Morgunblaðið - 05.10.2020, Síða 28

Morgunblaðið - 05.10.2020, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666      Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum Hólí bibbele Fyrir margt löngu heimsótti hóp- ur íslenskra mótorhausa Bandarík- in. Þeir höfðu komið sér vel fyrir á móteli. Einn þeirra fór að gramsa í þeim fáu skúffum sem voru í her- berginu og dró upp úr einni þeirra Biblíuna sem er að finna í skúffum sumra mót- elherbergja þar- lendis. Eitthvað var þetta þekkta rit ókunnugt manninum, því þegar hann hafði flett því um stund og séð að í því var fjöldi núm- eraðra atriða las hann á kjölinn, „Holí bibbele“ og spurði svo ferða- félagana: „Strákar, ætli þetta sé ein- hver pöntunarlisti?“ Relífesting sem klikkar ekki Það bar til á myndarbýli í Fnjóskadal að ungir bræður sem þar bjuggu voru að vinna í Willys- jeppa. Þeir þurftu að festa relí í mælaborðið á honum en lentu í vanda þar sem borvélin á bænum var biluð. Sumir hefðu nú beðið með að sinna verkinu þar til borvél yrði handhæg en þessir menn voru ekki þekktir fyrir að bíða eftir einu eða neinu auk þess sem þeir voru, og eru, með eindæmum ráðagóðir. Þeim datt í hug að skjóta bara gat í mælaborðið með riffli svo unnt væri að festa relíið í einum grænum. Skotið hitti beint í mark og hafði ná- kvæmlega þær afleiðingar sem þeir ætluðu. Verra fór þó að kúlan stöðv- aði ekki för sína í mælaborðinu, heldur hljóp í gegnum hvalbakinn og líka vatnskassann. En á þeim bænum þótti nú lítið mál að gera við einn vatnskassa. Heimleið af þorrablóti Það bar við austur á landi að sveitafólkið var að leggja af stað frá félagsheimilinu eftir mjög vel heppnað þorrablót. Sá sem minnst hafði drukkið var settur undir stýri á Land Rovernum og svo var pakk- að í jeppann og lagt í’ann. Roverinn læddist um ísilagðan sveitaveginn en þrátt fyrir ýtrustu varkárni og kannski vegna ástands ökumannsins sveigði jeppinn af veginum og niður aflíðandi halla. Hann hélst þó á hjól- unum. Hirðin stökk út úr jeppanum og hóf að kanna aðstæður. Fyrst var reynt að aka upp á veginn aftur, en eftir nokkrar árangurslausar til- raunir varð ljóst að það mundi ekki takast. Þá mundi einn farþeginn eft- ir að um 150 metrar væru í mjög stórt ræsi undir veginn og stakk upp á að þangað yrði ekið, og síðan beygt inn í ræsið, ekið í gegnum það og svo upp á veginn hinum megin þar sem var ekki eins bratt. Öllum þótti þetta þjóðráð og var skálað fyrir hugmyndinni. Roverinn lædd- ist svo með slakkanum að ræsinu og þegar menn höfðu mælt með aug- unum að ræsið var bæði nógu hátt og breitt fyrir Land Roverinn var beygt inn í ræsið. Hugmyndin góða virtist ætla að ganga upp, þar til komið var inn í mitt ræsið. Þar var hlykkur á stefnu ræsisins og þar festist Land Roverinn og komst hvorki aftur á bak né áfram. Það voru því sjö pör af blautum spari- skóm sem komust við illan leik upp á þjóðveginn aftur og þáðu far með þeim bílum sem enn voru á leið út í sveitina af blótinu góða. Grófur? Það bar eitt sinn til að land- græðslustjóri ríkisins gómaði bónda nokkurn þar sem hann var að moka grús á pall í malarnámi Land- græðslunnar á Suðurlandi í tölu- verðu óleyfi. Landgræðslustjórinn sagði: „Heyrðu, er þetta nú ekki of gróft?!“ Bóndinn: „Nei, nei, svona vilja þeir hafa þetta.“ Ég er að hugsa um að þvo mér um hendurnar Þegar bílstjórar lenda í óhöppum geta viðbrögð þeirra verið marg- vísleg. Oft á þann veginn að þeir hrökkva illa við, jafnvel frjósa alveg og koma ekki upp einu orði. Óal- gengara er að menn taki óhöppum sínum af mikilli stillingu og yfirveg- un. Sú saga er sögð af oddvita ein- um vestfirskum, sem reyndar var ekki góður bílstjóri, að persónuleiki hans birti hin stóísku viðbrögð þeg- ar hvert óhappið rak annað á akst- ursævi hans. Eitt sinn velti hann Moska sem hann átti ofan í skurð í Hrútafirði. Oddvitinn gekk rólegur heim á næsta bæ og var þar boðið að þiggja góðgjörðir. Á milli kaffi- sopa og munnfylli af kleinum var hann spurður frétta. „Tja menn eru nú alltaf að velta bílum,“ svaraði oddvitinn. „Nú, hver var nú að velta?“ spurðu heimamenn. „Ja ég var að velta rétt áðan,“ svaraði odd- vitinn. „Og hvað ætlarðu að gera í málinu?“ spurðu heimamenn. „Ég var nú að hugsa um að fá að þvo mér um hendurnar,“ svaraði oddvit- inn og stakk upp í sig nálægu vín- arbrauði. Sannir karlmenn hlusta ekki á leiðbeiningar Karlmaður nokkur ók niður bratt- an og mjóan fjallveg á sama tíma og kona kom akandi upp sama veginn. Um leið og þau mættust rak konan höfuðið út um gluggann og öskraði „SVÍN!“ Karlinn brást hratt og fljótt við þessu og öskraði á móti „DRUSLA!“ Þau héldu svo hvort áfram leiðar sinnar. Þegar karlinn tók næstu beygju ók hann á svín og fipaðist svo aksturinn að bíllinn fór fram af veginum, valt 400 metra niður hlíð- ina og karlinn dó. Gæðamælingar Það er til gömul skemmtisaga um góða samsetningu boddís, þéttleika þess og bils á milli bretta, hurða og yfirbyggingar í bifreiðum þegar ver- ið er að setja þær saman. Sagan er einhvern veginn svona: Til að mæla þéttleika bíla settu verkfræðing- arnir hjá Toyota kött inn í bílinn að kvöldi til. Ef kötturinn var virkur og hress morguninn eftir þá var aug- ljóst að of mikið súrefni komst ein- hvers staðar inn í bílinn. En væri kötturinn slappur, lystarlaus eða jafnvel dauður þá var bíllinn talinn vel byggður. Þegar GM-menn fréttu af þessu kattarprófi ákváðu þeir auðvitað að prófa það í nýsam- settum bíl frá verksmiðjunni. Þeir lokuðu vel öllum hurðum og glugg- um hinnar nýsamsettu bifreiðar og biðu morguns. Þegar þeir mættu til vinnu daginn eftir var kötturinn horfinn. Fuglaflutningar Skodaeigandi ók á eftir flutn- ingabíl í mikilli umferð á Miklu- brautinni. Í hvert skipti sem um- ferðin stöðvaðist stökk ökumaður flutningabílsins út og lamdi flutn- ingakassann með sveru röri svo glumdi í. Svo hélt hann áfram för. Þetta gerðist endurtekið og Skoda- eigandinn var orðinn mjög forvitinn um hvernig á þessu stæði svo að hann spurði flutningabílstjórann um þetta þegar sá sló í sjöunda skiptið í flutningakassann. „Sko sjáðu til,“ svaraði flutningabílstjórinn „ég er á sex tonna flutningabíl en með átta tonn af páfagaukum inni í kass- anum. Til að koma í veg fyrir að fjöðrunarkerfið gefi sig lem ég í kassann og þannig haldast alltaf tvö tonn af páfagaukunum á flugi sam- tímis.“ Hámarkshraði í dreifbýli Gömul kona ók eftir Þykkva- bæjarvegi á 25 kílómetra hraða þeg- ar lögreglan stöðvaði hana fyrir grunsamlega hægan akstur. Löggan sagði henni að sér fyndist hún aka mjög hægt þar sem hámarkshrað- inn á þessum þjóðvegi væri 90 kíló- metrar á klukkustund. „Já en skiltið þarna sagði 25 og þá á maður að vera á þeim hraða,“ maldaði sú gamla í móinn. Löggan leit á skiltið og svaraði: „Þetta er númerið á þjóðveginum niður í Þykkvabæ frú mín góð en ekki hámarkshraða- skilti.“ Um leið og löggan sagði þetta sá hún karlinn konunnar þar sem hann lá í yfirliði í farþegasæt- inu. „Hvað er að honum?“ spurði löggan. „Ég held ég viti það núna,“ sagði sú gamla. „Við vorum áðan á þjóðvegi 205, Klausturvegi.“ Hvernig væri að gefa gömlum manni séns? Eftir að ég komst á eftirlauna- aldur stytti ég mér oft stundir með því að gera at í fólki. Til dæmis fór ég einu sinni niður í bæ og inn í verslun þar. Ég dvaldi þar aðeins í fimm mínútur og þegar ég kom út úr búðinni var lögga þar að skrifa sektarmiða vegna ólöglegrar lagn- ingar. Ég gekk til hans og sagði: „Hey, hvernig væri að gefa gömlum manni séns.“ Löggan hunsaði mig svo ég kallaði hann svín. Hann starði á mig og skrifaði annan sektarmiða vegna slitinna dekkja. Þá kallaði ég hann kleinuétandi kjána svo hann skrifaði bara enn einn sektarmiðann. Þetta gekk svona í 20 mínútur, því meira sem ég blótaði honum, þeim mun fleiri sektarmiðar bættust við. Mér var svo sem alveg sama, ég hafði nefni- lega komið niður í bæ með strætó og átti ekkert í þessum bíl. Hversu djúp …? Tveir sveitalubbar voru á veiðum og ganga fram á mjög djúpa holu. Þeir urðu mjög hissa á þessu. „Djöf- ull er hún djúp þessi, maður sér ekki til botns. Hvað ætli hún sé djúp?“ sagði annar. „Ég veit ekki en við skulum henda einhverju ofan í hana og hlusta eftir hve lengi það er að falla til botns.“ „Það liggur hérna gömul og ónýt sjálfskipting. Haltu undir hana með mér og látum hana gossa.“ Þeir halda saman á skipting- unni að holunni og „einn-tveir-þrír“, láta hana gossa. Þeir beygja sig svo yfir holuna og bíða eftir að skipt- ingin hafni á botninum. Allt í einu heyra þeir læti í runna á bak við þá og sjá hvar geit ryðst í gegnum runnann, hleypur hiklaust að hol- unni og stekkur ofan í hana. Fé- lagarnir stóðu þarna hissa og voru að pæla í því hvað hefði eiginlega gerst þegar gamall bóndi gengur inn í rjóðrið. „Hey þið,“ sagði bónd- inn, „sáuð þið félagarnir nokkuð geitina mína hérna í nágrenninu?“ „Skrýtið að þú skyldir spyrja,“ sagði annar sveitalubbinn, „við stóðum hérna rétt áðan þegar geit kom á 100 kílómetra hraða og stökk með hausinn á undan ofan í þessa holu.“ „Það getur ekki verið,“ svaraði bóndinn, „ég var búinn að binda hana við gamla sjálfskiptingu svo hún færi ekkert.“ Skotheld aðferð til að draga úr umferðarhraða Það var mikið um of hraðan akst- ur í gegnum sveitaþorpið en sveitar- stjórnin hafði ekki efni á að kaupa hraðamyndavél. Þess í stað setti hún upp skilti: „Hægið ferðina - Gamalt fólk.“ Skiltið hafði engin áhrif á umferðarhraðann. Á næsta fundi var ákveðið að setja upp annað skilti: „Hætta! Börn að leik!“ Afleið- ingarnar urðu engar, sami hraðakst- urinn sem fyrr. Þá fékk sveitar- stjórnin snjalla hugmynd sem hafði þær afleiðingar að núna rétt mjak- ast öll farartæki í gegnum þorpið, svo liggur við umferðarteppu. Hún setti upp nýtt skilti sem á stóð að- eins eitt orð: „NEKTARNÝLENDA“ Ekkert teini … ekkert vandamál Elísabet sat úti í garði í sólinni við Laugarásveginn þegar Cadillac De- Ville kemur allt í einu á fljúgandi ferð í gegnum runna og stöðvast á grasflötinni fyrir framan húsið hennar. Hún hjálpaði öldruðum öku- manninum út úr bílnum og bauð honum að jafna sig í sólstólnum við hliðina á hennar. „Jeminn,“ sagði Elísabet, „þú ert nú orðinn nokkuð gamall og samt akandi.“ „Jamm,“ svaraði sá gamli, „ég er orðinn svo gamall að ég þarf ekkert öku- skírteini.“ „Hvað segirðu … EKK- ERT ÖKUSKÍRTEINI!“ át El- ísabet upp eftir honum. „Neibb,“ svaraði sá gamli, „síðast þegar ég fór í læknisskoðun spurði læknirinn minn hvort ég væri með öku- skírteini. Ég sýndi honum það. Hann tók skæri, klippti það í tætlur, henti í ruslið og sagði mér að hér eftir þyrfti ég ekki á ökuskírteininu að halda. Ég þakkaði honum bara fyrir og fór.“ Gamansögur af mótorhausum Bókarkafli | Í Mótorhausasögum eru sannar og sannlognar gamansögur af allskonar fólki í, við, undir, í kringum og ofan á bílum, hér og þar. Þar má nefna Baldur búktalara, Dóru gjafmildu, Jón góðan daginn, Benna bensínstígvél, Alexöndru Mist, Magga á 80, Dóna í Garðlist, Stefni í Óefni og Stíg í Minna-Viti. Ragnar S. Ragnarsson skrásetti sögurnar og tók myndir í bókinni. Ljósmynd/Ragnar S. Ragnarsson Króm Einn klassískur Ford Fairlane árgerð 1956. Ljósmyndaður á Selfossi árið 2019.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.