Morgunblaðið - 09.10.2020, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020
✝ Sigurrós Gísla-dóttir fæddist á
Hesteyri, Sléttu-
hreppi 18. október
1929. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli 28. sept-
ember 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Sigfúsína
Halldóra Bene-
diktsdóttir, f. á Sæ-
bóli í Sléttuhreppi
1891, d. 1989, og Gísli Rósenberg
Bjarnason, f. á Vöglum í Þela-
mörk í Eyjafirði 1882, d. 1936.
Bræður Sigurrósar voru Kristinn
Finnbjörn, f. 1917, d. 2012, og
Hjálmar Benedikt, f. 1918, d.
2015. Samfeðra þeim er Adolf, f.
1919, d. 1995.
Sigurrós giftist 15. janúar
1949 Guðmundi Björnssyni raf-
virkjameistara, f. 23.10. 1927, d.
28. ágúst 2012. Foreldrar hans
voru Sigurlín Jónsdóttir, f. 1903,
d. 1953, og Baldur Guðmunds-
son, f. 1905, d. 1947.
Börn Sigurrósar og Guð-
mundar eru: 1) Lilja, f. 3. október
1948, maki Stefán Þór Sigurðs-
son, f. 1951. Dóttir Lilju frá fyrra
hjónabandi er: a) Hulda Rós, f.
1966, maki Kristján Jónsson, f.
1963. Dætur Lilju og Stefáns eru:
berti Leifi Vigfússyni, f. 1993.
Langömmubörnin eru 18 og
langalangömmubörnin þrjú.
Sigurrós var húsmóðir og
hugsaði af myndarskap um
heimili sitt og börn þrátt fyrir
langvinn veikindi sem fylgdu
henni alla ævi. Þegar börnin
voru uppkomin starfaði hún auk
heimilisstarfanna við ýmis störf,
meðal annars í dósaverksmiðj-
unni í Kópavogi, á saumastofu og
á leikskólum. Þar var hún á
heimavelli og tók upp á því að
læra á gítar til að geta sungið og
spilað fyrir börnin. Hún var
söngelsk og tók þátt í kórastarfi
síðari árin meðan hún gat.
Sigurrós og Guðmundur hófu
búskap sinn í Reykjavík, í Ein-
holti 11, en fluttu síðan í Kópa-
vog árið 1950 og voru þar frum-
byggjar. Þau bjuggu í Kópavogi
allan sinn búskap, lengst af í
Bræðratungu 4, þar sem þau
byggðu sér raðhús árið 1959 og
bjuggu þau þar í 28 ár. Þau
fluttu í Gullsmára 9 árið 2003 og
þar bjó Sigurrós þar til hún flutti
á Skjól í ársbyrjun 2019.
Útför Sigurrósar fer fram frá
Digraneskirkju í dag, föstudag-
inn 9. október 2020, og hefst at-
höfnin klukkan 13. Í ljósi að-
stæðna verða aðeins nánustu
aðstandendur viðstaddir en at-
höfninni verður streymt á net-
inu:
https://www.digraneskirkja.is
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
b) Aðalheiður, f.
1973, maki Helgi
Jökull Hilmarsson,
f. 1973. c) Margrét,
f. 1974, maki Stefán
G. Stefánsson, f.
1970. 2) Halldóra, f.
23. nóvember 1952,
maki Friðgeir
Snæbjörnsson, f.
1947. Börn Hall-
dóru frá fyrra
hjónabandi eru: a)
Birgitta, f. 1970. b) Silja Björg, f.
1974, maki Sigurður Jónsson, f.
1972. c) Vaka Dóra, f. 1979,
maki Ari Már Heimisson, f. 1975.
d) Róbert, f. 1989, maki Sandie
Boyer, f. 1990. 3) Björn, f. 19.
október 1959, maki Natalía Jak-
obsdóttir, f. 1961. Dóttir Björns
af fyrra sambandi: Dagný Ósk, f.
1988, í sambandi með Kristjáni
Kristjánssyni og fóstursonur:
Kristján Freyr, f. 1981. Sonur
Natalíu og fóstursonur Björns:
Dimitri, f. 1980, maki Alex-
andra, f. 1984. 4) Sóley, f. 22.
mars 1963, maki Einar Unn-
steinsson, f. 1962. Dætur þeirra
eru: a) Aníta Berglind, f. 1982,
maki Ómar Ingason, f. 1982. b)
Helena Rut, f. 1984, maki Ragn-
ar Ómarsson, f. 1984. c) Elín
Rós, f. 1997, í sambandi með Al-
Elsku hjartans amma Rósa
hefur kvatt okkur.
Við eigum svo margar góðar
minningar um þig, elsku amma.
Þú varst góðhjörtuð og þú hugs-
aðir svo vel um okkur. Eins og
þegar þú sendir okkur skyr og
mysing þegar við systurnar
bjuggum í Danmörku af því að
þú vissir að við gátum ekki lifað
án þess. Það var einstök til-
hlökkun tengd því að fara í
strætó í bæinn til að hringja
heim til Íslands úr símstöðinni
og heyra í ykkur afa. Við minn-
umst þess hversu notalegt okk-
ur þótti að koma til ykkar afa í
Bræðratunguna, að fá Sinalco í
eldhúsinu, leika okkur að öllum
gömlu, skemmtilegu leikföngun-
um og sitja tímunum saman og
lesa bækur í litla herberginu
uppi á lofti. Þú hafðir alla tíð
unun af því að vera innan um
börn og þú naust þess sérstak-
lega að koma á „barnaheimilið“
og spila á gítarinn fyrir börnin í
söngstund. Þar áttir þú líka
góðar stundir með Róberti þar
sem þið sunguð og spiluðuð
saman. Þú ræktaðir ekki bara
okkur barnabörnin heldur
minnumst við þess hversu fal-
legir garðarnir þínir voru og
hversu mikið það gladdi þig að
sjá börnin okkar á hlaupum inn-
an um fallegu blómin þín í Vall-
argerðinu. Allar sögurnar sem
þú sagðir okkur frá æsku þinni
og þegar þú varst ung eru okk-
ur svo ómetanlegar núna, og
okkur þykir vænt um að hafa
komið með þér á æskustöðv-
arnar á Hesteyri og í húsið okk-
ar í Aðalvík. Við erum svo þakk-
lát fyrir ástina og athyglina sem
þú sýndir okkur og börnunum
okkar, þú hafðir alltaf áhuga á
því sem við vorum að gera og
þú fylgdist svo vel með okkur
öllum.
Elsku amma Rósa okkar, við
kveðjum þig með söknuði með
uppáhaldslaginu hans afa um
Rósina sína. Takk fyrir allt og
allt.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængjavíddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn rósin mín.
Er kristalstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað
krjúpa niður kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson)
Þín,
Birgitta, Silja Björg,
Vaka Dóra og Róbert.
Elsku Rósa amma og
langamma. Það er erfitt að
kveðja þig, svo falleg sál og hlý
kona. En við getum huggað
okkur við það að nú ertu hjá
Mumma afa. Þið afi voruð svo
stór hluti af lífi okkar. Á milli
okkar var mjög náið og gott
samband sem aldrei bar skugga
á.
Þú varst aðeins 36 ára gömul
þegar ég, Hulda Rós, fæddist.
Mér var gefið fallega nafnið þitt
Rós. Margs er að minnast á
þeim 54 árum sem við vorum
samferða í lífinu. Það er svo
minnisstætt hvað það var alltaf
gott að koma á heimili ykkar
afa. Margar fallegar og
skemmtilegar minningar frá
Bræðratungunni í Kópavogi.
Þar var afi oft í bílskúrnum að
dunda og þú amma naust þín
við að reyta arfa og rækta blóm.
Þú varst mikill sóldýrkandi og
lágum við oft og spjölluðum í
sólinni. Margt er að þakka. Þeg-
ar ég, Hulda Rós, var 17 ára
gömul bjuggu foreldrar mínir
sitt á hvoru landshorninu og
Kristján mikið í burtu vegna
síns knattspyrnuferils. Þá fund-
um við hvað það var gott að
eiga ykkur afa að, sem alltaf
voruð til staðar fyrir okkur. Ég
man þegar ég, Hulda Rós,
heimsótti þig á spítala, þá hafðir
þú nývöknuð eftir aðgerð verið
að hlusta á lýsingu á knatt-
spyrnulandsleik þar sem Krist-
ján spilaði með. Þú varst alltaf
svo áhugasöm um allt sem sneri
að okkur. Seinna þegar börnin
okkar fæddust var alltaf hægt
að leita til ykkur afa með aðstoð
og leiðbeiningar. Heimilið ykkar
afa var alltaf opið fyrir okkur,
við fengum gistingu þegar við
þurftum á því að halda. Þegar
við fjölskyldan bjuggum bæði í
Noregi og Svíþjóð voruð þið
dugleg að hafa reglulega sam-
band við okkur. Þið afi gáfuð
okkur ómælda ást og umhyggju
gegnum árin og stuðning í veik-
indum. Síðustu árin hefur verið
ljúft að heimsækja þig í Gull-
smára, alltaf var stutt í brosið
og gestrisnina. Þegar þú bauðst
okkur kaffi, spurðir þú alltaf „er
þetta ekki hálfgert te?“ Þar sem
þú dvaldir á hjúkrunarheimilinu
Skjóli síðustu mánuði, þá gátum
við talað við þig á facetime og
sýnt þér lömbin í vor. Það vakti
gamlar minningar hjá þér, þú
talaðir um dýrin sem foreldrar
þínir áttu.
Elsku Rósa amma og
langamma, við erum þakklát
fyrir að þú skulir hafa alltaf
verið hress og ung í anda fram
á síðasta dag. Takk fyrir allt og
allt, guð geymi þig.
Hulda Rós, Kristján,
Hilmar og Lilja Dís.
Í dag kveðjum við föðursyst-
ur okkar Sigurrós Gísladóttur,
sem kölluð var Rósa af fjöl-
skyldu og vinum. Rósa bjó á
heimili foreldra okkar fyrstu ár-
in sín í Reykjavík. Á 17. afmæl-
isdegi Rósu fæddist Halldóra,
annað barna þeirra hjóna. Var
það Rósu mikið gleðiefni að
hafa fengið bróðurdóttur í af-
mælisgjöf. Milli þeirra mynd-
uðust sterk tengsl sem héldust
alla tíð. Þegar Halldóra amma
okkar fluttist til Reykjavíkur
settist hún að á heimili okkar og
því var mikill samgangur á milli
fjölskyldu Rósu og okkar.
Rósa missti Gísla föður sinn
árið 1936 þegar hún var sjö ára
gömul og bjó áfram með móður
sinni og bræðrum, þeim Kristni
og Hjálmari, á Hesteyri. Bræð-
urnir fluttu fljótlega að heiman
en vorið 1943 fluttu þær mæðg-
ur til Þingeyrar þar sem Hjálm-
ar bjó. Til stóð að Rósa myndi
fermast í Hesteyrarkirkju á
hvítasunnudag og var áætlað að
Hjálmar fengi bát til að sækja
þær strax eftir ferminguna. Það
atvikaðist þó þannig að í vikunni
fyrir hvítasunnu fékkst bátur til
flutninganna. Hesturinn Blesi
og kýrin voru sett um borð
ásamt búslóðinni og var siglt til
Þingeyrar. Morguninn eftir var
Rósa svo send með ferju yfir að
Mýrum í Dýrafirði til þess að
hitta prestinn þar, og var hún
fermd að Mýrum á hvítasunnu-
dag. Móður hennar þótti sárt að
Rósa skyldi missa af því að eiga
þessa stund með félögum sínum
í Hesteyrarkirkju og ljóst að
það hefur ekki verið auðvelt fyr-
ir unga stúlku að þurfa að sætta
sig við það.
Þegar amma okkar lést var
ákveðið að grafa jarðneskar leif-
ar hennar í leiði afa á Hesteyri.
Sumarið 1990 fóru afkomendur
þeirra og fjölskyldur til Hest-
eyrar og minntust þeirra við
leiði afa um leið og duftkerið
var jarðsett. Þau Rósa og
Mummi, eiginmaður hennar,
voru bæði með í för og héldu ut-
an um okkur sem yngri vorum.
Á þessum fagra stað fundum við
vel fyrir rótum okkar og sú
hugmynd fæddist að reyna að
koma okkur upp aðstöðu til að
geta dvalið þar á sumrin. Ekki
varð þó úr að við gætum komið
okkur fyrir á Hesteyri en
ákveðið að byggja sumarhús á
Sæbóli í Aðalvík á arfleifð okkar
eftir Hjálmfríði langömmu. Það
voru Rósa og Kristinn faðir
okkar og fjölskyldur þeirra sem
sameinuðust um þetta verkefni
með góðfúslegu leyfi Hjálmars
bróður þeirra.
Minningarnar frá byggingar-
árunum í Aðalvík eru margar og
voru Rósa og Mummi alltaf með
í för og drógu ekki af sér við
framkvæmdirnar. Rósa var ein-
staklega hjartahlý og lét sér
annt um að öllum liði vel. Börn-
in okkar hændust að henni eins
og hennar eigin barnabörn og
minnast þau hennar með hlýju
og þakklæti.
Við þökkum Rósu fyrir
ánægjulega samfylgd og færum
börnum hennar og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðj-
ur.
Jakob, Halldóra, Gísli
og Jónína Vala.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Það er ljóst að minningar um
Sigurrós – eða Rósu, eins og
hún var alltaf kölluð – munu lifa
með eftirlifendum hennar alla
tíð. Manngæzka hennar lýsti af
öllum hennar gjörðum og alltaf
tókst henni að finna jákvæðni í
umhverfinu. Rósa fæddist og
átti fyrstu ár sín á Hesteyri við
Hesteyrarfjörð vestra. Þar átti
hún heima á Langavelli ásamt
foreldrum sínum og tveimur
eldri bræðrum. Minntist hún
alltaf æskuslóða sinna með mik-
illi hlýju en vegna mikilla breyt-
inga í þjóðfélaginu og háttum
manna lagðist byggð þar vestra
af á árunum 1945-50 og flutti
móðir hennar, Sigfúsína Hall-
dóra Benediktsdóttir, sem þá
var orðin ekkja, til Þingeyrar til
sonar síns, Hjálmars. Þaðan lá
síðar ferð þeirra suður í
Reykjavík þar sem Rósa giftist
síðar Guðmundi Björnssyni,
sem lézt árið 2012.
Ég kynntist Rósu þegar dótt-
ir hennar, Lilja, kynnti mig fyr-
ir móður sinni í Kópavoginum,
sitjandi við hannyrðir í stofunni,
og var hlýlega tekið á móti mér.
Varð okkur strax hlýtt hvoru til
annars og hélzt það alla tíð.
Alltaf reyndi Rósa að sjá bjart-
ari hlið málsins og draga fram.
Aldrei gat Rósa annað en sagt
sannleikann í hverju máli og
kunni ekki þá list að skreyta um
atvik. Er mér sérstaklega minn-
isstætt þegar við vorum stödd
vestur í Aðalvík við byggingu
sumarhúss ættarinnar að ég
límdi „TAXI“-miða á gamlan
jeppa sem Sveinn í Þverdal, Að-
alvík, átti.
Þegar hann tók eftir því gekk
hann á milli manna og spurði
hver hefði gert þetta og lét sem
mikil alvara væri. Enginn sagð-
ist hafa tekið eftir því og endaði
hann á að spyrja Rósu, sem
hann vissi að gæti ekki annað
en sagt sannleikann. Höfðu
menn gaman af.
Rósa var mikill ættfræðari og
komst að því að við værum
skyld langt aftur í ættir.
Rósa var einstaklega barngóð
og hændust börn því mjög að
henni.
Allra síðustu árum hennar
var, eftir hennar óskum, eytt á
Skjóli. Heimsóttum við hana
þangað og urðum vör við hve
öllum starfsmönnum var hlýtt
til hennar.
Stefán Þór.
Sigurrós Gísladóttir er dáin,
á tíræðisaldri. Bræður hennar
tveir, einnig frændfólk mitt,
náðu og líka góðum aldri. Síðast
hitti ég Sigurrós (Rósu) og dæt-
ur hennar fyrir nokkrum árum
er hún mætti nokkrum sinnum
á árlega samkomu Lækjamóts-
ættarinnar, er ég hélt þá heima
hjá mér.
Ljúfust minninga varð þó til í
gamla daga í Kópavogi okkar,
er okkur systkinunum var kom-
ið fyrir hjá henni og fjölskyldu á
meðan foreldrar okkar voru í
ferðalagi. Var ég þá á unglings-
aldri og fékk þá ljúfan þokka
fyrir henni og dætrum hennar
síðan. Mun það hafa verið í
kringum árið 1965.
Var hún jafnan einkar ljúf og
nærgætin í sinni nálgun. Mér er
þannig minnisstætt að hún
sagði á næstsíðasta fundinum
hjá mér, að nú væri bróðir
hennar, Kristinn, ekki lengur til
staðar til að leiða fjölskyldu-
samkomur, en að nú væri ég
víst kominn í það hlutverk!
Anna, litla systir mín, mun
einnig hafa dvalist hjá henni
með okkur bræðrunum 1965, en
hún býr nú í útlöndum. Þó
finnst mér nú að eitthvað af
fjölskyldunálægðinni við fjöl-
skyldu Rósu hafi birst í eftirfar-
andi ljóði mínu um Önnu, er
hún var síðast á ferðinni hér, en
það heitir: Bræður um sína
systur, en þar skrifa ég sem
svo:
Hver hún er, skýrist af hnjánum:
Kannski sleit hún þeim út sem
hlaupagikkur;
hún veit ekki hvort það var arfgenga
gigtin;
en hún er líka alltaf hlaupandi í blaki;
og hún er alltaf á einhverri hreyfingu!
Þrátt fyrir að hún sé svo fræðilega
menntuð
er hún líka svo hræðilega jarðbundin
að hún er ekki búin að afgreiða
félagsmálin
fyrr en hún veit hvað þú velur þér
í langlokur þínar!
Tryggvi V. Líndal.
Sigurrós
Gísladóttir
en Ronja, klárari en Hermione
og flygi hærra og hraðar en
Wonder Woman …
Lífshlaup Aldísar var hvorki
ævintýri né hefðbundin ástar-
saga en samt dýrmætara en orð
fá lýst. Það kenndi öllum sem
henni kynntust hvað það er sem
virkilega skiptir máli í lífinu; að
hafa kærleikann að leiðarljósi
og að stærsta gjöfin er að líkna
þeim sem á þurfa að halda. Í
mínum huga er það tilgangur-
inn.
Elsku Rakel mín, Doddi,
Indriði, Jón Vilberg, Silló
amma, Jóna amma, Steini afi og
þið öll sem unnuð Aldísi; ég
votta ykkur mína dýpstu sam-
úð. Hún lifir áfram í hjarta okk-
ar og hug.
Inga Vala Jónsdóttir.
Elsku Dísin mín, ég man svo
vel daginn sem þú fæddist.
Ég vonaði svo heitt og inni-
lega að þú fengir að lifa og það
fékkstu. Ég er svo þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast þér
og fylgjast með þér þessi ár
sem þú varst hjá okkur.
Oft var baráttan hörð og erf-
ið bæði fyrir þig og þína nán-
ustu en ég trúi því að þér líði
vel núna, þú sért frjáls, dans-
andi um í tjullkjól, með fallegu
lokkana þína og sitjandi á skýi
með bleikan ís.
Ég er viss um að það var vel
tekið á móti þér í himnaríki og
þar klingir örugglega fallegi
hláturinn þinn.
Þú stoppaðir stutt hjá okkur
en kenndir okkur svo margt.
Það er svo dýrmætt.
Elsku Rakel, Doddi, Indriði,
Jón Vilberg, Jóna, Steini og
Silló systir, Guð styrki ykkur
og blessi í sorginni.
Minningin um fallegu Aldísi
lifir.
Leiddu mína litlu hendi
ljúfi faðir þér ég sendi
Bæn frá mínu brjósti sjáðu
blíði Jesú að mér gáðu
(Ásmundur Eiríksson)
Kveðja frá
Sóleyju frænku
Guðmundsdóttur
og fjölskyldu.
Við kveðjum þig í dag, elsku
Aldís okkar.
Þökkum fyrir allar stundirn-
ar með þér og fjölskyldunni
þinni.
Þann 11. mars 2010 fæddist
lítið viðkvæmt ljós og það litla
ljós slokknaði þann 27. sept-
ember 2020. Þetta ljós var Al-
dísin okkar sem við vorum svo
heppin að fá að kynnast og
eyða dýrmætum stundum með.
Vegferðin hennar var ekki auð-
veld en hún sýndi mikla seiglu
á sinni stuttu ævi og þurfti að
berjast við margar hindranir.
En hún átti fallegasta brosið og
augunum hennar gleymir eng-
inn.
Við viljum kveðja Aldísi sem
var okkur svo kær með þessum
fátæklegu orðum og erum
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast henni.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Sofðu nú blundinum væra,
blessuð sé sálin þín hrein.
Minningin, milda og tæra,
merluð, í minningar stein.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Elsku Doddi, Rakel, Indriði,
Jón Vilberg og aðrir ástvinir,
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar allra og megi
Guð styrkja ykkur.
Arna, Guðrún Linda
og annað starfsfólk
sérdeildar Giljaskóla.
Elsku Baldur, svo
einstök og falleg sál.
Þú varst svo list-
ræn og hugmynda-
rík manneskja. Þú gafst mér
ástæður til þess að brosa þegar
stundir voru erfiðar í lífinu, þú
veittir mér von og styrk. Þú gerð-
ir mig að betri manneskju.
Baldur Bjarnarson
✝ Baldur Bjarn-arson fæddist
21. mars 2003.
Hann lést 26. júlí
2020.
Baldur var jarð-
sunginn 5. ágúst
2020.
Mér þykir svo
vænt um þig, orð
geta ekki lýst
hversu sárt þetta
er.
Minning þín lifir í
huga mér.
Minning þín er mér ei
gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er
geymd,
þú heilsaðir mér og
kvaddir.
(Káinn)
Þín vinkona,
Belinda.