Morgunblaðið - 09.10.2020, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.10.2020, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020 Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HERRA DÓMARI, SKJÓLSTÆÐINGI MÍNUM FINNST TÍU ÁRA DÓMUR FULL ÞUNGUR OG BIÐUR UM LEYFI TIL AÐ RÆÐA VIÐ ÞIG.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að njóta ferðalagsins. JAMM … TÍMARNIR BREYTAST 0G … ÁTTU KÆRASTA? ÉG Á NOKKRA! EN ÉG ER ORÐIN LEIÐ Á AÐ ÞURFA AÐ DEILA NIÐUR TÍMA MÍNUM MEÐ ÞEIM! MYNDIR ÞÚ HAFA MIG Í HUGA?? Í ALVÖRU? GÆTIR ÞÚ HUGSAÐ ÞÉR AÐ SJÁ UM DAGSKRÁNA FYRIR MIG? „MARGRÉT, ÞETTA ER KARLAKLÚBBUR. HVERNIG GASTU LAUMAÐ ÞÉR FRAM HJÁ DYRAVERÐINUM?” Núna eru þau flutt í Hafnarfjörðinn og njóta bæjarbragsins þar og njóta þess að vera í golfi. Fjölskylda Eiginkona Jóhannesar er Ása Finnsdóttir, f. 23.11. 1944. Foreldrar hennar voru Hermína Sigurjóns- dóttir, f. 30.3. 1920, d. 10.5. 2019, og Finnur Th. Jónsson, bóksali, f. 25.8. 1918, d. 6.6. 1976. Fósturforeldrar Ásu frá 1947 voru Lára Jónsdóttir, f.11.2. 1904, d. 9.1. 1993, og Sigurður Grímsson, hrl. og borgarfógeti, f. 20.4. 1896, d. 10.2.1975. Börn Jóhannesar og Ásu eru 1) Lára Bergþóra, flugumferðarstjóri í Malmö, f. 2.11. 1969, gift Martin Bai- ley, stjórnanda öryggismála í Afgan- istan, f. 20.12. 1969; 2) Guðlaug Sif, verkefnastjóri hjá Per Aarsleff, f. 17.9. 1972, búsett í Kaupmannahöfn, gift Gesti Rúnari Guðmundssyni húsasmið, f. 29.7. 1979; 3) Sigurður, forstöðumaður upp- lýsingatæknisviðs Bláa lónsins, f. 25.12. 1977, býr í Kópavogi og er í sambúð með Guðnýju Fanney Frið- riksdóttur, fjármálafulltrúa hjá Ið- unni fræðslusetri, f. 2.7. 1982. Barna- börnin eru 8. Elsta barnabarnið okkar, Sandra Líf Long, lést af slys- förum 9. apríl sl. og er hennar sárt saknað. Systkini Jóhannesar eru Guð- laugur Magnús, húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 26.10. 1947; Steingrímur blikksmiður, búsettur á Selfossi f. 5.6. l951; Ásta, fv. skrifstofustjóri Reykja- fells, f. 4.10. 1952, búsett í Reykjavík og Árni, vélvirki og verkstæð- isformaður, f. 6.5. 1962, búsettur í Mosfellsbæ. Foreldrar Jóhannesar eru Árni Theodór Long, verslunarmaður í Reykjavík, f. 13.4. 1920, d. 4.10. 1979, og Guðlaug Steingrímsdóttir, hús- freyja og verslunarmaður, f.11.6. 1926. Jóhannes Long Ágústa Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík Einar Jónsson í Reykjavík Kristjana Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík Steingrímur Magnússon fiskkaupmaður í Fiskhöllinni í Reykjavík Guðlaug Steingrímsdóttir húsfr.og verslunarmaður hjá Eros og síðar hjá Mæðrabúðinni Guðlaug Steingrímsdóttir húsfreyja frá Holti á Síðu Magnús Magnússon bóndi Gullberastaðaseli í Lundarreykjadal Jóhanna Lárusdóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum Árni Árnason bóndi og sjómaður í Vestmannaeyjum Bergþóra Ástrós Árnadóttir húsfreyja frá Vestmannaeyjum Jóhannes Hróðnýr Long verslunarstjóri fráSeyðisfirði og síðar búsettur í Vestmannaeyjum Jóhanna Jóhannesdóttir húsfreyja á Seyðisfirði Jóhann Matthíasson Long verkamaður á Seyðisfirði Úr frændgarði Jóhannesar Long Árni Theodór Long verslunarmaður hjá G.J. Fossberg í Reykjavík Illt í efni er yfirskrift vísu eftirÞórarin Eldjárn á fésbók: Ekki beint af illmennsku ýmsir dellu letra. Aðallega af illheimsku en er það nokkuð betra. Góður vinur minn sendi mér tölvupóst: „Sá góðkunni og vinsæli fréttamaður Gísli Einarsson skrif- aði á facebook: „Starfs míns vegna drekk ég sennilega meira kaffi í vegasjoppum landsins heldur en heima hjá mér. Kaffið er misgott, eins og gengur, en það að maður skuli ekki lengur geta fengið soð- brauð með hangiketi í KS í Varma- hlíð eru umtalsverð vonbrigði! Skýringin er sú að nú er þetta orðið að Olíssjoppu og þær eiga víst allar að vera eins!“ Gunnar Rögnvaldsson, sem býr í nágrenni Varmahlíðar, nánar til- tekið á Löngumýri, bauð honum af þessu tilefni snarlega í kaffi til sín með soðbrauði og hangiketi. Og í framhaldinu varð til þessi kveð- skapur“: Gunnar orti: Dauði eins er annars brauð svo eftir nauð í Gísla birtist kauða bragð af sauð bauðst hann við að sýsla. Gísli svaraði: Vænt er að eiga vin í nauð með væna flís af gildum sauð. Afi minn fór á honum Rauð en ekki fékk hann soðið brauð! Og Gunnar átti síðan lokaorðin: Eftir þvæling, norp og nauð nýjan fola amma bauð. Þá afskaffaði afi Rauð, endaði sem legg á brauð Ólafur Stefánsson horfir vestur um haf og yrkir um það sem fyrir ber: Ekki liðinn alveg var annar dagur hálfur, þá, orðinn karlinn alveg snar, útskrifar sig sjálfur. Ingólfur Ómar Ármannsson slær á rómantíska strengi á Boðnarmiði: Fuglahljómur fjarri er fölva blómin skarta. Senn í dróma foldin fer finn ég tóm í hjarta. Sigurlaug Ólöf svaraði með bestu kveðju: Þar sem græna grundin lá, glitrandi við sólareld sölnuð lauf og sinustrá saman vefa gulan feld. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir spann áfram: Blómin við þér brosa, björt er gleði þín. Allt það leynda losa, líst mér ásýnd fín. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Soðbrauð, hangiket og stökur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.