Morgunblaðið - 05.10.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020
Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00
Mikið úrval af
KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM
fyrir allar gerðir bíla
Fall bankanna fyrir rúmum ára-tug var ekki aðeins notað til að
reyna að endurrita söguna og
stjórnarskrána
heldur líka til að
draga pólitíska
andstæðinga fyrir
dóm. Vefþjóðvilj-
inn, á andriki.is,
rifjaði upp í liðinni
viku þegar þing-
menn stóðu fyrir
því, 28. september
2010, að draga ráðherra fyrir
landsdóm fyrir engar sakir og þau
klækjabrögð sem beitt var.
Ömurlegust var framganganokkurra þingmanna Sam-
fylkingarinnar, sem, eins og Vef-
þjóðviljinn sagði, settu „á svið leik-
fléttu til að forða ráðherrum sínum
undan saksókninni en láta um leið
forsætisráðherrann fyrrverandi,
Geir H. Haarde, sitja einan í súp-
unni.“
Þá er rifjað upp að í mars 2012lagði Bjarni Benediktsson
fram tillögu á Alþingi um aft-
urköllun ákærunnar, en þingmaður
Samfylkingarinnar lagði fram frá-
vísunartillögu á tillögu Bjarna.
Sumir sáu að sér, meðal annarratveir af þeim fimm sem borið
höfðu fram upphaflegu tillöguna
árið 2010, en sátu fastir við sinn
keip og hafa enn ekki sýnt neina
iðrun yfir þátttöku í þessum póli-
tísku ofsóknum.
Pistlinum á Vefþjóðviljanum lýk-ur með þessum orðum: „Eins
og menn þekkja þá gufaði þessi
saksókn svo upp fyrir Landsdómi
nema hvað formsatriði sem engu
máli skipti varðaði. Engin refsing
var gerð.
Mörg hundruð milljónum úr rík-
issjóði var eytt í þetta pólitíska of-
stæki.“
Tíu ár frá mis-
notkun Alþingis
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Verkfræðistofan Verkís hefur birt
tölvumynd af nýrri brú sem smíðuð
verður yfir Jökulsá á Sólheimasandi.
Eins og fram kom í frétt hér í
blaðinu á fimmtudaginn hefur Vega-
gerðin óskað eftir tilboðum í smíði
brúarinnar og verða tilboð opnuð
þriðjudaginn 27. október nk.
Samkvæmt útboðslýsingu verður
heildarlengd vegkafla á hringvegi
um einn kílómetri. Nýja brúin, sem
Verkís hannar, verður eftirspennt
bitabrú í fimm höfum, alls 163 metr-
ar. Hún verður reist á sama stað og
sú gamla, sem verður rifin. Bráða-
birgðabrú verður gerð sem vinnu-
flokkur Vegagerðarinnar smíðar.
Gamla brúin á Jökulsá austan
Skóga er eina einbreiða brúin á leið-
inni frá Reykjavík og austur að
Kirkjubæjarklaustri. Hún var byggð
árið 1967. Við brúna hafa oft mynd-
ast langar bílaraðir þegar umferð er
mest á sumrin. sisi@mbl.is
Tölvumynd/Verkís
Sólheimasandur Nýja brúin verður væntanlega tilbúin í nóvember 2021.
Ný brú á Jökulsá
verður 163 metrar
Römmuð sýn, listaverk Jóns Grét-
ars Ólafssonar arkitekts sem bar
sigur úr býtum í hugmynda-
samkeppni um listaverk í nágrenni
við jarðvarmastöðina að Þeista-
reykjum, er nú fullgerð og uppsett.
Verkið verður vígt við hátíðlega at-
höfn þegar veðurfar og sóttvarna-
reglur leyfa fjöldasamkomur á ný,
að því er fram kemur á vef Lands-
virkjunar.
Landsvirkjun hefur jafnan látið
vinna listaverk í tengslum við
byggingu helstu mannvirkja sinna
og efndi því til fyrrnefndrar sam-
keppni, sem Miðstöð hönnunar og
arkitektúrs hafði umsjón með.
„Römmuð sýn biðlar til fólks að
upplifa umhverfið, hvert með sínum
hætti, í gegnum og á milli fjögurra
stálramma sem vísa í höfuðáttirnar;
norður, austur, suður og vestur,“
segir á vefnum.
Innan rammanna fjögurra er lík-
an af Íslandi, gert úr náttúrulegum
stuðlum. Stuðlarnir eru misháir og
taka mið af hæð fjalla og fjallgarða
landsins. Upp úr Íslandi rísa járn-
súlur sem táknmyndir jarðhitans
sem þar býr undir. sisi@mbl.is
Ljósmynd/Hreinn Hjartarson.
Römmuð sýn Listaverk Jóns Grétars Ólafssonar í norðurljósadýrðinni.
Verkið Römmuð
sýn er fullgert