Morgunblaðið - 09.10.2020, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Veiran kæfiraðra um-ræðu hér
sem annars stað-
ar. Þó er ekki víst
að umræðan eina
geri nokkurt
minnsta gagn.
Ísland valdi sér leið. Það er
ekki alveg ljóst hvernig það
val fór fram, því að stjórnvöld
landsins, þ.e.a.s. hin eiginlegu
stjórnvöld samkvæmt bók-
stafnum, reyndust næsta fjar-
læg í öllu því ákvörðunarferli.
Kannski það hafi átt að vera
sniðugheit, af því að málið
væri svo sannarlega heitt og
hættulegt svo best væri að
koma hvergi nærri, þó þannig
að ekki yrði mikið eftir því
tekið. Þannig varð það óhjá-
kvæmilegt að hinn hluti
valdsins, sá sem stjórnar-
skráin og lagaramminn um
stjórnskipunina nefnir ekki
nema neðanmáls, átti loka-
orðið, eins og er orðin lenska
hér á landi. Sá hluti tók sér
ekkert vald. Hann barst bara
eins og óviljandi inn í tómið.
Einhver varð að fylla það.
Vissulega var víða margt
hjalað. Meðal annars nokkuð
um þann möguleika að vernda
veikustu þegnana en stuðla að
öðru leyti að því, að hér næð-
ist svokallað hjarðónæmi sem
myndi skera skorninga í
braut veirunnar svo það yrði
henni ekki hægðarleikur að
komast á milli manna. Svo
margir yrðu þá tiltölulega
hratt ónæmir á tilteknum
tíma, að smitaðir næðu ekki
að koma veirunni af sér yfir á
hina ósýktu, svo vísindamáli
sé sleppt.
En fullyrt var að sú leið
dæmdi sig úr leik, því að heil-
brigðiskerfið kæmist ekki í
gegnum svo brattan kúf sem
fylgdi slíkri aðferð.
Í þessu sambandi var aldrei
rætt um að hinum kostinum,
þeim óhjákvæmilega, fylgdi
það böl að fram undan yrðu
ekki vikur, ekki örfáir mán-
uðir, heldur langur óræður
tími, þar sem veiran, með sín-
um hótunum, réði ekki bara
ferðinni, heldur lögum og lof-
um í landinu. Ekki aðeins um
skamma hríð heldur miss-
erum eða jafnvel árum sam-
an.
Svo sannfærð vorum við
flest um að við hefðum hitt
bæði naglann og veiruna á
höfuðið að opinber yfirvöld
tóku að útbýta fálkaorðum í
júníbyrjun í tilefni af því!
Einhver hafði þá gleymt að
gera þeim sem utan um það
halda grein fyrir, að tímaskyn
allra væri bersýnilega komið
úr skorðum.
Hún er alkunn
óleysta spurn-
ingin um hvort
komi á undan egg-
ið eða hænan. Um
hitt er aldrei rætt,
enda óumdeilt, að
hænan og haninn eru fremst í
röðinni, því án þeirra tilþrifa
kemur ekkert egg. Við héld-
um ekki upp á sigurinn í hálf-
leik, heldur strax þegar
hlaupið hafði verið í kortér.
En vandinn við aðferðina,
sem við höfum ekki komist
fyrir, er að við erum ekki ein í
heiminum. Felist okkar veiru-
sigur í því, að einungis lítið
sýnishorn af landsmönnum
hafi komið sér upp virku mót-
vægi gegn henni, þá er það
gott og blessað. Það er að
segja ef við erum ein í heim-
inum.
Það þurfti ekki nema örfáa
knáa skíðagarpa sem komu
meira eða minna úr sömu
brekkunni, til að setja allt á
hvolf hér.
Ef við náum því í næstu
viku að koma smitum aftur
niður í núll, þá er eins gott að
umheimurinn láti okkur í friði
um langa framtíð. En það er
ekki víst að hann muni gera
það. Og hvað gerum við þá?
Skellum við þá sjálf í lás eins
og umheimurinn gerði fyrir
okkur síðast og bíðum eftir
bóluefni? Og þá með hvaða af-
leiðingum?
Það eru ekki efni og ekkert
gagn að því að hefja nú leit að
sökudólgum. Og það er fjarri
því að vera víst að það séu ein-
hverjir sökudólgar. Allir hafa
hamast við að gera sitt besta.
En það er þó augljóst að
þeir sem helstu ábyrgð bera
samkvæmt stjórnskipuninni
þurfa að koma til byggða.
Ekki til þess að tala til okk-
ar eins og þjálfarar íþrótta-
leikja: Stöndum saman, við
erum öll í baráttunni, við er-
um öll í almannavörn! Stönd-
um saman um hvað og hvað
lengi.
Við erum ekki öll í sömu
baráttunni. Hagur manna er
ólíkur og það er þegar gengið
hart að mörgum. Og þótt allir
vilji leggjast á árar þarf að
vera ljóst hvert er stefnt. Ef
það er svo að okkar barátta
gangi alls ekki upp nema hinn
íslenski Palli sé til og hann sé
raunverulega einn í heim-
inum. En sú einvera reyndist
Palla reyndar stutt gaman
skemmtilegt.
Við erum vissulega sam-
hentir félagar þegar á þarf að
halda en við erum ekki endi-
lega (P)allar ef stefnan og
markmiðin eru enn, meira en
hálfu ári síðar, harla óljós.
Í lúdó kom oft fyrir
að lent var aftur á
byrjunarreit. En þar
var ekkert undir}
Vantar alvöruleiðsögn
Þ
að eru áttatíu ár í dag síðan John
Lennon söng sitt fyrsta lag. Lista-
maður sem var snillingur og galla-
gripur, samdi grípandi laglínur,
stóð glaðlegur á sviðinu og fékk
alla til þess að brosa með hnyttnum tilsvörum.
Þegar hann var lítill strákur heima í Liverpool
sagði mamma hans honum að hann væri frá-
bær. Var hann frábær?
Sjálfur sagði Lennon að öllum þætti vænt
um þá sem væru komnir undir græna torfu,
sem er auðvitað ekki rétt. Hann var óneitan-
lega virtur og dáður á sinni stuttu ævi. Bítlarnir
sömdu hundruð frábærra laga og hættu aldrei
að reyna eitthvað nýtt. Margir listamenn semja
sífellt sama lagið eða skrifa aftur og aftur sömu
bókina. Í hvert skipti sem John og Paul náðu
nýjum hæðum datt þeim ekki í hug að hvílast
þar heldur héldu ótrauðir áfram.
Lennon var enginn venjulegur rokkari. Lögin eiga eftir
að lifa í margar aldir, en hann hafði líka eitthvað að segja.
En það var ekki allt flókið: All you need is love. Boðskapur
sem er svo einfaldur að einhverjir hlæja að honum og telja
slíka speki í besta falli duga fyrir blómabörn, fólk sem þor-
ir að beita ímyndunaraflinu.
Hugsaðu þér hvergi
nein landamæri lögð
að drepa og deyja fyrir
né deilt um trúarbrögð.
Já, hugsaðu þér heiminn
halda grið og frið.
Mér er sagt ég sé með óra
en ég er ekki einn um það.
(Þýðing Þórarins Eldjárns)
John Lennon spurði: Hver er ég? Enginn
veit það nema ég. Hver ætli hann hafi verið?
Slagsmálahundur sem var vondur við konur
fram eftir ævinni? Eða femínisti sem söng um
ást og frið? Þann Lennon viljum við muna.
Þann sem söng: Enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur.
Enn í dag – alveg eins og fyrir hálfri öld –
þrífast hópar á hatri. Stjórnmálamenn, trúar-
leiðtogar, ritstjórar og svo miklu fleiri gera lít-
ið úr öðrum – hinum – meðan „við“ erum borin
til betra lífs af því að við erum betri. Falsfréttir
og matreiðsla á sannleikanum eru lýðskrum-
urum eiginleg meðan venjulegt fólk segir eins og skáldið:
Við viljum bara sannleikann, segið okkur bara satt.
Skömmu fyrir andlátið raulaði Lennon: Fólk spyr
spurninga og veit ekkert í sinn haus. Og ég segi þeim að
það séu engin vandamál, bara lausnir. Svo skruppu þau
John og Yoko í stúdíóið að kvöldi 8. desember 1980. Hann
kom aldrei heim aftur.
Ég bjó í Bandaríkjunum og var að horfa á amerískan
fótbolta þetta kvöld. Ég man það eins og það hefði gerst í
dag þegar þulurinn sagði: „Vinsælasti Bítillinn er dáinn.“
Oh boy.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Á eilífa jarðarberjaakrinum
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ídag eru áttatíu ár liðin frá þvíað John Lennon fæddist íLiverpool árið 1940. Tón-smíðar hans með Bítlunum
og síðar þegar hann var á eigin veg-
um hafa fyrir löngu tryggt Lennon
sess sem einn fremsti dægurlaga-
höfundur 20. aldarinnar.
Lennon samdi með meðhöfundi
sínum Paul McCartney um 180 lög,
þó að framlag þeirra væri mismikið
eftir hverju lagi. Þar á meðal eru
ódauðleg listaverk á borð við A Day
in the Life, I am the Walrus og
Strawberry Fields Forever, játn-
ingar eins og I am a Loser og Help!,
og lög sem ekki bara fönguðu tíð-
arandann heldur ýttu einnig upp-
tökutækni þess tíma lengra fram á
við og ruddu brautina fyrir tónlist-
armenn síðari tíma, samanber lagið
Tomorrow Never Knows.
Lennon hélt áfram lagasmíðum
sínum eftir að Bítlarnir slitu sam-
starfi sínu, en hann gaf út sjö sóló-
plötur á árunum milli 1970 og 1980,
og má þar einnig finna sumar af
mestu dægurlagaperlum síðustu
aldar, lög eins og Working Class
Hero, Jealous Guy og (Just Like)
Starting Over, sem kom út á Double
Fantasy, síðustu plötunni sem John
náði að taka upp fyrir andlát sitt ár-
ið 1980.
Barðist fyrir heimi án átaka
Frægasta lag Lennons er þó án
nokkurs vafa Imagine, sem kom út á
samnefndri plötu árið 1971, en þar
bað John áheyrandann að ímynda
sér heim án eigna, trúarbragða, eða
nokkurs þess sem gæti gefið mann-
fólkinu ástæðu til þess að deila og
drepa hvert annað.
Lagið er um margt lýsandi fyrir
þá baráttu fyrir friði sem John og
síðari eiginkona hans, Yoko Ono,
tókust á hendur, en sú barátta átti
sér ýmsar birtingarmyndir. Árið
1969 nýttu hjónin sér athyglina sem
brúðkaup þeirra gaf til þess að mót-
mæla Víetnamstríðinu með því að
liggja uppi í rúmi á hóteli, bjóða fjöl-
miðlum til sín og ræða við gesti og
gangandi. Í leiðinni samdi John lag-
ið Give Peace a Chance, mótmæla-
lag, sem hefur yljað baráttufólki
fyrir friði (og því að fá handritin
heim) um hjartarætur í rúm fimm-
tíu ár.
Tveimur árum síðar, eða um jólin
1971, vöktu hjónin aftur athygli, að
þessu sinni fyrir að kaupa auglýs-
ingaskilti í tólf stórborgum þar sem
stóð í svörtu letri á hvítum bak-
grunni að stríð væru á enda ef fólk
vildi. Þetta athæfi vakti mikla at-
hygli, þótt einhverjir teldu friðar-
boðskapinn ekkert nema auglýs-
ingabrellu til þess að vekja athygli á
jólasmáskífu Johns og Yoko, Happy
XMas (War is Over). Þá hafði bar-
átta þeirra þau áhrif að bandarísk
yfirvöld reyndu um hríð að vísa
John úr landi, en hann hafði þá flust
til New York.
Dýrlingur eftir andlátið
Hið voveiflega fráfall Lennons í
desember 1980 varð til þess að gera
John nánast að dýrlingi í huga al-
mennings, friðarpostula og íkoni
sem vart hefði stigið feilspor.
Sjálfur hefði John varla tekið
undir þá lýsingu, enda var hann um
margt þversagnakenndur. Móður-
missir í æsku, reiði unglingsáranna,
skyndileg heimsfrægð og misheppn-
að hjónaband mörkuðu spor sem
fæstir myndu tengja við dýrling.
John Lennon átti sér vissulega
ýmsar hliðar. En á sama tíma náði
hann með tónsmíðum sínum að lyfta
öllum, þar á meðal sjálfum sér, á að-
eins hærra plan. Og til lengri tíma
litið er heimurinn fegurri, því að
John Lennon var til.
Margbrotinn en
breyskur snillingur
AFP
John Lennon Í dag eru áttatíu ár frá fæðingardegi Johns Lennon.
Friðarsúlan í Viðey, listaverk
Yoko Ono, verður tendruð í
kvöld í 14. sinn, og hefst athöfn-
in kl. 21. Friðarsúlan mun varpa
ljósi upp í himininn til 8. desem-
ber næstkomandi.
Vegna kórónuveirufaraldurs-
ins verður enginn viðburður í
Viðey í tengslum við tendrun-
ina, en þess í stað verður
streymt beint frá henni. Mun
Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri flytja stutt ávarp og að
því loknu verður kveikt á Friðar-
súlunni, að því er kemur fram í
tilkynningu.
Tendruð í 14.
sinn í kvöld
FRIÐARSÚLAN Í VIÐEY
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Friðarsúlan Athöfninni verður
streymt vegna faraldursins.