Morgunblaðið - 09.10.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Þingsályktunartillaga um að heimila
sveitarfélögum að innheimta um-
hverfisgjöld hefur verið lögð fram á
Alþingi. Lagt er til að samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra í samráði
við umhverfis- og auðlindaráðherra
verði falið að
meta hvort og
hvernig sé unnt
að veita sveitar-
félögum heimild
til að innheimta
slík gjöld. Ráð-
herra skili Al-
þingi skýrslu um
málið á vorþingi
2021. Flutnings-
menn eru Ólafur
Þór Gunnarsson
og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Þetta er í sjötta sinn sem sam-
bærileg þingsályktunartillaga er
lögð fram. Það var fyrst gert 2010-
2011. Tillögurnar hafa ekki verið af-
greiddar. Ólafur var spurður hvort
hann gerði sér vonir um að það færi
öðru vísi nú?
„Ég veit það ekki en umræðan um
umhverfismál er orðin miklu þrosk-
aðri en hún var. Mín hugsun er fyrst
og fremst að fá umræðu um að sveit-
arfélögin verða að geta tekið á um-
hverfismálum til að draga úr kolefn-
isspori. Væntanlega verður þeim í
sjálfsvald sett hvort þau nota til
þess jákvæða hvata, sem ég tel
skynsamlegast, eða fara aðrar leið-
ir,“ sagði Ólafur. Jákvæðir hvatar
geta t.d. verið að heimili sem eiga
einn bíl fái frítt í bílastæði eða aðrar
ívilnanir.
Ólafur segir að ástæða þess að
hann leggur fram þingsályktunartil-
lögu en ekki lagafrumvarp sé að
skoða þurfi marga fleti á málinu,
ekki síst gagnvart þeim sem verða
að nota bíla. Það er töluverður hóp-
ur og taka verður sérstakt tillit til
slíkra.
Nái til mengandi starfsemi
Í greinargerð með tillögunni bein-
ist athyglin talsvert að bílum en
Ólafur segir að tillagan snúist um
einnig um aðra mengandi starfsemi
innan sveitarfélaganna. Nú hafi
sveitarfélögin ekki heimildir sam-
kvæmt lögum til að taka umhverf-
isgjöld af slíkri starfsemi.
En er ekki verið að höggva í sama
knérunn varðandi bíleigendur, er
ekki nóg sem þeir þurfa að borga?
„Þetta þarf alls ekki að vera í
formi gjalda heldur alveg eins í
formi ívilnana. Þannig væri hægt að
fá fólk til að hugsa um hvort það
þarf að eiga bíl númer tvö. Hugs-
unin með tillöguflutningnum er að
koma þessu inn í umræðuna.“
Ólafur segir að bílaumferð og sú
mengun sem hún veldur snerti
sveitarfélögin einna mest. Nú hafi
sveitarfélögin engar tekjur af bif-
reiðagjaldi. Þau hafa heimild til að
rukka fyrir bílastæði og notfæra
sum sér það en önnur ekki. Ólafur
segir að flest sveitarfélög geri nú
ráð fyrir því í skipulagi að það þurfi
þrjú bílastæði fyrir hvern bíl í
sveitarfélaginu. Það krefst mikillar
landnotkunar og er kostnaðarsamt.
Sveitarfélögin fá það ekki bætt
nema helst í gatnagerðargjöldum.
Þau eiga að fara í að gera götur en
eru ekki til að mæta öðrum þáttum
sem valda kostnaði, segir Ólafur.
Umhverfisgjöld í sjötta sinn
Þingsályktunartillaga um að sveitarfélög geti lagt umhverfisgjöld á mengandi
starfsemi Litið til bílaeignar, notkunar á efnum og umhverfisáhrifa
Morgunblaðið/Ómar
Umferð Sveitarfélögin skortir tæki til að taka á mengandi þáttum, að mati flutningsmanns þingsályktunartillögu.
Ólafur Þór
Gunnarsson
pinnamatur
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á
einnota fötum, tilbúið fyrir veisluborðið
Fagnaðir
Hólshraun 3 · 220 Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Icelandair Group hefur ákveðið að
senda fjórar Boeing 757-200-vélar úr
flota sínum í niðurrif. Verður það
framkvæmt hér á landi og í Banda-
ríkjunum. Vélarnar sem rifnar verða
voru smíðaðar árið 1991 og 1992. Þá
hefur Icelandair selt þrjár sams
konar vélar úr flotanum, tvær smíð-
aðar 1994 og eina sem smíðuð var ár-
ið 2000. Sú yngsta þeirra komst í
eigu Icelandair árið 2011 en hinar á
árabilinu 2003-2005.
Eftir þessar breytingar á flota fé-
lagsins verða elstu vélarnar eftir
sem áður þær sem smíðaðar voru
1991 og 1994. Því verða elstu vélar
flotans 29 ára gamlar. Á síðasta ári
veðsetti Icelandair Group 10
skrokka Boeing 757-véla í eigu fé-
lagsins í tengslum við lántöku hjá
Landsbankanum sem hljóðaði upp á
80 milljónir dollara. Samkvæmt upp-
lýsingum frá félaginu var engin
þeirra véla sem nú hverfa úr flota fé-
lagsins veðsett bankanum.
Morgunblaðið/Eggert
Boeing Icelandair notast að mestu
við 757-200-vélar í flota sínum. Þó
eru þar einnig 757-300- og 767-
breiðþotur og 737-MAX-vélar.
Elstu vél-
arnar í flot-
anum 29 ára