Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Side 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2020
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———
Ég hef stundum montað mig af því aðhafa losað mig við meðvirkni. Kannskier það fyrst og fremst vegna þess að ég
vinn í útvarpsþætti með Íslandsmeistaranum í
greininni sem getur varla komið út úr sér
heilli setningu án þess að enda hana á því að
segja „með fullri virðingu fyrir“.
Stundum er hressandi að vera ósammála
einhverjum og það jafnvel þótt maður sé ekki
virkur þátttakandi í stjórnmálum. Mér finnst
samt að sá hópur, blessaðir stjórnmálamenn-
irnir, hafi tekið aðeins yfir þetta starf – að
vera ósammála. Stundum reyndar bara til að
vera ósammála. Eins og það sé eitthvert
markmið út af fyrir sig.
En kannski eru bara allir meðvirkir án þess
að vita af því. Það er í það minnsta ekkert eðli-
legt hvað fólk sem talar saman á netinu getur
verið rosalega sammála (og nú er ég ekki að
tala um athugasemdakerfin, sem eru yfirleitt
bara klikk). Alveg sama hvort það er á Face-
book eða Twitter eða bara í lífinu. Tveir vinir
mínir tjá sig um borgarlínu, hvor á sínum
þræði. Öðrum finnst þetta geggjuð hugmynd
sem eigi eftir að breyta borginni í grænt
himnaríki á meðan hinn er bara á taugum yfir
að við séum öll á leið í nauðungarvistun í
strætó og förum svo beint á hausinn. Og svo
eru vinir hvors um sig hjartanlega sammála
þeim.
Það sama á við þegar tekist er á um önnur
hitamál. Þriðji orkupakkinn, miðbærinn,
stjórnarskráin, forsetakosningar. Það er eins
og fólk hafi alltaf valið sér stað með þeim sem
eru á svipaðri skoðun.
Þetta er merkilegt því að það er eiginlega
aðeins of ótrúlegt að allir vinir þínir séu sam-
mála þér. Ég á marga vini sem eru varla sam-
mála mér um nokkurn hlut. Hvar eru þeir?
Líklega skýringin er að þeir velji sér frekar
þráð til að tjá sig þar sem umræðan er þeim
meira að skapi. Kannski vegna þess að fæstir
gera það að gamni sínu að láta vaða í hóp sem
virðist allur vera ósammála þeim. Nema mað-
ur sé Brynjar Níelsson. Hann hefur gert þetta
að eins manns keppnisgrein.
En svo koma líka upp mál eins og með
bresku fótboltastrákana á Hótel Sögu. Þar
koma fram margar hliðar og miklar umræður.
Á hverjum tíma hefur mér fundist ég tengja
við eitthvað og óþægilega oft verið sammála.
Það er heimskulegt að fara að hitta
ókunnuga karlmenn frá útlöndum á tíma kór-
ónuveiru. Sammála.
Ungt fólk þarf ekki alltaf að haga sér skyn-
samlega. Sammála.
Stelpurnar gerðu
ekkert rangt. Sam-
mála.
Það er ekki í lagi að
taka myndir og birta af
fólki án þess að það viti
af því. Sammála.
Það er fáránlegt
hvernig fólk hagar sér
eins og fávitar í kom-
mentakerfum. Sam-
mála.
Mögulega hefðum við litið öðruvísi á þetta
mál ef hlutverkum kynjanna hefði verið snúið
við. Sammála.
Fótboltamenn eru ekki alltaf geimvísinda-
menn. Sammála.
Það er ekki mikill klassi yfir því að segja
öllum frá hvað gerist við svona aðstæður.
Sammála.
Sennilega kemur þetta okkur ekki við. Sam-
mála.
Þetta eru nokkuð margar hliðar á sama
málinu. Kannski er ég, þegar allt kemur til
alls, bólginn af meðvirkni og þjakaður af
átakafælni og get ekki myndað mér sjálfstæða
skoðun. Með fullri virðingu fyrir fólki með
skoðanir, fótboltamönnum og íslenskum stelp-
um.
’Öðrum finnst þettageggjuð hugmynd semeigi eftir að breyta borginnií grænt himnaríki á meðan
hinn er bara á taugum yfir
að við séum öll á leið í
nauðungarvistun í strætó og
förum svo beint á hausinn.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Ég er sammála
Í ávarpi mínu á Iðnþingi í vik-unni nefndi ég að heimsfarald-urinn hefur sett verðmæta-
sköpun rækilega á dagskrá. Það
er engin örugg formúla til um
hárrétt viðbrögð til að lágmarka
skaðann af faraldrinum, en leiðin
til að bæta skaðann og rísa aftur
upp er vel þekkt: verðmæta-
sköpun og nýsköpun.
Að finna upp hjólið
Öll þekkjum við orðatiltækið: Það
er óþarfi að finna upp hjólið.
Reyndar tókst sniðugum lög-
fræðingi í Ástralíu að fá einkarétt
á hjólinu árið 2001 – eða því sem
hann kallaði í einkaleyfisumsókn
sinni: „hringlaga tæki til sam-
göngunota“. En þetta gerði hann
bara í þeim tilgangi að sýna fram
á að glænýtt sjálfvirkt einkaleyfa-
kerfi stjórnvalda væri meingallað
og auðvelt að
svindla á því!
Ef við lítum
fram hjá þessari
skemmtilegu und-
antekningu eigum
við alls ekki að
finna upp hjólið.
Við eigum ekki að
strita við að leysa
hluti sem er búið
að leysa. Við eigum að nýta þær
lausnir sem þegar hafa sannað
sig.
En þetta þýðir ekki að við get-
um lagt árar í bát. Við þurfum
stöðugt að leitast við að finna upp
nýja hluti – nýjar lausnir – næsta
hjól.
Sú viðleitni er lykillinn að verð-
mætasköpun.
Það vill svo til að við vitum
hvað þarf til að skapa efnahagsleg
verðmæti í frjálsu samfélagi.
Hugvit, einkaframtak, réttarríki,
frjáls viðskipti. Þetta eru þeir
þættir sem verða að vera til stað-
ar. Ef einhver þessara lykilþátta
er ekki fyrir hendi er útilokað að
hjól verðmætasköpunar og hjól
atvinnulífsins geti snúist.
Við þekkjum hvað þarf til. Með
öðrum orðum: Hjól atvinnulífsins
eru hjól sem við þurfum ekki að
finna upp.
Að hámarka afköstin
En þrátt fyrir það er ekki öllum
spurningum svarað um það hvern-
ig við látum þessi hjól snúast með
sem mestum afköstum; með sem
mestum ávinningi; með sem mest-
um árangri fyrir markmið okkar.
Þetta var reyndar líka raunin
með hjólið þegar það var fyrst
fundið upp. Mönnum datt ekki
strax í hug að setja það undir
vagna og nýta það í samgöngur.
Til þess þurfti viðbótar-hugvit og
vinnu. Það þurfti að smíða vagna.
Og til að hægt væri að nota vagn-
ana þurfti að leggja vegi.
Á nákvæmlega sama hátt er
ekki endilega augljóst hvernig við
virkjum best sköpunarkraft hug-
vits, einkaframtaks og frjálsra
viðskipta til verðmætasköpunar.
Ein stærsta spurningin snýst
um hlutverk ríkisvaldsins.
Hlutverk ríkisins
Við sem erum hægra megin í
stjórnmálum höfum litið svo á að
hlutverk ríkisvaldsins sé aðallega
að leggja breiða og greiða vegi til
að hjól verðmætasköpunar og at-
vinnulífs geti runnið greiðlega
áfram, með sem minnstri mót-
stöðu. Þetta gerum við með því að
tryggja athafnafrelsi, lágmarka
skriffinnsku og skrifræði, og síð-
ast en ekki síst með því að halda
skattlagningu í hófi.
Við höfum þó líka viðurkennt að
ríkið eigi að gera meira en bara
að ryðja slíkum hindrunum úr
vegi. Ríkið eigi líka að glæða og
örva gangverkið með beinum
hætti og beinlínis ýta á eftir vagn-
inum.
Þetta gerum við til dæmis með
því að fjármagna menntakerfið,
eina mikilvægustu grunnstoð hug-
vits, og með því að styðja við
rannsóknir og þróun, bæði í gegn-
um háskóla, annað stuðnings-
umhverfi, sam-
keppnissjóði og
með beinum end-
urgreiðslum á
kostnaði fyrir-
tækja við rann-
sókna- og þróun-
arstarf.
Í einstaka til-
vikum beitum við
ívilnunum eða
ríkisstyrkjum til ákveðinna at-
vinnugreina, ef alveg sérstök rök
mæla með því.
Á sama tíma og ég tel að þessi
stuðningur geti verið skyn-
samlegur, þá eigum við líka alltaf
að hafa augun á þeirri staðreynd,
að áhrifin af miklum umsvifum
ríkisins geta verið fljót að breyt-
ast úr því að glæða yfir í það að
kæfa.
Góð þróun?
Ég hef beitt mér fyrir því að ríkið
styðji í auknum mæli við ýmsa
starfsemi, ekki síst á sviði rann-
sókna og þróunar, frumkvöðla-
starfsemi og nýsköpunar. En ég
hef líka beitt mér fyrir afnámi
styrkja á þessu sviði og endur-
skoðun á stofnanaumhverfinu með
það fyrir augum að laga það að
nýjum kröfum.
Ég hef almennt efasemdir um
mikinn ríkisstuðning við atvinnu-
starfsemi en við sjáum vaxandi
þróun í þá átt sem setja má
spurningarmerki við. Styrkjakerfi
til framleiðslu kvikmynda og
sjónvarpsefnis hefur nú þegar
verið innleitt í útgáfu á tónlist og
nú síðast í bókaútgáfu, og fjöl-
miðlar eru líka komnir á styrki.
Mér finnst ég heyra of margar
raddir úr atvinnulífinu um sífellt
meiri ríkisstuðning, og ég hlýt að
spyrja mig hvert þessi þróun
muni leiða.
Það er full ástæða til að spyrja
hvort við séum að stefna í þá átt
að áhersla ríkisins verði í of mikl-
um mæli á að ýta vagninum, frem-
ur en að taka hindranir úr veg-
inum.
Hjól verðmæta-
sköpunar
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
’ Við þekkjumhvað þarf til. Meðöðrum orðum: Hjólatvinnulífsins eru
hjól sem við þurfum
ekki að finna upp.
Viðskipti