Morgunblaðið - 05.10.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 05.10.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020 Missið ekki af áhugaverðum þætti um sögu og starfsemi Flugfélagsins Ernis og viðtali við Hörð Guðmundsson flugstjóra Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar í kvöld kl. 20.00 • Ernir var stofnað í Bolungarvík 1970 og rekstur í 50 ár • Hörður Guðmundsson fékk snemma áhuga á flugi • Póst- og sjúkraflug um Vestfirði á árum áður • Lent á þröngum flubrautum við erfiðar aðstæður í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld Saga og starfsemi Flugfélagsins Ernis Fyrri hluti Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Tilkynnt verður í vikunni hverjir fá sænsku Nóbelsverðlaunin á þessu ári. Oftast hafa bókmenntaverðlaun- in og friðarverðlaunin fengið mesta athygli en kórónuveirufaraldurinn hefur í vaxandi mæli beint kastljós- inu að vísindum. „Faraldurinn hefur haft alvar- legar afleiðingar fyrir mannkynið en jafnframt undirstrikað hve mikilvæg vísindin eru,“ sagði Lars Heikens- ten, yfirmaður Nóbelsstofnunar- innar, við AFP-fréttastofuna. Bjorn Wiman, menningarritstjóri Dagens Nyheter, sagði að farald- urinn gæti haft áhrif á þankagang félaga í sænsku akademíunni, sem veitir bókmenntaverðlaunin. „Þau eru mannleg og margt horfir öðru- vísi við fólki nú, en fyrir hálfu ári.“ Ýmsir sérfræðingar, sem þekkja til friðarverðlauna Nóbels, segja að enginn virðist öðrum líklegri til að hljóta þau verðlaun í ár. Alþjóðleg blaðamannasamtök á borð við Blaða- menn án landamæra hafa þó verið nefnd. Þá nefna sumir nafn Gretu Thunberg, sem hefur ítrekað hvatt þjóðarleiðtoga til að hlýða á hvað vísindin segja um loftslagsbreyt- ingar. Aðrir segja, að hugsanlega hljóti Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin, WHO, verðlaunin. Bókmenntaverðlaunin, sem Hall- dór Laxness hlaut árið 1955, hafa oft verið umdeild en sjaldan eins og síð- ustu árin. Margir gagnrýndu að bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan fékk verðlaunin árið 2016 og árið eftir kom upp mikið hneyksl- ismál innan sænsku akademíunnar þegar eiginmaður konu, sem sat í akademíunni var sakaður og síðar dæmdur fyrir kynferðisbrot og um að hafa lekið nöfnum verðlaunahafa. Akademían varð óstarfhæf og engin bókmenntaverðlaun voru veitt árið 2018. Ný akademía veitti síðan tvenn verðlaun á síðasta ári og hlaut þá mikla gagnrýni fyrir að verðlauna Austurríkismanninn Peter Handke, sem studdi Serba mjög ákveðið í borgarastyrjöldunum á Balk- anskaga. „Ef akademían vill sigla lygnan sjó nú mun hún velja Jamaica Kinca- id,“ sagði Bjorn Wiman. Kincaid, sem fæddist á Antígva í Karíbahafi en býr í Bandaríkjunum hefur eink- um fjallað um nýlendustefnu, ras- isma og kynjabaráttu. Wiman segir einnig hugsanlegt að akademían dusti rykið af „gömlum kandídötum“ á borð við Ungverjann Peter Nadas, Albanann Ismael Kadare eða Rúm- enann Mircea Cartarescu. Önnur kunnugleg nöfn sem áður hefur verið spáð verðlaununum eru bandarísku skáldkonurnar Joan Di- dion, Joyce Carol Oates og Marilynn Robinson, kanadíska ljóðskáldið Anne Carson, keníski rithöfndurinn Ngugi wa Thiong’o, Frakkinn Mic- hel Houellebecq og Margaret Atwo- od frá Kanada. Og nýtt nafn á spá- listanum er breska skáldkonan Hilary Mantel. Nóbelsverðlaunavikan hefst í dag 597 6 friðarverðlaun B���������������������� verðlaun veitt konum* 318 950 Alfred Nobel (1833-1896) Læknisfræði Efnafræði Eðlisfræði Bókmenntir Friður + Hagfræði Sænski seðlabankinn stofnaði verðlaunin árið1968 10milljónir sænskra króna, 155 milljónir íslenskra króna í hverjum flokki árið 2020 YN G ST I EL ST I 17 97 Malala Yousafzai (PAK) Friðarverðlaun 2014 John B. Goodenough (Bandaríkin) Efnafræði 2019 49 14 Þýskir 11Spænskir 2 sjálfviljugir Jean-Paul Sartre (FRA) bókmenntir 1964 Le Duc Tho (VÍET) Friðarverðlaun 1973 4 aðrir voru neyddir til að afþakka (Þýskaland nasista, Sovétríkin) 19 Verð- laun stofnuð 1901 V������������� Heimild: nobelprize.org 5 verðlaun ekki veitt tilnefningar til friðarverð- launa 2020 verðlaunahafar höfnuðu verðlaunum Swedish scientist and industrialist Sænskur vísindamaður og iðnrekandi verðlaunahafar (einstaklingar eða stofnanir) Nóbelsverðlaun veitt frá 1901 N��������������� *54 verðlaun til 53 kvenna ( Marie Curie fékk tvenn) 54 29 Enskumælandi 15 Franskir Þar á meðal ára gömul gamall  Kórónuveirufaraldurinn gæti haft áhrif á viðhorf verðlaunanefndanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.