Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2020 LÍFSSTÍLL Við vorum að opna tíunda júlí, envið mamma höfðum oft veriðað grínast með að við vildum opna veitingastað,“ segir Halla Sif Guðmundsdóttir, einn eigenda Mat- hússins milli fjöru & fjalla á Grenivík. „Ég fór að hugsa þetta fyrir alvöru í janúar, en ég er sjúkraþjálfari og starfa við það á Akureyri og er það mín aðalvinna. En svo þurfti að loka stofunni í vor í covid og þá bara dreif ég í þessu,“ segir Halla og hlær. „Hér var áður veitingastaður en við fórum í miklar útlitsbreytingar. Markmiðið með staðnum er að búa til stemningu sem þú ert tilbúin til að keyra fyrir. Hér verða líka flottustu jólahlaðborð á Eyjafjarðarsvæðinu,“ segir hún en aðrir eigendur eru Ágúst Logi Guðmundsson, bróðir Höllu, og Einar Rafn Stefánsson. Beint frá býli „Við stofnuðum heimavinnslufyrirtæki í Fagrabæ fyrir þremur árum síðan. ar er Seltjarnarnes og Garðabær en fyrirtækið heitir Milli fjöru og fjalla og því heitir staðurinn Mathús milli fjöru og fjalla,“ segir hún. „Mathúsið byggir á heimavinnsl- unni okkar í Fagrabæ. Matseðillinn okkar er einfaldur; kjöt beint úr kjötvinnslunni okkar í Fagrabæ,“ segir hún og segir þau leggja mikla áherslu á að versla úr héraði annað hráefni sem þau framleiða ekki sjálf, eins og fisk, egg og kartöflur. Fjölskyldan saman í rekstri Mathúsið leggur ríka áherslu á að ná til allra aldurshópa að sögn Höllu og segir hún þau strax vera komin með góðan kúnnahóp. Vill hún gjarnan að veitingastaðurinn verði einskonar miðstöð menningar og tónlistarlífs í Grýtubakkahreppi. „Íslendingar hafa verið duglegir að koma hingað í sumar og kvöldin hafa verið tví- og þrísetin. Meira að segja á mánudögum! Uppskriftir koma mikið úr vinnslunni okkar, en í eld- húsinu er Vopnfirðingurinn Alfred Pétur sem er lærður matreiðslu- maður. Og bróðir minn, Ágúst Logi, vinnur mikið með honum, en hann er kjötiðnaðarmaður. Svo skipti ég mér mikið af,“ segir Halla og brosir. „Það er öll fjölskyldan í þessu. Vet- urinn leggst bara vel í okkur og nú er að koma sláturtíð þannig það er brjál- að að gera fram að áramótum. Við er- um líka með veisluþjónustu og erum með í bígerð að bjóða upp á sætaferð- ir frá Akureyri. Sem veitingaaðili er auðvitað erfitt að vera með uppá- komur vegna kórónuveirunnar, en ég er með alls konar hugmyndir að skemmtilegum þemakvöldum. Það er allt hægt; við erum með frábæran kokk og geggjað hráefni.“ Á Grenivík má finna nýjan veitingastað Fagrabæjarfjölskyld- unnar sem ber nafnið Mathús milli fjöru & fjalla. Þar er boðið upp á mat beint úr héraði; kjöt, fisk og grænmeti. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Ferskur matur úr héraði Súkklaðidöðlukaka með rjóma er góð með kaffinu. Á Mathúsinu er lambið eld- að á ýmsan máta. Hér er sótt í austurlensk áhrif. Lambakjöt frá Fagra- bæ klikkar ekki með góðu meðlæti. Halla Sif Guðmundsdóttir lét verða að því að opna veitingastað á Grenivík. Þar er borinn fram matur frá fjölskyldubýl- inu Fagrabæ en þar er sauðfjárbú. Grafið ærkjöt er lostæti í forrétt. Við erum með sauðfjárbú og erum að framleiða okkar vörur þar og seljum tilbúnar pakkningar sem þú setur beint á pönnuna. Það sem er hér á matseðlinum er allt úr okkar vinnslu. Þetta snýst um að vera með ferskan mat úr héraði. Stærsti markaður okk- DÖÐLUKAKA 1 dl sykur 150 gr smjör við stofu- hita 3 egg 100 g hveiti eða spelt- hveiti 200 g döðlur 1 tsk. matarsódi ½ tsk. salt ½ tsk. vanilla 2 tsk. lyftiduft (ef vill rabarbari) Setjið döðlurnar í pott með smá vatni og hitið upp að suðu. Látið standa og stappið svo döðlurnar til með gaffli. Blandið matar- sódanum saman við maukið. Þeytið saman smjör og sykur þangað til létt og ljóst, bætið eggjunum koll af kolli í meðan verið er að þeyta. Setjið þurrefnin rólega saman við og að lokum döðlumaukinu. Smyrjið og setjið í form. Mjög gott er að setja nýbrytjaðan rabarbara ofan á kök- una líka, sem búið er að velta upp úr kanel. Bakið við 180°C. Stingið prjóni í til að vita hvort hún er tilbúin, má klessast smá á prjóninn. Þegar kakan hefur kólnað þá set ég kara- mellukrem yfir. KARAMELLUKREM 110 g smjör 1,5 dl rjómi 100 g púðursykur Hitið allt í potti þar til karamellan er farin að sjóða, hrærið þá var- lega í pottinum þar til þykknar. Berið fram með ís eða rjóma. Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is Demantar í úrvali fyrir ástina þína

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.