Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Page 19
6.9. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 EVA SOLO POTTUR Steypujárn 3l 19.192 kr 23.990 kr NORDAL ÁHÖLD Í setti – Acacia viður 3.432 kr 4.290 kr BODUMMELIOR Kaffikanna 1l 7.992 kr 9.990 kr Þú finnur bæklinginn husgagnahollin.is Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 Ísafirði Skeiði 1 DA NS KI R D AG AR AFSLÁTTUR 20%ALLARDANSKAR VÖRUR* * Gildir ekki af sérpöntunum og einungis af völdum vörum frá S kovby. Hv að er u m ar ga r m yn di r a f m ér í þ es su m bæ kli ng i? Ná na r á bl s. 2 S ENDUM FR ÍT T V E F V E R S L U N www.husgagnahollin.is en hjá Sérefnum er mikið úrval af fallegum litakortum sem við- skiptavinir geta fengið. Sjálf setti ég saman litakort fyrir Sérefni síðasta vetur sem heitir Roma, en þar sæki ég innblástur til uppá- haldshverfa minna í Róm þar sem ég bjó lengi. Sumir þeirra lita bera keim af litunum okkar í Hveragerði,“ segir hún. Nú eru mismunandi litatónar eftir íbúðum. Fannst ykkur mik- ilvægt að hafa það þannig? Velur fólk íbúð eftir lit þegar það pantar? „Við vildum skapa fjölbreytni með því að vera ekki með allar íbúðirnar eins. Fólk gæti komið til okkar oftar en einu sinni og upplifað mismunandi stemningu eftir því í hvaða íbúð það gisti. Þegar gisting er bókuð eru gestir alls ekki uppteknir af því hvaða litur er á íbúðinni, þeir eru meira að skoða hvaða mismunandi tegundir eru í boði og hvað myndi henta þeim best,“ segir Krist- inn. Hvaðan koma húsgögn og aðrir munir? „Við leituðum víða fanga. Eitthvað áttum við á „lager“ því ég er alltaf að sanka að mér hlutum eins og lömpum og teppum sem gæti komið sér vel að eiga síðar í eitthvert hús eða verkefni. Allar íbúðirnar eru endurnýjaðar nánast frá grunni og grunnskipulagi eldra hússins er gjörbreytt. Við lögðum nýtt vandað parket frá Ebson á öll gólf, en það er stór þáttur í að skapa hlýju í íbúð- unum. Hluti innréttinga og húsgagna er frá IKEA en annað er ýmist sérsmíðað, keypt í verslunum eins og Húsgagnahöllinni, Heimili og hugmyndum, Lýsingu og hönnun, Heimahúsinu, Fakó og Magnolíu svo einhverjar séu nefndar,“ segir Rut. Hvaða stemningu vilduð þið fanga? „Við lögðum fyrst og fremst upp með það að skapa notalega stemningu. Við reyndum að setja okkur í spor ferðamanna sem kæmu þreyttir og kaldir eftir útiveru dagsins og vildum að þeim fyndist notalegt að koma heim í íbúðina. Margir eru jafnvel komnir til Íslands yfir hálfan hnöttinn til að skoða náttúruna, en komast svo jafnvel ekki út fyrir hússins dyr vegna veðurs. Við vildum að þessu fólki liði vel og fyndist í það minnsta kósí í íbúð- inni sem það væri lokað inni í. Við höfðum náttúrlega ekki hug- myndaflug til að sjá fyrir okkur þá að ferðamenn ættu eftir að vera í þessum íbúðum hjá okkur í fimm daga sóttkví vegna Covid- takmarkana,“ segir Kristinn. Þið hafið væntanlega ætlað að stíla Inni inn á erlenda ferða- menn. Hvernig hefur veiran haft áhrif á það? „Við opnuðum Inni vorið 2019 og vorum því búin að vera í rekstri í um það bil ár þegar Covid skall á. Frá upphafi hefur reksturinn gengið mjög vel og fyrsta árið voru útlendir ferðamenn nálægt 99% af gestunum. Frá því í mars á þessu ári hefur þetta að sjálfsögðu breyst, en sem betur fer hafa Íslendingar verið duglegir að koma til okkar og þá sérstaklega um helgar. Síðustu mánuðir hafa reyndar verið betri en við þorðum að vona og við vorum kom- in með mikið af bókunum fram á haustið þegar svo aftur var skellt í lás á landamærunum nú um miðjan ágúst,“ segir hann. Hvernig gestir eru Íslendingar? „Við erum náttúrlega mjög ánægð með að fá svona marga Ís- lendinga til okkar í sumar og það er greinilegt að þeir kunna að meta íbúðirnar og að dvelja í Hveragerði. Reykjadalurinn hefur mjög mikið aðdráttarafl og margir sem hafa notað tækifærið til að ganga hann núna þegar færri ferðamenn eru á stjái. Við myndum auðvitað vilja að Íslendingarnir gæfu sér meiri tíma og dveldu hjá okkur lengur en eina nótt eins og þeir jafnan gera. Íslendingar og útlendu ferðamennirnir eru mjög ólíkir gestir. Þeir íslensku nýta íbúðirnar og útiaðstöðuna okkar betur. Þeir eru virkilega að hafa það huggulegt og rölta svo út að borða á ein- hverjum af veitingastöðum bæjarins. Útlendingarnir, sem dvelja að jafnaði í þrjá til fimm daga, eru hins vegar meira í skoð- unarferðum á daginn en koma svo „heim“ á kvöldin og elda þá, bregða sér aðeins í pottinn og fara svo snemma í háttinn. Það er frábært að fá blöndu af þessum ólíku gestum og von- andi að Íslendingarnir haldi áfram að láta sjá sig hjá okkur hvernig sem framhaldið verður á heimsfaraldrinum. Það þarf til dæmis ekki endilega að vera fyrsti kostur að fara eitthvað til út- landa í helgarferð. Úr höfuðborginni er ekki nema rétt hálftíma akstur yfir heiðina í Hveragerði, kolefnissporið er lítið, engar bið- raðir á flugvöllum og enginn þarf að vakna eldsnemma. Það eru frábærir gistimöguleikar víðs vegar um landið og veitingahús sem jafnast á við það besta sem þið finnið í borgarferðum erlend- is. Ferðumst innanlands í vetur!“ Rut vildi að íbúðirnar væru þann- ig að þær héldu utan um þreytta og slæpta ferðalanga. Hér má sjá flauelsstóla sem fara vel með litn- um á lofti og veggjum. Ljósmyndir/Katarzyna Kozanczuk Ferskjulitaður fer vel með svartri innréttingu úr IKEA og opnum hillum. Hér má sjá eitt horn í brúnbleiku íbúðinni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.