Morgunblaðið - 09.10.2020, Side 6

Morgunblaðið - 09.10.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.innlifun.is Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Heildarkostnaður við nýbyggingu 69 þúsund fermetra meðferðarkjarna hins nýja Landspítala, sem rísa mun við Hringbraut, er nú áætlaður 55 milljarðar króna. Er þá ekki tekið tillit til hver verðlagsþróunin geti orðið á næstu árum en kostnaðurinn er á hverjum tíma uppreiknaður miðað við byggingarvísitölu. Eins og fram hefur komið var fyr- ir skemmstu samið við Eykt um uppsteypu meðferðarkjarnans en tilboð Eyktar hljóðaði upp á 8,68 milljarða kr., um 82% af kostnaðar- áætlun. Heildarkostnaður er í dag áætl- aður um 80 milljarðar króna Að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra Hringbrautar- verkefnisins, er heildarkostnaður við þær fjórar nýbyggingar sem NLSH ohf. hefur verið að vinna að, auk gatna- og lóðagerðar, um 80 milljarðar króna miðað við byggingarvísitölu mánaðarins. Í skriflegu svari Gunnars segir að óvissa í kostnaðaráætlun sé mismunandi eftir framkvæmda- áföngum og ráðist að hluta til af því hversu langt á veg hönnun er komin í hverjum áfanga. „Tilboðsverk í út- boðum NLSH hafa jafnan verið und- ir kostnaðaráætlun, en rétt að ítreka að það eru mjög sérstakir tímar á mörkuðum og atvinnulífið stendur frammi fyrir stórri áskorun um framvindu verkefna á tímum mik- ilvægra sóttvarnareglna,“ segir hann. Spurður hvort í ljósi tilboðs Eykt- ar sé útlit fyrir að kostnaðurinn verði þegar upp er staðið í samræmi við áætlanir segir Gunnar að ef litið er til núverandi aðstæðna á markaði hafi mátt búast við lægra verði en ella, samkeppnin sé það mikil um verkefni. „Uppsteypuverkefnið er viðamik- ið en líklegast það sem er einna mest fyrirséð. NLSH mun ekki á þessum tímapunkti breyta áætlunum sínum, hvorki til lækkunar né hækkunar, sökum mikillar óvissu almennt, m.a. á alþjóðavettvangi. Verð Eyktar verður þó vissulega til þess að gera megi ráð fyrir á annan milljarð króna lægri kostnaði en áætlað var og varpast það inn í áætlunargrunn- inn. Ef niðurstaða annarra útboða á næstu árum verður með sama hætti munu heildaráætlanir endurspegla það tilboðsverð, til lækkunar eða hækkunar,“ segir hann. Kostnaðartölur við framkvæmd- irnar á umliðnum árum hafa verið mismunandi í umræðu um þær. Í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi árið 2018 var heildarkostnaðurinn við öll nýju mannvirkin sem reisa á við Hringbraut sagður verða 54.577 millj. kr. án virðisaukaskatts. Að honum meðtöldum nemur sú fjár- hæð tæpum 68 milljörðum og þegar 8,4% hækkun byggingarvísitölunnar frá 1. janúar 2018 til dagsins í dag er tekin með í reikninginn fer heildar- upphæðin í 73-74 milljarða kr. Að sögn Gunnars hefur bygging bílakjallara bæst við auk þess sem hafa verði í huga að í öllum áætl- unum er reiknað með mínus 10% til plús 15% óvissu. Gert er ráð fyrir að uppsteypa meðferðarkjarnans muni standa yfir í 33 mánuði. Gunnar segir að nú hefjist strax undirbúningur Eyktar, verkteikningar verða afhentar og hafist handa við yfirferð með sér- fræðingum Exigo í áætlunargerð, en þeir eru ráðgjafar NLSH efh. Risaverk á tímum óvissu  Meðferðarkjarninn kosti 55 milljarða Óvissa um kostnað við Hringbrautar- verkefnið mismikil eftir verkáföngum  „Mjög sérstakir tímar á mörkuðum“ Ljósmynd/NLSH Framkvæmdasvæðið Meðferðarkjarninn verður stærsta bygging Hringbrautarverkefnisins og er hann nú talinn munu kosta um 55 milljarða. Gunnar Svavarsson Sú mynd sem formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar dregur upp af uppbyggingu íbúða í borginni er ekki raunsönn að mati Samtaka iðnaðarins. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Sigurborg Ósk Haralds- dóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, taldi að stefnt væri að uppbyggingu 1.000 íbúða á ári í Reykjavík til 2040. Ingólfur Bender, hagfræðingur SI, segir að þegar tölur næstu ára séu skoðaðar gangi þessi útreikningur ekki upp. „Það er talsverð fækkun íbúða í byggingu í Reykjavík eða um 9% frá því fyrir ári og það stefnir í að full- búnum íbúðum sem eru að koma inn á markaðinn í borginni muni fækka á næstunni eða ekki fjölga. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins er nú 47% samdráttur í Reykjavík í íbúðum á fyrstu byggingarstigum, þ.e. að fok- heldu. Það er meiri samdráttur en mælist á höfuðborgarsvæðinu og í ná- grenni þess á þessum bygging- arstigum (41%), þó er samdrátturinn á svæðinu öllu verulegur á þessum byggingarstigum og mikið áhyggju- efni. Reikna má með að þetta muni hafa áhrif til lækkunar á heildarfjölda fullbúinna íbúða sem eru að koma inn á markaðinn í Reykjavík á næstu ár- um,“ segir Ingólfur. Nokkru undir markmiðinu Segir hann að m.a. í þessu ljósi sé SI að lækka spá umtalsvert fyrir full- búnar íbúðir sem eru að koma inn á markaðinn í Reykjavík á næsta og þarnæsta ári. „Reiknum við nú með 895 íbúðum á næsta ári fullbúnum í borginni í stað 999 áður. Við reiknum með enn meiri fækkun á árinu 2022 en það ár erum við að lækka spá okk- ar úr 1.009 niður í 778. Það er því bæði þessi ár verið að fara nokkuð undir þær þúsund íbúðir sem Sig- urborg segir að sé þeirra stefna,“ segir Ingólfur. Þá bendir hann á lítinn hluta íbúða á fyrstu byggingarstigum sem séu á leið á leið á markað. 28% allra íbúða á fyrstu byggingarstigum eru óhagn- aðardrifin leigufélög að reisa. Af sökklum er hlutfallið um 90% óhagn- aðardrifin leigufélög. vidar@mbl.is Óraun- hæfar áætlanir  Mun færri íbúðir á markað en áætlað er Ingólfur Bender Hæstiréttur hefur staðfest dóma Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar um að Reykjavíkur- borg hafi verið heimilt að synja um- sókn konu um fjárhagsaðstoð á grundvelli tekna maka hennar. Rétturinn samþykkti að taka málið fyrir þar sem dómur í því gæti haft fordæmisgildi. Konan taldi að borgin hefði með synjuninni brotið gegn grundvall- arréttindum hennar samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar og meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat. Í dómi Hæstaréttar segir m.a., að leggja yrði til grundvallar að það fyrirkomulag í reglum Reykjavík- urborgar að tekjur maka gætu haft áhrif til skerðingar á rétti manna til fjárhagsaðstoðar ætti sér full- nægjandi stoð í lögum. Þá var talið að fyrirkomulag reglna borgarinnar ætti við mál- efnaleg rök að styðjast og að sú skerðing sem konan sætti hefði ekki farið í bága við grundvallar- reglur stjórnarskrárinnar. Heimilt að taka til- lit til tekna maka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.