Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2020
LÍFSSTÍLL
Skemmtilegt
að skafa
Duviviers, hljóðið í stálstólnum frá Tolix eða
pottunum frá Staub, lyktin af viðar- eða reyr-
hlutum frá Drugeot eða Bermbach, viðkoma
steypuhúsgagna Lyon Beton eða bara útlit
húsgagna frá Red Edition, AFK Living eða
La Chance. Hönnun sem þessi heillar mig. Ef
við getum bætt líf fólks og glatt fólk á sama
hátt með La Boutique Design er ég ánægður.
Margt smátt hjálpar til við að gera heiminn
betri.“
Maxime ákvað strax að gera Ísland að sínu
öðru heimili þegar hann flutti til Íslands.
Hann lagði fyrst um sinn áherslu á að bæta
enskuna sína þrátt fyrir að tala góða ensku
miðað við Frakka, í dag skilur hann töluvert
mikið í íslensku. Hann segir fjölskyldu og vini
hafa átt sinn þátt í hvernig honum tókst að að-
lagast en þakkar ekki síst hlaupafélögum sín-
um. Upp úr kafinu kemur að Maxime er ekki
bara ástríðufullur hönnunarunnandi heldur
líka mikill hlaupagarpur. Hann þjálfar hlaupa-
hóp HK og var annar í Laugavegshlaupinu í
sumar. Veðrið er það sem hefur strítt honum
mest.
„Veðrið er klárlega það slæma við Ísland og
fyrsta sumarið mitt hér var það mjög slæmt
en ég vissi það svo sem áður en ég flutti. Ég
er farinn að skilja af hverju Íslendingar fara
út um leið og sólin fer að skína en mér fannst
það fyndið þegar ég kom hingað fyrst. En ég
er ekki að byggja upp líf með veðrinu. Sem
hlaupari er ég næstum því úti á hverjum degi í
klukkutíma í senn. Sól, vindur, snjór; það
skiptir ekki máli, ég klæði mig bara vel. Ég er
jákvæð manneskja og vonda veðrið kenndi
mér að njóta þess að vera í núinu og vera já-
kvæðari í öllum aðstæðum,“ segir Maxime og
bætir því við að það sé fullkomið að lifa eftir
spekinni þetta reddast í Reykjavík.
Skemmtileg bókahilla frá franska merkinu IBRIDE.
Morgunblaðið/Ásdís
Teppi setja mikinn
svip á heimilið.
Þú hefur ekki lifað fyrr en
þú hefur eignast klósett-
rúlluhillu eins og þessa.
Þessi panna er frá Staub Saute.
’ Ástríða mín hófst fyriralvöru þegar ég fluttiað heiman til þess aðstunda háskólanám en ég
er með meistaragráðu í
viðskiptum og stjórnun.
Ég notaði launin mín til
þess að innrétta íbúðina
mína smátt og smátt.
Maxime Sauvageon
flytur inn fallega
hönnun til Íslands.