Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2020 STAN model 3035 L 170 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,- L 206 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- DUCA model 2959 L 215 cm Leður ct. 10 Verð 529.000,- L 241 cm Leður ct. 10 Verð 549.000,- ESTRO model 3042 L 164cm Leður ct. 10 Verð 339.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- GOLF model 2945 L 176 cm Áklæði ct. 70 Verð 239.000,- L 216 cm Áklæði ct. 70 Verð 599.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla LEVANTE model 3187 L 204 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- L 224 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Fólk þarf ekki að örvænta þótt skemmtistaðir séu lok- aðir um helgina því Helgi Björns snýr aftur í Sjónvarp Símans með þáttinn „Það er komin Helgi“, en eins og landsmenn muna sigraði Helgi hug og hjörtu lands- manna í fyrstu bylgju kórónuveirunnar og létti þjóð- inni lundina með kvöldvökustemningu í beinni útsend- ingu. Sprellum og syngjum „Ég hlakka til. Það er ekki mikið annað að gera þessa dagana, þannig að þetta er frábært. Þetta er létt fram- hald og byggt á sama grunni og þættirnir í vor. Við höfum gaman, sprellum og syngjum og fáum góða gesti,“ segir Helgi. Í þetta sinn verða þættirnir ekki heima hjá Helga heldur sendir út frá Hlégarði í Mosfellsbæ. „Það er búið að henda mér út í hlöðu,“ segir hann og hlær. „Ég verð að gera mitt besta til að halda uppi stuð- inu um helgina og er sko ekki kominn með leiða á því; þá væri ég löngu hættur. Svo reyni ég alltaf að skemmta sjálfum mér í leiðinni.“ Helgi verður í stuði um helgina í nýjum þætti sem ber nafnið „Það er komin Helgi“. Ljósmynd/Mummi Lú Með Helga um helgina Helgi Björns snýr aftur með kvöldvökustemningu í beinni. Í þættinum „Hlaðvarpanum“ í Morgunblaðinu var á þessum degi fyrir fjörutíu árum fjallað um knattspyrnufélagið Lunch United sem hafði þá komið sam- an í áratug til að iðka knatt- spyrnu í hádeginu. „Upphaflega voru þetta að- eins fjórir knáir karlar, en fljót- lega fór hópurinn að hlaða utan á sig, nokkrir komu fyrir forvitni sakir og aðrir til að skoða þessa furðufugla, en það fór svo að flestir mættu við hvert tækifæri eftir það. Þessi harðsnúni hópur hlaut nafnið „Lunch United“,“ stóð í fréttinni. „Þeir fengu aðstöðu til fata- skipta og þvotta á Melavellinum og sparka svo knettinum þar á vellinum á vetrum og votviðra- sömum dögum, en þegar sumr- ar bregða þeir sér á grasflötina við Þjóðminjasafnið. Svo mikill er áhuginn að veður hamlar aldrei æfingum og beri æf- ingadagana upp á helgidaga er skotið inn nýjum dögum, og einu sinni fengu þeir vallarvörðinn til að opna fyrir sig á nýársdag og launuðu honum greiðann með koníaki. Í hópnum eru bæði kunnir keppnismenn frá fyrri tímum og þeir sem ekki hafa náð jafn langt, en eru ekki síður áhugasamir.“ GAMLA FRÉTTIN Veður hamlar aldrei Þessir kappar voru mættir á æfingu hjá Lunch United í september 1980. Morgunblaðið/Kristján ÞRÍFARAR VIKUNNAR Stáltanni óvinur James Bond Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlislegri sálfræði Anders Tegnell sóttvarnalæknir í Svíþjóð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.