Morgunblaðið - 05.10.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.10.2020, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA 5. október 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.28 Sterlingspund 178.89 Kanadadalur 103.95 Dönsk króna 21.798 Norsk króna 14.872 Sænsk króna 15.559 Svissn. franki 150.3 Japanskt jen 1.3144 SDR 195.01 Evra 162.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 192.8161 Hrávöruverð Gull 1906.4 ($/únsa) Ál 1716.0 ($/tonn) LME Hráolía 40.66 ($/fatið) Brent má t.d. finna í Norður-Ameríku, s.s. í Manitoba, Saskatchewan, Norður- Dakota og Montana en einnig í Tex- as. Gallinn við olíulindir sem nota bergbrot er ekki bara sá að dýrara er að ná olíunni úr jörðu, heldur ger- ist það í um 80% tilvika að olíulindin eyðileggst ef vinnsla er stöðvuð. Í Sádi-Arabíu er hægt að loka olíulind- um og opna aftur eftir hentisemi.“ Virðist ná jafnvægi við 40 dali Haukur væntir þess ekki að stærstu olíufyrirtæki heims lendi í vanda ef að olíuverð helst áfram á því bili sem það er á í dag. „Í olíusöndum og bergbrotsvinnslu hafa það eink- um verið smáfyrirtæki sem hafa haft hvað sterkasta stöðu og auk þess hagnaðist greinin mjög vel á meðan olíuverð var með hæsta móti. Olíu- risarnir munu væntanlega skera nið- ur en halda sínu striki að öðru leyti.“ Í dag virðist samhljómur um það á meðal markaðsgreinenda að til skemmri og lengri tíma verði olíu- verð í kringum 35 til 40 dali á fatið. Haukur segir þessa tölu endur- spegla nokkuð vel hvar eftirspurn og framleiðslukostnaður mætast. Þá má sjá það af þróun olíuverðs marga áratugi aftur í tímann að 40 dalir á fatið virðist nokkuð eðlilegt mark- aðsverð. Fari verðið lægra skapast hvatar í hagkerfum heimsins til að auka eftirspurn, en fikrist olíuverð mikið hærra virkast sterkir hvatar fyrir framleiðendur að ná olíu úr jörðu með bergbroti og bæta þannig við framboðið. Áhugavert er að reyna að spá fyr- ir um hvaða áhrif það mun hafa á ýmsa geira ef spár um 35-40 dala heimsmarkaðsverð rætast. Haukur minnir á að víða um heim hafi raf- magnsvæðing bílaflotans fengið byr undir báða vængi þegar olían kost- aði vel yfir 100 dali en hvatarnir til að skipta yfir í rafmagnið séu ekki þeir sömu þegar bensínið og dísel- olían kosta minna. „Við sjáum líka að orkumarkaðurinn er að ráða því hvar stóriðjur rísa og hafa ríkin við Persaflóa séð sér leik á borði með því að taka það gas sem kemur úr ol- íulindunum og tengja við túrbínur til að framleiða rafmagn sem kostar um 7 dollara fyrir hverja megawatt- stund. Þetta er verð sem freistar margra stóriðjufyrirtækja, þrátt fyrir að pólitískur óstöðugleiki á þessum sömu slóðum sé líka eitt- hvað sem þurfi að taka með í reikn- inginn.“ Stilli væntingum um raforkusölu í hóf Á Íslandi gæti útkoman m.a. orðið sú að bið verður eftir því að þjóð- hagslega hagkvæmt verði að fjölga rafmagnsbílum á götunum. Hóflegt olíuverð ætti að koma sér ágætlega fyrir greinar eins og sjávarútveg og fluggeira en takmarkað forskot í raf- orkusölu gæti valdið því að stóriðju- fyrirtæki muni hafa minni áhuga en ella á að reisa verksmiðjur í landinu eða stækka þær sem fyrir eru. „Það kæmi mér á óvart ef að aftur kæmu sams konar tindar í olíuverði og við sáum á síðasta ártug og horfurnar þannig að kallar á að endurskoða hve mikillar arðsemi má vænta af orkuframleiðslu innanlands. Við er- um enn í miðri hringiðu stormsins og erfitt að gera spár af viti, en margt sem bendir til að eldri hug- myndir um arðsemi raforkufram- leiðslu á Íslandi fái ekki staðist og rétt að stilla í hóf væntingum um gróða af innlendri orku.“ Orkumarkaður leitar jafnvægis AFP Dæla Stóru olíufélögin hafa mörg þurft að ráðast í niðurskurðaraðgerðir á árinu, en standa samt ágætlega að vígi.  Margar spár gera ráð fyrir að hráolíuverð haldist í kringum 40 dali  Hóflega dýr olía gæti m.a. haft áhrif á rafbílamarkð, fluggeira og sjávarútveg  Stóriðja sækir í mjög ódýrt rafmagn við Persaflóa VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Miklar sveiflur hafa einkennt olíu- markaðinn undanfarinn áratug. Heimsmarkaðsverð á hráolíu sló met í júlí 2008 þegar fatið fór upp í rösk- lega 147 dali en í apríl á þessu ári hrundi verðið niður fyrir núllið á tímabili. Ýmsar ástæður liggja að baki þessum sveiflum og sitt sýnist hverjum um hvert líklegt er að olíuverð stefni, en í ofanálag litast umræðan um ol- íu- og orkumark- aðinn af þeirri stefnu stjórn- valda víða um heim að vilja hraða orkuskipt- um með því t.d. auka hlut vind- og sólarorku og fækka ökutækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Haukur Óskarsson er fram- kvæmdastjóri ráðgjafar- og verk- efnastjórnunarfélagsins Refskeggs og hefur unnið mikið með fyrirtækj- um í olíugeira. Hann segir það ekki rétt, sem sumir hafa spáð, að olíu- verð eigi eftir að verða á því bili að það muni hætta að borga sig að dæla auðlindinni úr jörðu. „Við getum tek- ið norsku olíulindirnar sem dæmi, nú þegar verð á WTI- og Brent-hráolíu er í kringum 40 dala markið. Norð- menn nýta í dag 89 olíulindir og spannar kostnaðurinn við að dæla upp hverju fati frá 11 dölum upp í 114 dali eftir því hvaða olíulind á í hlut. En þar sem kostnaðurinn er mestur er framleiðsla nýbyrjuð og ekki búið að ná því magni sem stefnt er að og í langflestum tilvikum er kostnaðurinn 20-30 dalir á fatið, sem er vel undir markaðsverði,“ segir hann. „Þá er mun ódýrara að dæla olíu úr jörðu í löndum eins og Írak, Íran og Sádi-Arabíu sem eiga marg- ar stærstu olíulindir heims og þurfa í sumum tilvikum ekki að kosta til nema um þremur dölum til að ná ol- íufati úr jörðu.“ Öðru máli gegnir um vinnslu á olíu og gasi úr jörðu með bergbroti (e. fracking) og vinnslu svokallaðra olíu- sanda. Þar er olíuvinnslan töluvert dýrari og borgar sig ekki eins og heimsmarkaðsverð á olíu er í dag. „Stór vinnslusvæði þessarar gerðar Haukur Óskarsson Bandaríski heimagistingarvefurinn Airbnb vonast til að bæta um þrem- ur milljörðum við sjóði fyrir- tækisins við skráningu á hluta- bréfamarkað síðar á þessu ári. Reuters grenir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sínum að gangi allt að óskum verði félagið verðmetið á meira en 30 milljarða dala við skráningu. Í apríl veittu fjárfestar Airbnb 2 milljarða dala innspýtingu og var félagið þá metið á 18 milljarða dala. Starfsemi Airbnb í kórónuveiruf- araldrinum hefur gengið betur en vonir stóðu til og virðist að í far- aldrinum taki margir ferðalangar heimagistingu fram yfir kraðakið á hótelum. Til stendur að birta nánari gögn um fjárhag og rekstur félagsins að loknum bandarísku forsetakosning- unum í nóvember og að kauphall- arskráningin fari fram í desember. ai@mbl.is AFP Áherslur Heimagisting hefur notið vinsælda í faraldrinum. Airbnb stefnir á 30 milljarða dala  Fara líkast til á markað í desember Oft er erfitt að átta sig á þeim þátt- um sem hafa áhrif á framboð og eft- irspurn á olíumarkaði hverju sinni. Ekki er alltaf fullt gagnsæi í við- skiptum með olíu og þá eiga olíu- framleiðslulönd það til að reyna að gera keppinautum sínum grikk þeg- ar færi gefst með breytingum á verði og afköstum. Haukur segir að verð- hrun olíu í apríl hafi líkast til verið afleiðing vaxandi togstreitu á milli Rússlands og Sádi-Arabíu, en þá miklu lækkun sem varð megi rekja til þess að flöskuháls myndaðist í viðskiptum með framvirka samninga á bandarískum hrávörumarkaði. „Í Cushing í Oklahoma koma margar norðuramerískar olíuleiðslur saman og þar má finna stóra olíu- tanka sem þjóna mikilvægu hlut- verki í framvirkum viðskiptasamn- ingum með olíu. Vandinn var sá að framvirk viðskipti með WTI-olíu höf- uð verið óvenjulífleg þann mán- uðinn og ráku fjárfestar sig á að þegar tók að styttast í það að gera samningana upp var geymslupláss á þrotum, en á uppgjörsdegi verð- bréfanna þurftu þeir að eiga raun- verulega olíu. Þeir sem þurftu að losa sig við olíubréf neyddust því til að borga öðrum, sem áttu olíu, til að taka við bréfunum, til að lenda ekki í vanskilum. Kreppan á olíu- markaði í apríl var því fyrst og fremst bandarísk bréfakreppa, og átti ekkert skylt við eðlilega verðþróun.“ Undarlegt hrun í apríl FRAMVIRKIR SAMNINGAR KOMU FÓLKI Í KOLL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.