Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Blaðsíða 28
Almáttugur, hann var svohræðilegur, lífsstíll okkar áþessum tíma. Við áttum
hvergi heima. Við fórum frá einum
stað á annan og stöldruðum aldrei
lengi við,“ sagði Dave Mustaine,
söngvari og gítarleikari Megadeth, í
samtali við útvarpsstöðina 94 Rock í
Nýju-Mexíkó á dögunum. Tilefni
viðtalsins var þrítugsafmæli fjórðu
breiðskífu bandsins, Rust in Peace,
eða Hvíl í ryði, sem gerði Megadeth
loks að stórstjörnum í málmheimum.
Til að minnast þeirra tímamóta
stakk Mustaine niður penna og bók
hans, Rust In Peace: The Inside
Story Of The Megadeth Mast-
erpiece, er komin út vestra.
„Við vorum hústökumenn og ann-
að í þeim dúr og ég veit að mörgum
stóð ekki á sama um okkur. En ég
vissi hvað ég vildi. Ég ætlaði að gera
Hvíl í ryði, sama hvað það kostaði.
Satt best að segja bjóst ég ekki við
því að platan yrði merkileg, vegna
þess að við fórum fyrst í SBK-
hljóðverið og tókum hana upp þar og
tókum hana svo aftur upp í hljóð-
verinu hjá EMI. Við enduðum svo á
því að taka hana upp í hljóðverinu
hjá Captain & Tennille [sem var
poppdúett] í Canoga Park.“
Hafði litla trú
á Hvíl í ryði
Rust in Peace, eða Hvíl í ryði, er af mörgum talin
besta breiðskífa þrassgoðanna í Megadeth. Þrjátíu
ár verða í næstu viku liðin frá útgáfu hennar og af
því tilefni er komin út bók um gerð plötunnar
eftir leiðtoga bandsins sjálfan, Dave Mustaine.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Hátíðarvínylútgáfa í
þrívídd af Hvíl í ryði.
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2020
LESBÓK
Greinarhöfundur tók símaviðtal við
Dave Mustaine 2005 og úr því að Slash
ritar formála að nýju bókinni er við
hæfi að rifja upp hvað þeir kumpánar
voru að bjástra að tjaldabaki á Don-
ington-hátíðinni 1988. „Það er óra-
langt síðan. Mér er þessi dagur minn-
isstæður. Guns N’ Roses voru þarna
líka og ég var að slæpast með Axl og
Slash. Steve Vai gítarleikari var þarna með David Lee Roth og ég
man að við vorum að hrella hann að tjaldabaki,“ sagði Mustaine.
„Mig dauðlangaði að sjá Kiss, þá frægu sveit. Það var hins vegar
byrjað að rigna þegar þeir stigu á svið og ég man hvað Paul Stanley
var undarlegur þar sem hann dansaði þarna um sviðið rennandi
blautur. Hvað er maðurinn að gera? hugsaði ég með mér. Á þetta
ekki að vera sjálfur Þrumuguðinn? Elskhuginn ómótstæðilegi? Öðru
nær. Heldur var hann að minnsta kosti kvenlegur fyrir minn smekk
þarna í rigningunni. Og Ace Frehley var hvurgi. Bara nýi gæinn. Hver
í dauðanum er hann?“
Rennblautur Stanley
Slash.
UMDEILDUR Sænski leikarinn Stellan Skarsgård segir
kvikmyndir eiga að ögra fólki en nýjasta mynd hans,
The Painted Bird, sem segir sögu ungs drengs sem upp-
lifir miklar raunir í seinna stríði, hefur farið fyrir
brjóstið á mörgum og dæmi um að gagnrýnendur hafi
gengið út. „Ég hef leikið í hundrað myndum og það væri
ofboðslega leiðinlegt ef þær væru allar meinlausar og
án bits,“ segir hann í samtali við breska blaðið The Inde-
pendent. „Ég held líka að það sé alveg nauðsynlegt að
vera umdeildur í heiminum. Það skiptir máli að segja
hluti sem fólki falla ekki alltaf í geð vegna þess að við
þurfum á ólíkum röddum að halda, ólíkum hugmyndum.
Það er um að gera að láta á þær reyna og takast á um
þær en þær verða um leið að vera velkomnar.“
Myndir þurfa að bíta
Stellan Skars-
gård leiðist
miðjumoð. AFP
ÓTTI Breska sjónvarpskonan Cat Deeley
viðurkennir í samtali við tímaritið You að
hún hafi flutt ásamt fjölskyldu sinni aftur frá
Bandaríkjunum til Bretlands af ótta við tíðar
skotárásir á almenna borgara vestra. Deeley
flutti vestur þegar hún var ráðin kynnir
dansþáttarins vinsæla So You Think You Can
Dance? árið 2006 en margt breyttist þegar
eiginmaður hennar og ungur sonur urðu ekki
alls fyrir löngu að forða sér út um bruna-
útgang verslunarmiðstöðvar eftir að maður
hafði hleypti þar af byssu. Deeley á annan
ungan son og gat ekki hugsað sér að búa við
slíka ógn. Fjölskyldan býr nú í Lundúnum.
Gat ekki lifað áfram við byssuógn
Cat Deeley er vinsæl sjónvarpskona vestra.
AFP
Taylor kann vel við sig með grímu.
Skamm!
HOLL RÁÐ Corey Taylor, söngv-
ari bandarísku málmbandanna vin-
sælu Slipknot og Stone Sour, lét
landa sína sem neita að nota and-
litsgrímur í heimsfaraldrinum
heyra það í hlaðvarpsþættinum Let
There Be Talk á dögunum. „Það
þurfa ekki allir hlutir að vera hel-
vítis pólitísk yfirlýsing. Málið snýst
um að fara varlega og vera skyn-
samur. Langi þig að ganga um
grímulaus um götur, gjörðu svo vel
og snúðu skothylkinu og kannaðu
hvað þú getur hleypt oft af. En í öll-
um bænum hættu að sletta aur yfir
þá sem vilja fara varlega; þeir hafa
ekki verið að kássast upp á þig.
Þetta er galið, maður. Galið,“ sagði
Taylor í téðum hlaðvarpsþætti.
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti.
Nánar á dyrabaer.is
HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ