Morgunblaðið - 05.10.2020, Page 22

Morgunblaðið - 05.10.2020, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Leikfimi með Hönnu kl. 9. Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9-12. Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 411-2600. Boðinn Gönguhópur kl. 10.30, frá anddyri Boðans. Hádegismatur kl. 11.20-12.30. Myndlist kl. 13. Miðdagskaffi kl. 15.30 . Alltaf heitt á könnunni og allir velkomnir. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.30 og 17.15. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11, grímuskylda. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía-æfing, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga. Gullsmári Handavinna kl. 9 og 13. Jóga kl. 9.30 og 17. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–14. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl. 12.30-14. Samsöngur kl. 14.15–15. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Jóga með Kristrúnu kl. 9.50. Minningahópur kl. 10.30. Jóga með Ragnheiði kl. 11.10 og kl. 12.05. Tálgun, opinn hópur kl. 13-16. Stólaleikfimi kl. 13.30. Korpúlfar Höldum áfram að fagna bleikum október í Borgum, Hugleiðsla kl. 9 í Borgum, gönguhópar kl. 10 frá Borgum og Grafar- vogskirkju. Skartgripagerð kl. 13 í Borgum, tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 og línudans með Guðrúnu kl. 15 í Borgum. Virðum allar sóttvarnir og förum varlega. Kóræfingar og félagsvist bíða betri tíma. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag verður leirmótun hjá okkur kl. 9-12.30. kl. 10-11 verður hjúkrunarfræðingur með viðveru en á sama tíma fer fram núvitund í handverksstofu 2. hæðar. Eftir hádegi verður Handaband í handverksstofu kl. 13-15.30. Þá verður farið í gönguferð um hverfið kl. 15. Hlökkum til að sjá ykkur á Lindargötu 59! Seltjarnarnes Gler og leir kl. 9.00 og 13.00. Billjard Selinu kl. 10. Kaffispjall og krossgátur í króknum kl. 10.30. Jóga í salnum kl. 11.00. Handavinna, spjall, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13.00 - 16.00. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn fyrir helgi. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Vantar þig dekk? FINNA.is Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is ÝmislegtHúsviðhald Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningargreinar Hægt er að lesaminningargreinar, skrifa minningargrein ogæviágrip. Þjónustuskrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlár ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendum við fráfall ástvina Minningarvefur á mbl.is Í tuttugu ár hef ég verið að segja frá sögum sem gerðust í Haukholti sumrin þrjú sem ég átti þar. Það voru al- gjör forréttindi að fá að verja þessum tíma með þér í sveitinni og fá að vinna, læra og gera mistök. Í sveitinni lærði ég að keyra, lærði að sveifla sleggjunni, reisa girð- ingar, gera þær rolluheldar, snitta pípur, allt um glussa og svo mætti lengi telja. Það helsta sem ég lærði af Oddleifi og Ellu var að umgangast dýr með alúð og virð- ingu. Þau gáfu sér alltaf tíma til að staldra við og spjalla við dýrin. Þrátt fyrir að hann væri oftast ró- legur þá náðum við strákarnir að æsa Oddleif upp þegar við vorum að reka kýrnar út í gil en þetta var fyrsti dagurinn sem þær fengu að fara út það vorið. Ég og Magnús fylgdum þeim út heimtröðina og allt gekk vel. Skyndilega tóku þær fremstu á rás og Magnús elti. Ég gekk á eftir og fylgdi þeim sem eldri voru og nenntu ekki svona vitleysu. Áður en ég veit af er Oddleifur kominn á rauða bílnum öskrandi og spyr hvar kýrnar séu. Ég segi að þær séu bara rétt fyrir framan og Magnús væri að fylgj- ast með þeim. Þegar ég kem yfir hæðina sé ég kýrnar komnar út að Oddleifur Þorsteinsson ✝ Oddleifur Þor-steinsson fædd- ist 3. maí 1936. Hann lést 10. sept- ember 2020. Útför Oddleifs fór fram 22. sept- ember 2020. Hvítárdal, Magnús á eftir og Oddleifur gjörsamlega á milljón þar á eftir. Það er óhætt að segja að hon- um var ekki skemmt. Sú saga sem kemur alltaf upp í hugann er ég rifja upp sveitina var þegar dýralæknir- inn var veikur og komst ekki í sæða eina kúna. Oddleifur stökk til og gerði eina stíu tilbúna með með stærsta nautinu í húsinu. Ég náði í kúna og dró hana með mér í gegnum fjósið og inn í stíuna með stærsta nautinu. Nautið var spennt, mjög spennt enda í fyrsta skiptið að hitta kú. Oddleifur held- ur við kúna en nautið er eitthvað lélegt til verka og allt gengur illa. Oddleifur kallar þá á mig og segir af mikilli yfirvegun: „Stökktu inn og ýttu á nautið.“ Ég hef aldrei verið jafn hræddur á ævi minn. Næsta sem ég veit er að Oddleifur heldur kúnni, nautið stekkur á bak og ég að ýta nautinu á réttan stað. Auðvitað enda allar góðar sögur vel og þetta tókst allt að lokum. Fyrirgefðu Oddleifur að ég braut hurðina á hænsnakofanum, bakkaði á fjósið og braut rúðuna á bílnum. Það voru ótrúleg forréttindi að fá að verja þessum tíma í sveitinni með Oddleifi og er ég honum þakklátur fyrir að kenna og leið- beina mér. Ellu og fjölskyldu votta ég inni- lega samúð. Andrés Ásgeir Andrésson (Addi). Hreinn var móðurbróðir minn frá Berserkseyri í Eyrarsveit. Ég hef alltaf sagt að við systkinin ól- umst upp á tveimur stöðum; í Reykjavík á veturna og á Ber- serkseyri á sumrin. Sumardval- irnar á Berserkseyri voru ómet- anlegar í faðmi afa og ömmu og Hreins og Dísu. Þar lærðum við svo margt. Við Hreinn höfðum regluleg samskipti, oft í gegnum síma. Í hvert skipti sem ég heyrði í honum var alltaf sama svarið: „Ert þetta þú sjálf? Allt- af svo gott að heyra í þér, þú minnir mig á lífið fyrir vestan.“ Hreinn var ákaflega stríðinn og elskaði spennu. Þegar við fórum í heyferðir var oft spýtt í og traktorinn á fullri ferð og afa stóð ekki alltaf á sama! Hann skemmti sér við það að henda möl yfir á hlöðuna og ég man þegar afi og Gunnar á Akur- tröðum voru þar inni gömlu mennirnir og Hreinn beið spenntur eftir viðbrögðum þeirra! Síðasta sprellvirki hans var í eigin jarðarför þegar lík- mennirnir fóru að vitlausri gröf, ég er viss um að Hreinn hafi eitthvað haft með það að gera. Sá hefur hlegið dátt. Ég minnist Hreinn Bjarnason ✝ Hreinn Bjarna-son fæddist 25. september 1932. Hann lést 13. sept- ember 2020. Útförin fór fram 25. september 2020. einnig ökuferðar okkar og þegar hann sagði við mig: „Stína, hvenær heldurðu að ég verði fullorðinn?“ Umhyggja hans og Dísu var ávallt við fjölskylduna. Einstakt var sam- band hans við mömmu. Þau gátu spjallað saman endalaust. Einnig samband hans við pabba, þeir voru mjög góðir vinir. Honum þótti einstaklega vænt um Ástu Laugu og barna- börnin. Við öll sem dvöldum í sveitinni, Rósa, Þóra, Pálmar og við systkinin, erum honum, Dísu og afa og ömmu ákaflega þakk- lát fyrir það veganesti sem þau veittu okkur. Hann var nátt- úrubarn og sagði mér að hann hlustaði á fuglana og þeir segðu honum hvað væri að gerast í umhverfinu. Í síðustu heimsókn minni til hans miðvikudaginn fyrir andlátið var hann vongóð- ur og ætlaði ekki að missa von- ina um að komast vestur. Hann var svo hress þá. Daginn eftir hitti bróðir minn hann og þeir voru að ráðgera vesturför. Margt fer öðruvísi en við ætl- um. Hvíl í friði hjartans engillinn minn. Ég og fjölskylda mín, dóttir, tengdasonur og barna- börn, þökkum ánægjulegar samverustundir um leið og við vottum Ástu Laugu og barna- börnum hans innilegustu samúð. Kristín Pétursdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.