Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2020 LÍFSSTÍLL Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Hússtjórnarskólinn í Reykjavík hefur ver-ið á sama stað við Sólvallagötu í bráð-um áttatíu ár og hefur skólameistarinn Margrét Dóróthea staðið þar vaktina frá 1998. Hún tekur vel á móti blaðamanni og býður inn á hlýlega skrifstofu þar sem við náum að spjalla í friði og ró. Margrét leiðir svo blaðamann inn í stórt og gamaldags eldhús þar sem hún nær í krukkur og flöskur fullar af sultum, geli og safa. Nóg af bláberjum „Við fórum í berjamó. Ég var búin að fara áður sjálf að leita að krækiberjum, en fann ekki mikið. En það er óhemjumikið af bláberjum. Við fórum í Borgarfjörð og þar var svo mikið af bláberjum að maður færði sig á milli þúfna af því maður var orðinn leiður á að sitja á sama stað svona lengi, það var sko nóg af bláberj- um!“ segir Margrét og hlær. Hún segist hafa frétt af góðu berjalandi sem var inni á einkalóð og gerði hún sér lítið fyrir og hringdi í bóndann. „Ég kynnti mig og sagðist vilja koma í berjamó með eina rútu af ungmennum. Hann sagði bara: „Elskan mín, komdu bara með hóp- inn.“ Það var skýjað en indælt veður og við fór- um með nesti, kakó og kaffi. Og tíndum þessi reiðinnar býsn af bláberjum. Ég held við höf- um sultað úr þrjátíu kílóum,“ segir hún og nefnir að þau hafi verið 26 að tína. „Þetta eru yndisleg ber, sæt og fín. Við tínd- um lítið af krækiberjum en við áttum smávegis í frosti frá því í fyrra,“ segir hún. Margrét segist hafa heyrt frá mörgum að krækiberjauppskeran væri léleg í ár en kann ekki skýringar á því. „Ekki neina. Ég fór meira að segja á Þing- völl þar sem alltaf hefur verið mikið af kræki- berjum og við leituðum og leituðum. Við end- uðum bara í sumarbústað í kaffi,“ segir hún og segir það bagalegt. „Mér finnst nefnilega krækiberjasafi svo góður og krækiberjahlaupið alveg yndislegt. En það er alltaf gaman að fara í berjamó, fara með nesti og sitja úti í náttúrunni.“ Ógurlega mikil keyrsla Þegar heim var komið úr berjamó voru berin sett í kalda geymslu þar sem þau voru geymd til næsta morguns. „Þá sátum við úti á tröppum og hreinsuðum öll berin og tíndum úr laufin og lyngið. Svo sultuðum við og nemendum fannst það mjög gaman. Hluti berjanna fór í frysti fyrir krakk- ana sem koma eftir áramót,“ segir Margrét og útskýrir að námið sé ein önn. „Hér er ógurlega mikil keyrsla og engar frí- mínútur. Í morgun voru allir í eldhúsinu frá níu til hálftólf og svo var borðað og gengið frá. Eftir það er prjónað eða ofið, alveg til að verða fimm,“ segir hún. „Það er alltaf nóg að gera hjá okkur og það er það sem gerir það svo skemmtilegt. Sykurinn er rotvarnarefnið Úr bláberjunum bjuggum við til sultu og smá- vegis bláberjasaft, sem við höfum ekki gert áð- ur. Þetta er mjög gott út á grjónagraut og hafragraut. Svo er hlaupið gott á brauð og kex og það er svo gaman að borða það sem maður gerir sjálfur,“ segir hún og deilir með les- endum nokkrum berjauppskriftum og lætur fylgja með að gamni uppskrift að chilisultu. „Fólk er alltaf að býsnast yfir sykrinum en hann er auðvitað rotvarnarefnið. Ég vil heldur nota sykur en rotvarnarefni. Venjuleg heimili hafa ekki pláss í ísskáp fyrir margar krukkur af sultu,“ segir hún. „En ein teskeið af sultu á kexið gerir manni ekki illt; maður fitnar af einhverju öðru. Blá- berin eru auðvitað full af næringu.“ Margrét segir þau einnig hafa fryst töluvert til þess að nota síðar í pæ og kökur. „Við seljum allt sem afgangs er þegar við höldum opið hús en núna vitum við auðvitað ekki hvernig fer með það vegna Covid. En ef það verður ekkert opið hús skipta krakkarnir þessu á milli sín.“ Morgunblaðið/Ásdís Alltaf gaman í berjamó! Skólameistarinn Margrét veit sitthvað um ber. Hún segir mikið af blá- berjum í ár en afar lítið finnst af krækiberjum. Nemendur Hússtjórnarskólans í Reykjavík fóru í berjamó og nú er búið að sulta og safta. Skólameistarinn Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir deilir berjauppskriftum með lesendum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Eldhúsið er fullt af stútfullum krukkum og flösk- um sem geyma heimatilbúna sultu og safa. 1 lítri krækiberjasaft (sjá aðferð úr kræki- berjagelsuppskrift) 600 grömm sykur safi úr einni sítrónu Sjóðið hráefnin sam- an í potti þar til syk- urinn er uppleystur. Setjið heitt á flöskur og lokið. Kælið. Fyrir þá sem vilja hrá- saft, þá blandið þið hrá- efnum saman og leyfið sykrinum að leysast upp á einum sólarhring. Krækiberjasaft 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.