefni og vöku, snýr að skrípaspurningaleik, sem settur var í almenna atkvæðagreiðslu, eins og væri þjóðaratkvæði um nýja stjórnarskrá! Þar var spurt, með ógagnsæju og óljósu orðalagi, um stikkorð sem snertu 6 álitamál af rúmlega hundr- að, sem fjallað væri um í sérkennilegri samsuðu, sem umboðslaust „stjórnlagaráð“ hafði sent frá sér! Látið er eins og með þessari óboðlegu framgöngu hefði þjóðin samþykkt endaleysuna sem stjórnarskrá handa sér! Núverandi ríkisstjórn hefur af óskiljanlegum ástæðum haldið þessari lönguvitleysu áfram þótt engin efnisrök standi til þess. Það er mikil niðurlæging fyrir hana. Því fyrr sem hún kemur sér út úr þeim ógöngum því betra fyrir hana. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvöldsól í Dýrafirði. 6.9. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.