Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2020 LÍFSSTÍLL Við sem eldri erum gleymum ekki þeirristund þegar hin 22 ára gamla ValaFlosadóttir afrekaði næstum því hið ómögulega; að vinna til verðlauna á sjálfum Ólympíuleikunum, fyrst og ein íslenskra kvenna. Í grein í Morgunblaðinu 26. septem- ber, árið 2000, segist Vala að vonum vera ánægð. „Svo sannarlega, hvern hefur ekki dreymt um að komast á verðlaunapall á Ólympíuleik- um? Þetta hefur verið stórkostlegt kvöld sem líður mér aldrei úr minni. Þessi stund var og verður alveg sérstök í huga mér alla ævi.“ Frelsið á Íslandi En hvar er Vala nú, tveimur áratugum síðar? Blaðamaður hafði uppi á henni símleiðis, en hún býr í Lundi í Svíþjóð ásamt manni sínum Magnúsi Hallgrímssyni og dætrunum Emmu og Klöru. Vala hefur búið meirihluta ævinnar í Svíþjóð, en þangað flutti hún með foreldrum sínum og yngri systur á unglingsaldri. Vala hefur í nógu að snúast en gaf sér tíma til spjalls til að segja frá því hvað hún sé að gera í dag og rifja upp daginn eftirminnilega; daginn sem hún beit í bronsið og brosti hring- inn. „Ég var að skutlast með börnin á körfu- boltaæfingar og er sest út í bíl. Nú hef ég smá stund aflögu til að spjalla,“ segir Vala á óað- finnalegri íslensku. Vala, sem er fædd í Reykjavík og ættuð frá Egilsstöðum og Vestfjörðum, bjó sex ár á Bíldudal áður en hún flutti til Svíþjóðar og segist eiga góðar minningar úr æskunni. „Þetta var litla Ísland og litla fiskiþorpið þar sem allir þekkja alla. Þarna var svo mikið frelsi sem börnin mín hafa ekki á sama hátt í dag. Við gátum hlaupið upp á fjöll og þrætt fjörur á milli fjarða. Ég æfði mikið íþróttir sem barn og fylgdi árstíðunum. Á sumrin voru það frjálsar og fótbolti og á veturna skíði og skaut- ar. Ég var í öllu. Ég var heppin að ég virtist vera tiltæk í hvaða íþrótt sem er.“ Alltaf Íslendingur í hjarta mínu „Ég flutti út þegar ég var fjórtán ára, en ég er alltaf Íslendingur í hjarta mínu. Auðvitað hef ég aðlagast sænsku samfélagi en ég er gift ís- lenskum manni og það er töluð íslenska á heimilinu,“ segir Vala og segist hafa kynnst manni sínum ung. „Ég fann hann í Svíþjóð í gegnum íþróttirnar en hann flutti út aðeins á eftir mér. Hann var einmitt líka á sömu Ólympíuleikum, árið 2000, og keppti í kringlukasti. Við eigum þessa sameigin- legu reynslu, að hafa keppt á Ólympíuleikunum árið 2000,“ segir Vala og segir þau hafa verið far- in að rugla saman reytum um það leyti. Kemurðu oft til Íslands? „Við reynum að koma eins oft og mögulegt er, en það hefur núna frestast um frekar langt bil vegna covid. En á óbreyttum tímum er fjöl- skyldan heima líka mjög dugleg að koma til okkar.“ Ertu enn íslenskur ríkisborgari? „Já, ég er reyndar með tvöfalt ríkisfang og við öll. Ástæðan er að okkur finnst mikilvægt að geta verið virkir og fullgildir þáttakendur í því samfélagi sem við búum í hérna í Svíþjóð, eins og að geta tekið þátt í þingkosningum.“ Næstum fimm háskólagráður Hvað gerir þú í dag? „Ég vinn sem bókaútgefandi og sé um útgáfu og þróun á námsefni fyrir háskólanám á heilsu- og heilbrigðissviði. Ég er sjúkraþjálfari að mennt og tók svo master í „sport medicine“ svo ég sletti nú ensku. Ég er svo með doktorsgráðu í „medical sciences“, sem gæti heitið heilbrigðisvísindi. Ég er næstum með fimm háskólagráður,“ segir Vala og hlær og vitnar þar í Georg Bjarnfreðarson, sem Jón Gnarr lék svo eftirminnilega um árið. „Ég er rosalega þakklát fyrir að hafa fengið að njóta þess að hafa átt tvo ferla. Fyrst íþróttalífið og þann heim og svo fékk ég tæki- færi til að mennta mig á öðru sviði eftir það. Ég hef fengið að njóta þess besta úr báðum þessum heimum.“ „Þetta var draumur sem rættist“ Þann 25. september síðastliðinn voru tuttugu ár liðin frá einu merkasta afreki íslenskrar íþróttasögu. Þann dag stóð Vala Flosadóttir á verðlaunapalli í Sydney, Ástralíu, með bronsverðlaun um hálsinn fyrir stangarstökk. Og þjóðin fagnaði. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Vala og eiginmaður hennar, Magnús Hallgrímsson, búa í Lundi ásamt dætrunum Klöru, sjö ára og Emmu, níu ára. Morgunblaðið/Sverrir Vala brosti hringinn þegar hún stóð á pallinum með bronsið um hálsinn.  á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.