Morgunblaðið - 09.10.2020, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á hennm
sjálfri, sem hér segir
Grensásvegur 10, Reykjavík, fnr. 201-5598, þingl. eig. Sólbakki ehf.,
gerðarbeiðendur Kvika banki hf. og E - fasteignafélag ehf., þriðju-
daginn 13. október nk. kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
8. október 2020
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, s. 458 2600
Eftirtalin ökutæki og annað lausafé verða boðin
upp á lóð Hafnarsamlags Norðurlands, við
Fiskitanga á Akureyri, mánudaginn 19. október
2020, kl. 14:00 eða á öðrum stað eftir ákvörðun
uppboðshaldara, sem verður kynnt á staðnum:
1 Bifreiðar og önnur ökutæki:
2 Annað lausafé:
Mýrarfell ÍS13 skipaskárnr. 2428
Krafist verður greiðslu við hamarshögg og verða
ávísanir ekki teknar gildar nema með samþykki
gjaldkera. Ekki er tekið við greiðslukortum.
Uppboðsskilmálar eru til sýnis á skrifstofu
embættisins og þar verða einnig veittar frekari
upplýsingar ef óskað er.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
8. október 2020
Halla Einarsdóttir, ftr.
UPPBOÐ
NBJ64 TM921 IKF31
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Kæru gestir, félagsstarfið okkar er enn opið en vegna
fjöldatakmarkana verður að skrá fyrirfram á viðburði til að tryggja að
ekki séu fleiri en 20 manns í rými. Við munum halda áfram að passa
upp á 1-2 metra regluna. Nánari upplýsingar og skráning í síma
4112701 / 4112702. Tilkynningar um breytingar koma líka fram á face-
booksíðu okkar Samfélagshúsið Aflagranda.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Stólajóga með Hönnu kl. 9. Opin vinnustofa kl. 9-15. Bókabíllinn kem-
ur við Árskóga 6-8 kl. 16.30-17.15. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffi-
sala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 411-2600.
Boðinn Félagsstarf er lokað, einungis opið í hádegismat í Boðanum.
Bústaðakirkja Ekkert félagsstarf fyrir eldri borgara verður í Bústaða-
kirkju í október vegna covid-19. Guð blessi ykkur öll og við sjáumst
hress þegar að öllu er óhætt. Hólmfríður djákni.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Hæðargarðsbíó kl. 13. Síðdegiskaffi kl.
14.30-15.30. Minnum á grímuskyldu í félagsmiðstöðinni. Allir vel-
komnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar i síma 411-2790.
Gjábakki Allt félagsstarf liggur niðri nema hádegismaður. Verður
endurskoðað 19. okt.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Handa-
vinna, opin vinnustofa kl. 9-16. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Gönguhópur,
styttri ganga, u.þ.b. 1 km, kl. 13.30.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga fellur niður í dag, ganga kl. 10,
gengið frá Borgum og inni í Egilshöll. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum
frestast vegna hertra aðgerða í sóttvarnamálum. Skráning í mat og
kaffi, gestum úthlutaður tími þannig er hægt að virða 20 manna hóp
og 2 metra regluna. Grímuskylda í Borgum en opnunartími óbreyttur
8 til 16. Við erum öll almannavarnir.
Samfélagshúsið Vitatorgi Við byrjum daginn á dansleikfimi kl.
9.30, í setustofu 2. hæðar. Að henni lokinni hittist föstudags-spjall-
hópur í handverksstofu kl. 10.30. Handaband fellur niður í dag. Við
minnum á mikilvægi sóttvarna og grímuskyldu hjá þeim sem koma
inn í félagsstarfið. Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59.
Seltjarnarnes Engin dagskrá verður á vegum félags og tómstunda-
starfsins í dag föstudag vegna ráðlegginga og hertra aðgerða sótt-
varnaryfirvalda. Allur samgangur í félagsaðstöðunni er eingöngu
heimill fyrir íbúa á Skólabraut. Ath. að skylda er að allir gestir og
starfsmenn noti hlífðargrímur.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Allir velkomnir. Síminn
í Selinu er 568-2586.
Vesturgata 7 Sungið við flygilinn með Gylfa Gunnarssyni kl. 13-14.
Kaffi eftir söng. Allir velkomnir.
Vantar þig
fagmann?
N nnr þ þa sm þ itar a
FINNA.is
Smáauglýsingar
Húsgögn
Hästens hjónarúm 2m x 2m
Hästens Superia hjónarúm (tvö rúm
1m x 2m). Tæplega ársgamalt, annað
rúmið er ,,Firm", hitt er ,,Soft".
Yfirdýna sem nær yfir bæði rúmin.
Uppl. í síma 8944343.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur fyrir
veturinn, og tek að
mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
mbl.is
alltaf - allstaðar
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Með haustvind-
inum barst sú
harmafregn að
Jakob Steingríms-
son bankamaður væri látinn.
Jakob var eftirminnilegur
maður sem fór eigin leiðir.
Það var fyrir um áratug að
ég tók eftir því að aðstoðarmað-
urinn í Árbæjarþreki, norðan
við sundlaugina, lét kalda vatn-
ið renna úr krananum allan
morguninn. Þegar ég spurði
manninn hverju sætti, af tillits-
semi við Gvenndarbrunna,
sagðist hann vilja bjóða gestum
upp á kalt vatn. Að sama skapi
stillti hann ofnana hátt og hafði
gluggana opna til að lofta betur
út. Maðurinn hét Jakob og
reyndumst við vera nágrannar í
Árbænum.
Það var heiður að kynnast
honum.
Árbæjarþrek skipti um eig-
endur og loks keypti World
Class-keðjan stöðina.
Nýjum eigendum fylgdu nýj-
ar áherslur. Sú hefð að bjóða
fastagestum upp á setukrók til
að ræða heima og geima hefur
hins vegar haldist.
Yfir daginn komu inn ólíkir
hópar með ólík áhugamál. Jak-
ob var árrisull og gjarnan
mættur klukkan að ganga sex
um morguninn. Með þetta í
huga fór ég stundum fyrr af
stað en ella til að geta hlustað á
samræðurnar í setukróknum.
Jakob kallaði þennan fé-
lagsskap Nóbelsnefndina.
Jakob gegndi ábyrgðarstöðu
í Landsbankanum og vissi
margt um menn og málefni.
Hann hafði mikla þekkingu á
viðskiptalífi landsins og hafði
kynnst mörgum áhrifamönnum
í íslensku þjóðlífi. Hann sagði
sögur af mönnum sem höfðu
fengið meiri framgang en þeim
bar vegna ættartengsla. Það er
Jakob
Steingrímsson
✝ Jakob Stein-grímsson fædd-
ist 20. desember
1943. Hann lést 27.
september 2020.
Útför hans fór
fram 8. október
2020.
eðli valdsins. Hann
sagði sögur af
mönnum sem höfðu
einsett sér að verða
sterkefnaðir en
glatað einhverju á
leiðinni. „Þrái
menn ekkert heitar
geta þeir komist
yfir býsna mikið,“
sagði Jakob. Einn
þessara manna
reisti sér mikinn
minnisvarða en þegar vígslan
nálgaðist reyndust kornin í
stundaglasi lífsins tæmd. „Því
þú leitar eftir einhverju sem
hopar/undan þegar færir þú þig
nær,“ orti skáldið. Dauðir hlutir
veita ekki sanna hamingju.
Jakob var maður réttsýnn og
drengur góður. Mennirnir í sög-
unum voru ekki nafngreindir og
frásögninni fylgdi ekki illur
hugur.
Jakob var alltaf virðulegur
og vel til fara og höfðum við fé-
lagarnir stundum á orði að hann
væri eins og breskur yfir-
stéttarmaður á leið á golfvöll-
inn. Gjarnan klæddist hann í
ermalausa peysu yfir skyrtuna
en hann var maður þrekinn og
sterklegur. Allt var í röð og
reglu hjá honum. Hann lagði
bláa Cherokee-jeppanum alltaf
á sama hátt, hvort sem það var
við Þrekið eða heima í Vorsa-
bænum, og hann lét aðra vita ef
hann taldi sig geta gert hlutina
betur. Vegna þess ávana var
hann ekki allra. Hann gat líka
verið sérgóður.
Jakobi leið vel í eigin skinni.
Held ég því að mönnum með
óróa í hjarta hafi liðið vel í ná-
vist hans. Það var þægilegt að
sitja við hlið hans í setukrókn-
um í Þrekinu og heyra hann
gera upp málefni líðandi stund-
ar. Hann var orðheppinn og
með sterka réttlætiskennd.
Þætti honum menn ekki njóta
sannmælis lét hann þá skoðun
eindregið í ljós. Gilti þá einu
hvort hann var sammála þeim
sem um var rætt eða ekki.
Vegna veirunnar er nokkuð
síðan ég sá Jakob síðast. Bless-
uð sé minning hans.
Baldur Arnarson.
Elsku afi. Mikið
erum við lánsöm að
hafa fengið að hafa
þig svona lengi hjá
okkur. Þú varst alltaf svo góður
og ég man sárasjaldan eftir að
hafa séð þig skipta skapi. Þú
nenntir alltaf að fara með mér í
göngutúr og við löbbuðum út um
allan Hafnarfjörð þar sem við
skoðuðum álfasteina og leituðum
að álfum. Og þegar við fórum í
göngutúrana okkar í sumarbú-
staðnum kenndir þú mér hvað öll
blómin hétu. Svo tíndum við lúp-
ínur og sáðum fræjunum við bú-
staðinn. Þú nenntir líka alltaf að
leika við mig og lita og perla. Það
var svo gaman að skoða gömlu
litabækurnar og sjá myndir
merktar „Erla Hadda og afi“. Ég
hef alltaf verið svo stolt af nafn-
inu mínu. Hver er svo heppin að
heita í höfuðið á bæði ömmu sinni
og afa? En ég er enn mjög oft
spurð út í Höddunafnið. Þú
Hörður Reynir
Hjartarson
✝ Hörður ReynirHjartarson
fæddist 9. ágúst
1929. Hann lést 27.
september 2020.
Útför Harðar fór
fram 8. október
2020.
nenntir líka alltaf að
lesa fyrir mig á
kvöldin. Norsku
Grimms-ævintýra-
bækurnar voru í
uppáhaldi hjá mér,
en þú sagðir mér
sögurnar því ég
kunni ekkert í
norsku. Ég gat allt-
af leitað til þín og
bað þig oft um ráð.
Til dæmis, þá fórst
þú með mér ár eftir ár þegar ég
keypti mér sumarblóm, því þú
hafðir mikið meira vit á blómum.
Þú gerðir allt fyrir mig, alveg
sama hvað það var, alveg fram á
síðasta dag. Þú vildir alltaf að ég
hefði það besta sem völ væri á.
Eins og þegar ég bjó í innrétt-
uðum bílskúr án opnanlegs
glugga, það fannst þér mér ekki
samboðið og varst fljótur á stað-
inn til að græja glugga fyrir mig.
Það er svo ótrúlega margt sem ég
get skrifað hérna elsku afi, en
efst í huga mér núna er þakklæti.
Það er svo sárt að geta ekki fylgt
þér til grafar. Ég myndi vilja
vera í sóttkví það sem eftir er
ársins ef ég bara mætti vera með
þér í dag. Takk fyrir að hafa verið
til. Takk fyrir allt.
Erla Hadda.