Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Side 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2020
Svandís Svavarsdóttir heil-brigðisráðherra staðfesti ásunnudag tillögur Þórólfs
Guðnasonar sóttvarnalæknis um að
framlengja lokun öldurhúsa á höfuð-
borgarsvæðinu um viku og fyrirskipa
menntaskólanemum að bera grímu,
en að herða sóttvarnaaðgerðir ekki
að öðru leyti þó að smit hefði aukist
verulega og á annað þúsund manns í
sóttkví.
Tölfræðigreining, sem Jón Sch.
Thorsteinsson hjá verðbréfafyrir-
tækinu Arev gerði fyrir Brim, leiðir í
ljós að þrátt fyrir viðtekna skoðun sé
samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
alls ekki mikil og samkeppni raunar
mjög virk. Hins vegar kom á daginn
að samþjöppun á matvörumarkaði og
í bankaþjónustu er langt yfir hættu-
mörkum Samkeppniseftirlitsins.
Sjálfstæðismenn unnu stórsigur í
nýju sameinuðu sveitarfélagi á Aust-
urlandi. Gauti Jóhannesson oddviti
þeirra sagði fyrsta verkefnið (eftir
meirihlutamyndun með Framsókn)
það að ákveða nafn á sveitarfélagið.
Um það hafa komið fram ýmsar til-
lögur, allt frá mikilfenglegri Dreka-
þinghá til flatneskjulegs Múlaþings,
sem óhjákvæmilega yrði borið fram
Fúlaþing annars staðar á landinu.
Salan á Omnom-súkkulaði jókst um
30.000% eftir að fjallað var um það í
heimildarþætti á Netflix. 30.000% er
önnur leið til þess að segja að hún
hafi 300-faldast.
Grjóti, þara og grastorfum skolaði
yfir hjólreiðastíg og götu við Eiðs-
granda í Reykjavík í miklum sjó-
gangi, sem þar gerði, og gekk brimið
langt upp á land. Stórstreymt var og
stormur, en við þær aðstæður og í til-
tekinni átt getur þetta gerst. Þótt sú
hafi verið raunin í um 14 milljónir ára
er það nú fyrst sem ráðast á í að gera
þar sjóvarnargarð.
Kjaratölfræðinefnd gaf út þá niður-
stöðu sína að markmið lífskjara-
samninganna svonefndu um launa-
hækkanir hefðu gengið eftir, þar
sem hinir lægstlaunuðu hefðu hækk-
að hlutfallslega mest.
Aðalmeðferð í máli Gunnars Jó-
hanns Gunnarssonar, sem gefið er
að sök að hafa banað hálfbróður sín-
um í fyrra, hófst í Noregi.
Kjaratölfræðinefnd skýrði frá því að
kórónukreppan væri frábrugðin fyrri
kreppum að því leyti að kaup-
máttur hefði haldist enn sem komið
væri. Hagkerfið stæði þó ekki undir
því til lengdar án nýrrar verðmæta-
sköpunar.
Aðgerðir til þess að vernda og
byggja upp bleikjustofninn í Mývatni
hafa staðið yfir undanfarin ár og er
gert ráð fyrir að auknar veiðar verði
leyfðar þar á næsta ári, öllum áhuga-
mönnum um Mývatnsreyð til mik-
illar gleði.
Góa-Linda finnur ekki mikið fyrir
heimsfaraldrinum því nammi selst
sem fyrr, líkt og fram kom í ársreikn-
ingum. Góa hefur enda ekki nýtt
pláguúrræði stjórnvalda til fyrir-
tækja, en Helgi í Góu hefur birt aug-
lýsingar í blöðunum þar sem stungið
er upp á tímabundinni lækkun mót-
framlags atvinnurekenda í lífeyris-
sjóði til þess að verja störf.
Bæjarfulltrúar á Akureyri gáfust
upp á lýðræðinu og ákváðu að starfa
allir saman, án minnihluta og meiri-
hluta, svo aðhald með störfum bæj-
arstjórnar kemur í hlut ótínds al-
múgans. Yfirvofandi tekjufalli vegna
plágunnar var kennt um, þótt meiri-
hluti Samfylkingar, Framsóknar og
L-listans hafi raunar verið búinn að
koma fjárhagnum í steik löngu áður
en veiran kom til.
Fjárhagsstaða fjögurra stærstu
sveitarfélaga hefur versnað til muna
á árinu, skuldirnar aukist, útgjöldin
sömuleiðis og tekjufallið mikið, sem
þau gráta mikið, en tala minna um
útsvarsgreiðendur.
Hið sigursæla landslið kvenna í fót-
bolta náði 1-1-jafntefli við Svía á
Laugardalsvelli, en þeir hrepptu
bronsið í síðustu heimsmeistara-
keppni.
320 nemendur voru í sóttkví á
þriðjudag, en deginum áður greind-
ust 38 ný smit. Þrír þingmenn voru
þá einnig í sóttkví.
Kórónuveiran hefur einnig sín áhrif í
háloftunum, en flugumferð um flug-
stjórnarsvæði Íslands er innan við
þriðjungur af því sem hún var á sama
tíma í fyrra. Drjúgur hluti flugs yfir
Atlantshaf fer fram um svæðið.
Verkalýðsrekendur komu saman á
fund á þriðjudag til þess að ráða ráð-
um sínum um hvort forsendur lífs-
kjarasamninganna hefðu staðist,
þrátt fyrir efnahagsleg áhrif heims-
faraldursins. Þeir héldu það nú og
útilokuðu að hróflað yrði við nýlegum
launahækkunum. Vinnuveitendur
hugleiddu hins vegar að segja samn-
ingunum upp, forsendur þeirra hefðu
verið aukinn hagvöxtur en ekki
kröpp niðursveifla, sem ógnaði bæði
störfum og fyrirtækjum.
Segja má að Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður Miðflokks-
ins, hafi opnað kosningabaráttuna
fyrir alþingiskosningarnar að ári í
viðtali við Morgunblaðið. Þar kynnti
hann hugmyndir um Leiðréttinguna
2.0, en hann vill að skuldir ferðaþjón-
ustunnar verði leiðréttar, eigi hún að
rétta úr kútnum eftir að veiran er
gengin hjá.
Umferðargreining Þórarins Hjalta-
sonar umferðarverkfræðings bendir
til þess að borgarlínan breyti sára-
litlu um umferð um Ártúnsbrekku
eftir að nýtt hverfi rís við Keldur.
Hins vegar myndi Sundabraut
breyta þar töluverðu um. Ástæðan
fyrir frestun borgaryfirvalda á efnd-
um um Keldnahverfið getur því tæp-
lega verið biðin eftir borgarlínu, eins
og sagt var. Uppbygging nýs íbúa-
hverfis þar er áskilin í lífskjarasamn-
ingunum.
Fjármálaeftirlit Seðlabankans fylgd-
ist grannt með hlutafjárútboði Ice-
landair í fyrri viku. Dr. Ásgeir Jóns-
son seðlabankastjóri sagði að þar
væri ákvarðanataka í stjórnum líf-
eyrissjóða um einstakar fjárfest-
ingar til sérstakrar skoðunar.
Kennsl voru borin á líkið, sem fannst
í Breiðholti í liðnum mánuði. Mað-
urinn hét Örn Ingólfsson og var 83
ára gamall, en ekki er talið að lát
hans hafi borið að með saknæmum
hætti.
Brotthvarf Rósu Bjarkar Brynjólfs-
dóttur úr þingflokki Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs hefur
ekki haft teljandi áhrif á stjórnmálin,
en mun hins vegar hafa áhrif á
nefndasæti stjórnarandstöðunnar í
fastanefndum þingsins. Allir þing-
menn þurfa að sitja í a.m.k. einni
nefnd og mun sæti Rósu Bjarkar
vera á kostnað stjórnarandstöð-
unnar.
Aðilar vinnumarkaðarins verða boð-
aðir á fund Katrínar Jakobsdóttur
forsætisráðherra til þess að fara yfir
stöðuna, en ASÍ og SA eru á önd-
verðum meiði um hvort lífskjara-
samningarnir haldi eða séu brostnir í
ljósi efnahagslegra boðafalla kór-
ónuveirunnar.
Samherji sendi frá sér tilkynningu
um að samanburður á samningum
um aflaheimildir í Namibíu leiddi í
ljós að útgerðin hefði greitt mark-
aðsverð fyrir kvóta, sem félagið
leigði þar syðra. Björgólfur Jó-
hannsson forstjóri segir það sýna
fram á að ásakanir um mútur og arð-
rán, sem fram hafi komið í sjón-
varpsþættinum Kveik á Ríkisútvarp-
inu og Stundinni, eigi ekki við nein
rök að styðjast.
Michele Roosevelt Edwards, Mich-
ele Ballarin eða hvað hún kallar sig
þessa vikuna hyggst kanna réttar-
stöðu sína eftir að Icelandair hafnaði
sjö milljarða króna tilboði hennar í
hlutafjárútboðinu í liðinni viku.
Bakarí Jóa Fel voru úrskurðuð gjald-
þrota.
Egypska fjölskyldan, sem fór í felur
frekar en sæta brottvísun úr landi,
fékk óvænt dvalarleyfi á grundvelli
mannréttindasjónarmiða. Fundvísi
Magnúsar D. Norðdahls, lögmanns
fjölskyldunnar, vakti almenna að-
dáun. Hann hafði sagst ekkert vita
um hvar hún væri niðurkomin, en
fann hana svo eins og skot til að
segja góðu fréttirnar.
Brim og
boðaföll
Hnattræn hlýnun lét ekki að sér hæða frekar en endranær í köldum og hvítfyssandi næðingi við Eiðsgranda.
Ljósmynd/Regína Ásvaldsdóttir
20.9.-25.9.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
arionbanki.is Þægilegri bankaþjónusta Arion banka
Þú getur framkvæmt flestalla bankaþjónustu
í Arion appinu. Á arionbanki.is/appkennsla
finnur þú kennslumyndbönd sem sýna helstu
aðgerðir.
Léttu þér lífið með Arion appinu.
Einfaldari og þægilegri bankaþjónusta.
Lærðu að nota
Arion appið