Morgunblaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020
Bergþór Ólason,þingmaður Mið-
flokksins, gerði stöðu
einkarekinna fjöl-
miðla að umtalsefni í
óundirbúnum fyrir-
spurnartíma á Al-
þingi í gær. Hann
vakti athygli á að ætl-
unin væri að hækka
gjaldið sem greitt er
til Ríkisútvarpsins úr
17.900 krónum í
18.300 krónur á
næsta ári og að Rúv.
fái 4.500 milljónir
króna frá ríkinu á næsta ári. Ofan á
það bætist auglýsingar og fleira.
Bergþór spurði fjármálaráðherra
hver afstaða hans væri til þess „að
leyfa greiðendum nefskattsins að ráð-
stafa tilteknu hlutfalli af nefskatti sín-
um til einkarekinna miðla. Það væri
t.d. hægt að gera á skattskýrslu hvers
árs“, sagði Bergþór, sem nefndi að
fyrst í stað gæti þetta verið 10% nef-
skattsins, eða um 450 milljónir.
Fjármálaráðherra sagði þettaáhugaverða hugmynd, sem hún
vissulega er, en að hún væri ekki á
dagskrá ríkisstjórnarinnar. Hann
lýsti þó efasemdum með framkvæmd
nefskattsins. Bergþór fagnaði því að
ráðherra vildi umræðu um málið og
benti á fleiri leiðir til að styðja við
einkarekna miðla, svo sem að „af-
nema virðisaukaskatt af áskrift-
artekjum“ eða „eiga við trygginga-
gjald starfsmanna“.
Þá tók fjármálaráðherra aftur tilmáls og benti á að Rúv. væri svo
umfangsmikið vegna ríkisstyrksins
að aðrir miðlar liðu fyrir það og hann
nefndi auglýsingamarkaðinn sérstak-
lega í því sambandi.
Þessi umræða er mjög athygl-isverð og henni hljóta að fylgja
aðgerðir í samræmi við sláandi lýs-
ingar á stöðu einkareknu miðlanna í
skugga Rúv.
Bergþór Ólason
Einkarekstur í
skugga ríkisins
STAKSTEINAR
Bjarni
Benediktsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Samfylkingin vill ráðast í stórtækar aðgerðir til að
fjölga störfum, en flokkurinn kynnti í gær efna-
hagsstefnu sína fyrir næsta ár, sem ber nafnið
Ábyrga leiðin. Með henni er stefnt að því að skapa
um 5-7.000 ný störf og minnka þannig atvinnuleysi
um allt að þriðjung. Verðmiðinn er sagður 80 millj-
arðar króna, en að teknu tilliti til aukinna skatt-
tekna og lægri útgjalda til atvinnuleysistrygginga
yrði nettókostnaður ríkissjóðs um 50 milljarðar.
Flokkurinn vill m.a. ráðast í atvinnuskapandi
skattalækkanir fyrir einstaklinga og smærri fyrir-
tæki, samhliða því að hækka bætur atvinnuleysis-
og almannatrygginga og létta undir með sveitar-
félögum. Lagt er til að fyrirtækjum verði veittur 2
milljóna afsláttur af tryggingagjaldi á næsta ári.
Með því félli gjaldið í raun niður hjá einyrkjum og
smáfyrirtækjum. Í áætluninni er einnig lagt til að
starfsmönnum í almannaþjónustu verði fjölgað.
Fram kom í máli Loga Einarssonar, formanns
Samfylkingarinnar, að stöðugildum hjá ríkinu
hefði fækkað um 1.000 á síðustu tíu árum, á sama
tíma og landsmönnum hefur fjölgað um 50.000.
Nánari upplýsingar eru á vef flokksins.
Telja aðgerðir skapa 5-7.000 störf
Samfylkingin kynnti
efnahagsstefnu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kynnti stefnu Logi Einarsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, kynnir efnahagsstefnu flokksins.
Nýleg sýnataka Umhverfisstofn-
unar leiddi í ljós að nokkrar teg-
undir lyfjaleifa var að finna í mæl-
anlegum styrk í Kópavogslæk og
Tjörninni í Reykjavík.
Umhverfisstofnun hefur staðið
fyrir sýnatökum í vatni í þeim til-
gangi að kortleggja útbreiðslu efna
sem talin eru ógn við vatna-
umhverfi í Evrópu, segir í tilkynn-
ingu. Sýni voru tekin í hafinu við
Klettagarða, í Tjörninni í Reykja-
vík og í Kópavogslæk. Um er að
ræða efni sem eru á sérstökum
vaktlista Evrópusambandsins, sem
hefur m.a. að geyma lyfjaleifar,
kynhormón og varnarefni. Að auki
var kannað hvort hér á landi fynd-
ust lyfjaleifar sem eru á sérstökum
vaktlista í Svíþjóð.
Helstu niðurstöður mælinganna
eru að í sýnunum var að finna þrjú
efni af 16 á vaktlista Evrópusam-
bandsins. Að auki fannst kynhorm-
ónið estrógen í öllum sýnunum sem
voru tekin. Af þeim efnum sem eru
á sænska vaktlistanum fundust níu
efni í mælanlegum styrk.
Lyfjaleifar í Kópavogs-
læk og Tjörninni
Morgunblaðið/Ómar
Kópavogslækur Mælingar sýndu leifar af lyfjum í læknum.
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
TILBOÐ
20%
afslátturá augnlyftingu í október
NÝJUNG
Augnlyfting
Í boði á Íslandi í fyrsta sinn
Nýogbyltingarkenndmeðferð semer frábær fyrir þá
semvilja láta lyfta augnlokum semeru farin að síga.
Meðferðinamáeinnig framkvæma til að þétta slappa húð
undir augumog til að grynnka hrukkur og fínar línur á
augnsvæði.
Áhudfegrun.is máfinna upplýsingar umfleiri tilboð!