Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2020
SMARTLANDS
BLAÐIÐ
Fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 2. október
Í Smartlandsblaðinu verður
fjallað um tísku, förðun,
snyrtingu, heilsu, fatnað,
umhirðu húðarinnar
og fleira.
SÉRBLAÐ
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudagsins
28. september
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
08.00 Strumparnir
08.20 Blíða og Blær
08.45 Dóra og vinir
09.05 Mæja býfluga
09.20 Adda klóka
09.45 Zigby
09.55 Mia og ég
10.20 Lína langsokkur
10.45 Latibær
11.05 Lukku láki
11.30 Ævintýri Tinna
12.00 Nágrannar
13.40 Impractical Jokers
14.05 Supernanny
14.50 Kviss
15.35 Quiz
16.35 60 Minutes
17.40 Víglínan
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.40 Sportpakkinn
18.50 Ísland í dag
19.05 Eurogarðurinn
20.05 Who Wants to Be a
Millionaire
20.55 April Jones: The Int-
errogation Tapes
22.05 The Salisbury Poison-
ings
22.55 Wentworth
23.45 Shameless
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 93,5 Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
19:00 Þegar María Björk hittir
fólk sem hefur sögu að
segja.
19:30 Eitt og annað af hand-
verki. Skúli Bragi Geir-
dal
Endurt. allan sólarhr.
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
21.00 Blönduð dagskrá
22.30 Gegnumbrot
23.30 Tónlist
20.00 Mannamál – sígildur
þáttur (e)
20.30 Suðurnesja-magasín (e)
21.00 Alive í Hljómahöll
22.00 Mannamál (e)
22.30 Suðurnesja magasín (e)
23.00 Alive í Hljómahöll
11.50 Dr. Phil
15.35 Carol’s Second Act
16.00 90210
16.50 The King of Queens
17.10 Everybody Loves Ray-
mond
17.35 A Million Little Things
18.20 This Is Us
19.05 Með Loga
20.00 The Block
21.20 The Act
22.15 Billions
23.10 Love Island
01.00 Blue Bloods
01.45 Seal Team
02.30 Condor
04.00 Síminn + Spotify
06.55 Morgunbæn
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Á tónsviðinu.
09.00 Fréttir.
09.03 Svona er þetta.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Vídal-
ínskirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
12.40 Veðurfregnir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Glans.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Jazzhátíð Reykjavíkur
30 ára.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Píanógoðsagnir.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Orð um bækur.
20.35 Gestaboð.
21.30 Úr gullkistunni.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturútvarp Rásar 1.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Tulipop
07.19 Kalli og Lóa
07.30 Klingjur
07.41 Lalli
07.48 Friðþjófur forvitni
08.10 Nellý og Nóra
08.17 Robbi og Skrímsli
08.39 Hæ Sámur
08.46 Unnar og vinur
09.09 Flugskólinn
09.31 Múmínálfarnir
09.53 Millý spyr
10.00 Maxímús bjargar ball-
ettinum
11.00 Silfrið
12.10 Örlagasinfónía Beetho-
vens
13.15 Gamalt verður nýtt
13.25 Fólkið mitt og fleiri dýr
14.25 Martin Clunes: Eyjar
Ástralíu
15.15 Ella kannar Suður-
Ítalíu
15.45 Poirot – Ráðgátan um
bláu lestina
17.20 Menningin – samantekt
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 99% norsk
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Landinn
20.20 Ráðherrann
21.15 Snilligáfa Einsteins
22.05 Evrópskir bíódagar:
Borgman
22.10 Borgman
24.00 Dagskrárlok
12 til 16 Þór Bæring Besta blandan af tónlist á
sunnudegi og létt spjall með Þór Bæring. Hækkaðu í
gleðinni með K100.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 með Dj Dóru Júlíu. Einn
vinsælasti plötusnúður landsins kynnir 40 vinsælustu
lög landsins á hverjum einasta sunnudegi. Tónlistinn
er eini opinberi vinsældalisti landsins.
18 til 00 K100 tónlist Besta tónlistin dunar í allt
kvöld.
Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir var að gefa út sitt
fyrsta lag af væntanlegri plötu. Lagið heitir „Þú munt
sjá á eftir mér“ og gaf Þorgerður lagið út á sama tíma
og tónlistarmyndbandið. Bróðir hennar, Álfgrímur Að-
alsteinsson, tók myndbandið upp en í því má sjá Þor-
gerði skutlast frá gamla vesturbænum niður í miðbæ
Reykjavíkur á rafmagnshlaupahjóli í einni töku. Mynd-
bandið má sjá á K100.is
Myndbandið tekið í einni töku
Myndlistarmaðurinn Banksy tapaði
fyrr í mánuðinum höfundarréttar-
máli, sem hann höfðaði vegna notk-
unar á mynd eftir sjálfan sig. Ein
ástæðan sem hugverkastofnun Evr-
ópusambandsins (EUIPO) gaf upp
fyrir niðurstöðunni var að hann hefði
sjálfur gert lítið úr höfundarréttinum
og að auki færi hann huldu höfði.
Stofnunin fer með einka- og höfund-
arréttarmál og hefur aðsetur á Spáni.
„Höfundarréttur er fyrir tapara,“
skrifaði Banksy í bókinni Wall and
Piece, sem kom út árið 2005. Þetta
viðhorf var ekki meira afgerandi en
svo að hann hefur látið skrá nokkur
verka sinna sem vörumerki. Þar á
meðal er verkið „Flower Thrower“
(„Blómavarparinn“) þar sem sjá má
grímuklæddan mann í þann mund að
kasta blómvendi.
Banksy er með umboðsskrifstofu á
sínum snærum. Hún nefnist Pest
Control Office og vottar meðal ann-
ars uppruna verka hans. Fyrir sex
árum skráði hún réttinn á myndinni
af „Blómavarparanum“ hjá hug-
verkastofu Evrópusambandsins og
fékk hann viðurkenndan.
Í kjölfarið fóru talsmenn Banksys
fram á það við fyrirtækið Full Colour
Black að það hætti að nota myndir
Banksys á póstkortum, sem það
prentar og dreifir.
Til að verjast þessari notkun á
myndum sínum opnaði Banksy sína
eigin verslun í hverfinu Croydon í
London. Honum hafði verið ráðlagt
að bjóða upp á ýmsar vörur með
verkum sínum og bent á að það væri
besta leiðin til að verja nafn sitt, að
því er fram kom í viðtali við hann við
Breska ríkisútvarpið, BBC. Þar sagði
hann einnig að afstaða sín í höfund-
arréttarmálum hefði ekki breyst í
grundvallaratriðum þótt hann reyndi
að verja listrænan rétt sinn í þessu
máli.
Hugverkastofa Evrópusambands-
ins komst að þeirri niðurstöðu 17.
september að rétturinn væri ekki
Banksys. Í skýringum stofnunar-
innar var það rökstutt með því að
Banksy færi dult með hver hann væri
og hefði þess utan ítrekað lýst yfir
því að hann væri andvígur höfund-
arrétti.
Árum saman hafi hann látið notk-
un annarra á myndum sínum óátalda
og sjálfur notað eignir annarra
manna án leyfis, til dæmis þegar
hann hefði málað á hús eða auglýs-
ingaskilti, sagði enn fremur.
„Vandinn við rétt Banksys til
verksins „Blómavarparinn“ er skýr,“
sagði í niðurstöðunni. „Til að verja
réttinn samkvæmt höfundarréttar-
lögum þyrfti hann að afsala sér nafn-
leysinu, sem myndi grafa undan per-
sónu hans. Ekki er hægt að bera
kennsl á hann sem ótvíræðan eig-
anda slíkra verka því að það er falið
hver hann er.“
Myndin af blómavarparanum hef-
ur einnig verið nefnd „Love Is in the
Air“ (eða „Ástin liggur í loftinu“) og
var máluð á vegg í Jerúsalem 2005.
Hún sýnir mann í stellingu sem gefur
til kynna að hann ætli að varpa
sprengju, en í hendi hans er blóm-
vöndur. Maðurinn er í svart/hvítu, en
blómvöndurinn í lit. Banksy er
þekktur friðarsinni og því er nær-
tækt að ætla að myndin eigi að gefa
til kynna að stilla megi til friðar
hversu hatrömm og óleysanleg deila
megi virðast.
Vitað er að Banksy er frá borginni
Bristol á Englandi. Seint á tíunda
áratug liðinnar aldar kom hann til
London og vakti athygli með verkum,
sem hann málaði á veggi á götum úti.
Nú vekur heimsathygli þegar hann
málar myndir á hús og verk eftir
hann seljast fyrir háar upphæðir á
uppboðum.
Notkun myndarinnar Flower
Thrower á póstkortum varð til
þess að Banksy höfðaði mál.
AFP
HÖFUNDARRÉTTUR STRANDAÐI Á NAFNLEYSI
Banksy féll á
eigin bragði
Verkið „Show Me the Monet“ búið til uppboðs hjá Sotheby’s í vikunni. Þar
leikur Banksy sér með verk Claudes Monets og hefur sett inn á kyrrláta nátt-
úrulífsmynd rusl úr samtímanum. Búist er við að það seljist á 900 milljónir kr.
AFP