Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2020 LESBÓK STAÐBUNDIN Patti Smith þurfti að slá á frest tónleika- ferð sinni um heiminn út af kórónuveirunni og minna varð úr upplestrum úr bók hennar, Year of the Monkey, en hún hefði viljað. Hún kveðst í viðtali við Sunday Times sakna ferðalaganna og vildi helst vera stöðugt á faraldsfæti. Hún er 73 ára og býr á Manhattan. Hún segir að það sé sér erfitt að vera bundin við einn og sama staðinn. Hún hafi aldrei ætlað að verða tónlistamaður, en ferill- inn hafi gert sér kleift að kynnast heiminum. Rokkferillinn hafi hafist fyrir mistök og hún hafi ekki faglegt vald á tón- listinni: „Ég get samið lag upp úr nokkrum hljómum, en ég er alls ekki tónlistarmaður – ég hef enga menntun, enga hæfileika.“ Henni hefur þó vegnað ágætlega og eru eignir hennar metnar á tvo milljarða króna. Saknar ferðalaga Patti Smith þolir illa að geta ekki ferðast. Morgunblaðið/Árni Sæberg BEIRÚT Tónleikar voru haldnir á sunnudag fyrir viku til að minnast fórnarlambanna í sprengingunni við höfnina í Beirút 4. ágúst. 190 manns létu lífið í sprengingunni, þús- undir slösuðust og fjöldi bygginga um alla borg skemmdist eða gereyðilagðst. Tónleikarnir fóru fram við höllina Sur- sock, sem skemmdist í sprengingunni. Engir áhorfendur voru á staðnum, en tónleikunum var sjónvarpað og streymt á netinu. Á staðn- um voru myndir af fórnarlömbum sprenging- arinnar og loguðu kerti fyrir neðan þær. Meðal flytjenda var söngkonan Fadia Tomb El-Hage. Minningartónleikar í Beirút Fadia Tomb El-Hage syngur á tónleikunum. AFP Anthony Hopkins. Lofa Hopkins KVIKMYND Anthony Hopkins þyk- ir sýna stórleik í myndinni Faðirinn (The Father) og er talið líklegt að hann verði tilnefndur til Óskars- verðlauna fyrir frammistöðu sína. Yrði það hans sjötta tilnefning. Franski rithöfundurinn Florian Zeller gerði myndina eftir eigin leik- riti. Hann breytti nafni og aldri aðal- persónunnar til að laga hlutverkið að leikaranum. „Ég skrifaði hand- ritið fyrir hann,“ sagði Zeller við AFP og hrósaði happi að hafa fengið Hopkins til að leika í sinni fyrstu mynd. Faðirinn er blanda af spennu- og hryllingsmynd og fjallar um mann sem er að missa minnið og tök á veruleikanum. Ný plata með tónlistarmann-inum Bruce Springsteen ervæntanleg 23. október. Á plötunni tekur hann aftur saman við hljómsveitina E Street Band, sem hefur fylgt honum frá 1972. Greint var frá útkomu plötunnar, sem á að heita Letter To You, og til að gefa forsmekkinn var titillag plötunnar gefið út um leið. Í fréttum hefur komið fram að platan sé dæmigerð fyrir samstarf Springsteen og E Street band þar sem gítarar og trommur séu í aðal- hlutverki. Letter To You er 20. plata Springsteens og fylgir í kjölfar sóló- plötu hans Western Stars, sem kom út í fyrra. „Ég elska tilfinningalega hlið Letter To You,“ sagði Springsteen í yfirlýsingu. „Ég elska líka að heyra E Street Band spila eins og á sviði í stúdíóinu með hætti sem við höfum aldrei gert áður án þess að bæta neinu við eftirá.“ Tekin upp á fjórum dögum Sagði hann að þeir hefðu tekið frá fimm daga til að taka upp plötuna í hljóðverinu á heimili hans í New Jersey. Upptökurnar hefðu hins vegar aðeins tekið fjóra daga. Sá fimmti hefði farið í að hlusta á þær. Í viðtali sem birtist við Spring- steen í tímaritinu Rolling Stone skrifar blaðamaðurinn að platan hljómi eins og hún sé tekin upp á tónleikum þannig að hann finni til „sektarkenndar við að hlusta á hana, líkt og maður sé að rjúfa sóttkví“. Á plötunni eru níu lög sem Springsteen samdi fyrir skömmu. Þar eru einnig nýjar útgáfur af þremur lögum sem hann samdi á átt- unda áratugnum en voru aldrei gefin út. Á Letter To You kveður við ann- an tón en á plötunni Western Stars. Losnaði um stífluna Springsteen sagði í fyrra í viðtali við leikstjórann Martin Scorsese að hann byggist við að snúa aftur til rót- anna og upphafs ferils síns á næstu plötu. Kom þar fram að hann hefði átt í vandræðum með að semja fyrir E Street Band, en skyndilega hefði losnað um stífluna. „Ég skrifaði efni á næstum heila Leitar í upprunann Allt frá því að hin kraftmikla plata Born To Run kom út fyrir rúmum fjórum áratugum hefur Bruce Springsteen haldið athygli heimsins. Nú er von á nýrri plötu í anda tónlistarinnar sem kom honum á heimskortið. Karl Blöndal kbl@mbl.is Clarence Clemons heit- inn og Bruce Spring- steen í ham á sviðinu. AFP HLJÓÐMOGGI BÝÐUR GÓÐAN DAG

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.