Morgunblaðið - 05.10.2020, Page 15

Morgunblaðið - 05.10.2020, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020 Haust Það hefur verið fallegt veður víða um land undanfarna daga og margir hafa nýtt sér það til útiveru. Haustlitirnir fönguðu augað á kvöldgöngu við Reynisvatn fyrir skemmstu. Ingólfur Guðmundsson Í dag hefst ráðstefna á Íslandi sem telja má til heimsviðburðar. Ráðstefnan fer að mestu fram í fjarfundi, en líka að hluta til í Skálholti. Þannig munu fulltrúar fjöl- margra trúar- og lífs- skoðunarfélaga koma saman, að mestu leyti í gegnum netið, til þess að leggja grunn að samstarfsvettvangi þeirra í um- hverfismálum. Ljóst er að trú- og lífsskoð- unarfélög hafa áhrif á hegðun og viðhorf mik- ils meirihluta mann- kyns. Það er því til mikils að vinna, fyrir umhverfið, að breið fylking fulltrúa ólíkra trúarbragða taki af- stöðu með umhverfinu og mæli fyrir ábyrgri hegðun í umhverfis- og loftslagsmálum. Markmið ráðstefn- unnar er meðal annars að ræða hlutverk trú- ar- og lífsskoð- unarhópa í því að ná heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í því miði verða unnin drög að sameiginlegri ályktun sem vilji stendur til að afla fylgis og leggja fram á umhverfisþingi Sam- einuðu þjóðanna (UNEA 5) á næsta ári. Stofnun bandalags um trú í þágu jarðar (Faith for Earth Coalition) verður líka rædd á ráðstefnunni. Forseti Íslands opnar ráðstefnuna í dag og í kjölfarið ávarpar fjöldi fulltrúa hinna ýmsu trúar- og lífs- skoðunarfélaga ráðstefnuna. Meðal annars patríarkinn af Konst- antínópel, Bartholomew I, Peter Turkson, einn af kardinálum kaþólsku kirkjunnar, auk fulltrúa shía- og súnnímúslima, gyðingdóms, búddisma, Bahá‘í og íslensku þjóð- kirkjunnar, Agnes M. Sigurð- ardóttir biskup, svo einhver séu nefnd. Inger Andersen, fram- kvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og undirritaður ávarpa einnig ráðstefn- una. Alþjóðlegt heiti ráðstefnunnar er Faith for Nature og má nálgast upp- lýsingar og alþjóðlegar útsendingar á slóðinni www.faithfornature.org. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið tekur þátt í undirbúningi ráðstefn- unnar, en meginþungi skipulagn- ingar hefur verið í höndum fulltrúa Félags Sameinuðu þjóðanna á Ís- landi, þjóðkirkjunnar og Land- græðslunnar og Baháí‘-samfélagsins á Íslandi, í samstarfi við UNEP. Ég vona innilega að þetta framtak muni skila markverðum árangri fyrir um- hverfismálin í heiminum og hlakka til að taka þátt. Eftir Guðmund Inga Guðbrandsson » Það er til mikils að vinna, fyrir um- hverfið, að breið fylking fulltrúa ólíkra trúar- bragða taki afstöðu með umhverfinu og mæli fyrir ábyrgri hegðun í umhverfis- og loftslags- málum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson Trúarbrögð taka höndum saman fyrir umhverfið Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Alþjóðadagur kenn- ara er í dag. Fá störf eru jafn samfélagslega mikilvæg og kenn- arastarfið. Við munum öll eftir kennurum sem höfðu mikil áhrif á okkur sem ein- staklinga, námsval og líðan í skóla. Góður kennari skiptir sköpum. Góður kennari mótar framtíðina. Góður kennari dýpkar skilning á mál- efnum og fær nemandann til að hugsa afstætt í leit að lausnum á viðfangsefnum. Góður kennari opn- ar augu nemenda fyrir nýjum hlut- um, hjálpar þeim áfram á beinu brautinni og stendur við bakið á þeim sem þurfa á því að halda. Góður kenn- ari tekur upp hansk- ann fyrir þá sem minna mega sín og gerir kraftaverk í lífi barns. Góður kennari lyftir þungum brúnum og getur kallað fram hlátrasköll. Góður kennari styrkir ein- staklinginn. Skólastarf á tímum heimsfaraldurs er ómetanlegt. Þegar fyrst var mælt fyrir um takmark- anir á skólahaldi, þann 13. mars, var rík áhersla lögð á mikið og gott samráð við lykilaðila í skóla- samfélaginu; Kennarasamband Ís- lands, Samband íslenskra sveitarfé- laga, skólameistara og rektora, og ekki síður nemendur. Það samstarf hefur skilað góðum árangri, gagn- kvæmum skilningi á stöðu ólíkra hópa og samtali sem tryggt hefur skólastarf í landinu, á sama tíma og börn í mörgum öðrum löndum hafa þurft að sitja heima. Nemendur á öllum skólastigum eru yfir hundrað þúsund talsins. Í leik- og grunnskólum eru um 64.650 nemendur og 11.450 starfsmenn. Í framhalds- og háskólum eru um 41.000 nemendur. Aðstæður skóla og nemenda hafa verið ólíkar í heimsfaraldrinum og skoðanir um aðgerðir á hverjum tíma skiptar. Allir hafa þó lagst á eitt við að tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks og ég dáist mjög að þeirri seiglu sem birtist í árangr- inum. Það er ómetanlegt fyrir börn að komast í skólann sinn, að læra og eiga fastan punkt í tilveru sem er að hluta til á hvolfi. Við erum menntaþjóð. Við viljum vera samfélag sem hugsar vel um kennara sína, sýnir þeim virðingu og þá viðurkenningu sem þeir eiga skilið. Við viljum vera samfélag sem fjárfestir í menntun, enda er fram- úrskarandi menntun ein meginfor- senda þess að Ísland verði sam- keppnishæft á alþjóðavettvangi. Fjárlagafrumvarpið í ár sýnir glögglega mikilvægi menntunar og hvernig forgangsraðað er í þágu þessa. Aldrei hef ég verið eins stolt af íslensku menntakerfi og einmitt nú, þegar hindrunum er rutt úr vegi af fagmennsku og góðum hug. Kenn- arar og skólastjórnendur hafa sýnt mikla yfirvegun og baráttuvilja. Umhyggja, sveigjanleiki og þraut- seigja hefur verið leiðarljósið okkar nú í haust og við munum halda áfram á þeirri vegferð. Ég hvet alla til að halda áfram að vinna að far- sælum lausnum á þeim verkefnum sem blasa við okkur. Kæru kennarar. Ykkar framlag í baráttunni við veiruna skæðu verð- ur seint fullþakkað. Takk fyrir að halda áfram að kenna börnunum okkar og leggja ykkur fram við að bjóða nemendum upp á eins eðlilegt líf og hægt er. Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur »Umhyggja, sveigj- anleiki og þraut- seigja hefur verið leið- arljósið okkar nú í haust og við munum halda áfram á þeirri vegferð. Lilja Alfreðsdóttir Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Góður kennari gerir kraftaverk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.