Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2020
Ú
tboð Icelandair heppnaðist og
glæðir vonir um að fyrirtækið
nái vopnum sínum. Talsmenn
þess benda réttilega á að enn
varði óvissuþættir leiðina fram á
við. Þannig er það á öllum tím-
um. En ekki síst á þessum tímum, þar sem óvissan
er regla en ekki undantekning.
Tvö stór áföll án eigin sakar
Óvissan sú verður óþægilega rúmfrek í öllum áætl-
unum næstu misserin. Því ræður veiran sem herjað
hefur mestan hluta þessa árs. Annað stóráfall Ice-
landair er ekki að fullu uppgert og enn ekki að öllu
leyti þekkt. Þá er átt við 737 Max-vélarnar sem
gengið hafði verið út frá að yrðu einkennisvélar fé-
lagsins á næstu árum. Það var ekkert rangt við þá
ákvörðun, svo séð verði.
Félagið hafði mjög góða reynslu af viðskiptum sín-
um við Boeing í Bandaríkjunum og þessi flugvélar-
gerð virtist hagfelld fyrir leiðir og farþega, sem
byggt var mest á, og svaraði margvíslegum kröfum.
En alvarlegir gallar og mannfrek flugslys urðu til
þess að öllum Max-flotanum var lagt.
Boeing vonaðist til að geta komist fyrir gallana á
fáeinum mánuðum. Það fór á annan veg og viðbótar-
athugasemdir bættust nokkrum sinnum við og hefur
allur flotinn nú verið kyrrsettur í næstum tvö ár.
Icelandair hefur lokið bótasamningi við flugvéla-
framleiðandann Boeing og eru sumir þættir hans
ljósir en þó ekki allir, enn sem komið er, enda eru
þeir hluti af umfangsmiklu samningaferli Boeing við
fjölda aðila.
Íslenska félagið hefur átt langt og gifturíkt sam-
starf við flugvélaframleiðandann og utan frá séð
verður ekki annað talið en að það hafi verið hagfellt
fyrir báða og fallið einkar vel að grunngildum og
megináherslum félagsins.
Enn verður bið
Tengiflug við Bandaríkin um Ísland og til Evrópu og
víðar byggðist á framsýni frumkvöðla og réttu mati
á mikilvægi tengslanna vestur.
Enn er ekki hægt að fullyrða að öllum efasemdum
um Max-vélarnar hafi verið eytt. Traust á opinber-
um leyfis- og eftirlitsstofnunum um víða veröld lask-
aðist verulega og bætist það við eðlilegan ótta og
efasemdir um hina nýju vél.
Á daginn kom að þær stofnanir sem áttu að hafa
síðasta orðið og tryggja traust almennings höfðu
langflestar verið í stöðu litlabróður í samskiptunum
við Boeing og verið háðar honum um flestar úttekt-
ir. Gengið virtist út frá því að þar færi einn virtasti
og öflugasti framleiðandi á þessu sviði, með trausta
sögu og ætti svo mikið í húfi að engum væri betur
treystandi en honum sjálfum fyrir því að allir örygg-
isþættir væru í stakasta lagi.
Það er hins vegar óneitanlega blettur á flugvéla-
smiðnum, að hann skuli hafa brugðist svo seint við
og að tvö mannskæð slys hafi þurft til ásamt missi
trausts yfirvalda hvarvetna, svo að framleiðandinn
gengist með reisn við ábyrgð sinni.
Reglulega hafa verið settar fram áætlanir um hve-
nær framleiðandinn og eftirlitsstofnanir mundu ná
að sameinast um að nú væru öryggismál tryggð,
eins og frekast væri fært.
Seinustu áætlanir virtust lengi byggjast á að
markmiðin næðust nú í september, en nú er horft
fram til næsta árs. Framleiðendum og kaupendum
Max-vélanna datt ekki í hug að vélarnar yrðu svo
lengi úr leik, eins og fjölmörg ummæli þeirra og
yfirlýsingar staðfesta.
Og vafalítið er að þegar hið græna ljós yfirvalda
kviknar loks, þá blasir við órætt skeið sem snýr að
flugfarþegum um víða veröld. Hætt er við að stór
hópur þeirra þurfi nokkuð til að sannfærast um að
öllu sé nú óhætt og margir vilji bíða þar til þessum
vélum hafi verið flogið lengi, án meiriháttar áfalla.
Öllum er ljóst að ekki þarf nema eitt slíkt til að færa
þessar vélar aftur á byrjunarreit og það jafnvel þótt
ekki þætti öll sanngirni standa til þess.
Glittir í betri tíð
Samningar Icelandair við Boeing hafa augljóslega
dregið úr áhættu félagsins hvað þennan mikilvæga
þátt varðar.
Þau verkalýðsfélög sem leituðust við að gera
björgunaraðgerðir gagnvart félaginu tortryggileg-
ar riðu ekki feitu hrossi frá því. Í ljós kom að félag-
ið á enn hljómgrunn hjá fjárfestum og fólkinu í
landinu, eins og viðbrögð þessara aðila sýna.
Ríkisstjórnin og bankarnir, sem tóku að hluta til
ábyrgð á því að útboðið myndi ná markmiðum sín-
um, geta einnig verið sátt við þennan áfanga.
Ríkisábyrgðin hefur nú þann brag að vera til
þrautavara.
Þótt það væru miklar ýkjur að segja að með út-
boðinu væri félagið þegar komið fyrir vind er hitt
víst að fyrstu skrefin í þá átt hafa heppnast og þá
vex hugur.
Forstjóri félagsins hefur slegið eðlilega varnagla
og snúa þeir flestir að framhaldi faraldursins og
hversu vel þjóðum heims muni takast að beina
frekari höggum frá almennu atvinnulífi um leið og
virtar eru þær öryggiskröfur sem snúa að heilsu
almennings. Nú orðið telja sífellt fleiri að þessi
markmið skuli og megi samræma betur en gert
hefur verið. Víða sést að stjórnmálin láta ekki að
sér hæða og ekki standast allir freistingar í um-
rótinu að slá sínar pólitísku keilur. Enn er ekki út-
séð hvort sá leikur muni lukkast. En smám saman
er að verða meiri samhljómur um það að ótækt sé
að horfa eingöngu á heilbrigðisþáttinn og það
markmið að keyra áhættu hans vegna niður í átt að
núlli, hvað sem öllu öðru líður. Óhjákvæmilegt sé
að horfa til annarra mikilvægra þátta tilverunnar
um leið. Ríkið getur ekki til lengdar komið eitt í
stað efnahagslegrar sköpunar atvinnulífsins. Ríkið
er ekki uppspretta efnislegra gæða. Það tekur til
sín og deilir með afföllum verulegum hluta þeirra,
oft eftir óljósum stjórnmálalegum lögmálum.
Eyðslan er þar, uppsprettan annars staðar. Þeir
sem ekki skilja það bíta í skottið á sjálfum sér, og
glefsa um leið í meðbræður sína, fái þeir of miklu
ráðið.
Þorni afkoma og innkoma þjóðar upp á skömm-
um tíma bætist annar illviðráðanlegur vandi við og
hann stefnir meðal annars hinu almenna heilbrigð-
iskerfi okkar í voða og það hraðar en ætla mætti.
Þetta þýðir að lýðræðislega kjörnir fulltrúar verða
að hafa síðasta orðið um aðgerðir, eftir að hafa leit-
að sér bestu ráðgjafar á helstu sérsviðum. Vel má
vera að kjörnum fulltrúum þyki henta, og jafnvel
Það eina vísa
er óvissan
’
Þau verkalýðsfélög sem leituðust við að
gera björgunaraðgerðir gagnvart félag-
inu tortryggilegar riðu ekki feitu hrossi frá
því. Í ljós kom að félagið á enn hljómgrunn
hjá fjárfestum og fólkinu í landinu, eins og
viðbrögð þessara aðila sýna.
Reykjavíkurbréf18.09.20