Morgunblaðið - 09.10.2020, Side 21

Morgunblaðið - 09.10.2020, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020 ✝ Agnar Bjarna-son fæddist í Aðalstræti 16 í Reykjavík 2. mars árið 1921. Hann lést á Landspít- alanum Fossvogi 15. september 2020. Foreldar hans voru Bjarni Þorgeir Magn- ússon, f. 10. ágúst 1891, d. 7. mars 1933 og Helga Enea Andersen, f. 23. júlí 1894, d. 18. apríl 1986. Agnar giftist 9. maí 1943 Kristrúnu Guðmundsdóttur (Rúnu), f. 11. september 1924, d. 12. október 2019. Foreldrar Rúnu voru Guðmundur Halldór Jónsson, f. 25. nóvember 1901, er Máni, b) Haraldur Agnar Bjarnason, maki Hanna Signý Guðmundsdóttir, börn þeirra eru Kolbrún Sara, Guðmundur Ágúst og Jón Helgi. 4) Sigrún Agnarsdóttir, f. 28. ágúst 1960, gift Helga Edward Jónssyni, f. 27. janúar 1958. Börn þeirra eru: a) Guðjón Örn Helgason, maki Stella Hallsdóttir, börn þeirra er Sigurlogi Karl og Hrafntinna Rún, b) Birna Íris Helgadóttir, maki Hjörvar Ólafsson, synir þeirra eru Ólaf- ur Helgi og Ágúst Agnar, c) Agnar Þór Helgason, maki Rak- el Sjöfn Hjartardóttir. Agnar og Rúna fluttu í húsið sem þau byggðu árið 1959 við Kambsveg og bjuggu þar alla tíð síðan. Agnar var lærður húsa- smíðameistari og vann við smíð- ar lengst af hjá Dagblaðinu. Útför Agnars hefur farið fram. d. 11. febrúar 1982 og Kristín Sigríður Guðrún Kristófers- dóttir, f. 15. nóv- ember 1903, d. 21. júní 1988. Börn Agnars og Kristrúnar: 1) Sig- ríður Helga Agn- arsdóttir, f. 21. september 1943. 2) Guðmundur Þor- geir Agnarsson, f. 17. apríl 1949, d. 13. júlí 1949. 3) Bjarni Jón Agnarsson, f. 25. apríl 1950, giftur Hönnu Dóru Haraldsdóttur, f. 30. janúar 1951, synir þeirra eru: a) Ró- bert Viðar Bjarnason, maki Guðný Maren Valsdóttir, sonur Guðnýjar Marenar er Alexand- Ástkær tengdafaðir minn, Agn- ar Bjarnason er látinn, á hundr- aðasta æviári og minningarnar hrannast upp. Ég kynntist fjöl- skyldunni fyrir rúmum 50 árum og reyndust tengdaforeldrar mín- ir, Agnar og Rúna, mér alltaf óskaplega vel. Þau voru í hjóna- bandi í tæp 76 og hálft ár og höfðu því verið í hjónabandi lengst allra Íslendinga þegar Rúna lést á síð- asta ári. Agnari var alltaf sérstaklega umhugað um barnabörnin og gladdist yfir hverju nýju barni sem bættist í hópinn. Fyrsta barnabarnið var sonur okkar Bjarna, fæddur 1972. Þegar hann fæddist voru þau hjónin ásamt eldri dóttur sinni stödd í London, uppáhaldsborg þeirra þriggja. Þá voru engir farsímar til að láta vita, svo við sendum þeim símskeyti á dvalarstað þeirra. Okkur var sagt að Agnar hefði orðið mjög glaður og vildi fara strax í búðir og kaupa barnaföt til að færa drengnum þegar heim væri komið. Þau hjón- in voru alltaf tilbúin að passa barnabörnin í styttri eða lengri tíma og þá kveikti hann gjarnan á myndbandstækinu og sýndi börn- unum Dúmbó, Bamba, Söngva- seið og margar aðrar, en hann keypti á þeim tíma ýmsar vinsæl- ar teiknimyndir til að eiga heima fyrir þau. Þegar yngri sonur okk- ar og fjölskylda ásamt litla hund- inum Lúlú fluttust á jarðhæðina, myndaðist strax sérstakt sam- band milli þeirra Lúlu, sem entist til dauðadags Agnars. Agnar hafði mikla ánægju af því að ferðast, bæði innanlands og utan. Þær eru ófáar ferðirnar sem hann fór um landið með fjölskyldu sinni, fyrst með eigin börn þegar þau voru lítil og síðar með barna- börnin þegar þau komu til sög- unnar. Flestar utanlandsferðirnar fór hann með Rúnu og eldri dótt- urinni og þá heimsóttu þau mjög oft England og önnur Evrópulönd en einnig fjarlægari staði. Hann hafði unun af því að taka kvik- myndir og uppfærði myndbands- upptökuvélarnar eftir því sem tækninni fleygði fram. Fjölskyld- an á því megnið af þessum ferðum þeirra á stafrænu formi til að minnast þeirra. Agnar var húsasmíðameistari og meðal þess sem hann byggði var sumarbústaður uppi við Ell- iðavatn, sem fjölskyldan notaði mikið, öllum til gleði og ánægju þegar börnin voru ung. Hann hélt utan um smíði og smíðaði sjálfur fjölskylduhúsið þeirra á Kambs- vegi. Þegar hann var tæplega átt- ræður byggðum við fjölskyldan sumarhús í Grímsnesinu. Hann og fjölskyldan hjálpuðust að við allan frágang á húsinu, innan veggja og utan. Hann naut þess mjög að vera í bústaðnum, en vildi alltaf vera að sinna einhverjum verkefn- um. Hann fór þá fyrstur manna á fætur og laumaðist út til að vekja ekki aðra og byrjaði að vinna, hvort sem það var við smíðar, bera á viðinn eða annað, fram á síðustu ár. Hann aðstoðaði fjölskylduna öll árin við ýmis verkefni sem tengd- ust smíðum og var ómetanlegt að eiga svona laghentan mann að, fram á efri ár. Við Bjarni og fjölskylda okkar viljum með þessum orðum þakka pabba, tengdapabba, afa og lang- afa innilega allar samverustundir okkar saman. Með ást sinni, sem ekki tíðkaðist að ræða um, en kom fram í allri umhyggju hans, gaf hann okkur óendanlega mikið á sinni löngu ævi. Hanna Dóra Haraldsdóttir. Nú hefur afi fengið sína hinstu hvíld og vel að því kominn eftir 99 ára viðburðaríkt líf. Margar af mínum fyrstu minningum tengjast Agnari afa á Kambsveginum og Rúnu ömmu sem kvaddi fyrir rétt um ári. Ég var þar oft í pössun og trésmíðaverkstæði afa var eins og undraland – jafnvel meira spenn- andi en gosklefinn í búrinu í kjall- aranum, þar sem alltaf voru til kaldar flöskur af Appelsíni eða Si- nalco. Mér hefur alltaf fundist gaman að smíða og búa til nýja hluti, þá kannski ekki oft úr tré á síðari árum – þar átti Agnar afi hlut í að kveikja minn áhuga. Hann var alltaf svo ljúfur og góður við mig og alla í kringum sig. Ég bjó erlendis í 17 ár og afi var alltaf jafn áhugasamur um mínar ferða- sögur þegar við hittumst eða töl- uðum í síma enda var hann mikill ferðamaður sem að hluta byrjaði á því að frænka ömmu giftist bresk- um hermanni eftir stríð og flutti til Englands. Afi og amma fóru oft í heimsókn til þeirra og síðar ferð- uðust þau mjög mikið miðað við Ís- lendinga þeirra tíma. Ég man mörg jól á Kambsveginum þar sem afi og amma voru nýkomin frá London eða Glasgow með nýjustu leikföngin, sem jafnvel fengust ekki á Íslandi fyrr en löngu síðar. Afi og amma heimsóttu mig líka nokkrum sinnum þegar ég bjó í London og það var gaman að fá þau í heimsókn. Síðustu árin, á meðan heilsu ömmu hrakaði, var afi alltaf jafn hress, skýr og áhuga- samur um líf mitt og minnar fjöl- skyldu – það var alltaf jafn gaman að tala við hann og hann var klett- urinn hennar ömmu fram á síðasta dag. Takk fyrir allt, Agnar afi. Róbert Viðar Bjarnason og fjölskylda. Elsku afi. Við systkinin eru mjög heppin að hafa átt náið samband við þig. Þú varst ekki bara afi okkar heldur líka sannur vinur. Það var alltaf hægt að leita til þín og við gátum spjallað saman um hvað sem er. Við erum þakklát að hafa fengið að hafa þig í lífi okkar svona lengi. Það eru margar skemmtilegar minningarnar sem við eigum sam- an. Það er minnisstætt þegar þú smíðaðir boga svo við gátum leikið Hróa Hött hjá ykkur ömmu þegar við vorum krakkar. Og ekki var minna skemmtilegt með þér þegar við vorum eldri og við gleymum seint góðum trúnó yfir bjór í 70 ára afmæli Sissu, þú þá kominn á tí- ræðisaldurinn. Ævintýrin sem við höfum lent í saman eru fjölmörg og það hefur verið æðislegt að ferðast saman um allar trissur. Við erum þakklát fyrir að hafa upplifað alla þessa skemmtilegu staði með þér bæði á Íslandi og erlendis. Ógleymanlegar eru ferðirnar á flakkaranum og síðar átta manna bílnum hringinn um landið og út um allt. Afi var einstakur maður. Fjöl- skyldan skipti hann miklu máli og tók hann alltaf upp myndbönd í þeim ferðum sem við fórum í. Það er ómetanlegt að eiga öll þessi myndbönd þar sem við getum rifj- að upp dásamlegar stundir með fjölskyldunni. Eitt er víst, að mað- urinn fyrir aftan myndavélina gleymist aldrei. Afi var handlaginn en auk þess að byggja húsið sem þau amma bjuggu í, þá gerði hann ásamt fjöl- skyldunni sumarbústað í Gríms- nesinu þar sem við fjölskyldan höf- um eytt mörgum yndislegum stundum saman. Afi var oftast eitt- hvað að dytta að í bústaðnum og hann var alltaf síðastur að koma í kaffi, hann þurfti alltaf aðeins að klára. Afi var alltaf ótrúlega góður við okkur barnabörnin og eigum við mjög margar yndislegar minning- ar með afa okkar. Hann var ótrú- lega duglegur, fyndinn og skemmtilegur en fyrst og fremst góð manneskja. Afi studdi alltaf við bakið á okk- ur, hvort sem það var að koma og horfa á okkur keppa í handbolta eða lauma að okkur gjöfum eða bara gefa okkur pepp sem við bú- um ennþá að. Takk fyrir allt, elsku afi. Guðjón, Birna og Agnar. Agnar Bjarnason ✝ Sigríður, SiggaPáls, fæddist á Óseyri við Skaga- strönd 27. janúar 1927. Hún andaðist 1. október 2020 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Foreldrar henn- ar voru Páll Júlíus Sigurðsson, frá Kálfborgará í Bárð- ardal, fæddur 25. júlí 1877, dá- inn 9. nóvember 1953 og Ingi- björg Ólafsdóttir, fædd á Sæunnarstöðum í Hallárdal 11. desember 1902, dáin 6. mars hún í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sigga og Kristinn Andrésson hefja búskap 1956 og flytja fyrst að Röðli í Torfalækjarhreppi og eru hjá Önnu Guðnýju, tvíbura- systur Kristins, og Hauki Páls- syni, manni hennar. Til Blöndu- óss flytja þau 1957 og stofna heimili að Aðalgötu 5. Foreldrar Kristins voru Bjarni Andrés Þórðarson frá Skála á Beru- fjarðarströnd og Lilja Krist- björg Jóhannsdóttir frá Bjarna- staðagerði í Unadal í Skagafirði. Sigga og Kristinn gengu í hjónaband 31. desember 1970. Þau eignuðust þrjá syni: Pál Ing- þór, Bjarna og þriðja soninn misstu þau við fæðingu. Páll Ing- þór er giftur Guðrúnu Krist- ófersdóttur frá Köldukinn II. Þau eiga saman synina Kristófer Þór, Sigurð Rúnar og Kristin Brynjar. Fyrir átti Páll Ingþór Ragnar Frey með Jóhönnu Her- dísi Ármannsdóttur. Bjarni er giftur Pálínu Bergeyju Lýðs- dóttur frá Bjarnastöðum og eiga þau saman dæturnar Lilju Guð- nýju, Önnu Kristínu og Ástu Maríu. Barnabarnabörnin eru 9. Þau Sigga og Kristinn byggðu sér hús árið 1968 á Urðarbraut 2 á Blönduósi þar sem hún bjó þar til hún flutti á Heilbrigðisstofn- unina á Blönduósi 2015. Kristinn lést 12. júlí 1991. Óla J. Björns- syni frá Siglufirði kynnist hún 1995 og bjuggu þau saman fram að andláti Óla 26. október 2009. Útförin fer fram frá Blöndu- óskirkju í dag, 9. október 2020, kl. 14. Vegna aðstæðna í þjóðfélag- inu verða einungis nánustu ætt- ingjar og vinir viðstaddir en hægt verður að nálgast upplýs- ingar um streymi á facebooksíðu Blönduóskirkju. 1991.Tvo bræður átti Sigga: 1) Ólaf- ur, fæddur 3. maí 1924, dáinn 26. mars 2004 og 2) Sigurður, fæddur 20. júlí 1925, giftur Öldu Friðgeirs- dóttur frá Sviðningi á Skaga. Þau búa á Blönduósi. Eftir tvö ár á Ós- eyri fluttist Sigga að Björgum á Skaga og er þar til 1939 að hún flytur í Króksel í sömu sveit. Skólagangan var farskólinn í Kálfshamarsvík og síðan var Í dag kveð ég tengdamömmu mína, Siggu Páls 93 ára, en henni var ég samferða í 40 ár. Urðarbraut 2 var hennar heim- ili frá 1968 með Kristni Andrés- syni og síðar með Óla J. Björns- syni. Þar var mikill gestagangur, eldhúsborðið þakið kræsingum, búrið var spennandi að skoða, ým- islegt til og ísinn var alltaf í kist- unni. Siggu fannst skemmtilegt að ferðast hvort sem var innanlands, til sólarlanda eða á harmónikk- umót. Hún tók myndir og hafði gaman af að sýna og segja frá. Alltaf var eitthvað verið að sauma eða prjóna og reglulega var spurt hvort það vantaði ekki sokka og vettlinga á strákana mína. Góð amma var hún. Fylgdist vel með strákunum, hvatti þá til dáða, hvort sem var í námi eða áhuga- málum þeirra. Skylda var að sýna einkunnir að vori og grímubún- inga áður en farið var á öskudags- skemmtun. Sigga var svo ánægð hvað þeim gekk vel, sérstaklega þegar þeir voru allir búnir að fá hvítu húfuna. Hópurinn hennar stækkaði, barnabörnin komu í heiminn og ekki minnkaði stoltið þá. Passað var vel að allir fengju jólagjafir. Fyrir síðustu jól sagði Sigga við mig: „Þú sérð um þetta fyrir mig eins og vanalega.“ Elsku Sigga mín. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Guðrún Kristófersdóttir. Sigríður Guðný Pálsdóttir Elsku mamma okkar, amma, langammaog tengdamamma, ELÍNBORG ÞORSTEINSDÓTTIR MAACK, hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð, Eskifirði, lést aðfaranótt 6. október. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju fimmtudaginn 15. október klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir en streymt verður frá útförinni. Við þökkum öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug. Börn, barnabörn, langömmubörn og tengdabörn Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR INGVI ÞORLÁKSSON, fv. kaupmaður í versluninni Vísi, Blönduósi, lést á HSN Blönduósi 7. október. Jarðarför auglýst síðar. Arndís Þorvaldsdóttir Einar Einarsson Hafdís Ævarsdóttir Margrét Einarsdóttir Jón Sigurðsson Gróa María Einarsdóttir Guðm. Ragnar Sigurðs. Kemp barnabörn og langafabörn Nú er komin kveðjustund og vilj- um við systkin Hjálmars og fjöl- skyldur þakka elskulegri mág- konu okkar fyrir samveruna og yndisleg viðkynni frá fyrstu stundu er Hjalli kynnti okkur fyrir kærustu sinni. Það er með mikilli sorg í hjarta að við kveðj- um Guðbjörgu Kristínu Haralds- dóttur, Guggu, hinstu kveðju. Mikið verk var að baki og hún ný- flutt suður og búin að koma sér fyrir í nýrri íbúð og hún hafði séð til þess að Hjalli bróðir hafði einnig flutt suður og býr við gott atlæti á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu. Loksins var öll litla fjölskyldan hennar búsett á sömu slóðum og var mikil eftirvænting hjá henni að geta nú umgengist þau öll reglulega svo ekki minnst á hjartfólgna ömmustelpuna Ísa- bellu. Þá kom kallið, óvænt og allt of snemma. Við munum Guggu sem innilega, glaðlega, brosmilda og skemmtilega manneskju. Hún fór gjarnan á kostum er stórfjöl- skyldan hittist og voru frásagnir Guðbjörg Kristín Haraldsdóttir ✝ GuðbjörgKristín Har- aldsdóttir fæddist 3. júlí 1955. Hún lést 2. ágúst 2020. Útför Guð- bjargar fór fram 19. ágúst 2020. hennar skemmtileg- ar og framkölluðu bros og hlátur. Upp í hugann kemur bráðskemmtileg frásögn hennar af ferð hennar ásamt systur sinni til Grænlands, skemmtiferð sem hún vann í happ- drætti fyrir vestan. Mannskapurinn grét af hlátri er hún var að lýsa óförum þeirra í ferðinni. Þannig var Gugga, sá gjarnan skondna hlið mála, þótt líf hennar væri ekki alltaf dans á rósum. Við viljum jafnframt við þessi tímamót þakka henni innilega fyrir áralanga umhyggju og ást- úð við Hjalla bróður okkar í kjöl- far heilablóðfalls hans 2002, er gerði hann nær ósjálfbjarga. Slíkur kærleikur og tryggð er ekki sjálfgefin og lýsir vel hjarta- lagi hennar. Við sendum Hjalla bróður, börnum hennar, Sigurði, Haraldi og Ragnheiði, tengda- dóttur hennar Tiffany, tengda- syni Hilmari, barnabarni Ísa- bellu sem og móður hennar, systrum og allri fjölskyldu henn- ar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning mágkonu okkar Guðbjargar Kristínar Haraldsdóttur. Hannes, Svavar, Þorsteinn, Ósk, Auður, Ása Hildur og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.