Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Blaðsíða 14
Í gamla Amtmannshúsinu á Akureyri býr Kristrún Lind Birgisdóttir ásamt manni, börnum og hundinum Bósa. Hún býður til stofu með dásamlegu útsýni yfir Eyja- fjörðinn fagra. Bósi fær smá athygli gestsins áður en hann snýr sér að viðmæland- anum, en blaðamaður er mættur norður í land til þess að fræðast um hugsjónir Kristrúnar í menntamálum. Sem ung kona ætlaði hún aldrei að verða kennari en endaði sem aðstoðar- skólastjóri á Vestfjörðum. Þar kviknaði áhuginn á menntamálum fyrir alvöru, og beinist hann nú helst að stjórnun og hugmyndasmíði mennta- kerfisins. Menntamálin toguðu hana svo í ýmsar áttir, til ólíkra landshluta og alla leið til Hong Kong þar sem hún rak leikskóla. En nú er Kristrún komin heim á æskuslóðir og enn eru menntamál í brennidepli í lífi hennar. Í dag sinnir hún ráðgjöf til sveitarfélaga sem ráðgjafi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Tröppu. Í hjáverkum vinnur hún sem skólastjóri leikskóla í Hong Kong en einnig hefur hún skipulagt net- skóla, sem hún vill opna sem fyrst. Eftir langa reynslu í menntamálum hefur Kristrún sterkar skoðanir á því hvernig góður skóli eigi að vera. Þurrkaði krítina af töflunni Kristrún á ekki langt að sækja áhugann. „Ég er alin upp í grunnskólanum á Árskógs- strönd þar sem pabbi var skólastjóri, þannig að ég er fædd inn í skóla. Foreldrar mínir bjuggu fyrst í skólastjóraíbúð í skólanum og ég hjálpaði við að þurrka krítina af töflunni þegar mamma var að skúra skólann á kvöldin. Ég plastaði bækur á haustin og hjálpaði pabba að taka skólabækur upp úr kössum, sem sendar voru frá Reykjavík,“ segir Kristrún en foreldrar hennnar eru Birgir Sveinbjörnsson og Rósbjörg Jónasdóttir. Búsetan við hafið mótaði einnig Kristrúnu. „Pabbi var á handfærum á sumrin en í þá daga voru sumarfrí skóla lengri en núna, þannig að ég vann við að gera að fiski, salta í stæður og strax um ellefu, tólf ára fór ég með pabba á skak. Eftir á er maður þakklátur fyrir að hafa lært að vinna og bjarga sér sjálfur.“ Ég var reddarinn Þegar Kristrún var á þrettánda ári flutti fjöl- skyldan til Akueyrar þar sem faðir hennar tók við starfi aðstoðarskólastjóra Barnaskólans á Akureyri. „Þá tók lífið við á Akureyri og duttum við bróðir minn inn í skíðamennskuna hér. Við átt- um hér góð ár. Ég fór fyrst í Menntaskólann á Akureyri og féll með glans,“ segir hún og brosir. „Ég fór þá að vinna í Hlíðarfjalli að steikja franskar og kenna á skíði, en ég hafði æft skíði lengi. Ég hélt svo áfram að vinna við það í gegn- um alla skólagönguna, en ég fór svo í Verk- menntaskólann. Þar get ég ekki sagt að ég hafi lært neitt nema að skipuleggja félagslífið og reka fyrirtæki,“ segir hún. „Ég eyddi ómældum tíma með kvikmynda- klúbbnum Filmunni. Ég var reddarinn, ein meðal strákanna. Við bjuggum til auglýsingar og stuttmyndir; við gáfum út blöð, fórum í bein- ar útsendingar og vorum stöðugt í skemmtana- haldi,“ segir Kristrún og segist hafa lært heilan helling í fyrirtækjarekstri. „Ég hef sagt við gömlu kennarana mína: „Ég útskrifaðist úr Verkmenntaskólanum sem fram- kvæmdastjóri en þið tókuð ekki eftir því.“ Á þeim tíma kom enginn auga á það. Auðvitað gat ég alveg lært; ég hafði bara engan tíma til þess. Við vorum þarna nokkur sem vorum stöðugt að og það fóru milljónir í gegnum hendur okkar í nemendafélaginu. Við vorum í blússandi rekstri. Það er dýrmætasta reynslan sem ég fékk úr skólagöngunni; að sjá um bókhald og reka fyrir- tæki,“ segir Kristrún og hún segir að klassískt nám henti alls ekki öllum og eigi heldur ekki að gera það. „Við þurfum að skapa hvetjandi og skemmti- legt umhverfi og þá stöðvar mann enginn.“ Samfélag í sárum Kristrún hóf háskólanám í táknmálsfræðum því einkunnir hennar voru ekki nógu góðar til að komast inn í Kennaraháskólann í fyrstu tilraun, en hún komst svo síðar inn í það nám. „Ég fór svo í Kennó af því að mér datt ekkert annað í hug. Mig langaði ekkert að vera kenn- ari. Ég lét mig bara hafa þetta og það kom ekk- ert annað til greina en að klára námið. Ég var búin að ákveða að fara ekki að kenna að námi loknu en svo voru „veiðidagar kennara“ þar sem skólastjórar utan að landi komu í skólann að fá kennara til sín út á land. Ég labbaði þarna um hrokafull og hitti þá konu sem var með meira og krullaðra hár en ég. Hún var ekki með neitt í básnum og var ekki að gefa neitt eins og hinir, nema hún var með lyklakippur sem á stóð: Skíðafélag Önundarfjarðar. Hún byrjaði að fara með lofræður um Vestfirði en ég hafði aldrei komið þangað, fyrir utan eitt sinn sem ég keppti þar á skíðum. Ég sagði henni að ég myndi ekki koma nema ég fengi skólastjórastöðu og áður en ég vissi af var ég búin að ráða mig vestur í Önundarfjörð sem aðstoðarskólastjóri samein- aðs grunnskóla í Holti í Önundarfirði og á Flat- eyri,“ segir hún og brosir. „Ég hafði aldrei kennt neitt. En þetta var al- veg ótrúlega skemmtilegt. Það var líka erfitt; þetta var samfélag í sárum, nokkrum árum eftir snjóflóðin. Svo hófst lífið þarna og það var alltaf fjör og líka átök. Ég lærði svo mikið af því að vera treyst fyrir hlutum og af því að vera hluti af samfélagi sem er ekki einsleitt. Þarna var fangi, róni, þingmaður, bankastjóri, læknir, prestur. Þarna umgengst maður alla og verður að funkera í samfélaginu. Það var svakalega góður skóli.“ Tuttugu mismunandi útkomur Kristrún fór svo síðar í meistaranám og tekur á sama tíma við stöðu skólastjóra Áslandsskóla. „Ég var tekin þar inn og sett inn í eitthvert tafl þar sem ég var hvorki kóngurinn né drottn- ingin, heldur var ég bara eitthvert peð. Það gekk ekki upp að ég tæki alla ábyrgðina á skóla- starfinu á meðan aðrir vildu stjórna öllu á bak við tjöldin. Ég kynntist þar alþjóðlegu IB- námskránni, hugmyndafræði sem dr. Sunitu Gandhi vildi byggja skólastarfið á, sem gekk ekki upp á þeim tíma. Þetta rann út í sandinn og ég stökk frá brúnni eftir sex mánuði,“ segir hún. „Sunita sá engan tilgang með sérkennslu og það skildi fólk ekki, þó að maður skilji það í dag. Hún vildi að nám væri þannig skipulagt að það byði upp á breiddina og það er það sem við vilj- um gera í dag. Ef maður skipuleggur námið þannig að allir byrji með autt blað, þá er pláss fyrir höfuðfætluna, Óla prik og fimm þéttskrif- aðar blaðsíður á frönsku. Í dag er námskráin okkar þannig skrifuð að við eigum að vera með tuttugu börn sem við leggjum fyrir viðfangsefni og í staðinn fyrir að gera ráð fyrir einni ákveð- inni útkomu, gerum við ráð fyrir tuttugu mis- munandi útkomum. Við viljum að námið sé drif- ið þannig áfram; að allir byggi ofan á sína færni. Það er verkefnið í dag og allir skólar eru nú að reyna þessa leið. Það er hægt að kafa ofan í við- fangsefnið á alls konar hátt.“ Blint stefnumót endar í Hong Kong Meistaragráða Kristrúnar er í menntunar- fræðum með áherslu á kennsluaðferðir og stjórnun menntastofnana. Kennsla heillaði Kristrúnu ekki, heldur frekar hugmynda- fræðin á bak við kennsluna. „Ég sá að verk- efnið fyrir höndum var kannski meira að breyta skólakerfinu. Ég fékk áhuga á stóru myndinni og hvað væri hægt að gera öðruvísi. Á Flateyri höfðum við verið að vinna með að velta náminu meira yfir á nemandann og tengja það samfélaginu og innleiddum morgunstundir með söng. Lífsleikni var að ryðja sér til rúms og ég hafði auga fyrir því að hugsa skólastarf svolítið öðruvísi,“ segir Krist- rún sem var fengin til að innleiða lífsleikni í skólum í kjölfarið. „Með tímanum, og sérstaklega eftir að ég var úti í Hong Kong, fékk ég miklu betri innsýn í hæfnimiðað nám. Þar fer ég að ígrunda þetta sem heildstæða starfsháttabreytingu,“ segir Kristrún sem fór að vinna í Lindaskóla þar sem hún kynnti þeim þessar aðferðir. Þá var Krist- rúnu boðið starf aðstoðarmanns þáverandi sam- gönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar, og þáði starfið. „Það var á svipuðum tíma og ég kynntist manninum mínum á blindu stefnumóti. Vinkon- Að pota í risann Kristrún Lind Birgisdóttir hefur lifað og hrærst í mennta- málum frá blautu barnsbeini. Hún segir auðvelt að breyta menntakerfinu hér til hins betra og vill færa meiri ábyrgð til nemendanna. Kristrún telur að persónumiðað nám skili betri og hæfari einstaklingum út í samfélagið. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.