Morgunblaðið - 05.10.2020, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-
LAUSU
Ertu að byggja eða þarf að
endurnýja gamla glerið?
Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem
reynist vel við íslenskar aðstæður.
Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða
á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS
Átökin um hið umdeilda landssvæði
Nagorno-Karabak breiddust í gær
er armenskar hersveitir gerðu stór-
skotaliðsárásir á næststærstu borg
Aserbaídsjan, Ganja.
Nagorno-Karabak er formlega
séð hluti af Aserbaídsjan en í hönd-
um manna af armenskum uppruna.
Sögðu hin sjálfskipuðu yfirvöld hafa
gert árás á flugherstöðina í Ganja
eftir að azerskar sveitir höfðu haldið
uppi skothríð á höfuðstað Nagorno-
Karabak, Stepanakert.
Hermdu Azerar að engin hernað-
arleg skotmörk við Ganja hefðu ver-
ið hæfð. Sögðust þeir hafa „gjöreyði-
lagt“ flugvöll borgarinnar en árásin
áhann hafi verið hefnd fyrir árásirn-
ar á Stepanakert.
Rúmlega 220 manns eru sagðir
hafa týnt lífi í átökunum sem hófust
fyrir röskri viku. Þau eru hin mestu
frá því vopnahlé var samið í átökum
1988 til 1994 um yfirráð í Nagorno-
Karabak. Hefur deiluaðilum aldrei
tekist að jafna ágreining sinn.
Sovétin fyrrverandi kenna hvorir
hinum um upptök bardaganna. Ótt-
ast er að raunverulegt mannfall í
átökunum sé hærra en af er látið en
auk hermanna hafa óbreyttir borg-
arar líka týnt lífi.
Her Aserbaídsjan kveðst hafa
endurheimt sjö þorp undanfarna
átta daga og ráðamenn í Nagorno-
Karabakh segja sveitir sínar„bætt
stöðu“ sína í landamærahéruðum.
Fyrir helgi ítrekuðu Armenar
vilja sinn til þess að milligöngumenn
frá Frakklandi, Rússlandi og Banda-
ríkjunum reyndu að koma í kring
vopnahléi. Aserbaísjanir, sem njóta
stuðnings Tyrkja, krefjast brott-
flutnings armenskra sveita frá Na-
gorno-Karabakh og grannsvæðum
sem eru í höndum armenskra sveita.
agas@mbl.is
Átökin harðna í
Nagorno-Karabak
Stórskotaliðsárásir gerðar á Ganja
AFP
Átök Fána Nagorno-Karabak og
Armeníu komið fyrir í Jerevan.
Yfirvöld í París bjuggu sig í gær
undir það að stjórnvöld lýsi yfir
æðsta viðbúnaðarstigi vegna mikils
og hraðs uppgangs kórónuveir-
unnar. Þróun veirusmits und-
anfarna daga gerir að verkum að
ríkisstjórnin er ekki sögð eiga ann-
arra kosta völ, en grípa til harðari
aðgerða í stríðinu gegn kórónuveir-
unni.
Olivier Veiran heilbrigð-
isráðherra hefur hótað því að loka
kaffihúsum og börum allan sólar-
hringinn sýni veiran á sér engan
bilbug. Fækkun smita segir hann
það eina sem gæti afstýrt lokun.
„Við eigum engra annarra kosta
völ,“ yrði ekki breyting á yfirstand-
andi smitþróun. Þá segir hann ný
boð og bönn þýddu bann við fjöl-
skylduheimsóknum og að kráar- og
veitingahúsaferðir væru úr sög-
unni.
Ólíklegt þótti annað í gær en að
til lokana kæmi því tilkynnt var um
metfjölda veirusmits en aðeins í
fyrradag mældust 16.972 nýsmit í
Frakklandi sem er met. Enn eru
smitin fleiri en 250 á hverja 100.000
íbúa í París en þegar því marki er
náð fer í gang hámarksviðbúnaður.
Þær aðstæður hafa verið fyrir
hendi undanfarna daga í borgunum
Aix-en-Provence og Marseille og
nágrennis þeirra, auk Guadeloupe,
á yfirráðasvæði Frakka í Vestur-
Indíum.
Metfjöldi smita greindust einnig
í Bretlandi á sunnudag, eða sam-
tals 12.872. Er það langmesta nið-
urstaða frá því kórónuveiran kom
fram og nærri tvöföldun nýsmita á
sólarhring því á föstudag greindust
6.968 nýsmit. Inni í þessum tölum
er ótilgreindur fjöldi dauðsfalla.
Fyrra met var frá sl. þriðjudegi er
7.143 sýktust.
Ítölsk stjórnvöld eru á varðbergi
vegna mikils aukins smits og und-
irbúa ráðstafanir til að hefta út-
breiðsluna veirunna, að sögn heil-
brigðisráðherrans Roberto
Speranza. Í gær, sunnudag, fund-
ust 2.800 nýsmit, sem er mesti
fjöldi í fimm mánuði.
Vegatálmar verða áfram á veg-
um til og frá Madrídar á Spáni en
af völdum þeirra hafa 4,8 milljónir
manna ekki komist erinda út fyrir
borgina. agas@mbl.is
Búa sig undir hámarksviðbúnað
Metfjöldi smita í Frakklandi og Bretlandi Fjölskyldufundir líklega bannaðir
AFP
Veira Kona með grímu gengur fram
hjá hóteli sem hefur verið lokað.
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti er
á góðum batavegi en hann er til
meðferðar við kórónuveirusmiti á
spítala í nágrenni bandarísku höf-
uðborgarinnar, Washington DC.
Læknar segja að forsetinn fái hugs-
anlega að fara heim af sjúkrahúsinu
í dag, mánudag.
Að sögn læknanna lækkaði súr-
efnisþéttni í blóði forsetans tvisvar
sinnum undanfarna daga, en
skamma stund í hvort skipti. Við því
var brugðist með því að setja
Trump á sterakúr, á lyfið dexa-
methasone. Að öðru leyti vörðust
læknarnir fregna af heilsufarslegu
ástandi forsetans og frekari bata-
horfum.
Vegna lækkunar súrefnisþéttn-
innar var Trump settur á súrefn-
isgjöf á spítalanum. Vildi hann það
ekki í fyrstu en lét á endanum und-
an þrýstingi læknasveitarinnar.
„Frá því við hittum hann síðast
hefur honum áfram farið fram. Eins
og á við um alla sjúkdóma þá verða
lægðir og hæðir tíðar á veikindaferl-
inu,“ sagði læknir Trumps, Sean
Conley, í gærkvöldi.
Trump birti myndband af sér frá
svítu sinni á Walter Reed-her-
sjúkrahúsinu seint í fyrrakvöld. Í
því kvaðst hann vera að hressast og
„ég sný senn til baka“. Játti hann að
næstu dagar bataferlisins réðu úr-
slitum. „Hingað kom ég því mér leið
ekki sem best. Mér líður miklu bet-
ur nú. Við leggjum okkur hart fram
til að reyna koma mér til baka. Ég
held ég verði þar fljótlega og hlakka
til að klára kosningabaráttuna,“
sagði Trump. Hann var afslappaður
að sjá, klæddur skyrtu með opnu
hálsmáli og bláum jakka. Hann við-
urkenndi að óvissa væri um gang
veikinnar sem gæti fyrirvaralaust
stungið sér niður í sjúklinga á bata-
vegi með alvarlegum afleiðingum.
Starfsmannastjóri forsetans,
Mark Meadows, skýrði Fox-sjón-
varpsstöðinni frá því í gær, að veik-
indi Donald Trump sl. föstudags-
kvöld hefðu verið miklu verri en
skýrt var frá. Hefðu læknar lagt að
honum að leita lækningar á sjúkra-
húsi vegna sótthita og hruns í súr-
efnismettun blóðsins.
Trump í áhættuhópi
Vegna aldurs síns og þyngdar er
Trump í tveimur stóráhættuhópum
fólks sem sýkist af kórónuveirunni.
Sum líkön spá hátt í tug prósenta
líkum á því að maður á áttræðisaldri
deyi af völdum sýkingar og að líkur
á innlögn á spítala sé um 20%.
Að sögn bandarísku sóttvarnar-
stofnunarinnar CDCP er hinn 74
ára gamli Trump fimm sinnum lík-
legri til að hafna inn á sjúkrahúsi og
90 sinnum líklegri til að deyja af
völdum Covid-19 en samlandi hans á
aldursbilinu 18-29 ára. Alls hefur
kórónuveiran dregið 208.000 manns
til bana í Bandaríkjunum.
Trump líklega heim af spítala í dag
Bandaríkjaforseti sagður vera á góðum batavegi Trump var miklu veikari en af var látið Neydd-
ur til að taka við súrefnisgjöf Um 208.000 manns hafa látist af völdum kórónuveiru í Bandaríkjunum
AFP
Á batavegi Stuðningsmenn Trumps sendu honum baráttukveðjur.
Konunglega breska óperuhúsið
hefur neyðst til að afla fjár til rekst-
urs síns með sölu listaverka í þess
eigu.
Óperan sýpur nú seyðið af afleið-
ingum kórónufaraldursins og hefur
í fyrstu atrennu falið uppboðshald-
ara að selja portrett af fyrrverandi
forstjóra sínum, David Hockney,
síðar í október.
Búist er við að það verði slegið á
milli 11 og 18 milljóna punda, allt
að 3,2 milljarða íslenskra króna.
agas@mbl.is
List Frá konunglegu bresku óperunni.
BRETLAND
Óperan í vanda og
selur listaverkin