Morgunblaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020
Á fimmta áratug síð-
ustu aldar opnuðu þeir
kumpánar Silli og Valdi
fjarska lítilmótlegan
veitingastað á Lauga-
vegi 11. Um þetta leyti
áttu þeir félagar tugi
húseigna víða í borg-
inni. Þessi staður var
athvarf fjölmargra
mennta- og listamanna
árin frá 1948-1970, þeg-
ar staðnum var breytt í dýrindis mat-
sölustað. Ég var í Versló árin 1952-
1958 og sótti þennan stað með fé-
lögum mínum, Alfreð Flóka teiknara,
Helga úrsmið Guðmundssyni og
fleirum. Þarna var fjölskrúðugt
mannlíf. Þarna sátu þeir og blönduðu
sér í kaffi og gosdrykki – mágur
minn Jökull Jakobsson, Elías Mar,
Steinn Steinarr, Hannes Pétursson,
Sigfús Daðason, Jón Óskar, Þóra
Elfa Björnsson, Helgi Kristinsson
frá Þórustöðum, Ingimar Erlendur
o.fl. o.fl. Einn gesturinn vakti sér-
staka athygli mína. Hann var alltaf
einn – með snarbeyglaðan hattkúf
sat hann og yrti ekki á neinn og allir
létu hann í friði. Mér lék hugur á að
vita hver þetta væri. Eitt kvöldið
gekk ég með honum heim til hans.
Hann reyndist eiga
heima á Hverfisgötu 32,
gömlu gistihúsi, sem
Þuríður Þórarinsdóttir,
systir séra Árna á
Stóra-Hrauni, átti.
Þetta var forskalað
timburhús, þrjár hæðir
og kjallari. Skjólstæð-
ingur minn bjó í her-
bergi á þriðju hæð.
Það var heldur
ófélegt um að litast í
herberginu. 20-30
hlandkoppar stóðu
barmafullir á gólfinu. Fyrsta verk
mitt var að sturta úr þeim í nærliggj-
andi salerni og gekk það greiðlega.
Svo fór ég að rekja garnirnar úr Har-
aldi. Hann átti mjög erfitt um mál en
með þolinmæði og biðlund kom ým-
islegt í ljós.
Steingrímur skáld Thorsteinsson,
faðir Haraldar, lést 1913. Hann var
þjóðskáld, dáður og virtur um allt
land. Hafði þýtt „Þúsund og eina
nótt“ og verið rektor Lærða skólans
lengi. Haraldur hélt til náms í Lond-
on upp úr 1910. Þar komst hann í
kynni við „Bloomsbury-klíkuna“ sem
svo var nefnd. Hún samanstóð af eft-
irtöldum skáldum: Evelyn Waugh,
T.S. Eliot, Esra Pound, Wyndham
Lewis, bölsýnisskáldum og nokkrum
myndlistarmönnum, þ.á m. Audrey
Bearesey, Sainborough og fleirum.
Nú nú. Haraldur skrifaði nokkur
leikrit en hann sagði þau löngu týnd
og tröllum gefin. Jæja. Nokkrum
dögum síðar kom Axel bróðir Har-
aldar því til leiðar að hann var flutt-
ur, meistari Haraldur, hálfnauðugur
á Hjúkrunarheimilið Grund við
Hringbraut. Nokkrum dögum síðar
fór hann út að labba og ætlaði að
kaupa sér sígarettur hjá Silla og
Valda á horni Furumels og Hring-
brautar en varð fyrir bíl og lést.
Þannig lauk lífi sonar þjóðskáldsins,
sem hafði átt dularfulla skáldævi í
Bretlandi.
P.s. Haft var eftir próf. Níels P.
Dungal, sem krufði aðiljann, að hann
hefði aldregi séð aðra eins beina-
hrúgu.
Hver var Haraldur
Hamar Thorsteinsson?
Eftir Braga
Kristjónsson »Einn gesturinn vaktisérstaka athygli
mína. Hann var alltaf
einn – með snarbeygl-
aðan hattkúf sat hann
og yrti ekki á neinn og
allir létu hann í friði.
Bragi Kristjónsson
Höfundur var fornbókakaupmaður í
Reykjavík í 40 ár.
Þessa dagana rís
þriðja bylgja Covid-
19-faraldursins sem
hæst hér á landi og er
óhætt að segja að við
lifum á einstökum
tímum í okkar sam-
félagi. Mikilvægt er
að allir aðilar í þjóð-
félaginu standi saman
í baráttunni gegn
þessum vágesti þó ástandið sé
sannarlega farið að reyna vel á þol-
inmæði okkar allra. Veiran fer ekki
í manngreinarálit og getur komið
upp hvar sem er. Veiran veldur
ekki bara ótímabærum andlátum og
erfiðum veikindum hjá áhættuhóp-
um. Sumir þeirra sem sýkjast og fá
jafnvel ekki mikil einkenni geta
samt verið að glíma við eftirstöðv-
arnar í langan tíma eftir sýkingu.
Það er því ekki í boði að leyfa veir-
unni að leika lausum hala. Enginn
vill hafa það á samviskunni að smita
aðra manneskju þannig að hún
hljóti varanlega skaða af.
Endurhæfing covid-sjúklinga
á Reykjalundi
Í upphafi faraldursins gerðu
Reykjalundur og Landspítali samn-
ing um að Reykjalundur myndi
sinna endurhæfingu covid-
sjúklinga af Landspítala. Það voru
sjúklingar sem lagst höfðu inn á
spítalann vegna covid-sýkingar og
þurftu endurhæfingu til að geta út-
skrifast; komast á fætur og aftur út
í hið daglega líf. 16 einstaklingar
fóru í gegnum þetta ferli á Reykja-
lundi í vor. Í sumar og haust hefur
orðið töluverð umræða um eftirköst
þeirra sem sýkst hafa af covid og
endurhæfingu þeirra. Þetta er hóp-
ur fólks sem sýktist en fékk ekki
endilega mikil einkenni, a.m.k. ekki
það mikil að þurfa að leggjast inn á
spítala. Hins vegar hafa borist
margar beiðnir á Reykjalund um
endurhæfingu þessa hóps þar sem
fólkið glímir við einkenni löngu eft-
ir smit. Nú eru komnir sjö í með-
ferð á Reykjalundi með þessa lýs-
ingu. Yfir fjörutíu einstaklingar eru
á biðlista og fjölgar beiðnunum í
viku hverri. Þessa dagana er
Reykjalundur að setja í gang sér-
stakt úrræði til að þjónusta þennan
hóp með það að markmiði að koma
þeim aftur út á vinnumarkaðinn og
út í lífið eins og hægt er.
Um 10% sjúklinga virðast
fá langvarandi einkenni
Enginn veit með vissu hvað sá
hópur er stór sem fær langvarandi
einkenni eftir covid-smit. Þótt ná-
kvæmar rannsóknir skorti hafa sér-
fræðingar erlendis leitt að því lík-
um að það séu að minnsta kosti
10%. Þessi hópur er að glíma við
eftirstöðvar mörgum vikum eða
mánuðum eftir sýkingu. Þetta lýsir
sér í fjölbreytilegum einkennum
svo sem síþreytu, þrekleysi, verkj-
um og öndunarfæraeinkennum svo
dæmi séu nefnd. Merkja má við-
horfsbreytingu hjá almenningi
gagnvart smiti síðan í vor. Hjá
yngra og miðaldra fólki var hugs-
unin oft sú að viðkomandi vildi ekki
smitast til að verða ekki valdur að
því að smita aðra, til dæmis nána
ættingja eða vini sem væru í
áhættuhópum og gætu orðið alvar-
lega veikir eða jafnvel dáið. Í dag er
vitað að hluti þeirra sem sýkjast
getur þurft að glíma við langvar-
andi einkenni sem leiða til skerð-
ingar á starfsorku og lífsgæðum,
jafnvel í mjög langan tíma. Þar
sjáum við að frískt fólk, t.d. í yngri
kantinum og miðaldra, getur vel
lent í þessum hópi.
Ákvarðanir byggðar á
gögnum og þekkingu á
eðli smitsjúkdóma
Við Íslendingar getum hrósað
happi að hafa „þríeykið“ okkar við
stjórnvölinn. Þótt margir hafi sann-
arlega lagt hönd á plóginn í barátt-
unni við covid hér á landi þarf samt
öfluga leiðtoga með bein í nefinu til
að stýra málum, lesa í aðstæður á
hverjum tíma og hafa dug til að láta
ekki undan alls kyns þrýstingi og
sérhagsmunum. Þótt margt sé vitað
um hvernig samfélög eiga að bregð-
ast við alvarlegum smitsjúkdómum
þá er ný veira með óþekkta eigin-
leika ávallt mikil áskorun. Meta
þarf stöðuna og taka ákvarðanir á
degi hverjum. Oftar en ekki þarf að
bregðast hratt við og byggja á þeim
gögnum sem liggja fyrir á hverjum
tíma. Sumt af því sem gert er má
eflaust gagnrýna í baksýnisspegli,
en þegar ákvarðanir hafa verið
teknar er mjög mikilvægt að fylgja
þeim. Auðvitað bitnar ástandið
mjög mismunandi á okkur sem
samfélagsþegnum og því þarf að
sýna skilning og umburðarlyndi.
Stöndum saman!
Á tímum sem þessum er mikil-
vægt að við stöndum saman. Sundr-
ung og sérhagsmunir eru besti vin-
ur veirunnar. Nú ríður á að við
Íslendingar vinnum saman, fylgjum
leiðbeiningum og sigrum þessa
veiru. Aðeins þannig vinnum við
okkur út úr þessu ástandi. Það er
því vel við hæfi að enda á orðum
Þórólfs sóttvarnalæknis: Sam-
staðan er besta smitvörnin!
Eftir Pétur
Magnússon og
Stefán Yngvason
Stefán Yngvason
» Við erum með öfluga
leiðtoga með bein í
nefinu til að stýra mál-
um, lesa í aðstæður á
hverjum tíma og hafa
dug til að láta ekki und-
an alls kyns þrýstingi og
sérhagsmunum.
Pétur er forstjóri Reykjalundar. Stef-
án er framkvæmdastjóri lækninga á
Reykjalundi.
Pétur Magnússon
Samstaðan er besta
smitvörnin
Náunginn á undan
mér í röðinni var með
skítugt sítt hár. Hann
virtist sveittur og hall-
ærislegur, í fáránlegum
lörfum. Engan veginn í
takt við tímann. Það
var fnykur af honum.
Ætlaði hann aldrei að
ljúka erindinu? Hann
var farinn að fara veru-
lega í taugarnar á mér.
Hélt hann að ég gæti
eytt öllum deginum í að bíða vegna
hans?
Svo leit hann við og horfði ákveðið
en afar vingjarnlega í augun á mér.
Þetta var einhvern veginn allt öðru
vísi maður en ég hafði ímyndað mér.
Eitt augnablik fannst mér ég mæta
augnaráði frelsarans.
Fer hans minnsti bróðir eða systir
kannski bara í taugarnar á mér eftir
allt? Ég leit undan, varð niðurlútur.
Ég skammaðist mín.
Við erum öll einhvern veginn
Í skóginum leynast margvísleg tré,
stór og smá. Ólíkar tegundir með
misjafnt vaxtarlag og fjölbreyttar
greinar. Öll eru þau þó sprottin úr
sama jarðveginum. Sum blómgast
vel. Eru tignarleg. Berast á. Halda
lífi. Og bera mikinn og góðan ávöxt.
Önnur ná sér einhvern veginn aldrei
alveg almennilega á strik. Hrörna fljótt,
visna og deyja.
Ástæðuna þekkjum við ekki. Og
varla er við sjálf trén að sakast!
Ástæðan er ráðgáta sem okkur er
ekki gefið að skilja né
útskýra með nokkru
móti, þótt við sann-
arlega vildum.
Við setjum okkur í
stellingar, gerumst
spekingsleg, höldum
ráðstefnur og reynum
að komast að því hvers
vegna trén eru eins og
þau eru.
Við mannfólkið er-
um líkt og trén í skóg-
inum eða greinar
trjánna. Einungis sem
blaktandi strá í vindi
sem reyna að laufgast, ná áttum og
sanna sig í lífsins stormi. En okkur
tekst það greinilega ekki alltaf, þrátt
fyrir einlægan ásetning og einbeitt-
an vilja.
Munum bara að dæma ekki trén í
skóginum því þau eru bara eins og
þau eru. Þau þarf að rækta og að
þeim að hlúa. Þau þarfnast um-
hyggju, skilnings og samstöðu rétt
eins og við. Þau þurfa að vera vinir
og standa saman, þótt ólík séu. Því
þau þurfa hvert á öðru að halda til að
komast af og mynda skjólgóðan
skóg.
Litróf
Við erum alls konar og allir eru
einhvern veginn. Sumir eru öðruvísi
og aðrir hinsegin. Samt göngum við
öll, misjöfnum takti, sama veg í átt
til lífsins sólar. Undir regnboga him-
insins sem götu okkar greiðir. Í kær-
leikans faðm sem líf útbreiðir svo við
komumst af, lífi höldum og rötum
heim.
Ekki veit ég hvers vegna þú ert eins
Við erum alls kon-
ar en einstök og
öll jafn mikilvæg
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn
Þorkelsson
Ekkert mótar mann-
lífið meir í heiminum nú
um þessar mundir en
sú veira, sem kom upp á
markaði með fisk og
ferskar kjötvörur í
Wuhan í Kína í lok árs
2019 og stafaði af yfir-
þyrmandi sóðaskap og í
kjölfarið síðbúnum við-
brögðum kínverskra
stjórnvalda. Leiddi það
síðan eins og alkunna er til útbreiðslu
veirunnar um allan heim með hörmu-
legum afleiðingum, sem engan veginn
er séð fyrir endann á í dag, bæði hvað
snertir tölu látinna og umfang fjár-
tjónsins. Að geta rústað umheiminum
eingöngu með eigin sóðaskap er at-
hyglivert, en skelfilegt tilhugsunar.
Er ljóst nú þegar, að afleiðingar
þessa veirusmits frá Kína eru farnar
að koma fram í eyðileggingu á efna-
hag allra þjóða heimsins og hefur að
auki eitrað daglegt líf allra íbúa land-
anna með einum eða öðum hætti. Get-
ur þá hver og einn litið í eigin barm
hvað það snertir.
Hversu gífurlega mikið og beint
efnahagslegt tjón þjóða heimsins
verður af völdum þessarar veiru, þeg-
ar upp verður staðið, er að sjálfsögðu
ekki hægt að áætla í dag. Þó má færa
rök fyrir því, að fjártjónið muni alla
vega skipta þúsundum milljarða, sem
tjónvaldurinn Kína ber fulla bóta-
ábyrgð á. Það að fjártjónið sé gríð-
arlegt að umfangi og nái til allrar
heimsbyggðarinnar dugar ekki tjón-
valdi til að fría sig skaðabótaábyrgð,
né að hann geti borið fyrir sig gagn-
vart tjónþolum, að hann hafi sjálfur
orðið fyrir efnahagslegu tjóni vegna
veirunnar, sem eigi af þeim sökum að
leiða til sýknu hans.
Ættu allar þjóðir heims
að sameinast varðandi
kröfugerð á hendur
Kína og fylgja því fast
eftir, þótt slíkar skaða-
bætur muni aldrei geta
bætt fjártjón þjóðanna
að fullu, sem þessi veira
hefur og mun valda
þeim, enda horfir í
mestu alþjóðakreppu
síðustu 100 ára. Mann-
fallið verður þó aldrei
bætt eða eyðileggingin
á daglegu lífi fólks og á mannlegum
samskiptum, sem þessi veira hefur
leitt af sér um allan heim. Hvað þá
annað óbeint tjón, sem af veirunni
stafar. Að sjálfsögðu ber í þessu sam-
hengi að þakka fyrir þá aðstoð, sem
Kínverjar hafa veitt, en hvað vænt-
anlega kröfugerð okkar Íslendinga
snertir munu stjórnvöld væntanlega
taka tillit til þeirra 35 milljón króna,
sem kínversk fyrirtæki gáfu til kaupa
á hlífðarbúnaði, grímum o.þ.l., að
frumkvæði kínverska sendiráðsins.
Varðandi skaðabótaskyldu Kín-
verja þá gæti maður til samanburðar
í dæmaskyni spurt sig, hvort það
væri nóg, að sá sem t.d. veldur gríðar-
legum eldsvoða, sem leiðir til fjölda-
dauða og gífurlegs fjártjóns og á
sjálfur alla sökina á upptökum elds-
ins, sé þá þar með laus allra mála, ef
hann hefur sjálfur náð að slökkva eld-
inn í eigin húsi, þar sem upptök elds-
ins voru. Hafi jafnframt að einhverju
leyti tekið þátt í að slökkva eldinn í
húsum annarra, sem standa öll í ljós-
um logum um alla borgina. Gefið eig-
endum þeirra góð ráð um hvernig
standa eigi að slökkvistarfinu og til
viðbótar slakað út einhverju fé hinum
til handa til kaupa á hlífðarbúnaði og
reykgrímum. Skaðabótaskyldan
Kínverska
Covid-19-veiran
Eftir Jónas
Haraldsson
Jónas Haraldsson