Morgunblaðið - 05.10.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020
bókasafnsmál og eftir andlát Hall-
dórs Kiljans Laxness tók hún saman
efni um og eftir höfundinn frá 60 ára
tímabili sem birtist í 2. hefti TMM
1998.
Það kemur kannski ekki á óvart að
bókasafnsfræðingur lesi mikið en
Kristín hefur líka brennandi áhuga á
sígildri tónlist og sækir tónleika
Kammerklúbbsins og Sinfóníunnar.
Síðan hafa hún og Kári mjög gaman
af öllum ferðalögum. „Þetta var árið
sem við ætluðum að hætta að vinna
og leggjast í ferðalög,“ segir hún og
hlær en bætir við að þau hafi ferðast
mikið innanlands í sumar og haft
gaman af.
Fjölskylda
Eiginmaður Kristínar er Kári
Kaaber, f. 18.2. 1950, fjármálastjóri
Árnastofnunar. Foreldrar hans eru
hjónin Jónína Ásgeirsdóttir, hús-
móðir í Reykjavík, f. 24.3. 1921, d.
15.1. 2016 og Knud Kaaber, forstjóri
Sigurplasts í Reykjavík, f. 20.1. 1922,
d. 24.11. 1989.
Börn Kristínar og Kára eru Björg-
vin, f. 11.3. 1971, d. 26.7. 1985 og Birg-
ir, f. 8.1. 1975, bassaleikari og starfs-
maður Borgarbókasafns. Maki hans
er Juliette Louste, dansari og leik-
hússtarfsmaður, f. 22.11. 1988. Þau
eiga soninn Unnar Birgisson Louste,
f. 2.5. 2020.
Systir Kristínar er Katrín, f. 26.2.
1959, hjúkrunarfræðingur, búsett í
Kópavogi.
Foreldrar Kristínar eru hjónin
Dagbjört Guðbrandsdóttir, banka-
fulltrúi í Útvegsbanka Íslands, f. í
Vestmannaeyjum, f. 15.3. 1927, d. 6.9.
1981 og Björgvin Torfason, starfs-
maður Síldarútvegsnefndar í Reykja-
vík, f. í Vestmannaeyjum 7.8. 1925, d.
11.12. 1980. Þau bjuggu í Reykjavík.
Kristín
Björgvinsdóttir
Einar Tómasson
bóndi í Varmahlíð undir
Eyjafjöllum
Þóra Torfadóttir
húsfreyja í Varmahlíð
undir Eyjafjöllum
Torfi Einarsson
Útvegsbóndi í Vestmannaeyjum
Katrín Ólafsdóttir
húsmóðir í Vestmannaeyjum
Björgvin Torfason
starfsmaður
Síldarútvegsnefndar í
Reykjavík
Ólafur Ólafsson
bóndi á Lækjarbakka í
Mýrdal
Ingibjörg Jónsdóttir
húsfreyja á Lækjarbakka
í Mýrdal
Guðmundur Einarsson
múrari í Reykjavík
Dagbjört Brandsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Guðbrandur Guðmundsson
verkamaður í Reykjavík
Kristín Einarsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Einar Eiríksson
bóndi á Helgastöðum í
Biskupstungum
Margrét Sigmundsdóttir
húsmóðir á Helgastöðum í Biskupstungum
Úr frændgarði Kristínar Björgvinsdóttur
Dagbjört Guðbrandsdóttir
fulltrúi í Útvegsbanka Íslands
í Reykjavík
„HÆTTU AÐ GÚGLA ÞETTA OG ÞAÐ
VERÐUR Í FÍNU LAGI MEÐ ÞIG.”
„AUÐVITAÐ, VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ
MANNI SEM GETUR SINNT STARFINU ÁN
TILSJÓNAR.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að leggja áherslu á
aðra hluti.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
BERGMÁL BERGMÁL BERGMÁL
GEISP! EKKI TAKA FRAMÚR!
ÉG ER AÐ SKERA
REIPIÐ!
NEI, HELGA, EKKI GERA ÞAÐ! MAMMA
ÞÍN Á BÓKAÐ FAR HEIM Í DAG!
TIL
SÖ
LU
Ingólfur Ómar Ármannsson yrkirá Boðnarmiði í anda hagyrðinga
fyrr og síðar:
Grösin falla, blikna ból
byrstir gjalla vindar.
Bráðum mjallahvítum kjól
klæðast fjallatindar.
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir
svarar og kallar „Brúðarslör á fjöll-
um“:
Brúðar slörið birtist
bráðum skurna lækir.
Í huga kuldinn hristist,
harðna lífsins kækir.
Gengur hrafn í gorið
Greiðkar hliðar sporið.
verður allt að visku
velkomið aftur, vorið.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir
hugsar og yrkir myndrænt:
Úti er golan ósköp mjúk
andar haustsins blíða
Frostið breiddi á fjöllin dúk
fallega hvítan víða
og kóngulóanna ferðafjúk
gerir fallegan vetrarkvíða.
Halldór Kristján Ragnarsson
yrkir og kallar „Lífsleikurinn“:
Gættu að þér gullið mitt
gakktu heil(l) til skógar.
Kæruleysi kostar sitt
„kóvíd raunir nógar“.
Virtu ábyrgð, vertu lið
í vinnings leik um núið
Þannig verndast þjóðlífið
„þett’ er ekki búið“.
Látra-Björg orti þegar lítið aflað-
ist:
Sendi drottinn mildur mér
minn á öngul valinn
flyðru þá sem falleg er
frek hálf þriðja alin.
Síðasta hendingin er í sumum
heimildum: „fyrir sporðinn alin“.
Þessi vísa er eignuð Hallgrími
Péturssyni og oft talin fyrsta vísa
hans. Tilefnið var, að Hallgrímur
lék sér á palli, en köttur var undir
pallinum og rak skottið upp um rifu
og varð drengnum bilt við:
Í huganum var ég hikandi
af hræðslu nærri fallinn:
Kattarrófan kvikandi
kom hér upp á pallinn.
Ingimundur í Sveinungsvík kvað:
Voð þó teygi veðrin hörð
vona ég fleyið kafi
inn á Eyja- fagran –fjörð
framan úr regin hafi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Haustlitirnir í máli
og myndum