Morgunblaðið - 09.10.2020, Side 17

Morgunblaðið - 09.10.2020, Side 17
og þú ert. En ég er þess fullviss að Guð mun umbuna þér fyrir það og þú munt fá það margfaldlega endurgoldið í dýrð himnanna þegar yfir lýkur. Litróf mannlegrar tilveru fær sín ekki notið nema allir litirnir komi fram og fái að njóta sín. Hver með sínum hætti. Tilveran verður þá fyrst fullkomin þegar daufu litirnir taka að styðja þá sterku og ekki síst þeir sterku taka að styðja við þá daufari. Væri til- veran ekki fátæklegri ef allt væri bara svart og hvítt? Horfumst í augu Þegar þér finnst þú lítils virði, líð- ur illa, ert umkomulaus, horfðu þá í augun á Jesú. Eftir því sem þú horf- ir lengur og dýpra muntu finna að þú ert elskaður eða elskuð af ómót- stæðilegri ást. Þá munt þú finna hve óendanlega dýrmæt/ur þú ert. Elsk- uð eða elskaður út af lífinu. Elskaður eða elskuð af sjálfu lífinu. Ef þú vilt horfa inn í himininn horfðu þá í augun á Jesú. Og ef þú vilt horfa í augun á Jesú horfðu þá í augun á þínum minnsta bróður eða systur. Í augum Guðs ert þú ekki til- gangslaus aðskotahlutur eða slys. Eða eitthvað sem var. Heldur verð- mæti sem eru og munu verða. Friðarins Guð færi þér framtíð bjarta og eilíft sumar í hjarta. Í Jesú nafni. Með kærleiks-, samstöðu- og frið- arkveðju. – Lifi lífið! »Ekki veit ég hvers vegna þú ert eins og þú ert. En ég er þess fullviss að Guð mun umbuna þér fyrir það í dýrð himnanna þegar yfir lýkur. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. ALDARMINNING 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020 Um þessar mundir eru liðin 100 ár frá fæðingu Guðmundar Runólfssonar (f. 9.10. 1920, d. 1.2. 2011), skipstjóra og útgerðar- manns í Grundarfirði. Guðmundur er einn af frumkvöðlum Grundar- fjarðar og er ævistarf hans samofið uppbyggingu byggðarinnar þar, sem stendur með miklum blóma í dag. Guðmundur var gerður að heiðursborgara Grund- arfjarðar árið 2010 en með því vildi bæjarstjórn Grundarfjarðar sýna hon- um þakklæti fyrir lífsstarf hans og framlag til byggðar og mannlífs í Grundarfirði. Sagt er að ríflega helmingur af strandlengju landsins sé við Breiða- fjörð og lífríki sjávar mótast af því. Þar eru fengsæl og gjöful fiskimið og sjórinn gaf dýrmæta björg í fátæk bú. Með tímanum jukust bjargráðin, bát- arnir stækkuðu, í þá voru settar vélar, hafnir voru byggðar. Guðmundur Run- ólfsson var af þeirri kynslóð sjómanna og útgerðarmanna sem í senn stuðlaði að og upplifði mestu breytingu Ís- landssögunnar, til framfara og heilla fyrir land og þjóð. Hin öra framþróun til sjávar og sveita og bætt lífsskilyrði Íslendinga síðastliðna öld eru ævintýri líkust. Á þeim tíma hefur frumstæðum atvinnuháttum verið breytt á þann veg sem best gerist meðal fremstu þjóða heims. Snar þáttur þessa ævintýris er líf og starf manna, víðsvegar um land- ið, sem með dugnaði, áræði og góðar gáfur í veganesti hófust upp úr sárri fátækt til mikilla umsvifa og athafna. Þannig er saga Guðmundar Runólfs- sonar. „Þar sem Helgrindur, Kirkjufellið og Brimlárhöfði speglast í sléttum haf- fletinum, Lambahnjúkurinn og Mönin með Skálardalinn á milli sín breiða út faðminn í suðri, Klakkurinn rís í austri og Melrakkaey stendur traustum fót- um í fjarðarmynninu,“ þar fæddist Guðmundur Runólfsson 9. október 1920 í Stekkjartröð í Eyrarsveit. Guð- mundur var sonur Sesselju Sigurrósar Gísladóttur húsfreyju (1880-1948) og Runólfs Jónatanssonar, oddvita og verslunarstjóra (1873-1947). Systkini Guðmundar sammæðra voru: Gísli, Magnús Þórður, Móses Benedikt og Geirmundur. Systkini samfeðra: Þor- kell Daníel, Jóhanna, Kristín, Páll Guðfinnur, Halldór og Sigurþór. Torfbærinn yfirgefinn Guðmundur var borinn og barn- fæddur Grundfirðingur og ólst upp í flæðarmálinu í mikilli fátækt, næstum að segja örbirgð eins og hann sjálfur rifjaði oft upp. Þar sem lækurinn seytlar og fuglalífið blómstrar, krían átti sér sérstakan bústað, spói, hrossa- gaukur, stelkur og sandlóa undu sér og bjástruðu á sumrin, skarfurinn breiddi út vængina til þerris á skerj- unum þar sem selurinn flatmagaði og einhvers staðar vældi lómurinn. Slíkt umhverfi og náttúra mótar fólk. Árs- gamall flutti Guðmundur með foreldr- um sínum úr torfbæ í framsveitinni í fyrsta húsið sem reist var í Grafarnesi. Síðar flutti fjölskyldan í Götuhús sem þau reistu sjálf. Hann var eins og þorpið að taka fyrstu skrefin sem voru lítil og aflvana, en þeim óx ásmegin með hverju ári sem leið. Allir urðu að leggja sitt af mörkum og Guðmundur byrjaði tíu ára til sjós og var tvö sum- ur á skaki. Strax frá unga aldri gekk Guðmundur til allra starfa og sem ungur maður réðst hann til vinnu- mennsku í Helgafellssveit þar sem heitir á Gríshóli. Þegar þetta var stóð hugur Guðmundar mjög til búskapar og vildi hann verða vel fjáreigandi að gangandi fé eins og dugnaður hans sagði til um. Á þessum árum kynntist Guðmund- ur konuefninu, Ingibjörgu Sigríði Kristjánsdóttur, heimasætu á Þing- völlum í sömu sveit. Foreldrar hennar voru Kristján Jóhannsson, bóndi á Þingvöllum, og kona hans, María Kristjánsdóttir húsfreyja. Þau Guð- mundur og Ingibjörg giftu sig 1947 og byggðu sér heimili í Grundarfirði af Guðmundur Runólfsson ríkum myndarskap þar sem gestrisni var við- brugðið. Inga var glað- vær kona og vinir þeirra hjóna sögðu hana hafa átt drjúgan þátt í góðu gengi bónda síns enda var hún var hans besti ráðunautur og þau samhent. Börn þeirra eru Runólfur, Kristján, Páll Guðfinnur, Ingi Þór, Guðmundur Smári, Svanur, María Magðalena og Unnsteinn. Einn dreng misstu þau í frumbernsku. Ingibjörg dó 9. október 2008. Þegar Guðmundur fæddist var ekki risin sú byggð sem síðar varð við fjörðinn og byggðist upp umhverfis sjávarútveg. Í Eyrarsveit lifði fólk af sveitabúskap og minni háttar útræði. Á tíma árabátanna var ekki róið frá Grundarfirði og sjómenn fóru suður til vertíðar. Eftir að vélbátar komu var farið að stunda sjóinn þaðan allan vet- urinn en byggðin tók ekki að myndast að neinu ráði fyrr en upp úr 1940 þeg- ar byrjað var að byggja þar frystihús. Síðar þegar byggðin tók fór að taka á sig mynd við Grafarnes sköpuðust skilyrði fyrir athafnasama unga menn og konur. Guðmundur fór aftur á sjó- inn 1943 og tók minnapróf hjá Skúla Skúlasyni í Stykkishólmi árið 1945. Hann tók fiskimannapróf frá Stýri- mannaskóla Íslands árið 1947 og var í Sjómannaskólanum í Reykjavík vet- urinn 1958-1959. Hann var alltaf til- búinn að bæta við sig þekkingu og réttindum. Í sjómennsku og útgerð Guðmundur helgaði sig sjómennsku og útgerð í Grundarfirði. Hann byrjaði formennsku á bátnum Svan árið 1946 og var meðal annars skipstjóri á Hring SI341 frá 1955 til 1960 og á Runólfi frá 1960 til 1968. Á sumrin var farið til síldveiða úti fyrir Norðurlandi. Til sjós átti hann auðvelt með að stjórna enda deildi hann kjörum og aðbúnaði með sjómönnum sínum. Hann var í senn þolinmóður og kappsamur, leitaði lausna, skjótráður og framsýnn. Það var til þess tekið hversu barngóður Guðmundur var og hafði gaman af börnum, stundum stríðinn en alltaf gamansamur. Í landi fylltist bíllinn hans gjarnan af börnum sem fengu að ferðast með og taka þátt í atinu sem fylgdi útgerðinni og bryggjulífinu. Guðmundur eignaðist fyrst bát í fé- lagi með öðrum árið 1947, mótorbátinn Runólf SH135. Útgerðarfélagið Run- ólfur hf. var stofnað sama ár um rekst- ur trébáts sem hann og fleiri létu smíða. Sá bátur var 37 tonna eik- arbátur, svokallaður Landssmiðjubát- ur og bar hann föðurnafn Guðmundar eins og flest hans skip. Árið 1960 er trébáturinn seldur en í hans stað keyptur 115 brúttólesta stálbátur með sama nafni, búinn kraftblökk. Bátinn hafði Guðmundur Runólfsson og fleiri aðilar látið smíða í Risör í Noregi. Enn urðu tímamót í upphafi árs 1975 þegar inn í höfnina í Grundarfirði sigldi fyrsti skuttogari heimamanna. Runólfur SH135 kom þá í höfn, 47 metra langur skuttogari, byggður í skipasmíðastöðinni Stálvík árið 1975. Það var þjóðhátíðarstemning í Grund- arfirði þegar tekið var á móti þessu glæsta skipi, sem átti eftir að renna styrkum stoðum undir öflugt og þrótt- mikið atvinnulíf á staðnum næstu 23 árin. Um leið var stofnað samnefnt fé- lag um útgerð togarans. Skipasmíði í fjárvana bankakerfi Það var mikið afrek að ná að smíða bátinn og reyndi þá á ákveðni, úrræða- semi og djörfung Guðmundar. Banka- kerfið var fjárvana og öll fyrirgreiðsla laut lögmálum helmingaskiptakerfis sem Guðmundur var ekki hluti af. Guðmundur var aðhaldssamur og ná- kvæmur með rekstur sinn og með komu skuttogarans var tekið fyrir alla óreglu, kæmu menn ekki edrú um borð þurftu þeir ekki að koma. Guð- mundur vildi menn sem hann treysti og vildi helst ráða Grundfirðinga. Hann lagði áherslu á umhirðu og við- hald togarans svo að eftir var tekið, hann var eins og nýr þar til hann var seldur. Öll voru þessi skip Guðmundar Runólfssonar hinar mestu happafleyt- ur í öllum skilningi og báru ómæld verðmæti að landi til Grundarfjarðar í gegnum tíðina. Árið 1952 stofnaði Guðmundur hlutafélagið Grund ásamt Emil Magn- ússyni og frænda sínum Soffaníasi Ce- cilssyni, sem rak fiskverkun og versl- un. Fyrirtækið saltaði meðal annars afla af bátum þeirra, Grundfirðingi og Runólfi. Þeir ráku félagið saman um tíma uns Soffanías keypti hlut þeirra beggja í fyrirtækinu og rak einn fram á síðustu ár undir eigin nafni, en börn hans tóku við rekstrinum. Það er lán hvers byggðarlags að eiga menn eins og Guðmund, Soffanías og Emil og var samstarf þeirra farsælt. Soffanías var sá varfærni, Guðmundur sá áræðni og Emil sá um að sætta sjónarmiðin! Framan af lagði Guðmundur afla togarans að stærstum hluta til Hrað- frystihúss Grundarfjarðar. Guðmund- ur stofnaði með þeim Sigmundi Frið- rikssyni og Júlíus Gestssyni frystihúsið Sæfang árið 1979 og vann eftir það megnið af afla sínum þar. Fé- lögin Guðmundur Runólfsson og Sæ- fang voru sameinuð 1993 og varð þá til eitt fyrirtæki sem stundaði veiðar, vinnslu og rekstur netaverkstæðis, undir nafninu Guðmundur Runólfsson hf. Við sameiningu félaganna var mörk- uð sú stefna að byggja upp öfluga bol- fiskvinnslu félagsins í Grundarfirði, einkum á karfa, ýsu og þorski. Bolfisk- vinnslan er meginstarfsemi fyrirtækis- ins og er stöðugt unnið að endurbótum á henni. Þær endurbætur miðast við að auka afköst, hagræðingu og gæði vinnslunnar og ná þannig fram aukinni arðsemi af starfseminni eins og hafði alltaf verið áhersla Guðmundar í rekstri sínum. Þegar þarna var komið sögu höfðu börn hans tekið við en Guðmundur hætti daglegum afskiptum af rekstrinum 1986. Öll börn Guð- mundar hafa unnið um skemmri eða lengri tíma við fyrirtækið og næsta kynslóð er að taka við. Nýlega var ráðist í miklar fjárfestingar á vegum félagsins til að treysta útgerð og fisk- vinnslu í Grundarfirði. Runólfur Guð- mundsson var frá upphafi skipstjóri á skuttogaranum sem bar nafn afa hans. Guðmundur Smári Guðmundsson hef- ur stýrt útgerðinni og fiskvinnslu í landi og tók þar við því starfi sem Guðmundur og Árni Emilsson hófu með rekstri Sæfangs. Margvísleg trúnaðarstörf Guðmundur tók að sér ýmis trún- aðarstörf fyrir sjávarútveginn og heimabyggð sína. Hann var formaður Ungmennafélags Grundarfjarðar í tíu ár, sat í hreppsnefnd Eyrarsveitar, formaður útvegsmannafélags Snæ- fellsness og í stjórn Fiskifélagsins. Þá tók hann að sér margvísleg trúnaðar- störf fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem hann studdi alla tíð. Þar lá hann ekki á skoðunum sínum þegar honum þótti þurfa. Þau Guðmundur og Ingibjörg tóku jafnframt virkan þátt í félags- og menningarlífi í Grundarfirði og studdu margvísleg framfaramál. Á engan er hallað þó sagt sé að ævisaga Guð- mundar hafi verið samofin byggðar- sögu Grundarfjarðar því á lífsleiðinni varð hann vitni að mikilli framþróun og breytingum í sveitarfélaginu. Sjálf- ur átti hann oft stóran hlut að máli, hafði til hinstu stundar óbilandi áhuga á uppbyggingu bæjarins og lagði ávallt gott til. Líf hans var samofið þorpinu og það fylgdi honum alla leið. Sigurður Már Jónsson. Ljósmynd/Rósant Egilsson Guðmundur Runólfsson fyrir framan Runólf SH 135 og Hring SH 535 í Grundarfjarðarhöfn. Myndin er tekin 1998. hverfur að sjálfsögðu ekki við þetta. Þá gengur það heldur aldrei upp, þótt gerningsmaðurinn reyni að sam- sama sig með fórnarlömbum sínum, að hann sé í raun á sama báti og hinir allir, eins og manni sýnist sumir vilja reyna að gera, sbr. grein kínverska sendiherrans í Morgunblaðinu þann 1. október sl., sem ber heitið „Vinnum saman að bjartri framtíð mannkyns“. Óneitanlega falleg fyrirsögn en kald- hæðnisleg miðað við úr hvaða ranni þessi blaðagrein kemur og miðað við allar þær hörmungar, sem stafa af þessari kínversku veiru og munu gera áfram næstu árin að óbreyttu. Maður verður þó að leyfa sér að vona, að fyrr en síðar takist að vinna bug á þessari veiru, sem nú tröllríður heim- inum og að hann nái sér að mestu leyti aftur í náinni framtíð, þótt heim- urinn verði aldrei samur og áður. Slík verður eyðileggingin af völdum þess- arar veiru, sem hefur haft neikvæð áhrif á á hvert einasta mannsbarn á jörðinni með einum eða öðrum hætti og mun hafa um ókomin ár. Allir verða að bera ábyrgð á gerð- um sínum og öllu því tjóni, sem þeir kunna að valda öðrum, hvort heldur tjónið stafar af stórfelldu eða víta- verðu gáleysi og hvort heldur það er einstaklingur eða þjóðríki, sem í hlut á. Mesta stórveldi heimsins, Kína, tjónvaldurinn sjálfur í þessu tilviki, er þar að sjálfsögðu ekki undanþegið. Það rústar enginn heimsbyggðinni og kemst skaðlaus frá því. Síðar má kannski vinna saman að bjartri fram- tíð mannkynsins, eins og sendiherra Kína hefur lagt til, en þá fyrst þegar allar hörmungarnar, sem þessi kín- verska Covid-19-veira hefur og mun valda íbúum jarðarinnar, eru að baki. »Ættu allar þjóðir heims að sameinast varðandi kröfugerð á hendur Kína og fylgja því fast eftir. Höfundur er lögfræðingur. Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.