Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2020
LÍFSSTÍLL
Dýrmæt reynsla
Vala segist aldrei hafa tekið að sér að þjálfa,
en hefur nú gaman af því að fylgjast með dætr-
unum Emmu og Klöru, níu og sjö ára, í íþrótt-
um. Þær hafa valið sér körfubolta.
Hvað finnst dætrunum um að móðir þeirra
hafi unnið Ólympíubrons?
„Ég held þeim finnist það ekkert sérstak-
lega merkilegt,“ segir hún og hlær.
„Þær eru mest hissa á þessari stuttu Völu
Flosa-klippingu. En að sjálfsögðu eru þær og
öll fjölskyldan mín mjög stolt af mínum
íþróttaafrekum.“
Núna eru liðin tuttugu ár frá því að þú
stóðst á palli í Sydney. Hvað stendur upp úr
þegar þú hugsar til baka?
„Þetta var auðvitað ótrúlega dýrmæt
reynsla, að hafa fengið að taka þátt í Ólympíu-
leikum. Ég man ég horfði á Ólympíuleika sem
lítil stelpa. Þetta var draumur sem rættist; að
fá að standa þar á palli. Það var hreint ótrúlegt
og það tók mig smá tíma að meðtaka að þetta
væri að gerast.“
Ætlar þú að halda upp á tímamótin?
„Ég mun að sjálfsögðu minnast þess vel og
þá líka hversu mikinn stuðning ég fann allan
minn feril frá Íslendingum, þótt ég byggi alltaf
hér í Svíþjóð. Ég á svo hlýjar og góðar minn-
ingar um það. Þegar við fórum til Sydney var
svo mikil samheldni í hópnum og þetta var svo
skemmtilegur tími. Það er svo dýrmætt og ég
vona að börnin mín og öll börn fái að upplifa að
fylgja sínum draumum, hverjir sem þeir eru.
Og hafa gaman af. Það er svo mikilvægt að fá
tækifæri til að gera það sem manni þykir
skemmtilegt og finna stuðning; ekki pressu,
heldur stuðning.“
Vala, þú getur þetta!
Þegar þú fórst til Sydney, bjóstu við að vinna
til verðlauna?
„Nei, ég get ekki sagt það. Það hafði verið
mjög strembið tímabil á undan, um sumarið.
Þetta var seint á tímabilinu en það gekk ótrú-
lega vel á æfingunum í Ástralíu fram að leik-
unum. Ég var með gott sjálfstraust og var
dugleg að peppa sjálfa mig. Ég hafði lesið ein-
hverja vísindagrein um að ef maður brosti við
erfiða tilhugsun, þá gæti maður talið heilanum
trú um að allt væri í lagi, þetta væri jákvætt.
Þannig ég heilaþvoði sjálfa mig með því að
brosa endalaust,“ segir hún og hlær.
Ég las í gömlum blaðagreinum að þú hafi
þulið upp: Vala, þú getur þetta! Er það rétt?
„Já, ég talaði mikið við sjálfa mig fyrir hvert
stökk allan minn keppnisferil. Ég sagði þá: „þú
getur þetta, þú getur þetta!“
Hefurðu notað þetta í öðru sem þú hefur
gert í lífinu?
„Já, þetta hefur síðan þá alltaf verið hluti af
sjálfseflingu minni og hefur nýst mér vel í námi,
kennslu og starfi. Líka bara í daglegu lífi. Ég
segi þetta samt kannski ekki jafn upphátt leng-
ur, heldur meira í hljóði með sjálfri mér.“
Hvenær fórstu síðast í stangarstökk?
„Já, það er góð spurning. Ég get hreinlega
ekki svarað því, það er svo langt síðan. Stang-
arstökk er erfið grein að grípa í ef maður æfir
hana ekki að staðaldri. Í dag æfi ég einungis
mér til heilsubótar og reyni að leggja mesta
áherslu á þol, styrk- og liðleika. Ég finn strax
fyrir því ef ég hreyfi mig of lítið og þarf þess
vegna að halda mér vel við. Ég er núna komin
yfir fertugt og var einmitt að fá mér lesgler-
augu í gær,“ segir Vala og hlær.
Vala Flosadóttir sveipaði um sig íslenska fánanum eftir að hafa unnið brons-
verðlaun á Ólympíuleikunum í Sydney, fyrst og ein íslenskra kvenna.
Morgunblaðið/Sverrir
Frjálsíþróttakonan Vala Flosa-
dóttir var þriðji Íslendingurinn
til að vinna til verðlauna á
Ólympíuleikum. Á myndinnni
má sjá verðlaunastökkið, en
Vala stökk yfir 4,50 metra.
’Ég hafði lesið einhverjavísindagrein um að ef maðurbrosti við erfiða tilhugsun, þá gætimaður talið heilanum trú um að
allt væri í lagi, þetta væri jákvætt.
Þannig ég heilaþvoði sjálfa mig
með því að brosa endalaust.
Morgunblaðið/Sverrir
„Í raun og veru áttaði ég mig ekki alveg
á því hvað mér hafði tekist fyrr en ég
stóð á verðlaunapallinum,“ sagði Vala í
viðtali við Ívar Benediktsson, blaða-
mann á Morgunblaðinu, sem flutti frétt-
ir frá Sydney haustið 2000.
„Þegar keppninni lauk og ég var stödd
úti á vellinum gerði ég mér ekki alveg
grein fyrir því hvað hafði gerst. Ég þurfti
að líta hvað eftir annað á töfluna með
úrslitunum til þess að trúa því sem hafði
gerst. Einnig spurði ég Danann, Marie
Bagger Ramsussen, hvort það væri rétt
eða hvort ég væri að sjá ofsjónir. Þetta
var hreinlega yndislegt og kvöldið í heild
var stórkostlegt. Ég naut þess svo inni-
lega að vera úti á vellinum, innan um
þennan gríðarlega fjölda áhorfenda, sjá
ólympíueldinn loga fyrir ofan okkur, og
vera í þeim tilgangi að keppa og
skemmta mér um leið. Ég á aldrei eftir
að gleyma þessari stund á vellinum,
þetta er það stórkostlegasta sem ég hef
upplifað til þessa á ævinni,“ sagði Vala.
Ívar spyr Völu: Hvað tekur við á morgun?
„Hvíld. Ég ætla aðeins að reyna að
slappa af í kinnunum, ætli ég verði ekki
með harðsperrur í kinnunum þegar ég
vakna. Annars held ég að það verði
bara hreinlega yndislegt að vakna og
taka móti nýjum degi.“
Rættist draumur þinn í kvöld?
„Svo sannarlega, hvern hefur ekki
dreymt um að komast á verðlaunapall á
Ólympíuleikum? Þetta hefur verið stór-
kostlegt kvöld sem líður mér aldrei úr
minni. Þessi stund var og verður alveg
sérstök í huga mér alla ævi.“
Er ég að sjá
ofsjónir?
Vala grætur af
gleði við öxl
þjálfara síns,
Morgunblaðið/Sverrir
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Sölustaðir:
Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Nettó, Heilsuhúsin, Vegan búðin,
Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi
með súkkulaðibragði