Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Page 8
LÍFSHLAUP 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2020 G rímur er hvað þekktastur fyrir að hafa átt stóran þátt í að bjarga útgerðarsögu Íslands með því að safna heimildum og smíða líkön af bátunum sem komu íslensku þjóðinni úr torfkofunum og inn í nútímann. Þannig eru bátarnir og saga þeirra ekki bara saga þeirra íslensku sjómanna sem drógu björg í bú og fórnuðu við það margir hverjir lífi sínu, heldur einnig saga þjóðar okk- ar allt frá þilskipum til vorra daga. Bátslíkön Gríms eru þvílík listasmíð, enda hvert stykki sérsmíðað í það líkan í réttum hlutföllum og eftir mikla heimildarvinnu, að manni dettur helst í hug að þau geti siglt af stað. Þegar Grímur andaðist voru bátslíkön hans orðin fleiri en 400 og hverju líkani fylgdi líka mappa með sögu skipsins. Það er nær ógerlegt á ímynda sér að einn maður hafi af- rekað þetta. Uppvaxtarár Gríms Grímur Karlsson fæddist í Hvanneyrarhlíð á Siglufirði 30. september 1935, næstyngsta barn hjónanna Sigríðar Ögmundsdóttur frá Hellu í Beruvík á Snæfellsnesi og Karls Dúa- sonar frá Langhúsum í Fljótum, Skagafirði. Frá fyrstu tíð var Grímur ákveðinn í að verða sjómaður. Gott útsýni var frá heimilinu í Hvanneyrarhlíð yfir innsiglinguna á Siglufirði. Sem ungur drengur fylgdist Grímur með þeg- ar skipin fóru út og komu inn í Siglufjörð og var áhugi hans slíkur að hann gat greint út frá vélarhljóðinu einu hvaða bátur væri þar á ferð. Karl faðir Gríms keypti handa honum lítinn árabát af norskum síldveiðisjómönnum, eftir að Grímur og Páll Kristjánsson vinur hans höfðu, börn að aldri, lagt til sjós á bát sem þeir höfðu búið til en sökk undan þeim. Varð það þeim til lífs að sást til þeirra og systkinin Val- björn og Stella Þorláksbörn, þá 12 og 15 ára, sýndu mikið snarræði, tóku árabát í fjörunni og björguðu strákunum. Þetta volk varð síður en svo til að draga úr Grími; á sjó skyldi hann. Grímur var alla tíð harðduglegur. Tíu ára gam- all vildi hann komast í vinnu á síldarplönunum og trúði ekki móður sinni sem sagði honum að enginn tíu ára fengi vinnu þar. Sigríður varð því að ganga með syni sínum öll síldarplönin í leit hans að vinnu en sama hversu duglegur hann var fékk hann ekki vinnu á síldarplani tíu ára. Tólf ára var Grímur kominn í sína fyrstu launuðu vinnu, sem sendill á bryggjunni. Starfið fólst í að hlaupa fyrir verkstjórann í skipin og láta þau vita númer hvað þau áttu að landa. Þrettán ára var Grímur orðinn saltari á síldarþrónum á sex klukkustunda vöktum og nýorðinn fjórtán ára var hann farinn að vinna í mjölhúsinu við að bera 100 kílóa poka. Þegar síldin hvarf flutti fjölskylda Gríms frá Siglu- firði til Njarðvíkur. En síðar átti snjóflóð eftir að taka húsið Hvanneyrarhlíð. Grímur fer til sjós Grímur var fjórtán ára þegar hann réð sig sem háseta á Vögg GK-204 sem gerði út frá Njarð- vík. Bátinn áttu móðurbræður Gríms og var Daníel Ögmundsson skipstjóri. Þetta var á reknetum. Grímur sagði í viðtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur sem birtist 1. júní 1997 í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins að það hafi verið erfitt að byrja sjómennskuna á reknet- um, „það er mikil vinna og erfiður veiðiskapur. Fiskurinn var slitinn úr með handafli og mar- glyttan brenndi bæði hendur og andlit, sjórinn rann inn í stakkanna og upp í ermar og maður var alltaf klofblautur“. Engu að síður sagðist Grímur hafa átt góðar minningar frá þessum tíma og vildi hvergi vera frekar en í bátnum, svo mikil var sjó- mannsdellan. Þegar Grímur Karlsson var að- eins sextán ára gamall hófst skipstjórnarferill hans með ráðherrabréfi, því undanþágu varð að veita svo hann mætti vera skipstjóri svo ungur. Fyrsti báturinn sem hann var skip- stjóri á var Mars GK-374 og voru fimm menn í áhöfn. Tveimur árum síðar fór Grímur í Sjó- manna- og stýrimannaskólann og útskrifaðist þaðan með skipstjórnarréttindi. Grímur var alla tíð farsæll og aflasæll skipstjóri. Bátar sem Grímur var á aðrir en Mars og Vöggur eru eftirfarandi; skipstjóri á Auði GK-201 sumarið 1956, stýrimaður á Guðmundi Þórðarsyni GK-75 og Fróða GK-480 1958, skipstjóri á Heimi KE-77 1959-1960, á Skag- firðingi SK-1 og Faxavík KE-65 1961, skip- stjóri á Sigurkarfa GK-480 1962-1963 og Berg- vík KE-55 1963-1966. Þorleifi Rögnvaldssyni ÓF-36, Freyju GK-364 og Sæþóri ÓF-5 1967. Var aftur skipstjóri á Bergvík KE-55 1968- 1971, á Hamravík KE-75 1972-1979, Pólstjörn- unni KE-5, Ásgeiri Magnússyni GK-60 og Sig- urjóni Arnlaugssyni HF-210 í afleysingum til 1984. Í þrígang björguðu Grímur og áhafnir hans mannslífum. Árið 1959 var Grímur skipstjóri á Heimi KE-77, þegar nótabát af Fram AK hvolfdi í vestanstormi. Tveir menn af Fram fóru við það í sjóinn, náðu þeir á Fram öðrum þeirra en Grímur og áhöfn hans náðu hinum. Það var svo um páskana 1963 að mann- skaðaveður gekk yfir landið, með hörmulegum afleiðingum; sextán sjómenn fórust á tveimur sólarhringum. Þegar þetta gerðist var Grímur Karlsson 26 ára skipstjóri á Sigurkarfa GK-480. Staddir þrjár mílur norðvestur af Garðskaga töldu þeir sig sjá ljós á bakborða. Þeir sneru þá bátnum og stefndu í áttina að ljósinu. Þegar að því er komið sáu þeir að þetta var gúmmíbátur á hvolfi og reyndist hann vera tómur. Þeir sáu þá annan gúmmíbát og í honum voru sex menn, allir á lífi. Björguðu þeir gúmmíbátnum um borð á laginu, þ.e. þegar aldan bar gúmmí- bátinn upp að hlið Sigurkarfa. Það hlýtur að teljast mikið þrekvirki, svo ekki sé meira sagt, í kolvitlausu veðri. Skipbrotsmennirnir sex Grímur Karlsson smíðaði líkön af þekktum íslenskum skipum sem mörg hver eiga forvitnilega og magn- aða sögu. Hér má sjá Grím dytta að eftirlætisskipinu, Helgu EA 2. Morgunblaðið/RAX Skipaflotinn hans Gríms Þann 30. september 2020 eru 85 ár frá fæðingu hagleiksmannsins Gríms Karlssonar skipstjóra og bátslíkanasmiðs. Grímur lést af slysförum 7. júní 2017. Uppeldisdóttir hans, Sigríður Dúa Goldsworthy, rifjar hér upp sögu Gríms en hún harmar það að safnið hans liggi nú undir skemmdum. ’ Bátslíkön Gríms eru þvílíklistasmíð, enda hvert stykkisérsmíðað í það líkan í réttumhlutföllum og eftir mikla heimild- arvinnu, að manni dettur helst í hug að þau geti siglt af stað.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.