Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2020 LÍFSSTÍLL Ég er héðan frá Reykhúsumsem er bærinn hér utan íþorpinu,“ segir María Páls- dóttir, leikkona, leiðsögumaður, kennari og eigandi Hælisins við Kristnesspítala. Í húsi sem áður hýsti starfsfólk berklahælisins er nú rekið berklasafn og afar notalegt kaffihús með heimabökuðum kökum og pörtum með reyktum laxi. „Ég fékk þessa sturluðu hugmynd þegar ég var í heimsókn hjá mömmu og pabba árið 2015. Ég gekk hér um æskustöðvarnar þar sem ég lék mér sem barn. Þegar ég var að alast upp var hér ótrúlega fallegt og öllu svo vel við haldið,“ segir María en svo með breyttu eignarhaldi fór þorpið, eða húsakostur þess, að dala all- verulega. „Það var skellt í lás í þessu húsi fyrir tíu árum og allt fór svolítið að láta á sjá. Álman þar sem sýningin er nú var eitt sinn heimavist ungu einhleypu starfsstúlknanna og hér voru partíin. Sú álma fylltist svo af búslóðum. Ég fór eitthvað að hugsa af hverju einhver gerði ekki eitthvað fyrir þetta þorp, þessi hús? Þá laust niður í kollinn: „Af hverju geri ég það ekki bara sjálf!““ segir María og ákvað að láta verkin tala. Í búningi að segja sögur Bjóstu þá fyrir norðan? „Nei, ég bjó í Mosó, nýbúin að byggja draumahúsið með manni og þremur börnum. Ég þurfti eiginlega lítið að hugsa mig um, þessi hug- mynd heltók mig og það var frekar María Pálsdóttir lét draum sinn rætast og opnaði safn og kaffihús á æskuslóð- um sínum í Eyjafirði. Hún tekur á móti gestum í gömlum hjúkrunarkonubúningi. Morgunblaðið/Ásdís Hjónabands- sæla með rjóma svíkur ekki! Hælið í nýju hlutverki Hælið, setur um sögu berklanna á Kristnesi í Eyjafirði, er bæði kaffihús og berklasýning en Kristnesspítali var lengi berklahæli. Leikkonan María Pálsdóttir stendur þar vaktina í gömlum hvítum hjúkrunarkonubúningi og tekur á móti gestum með bros á vör. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Víða á safninu má sjá gamlar ljósmyndir. Hér stilla starfsstúlkur sér upp fyrir ljósmyndarann, en safnið er einmitt í álmu sem eitt sinn hýsti starfsstúlkur.  Húsið sem hýsir Hæl- ið er snoturt en var áður í niðurníðslu. María kann sannarlega að hella upp á gott kaffi. HAUSTIÐ ER OKKAR TÍMI VIÐ VORUM AÐ FÁ NÝJAR HLÝJAR YFIRHAFNIR Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | Feldur. is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.