Morgunblaðið - 09.10.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.10.2020, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Agnes * The Secret : Dare to Dream * Unhinged * A Hidden Life SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ The Guardian The Times The Telegraph Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is MÖGNUÐ MYND SEM GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI : ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Roger Ebert.com San Fransisco Cronicle The Playlist 88% HEIMSFRUMSÝNING FORSÝNINGAR UM HELINGA SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. Bandaríska ljóðskáldið og greina- höfundurinn Louise Glück hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Glück, sem er 77 ára, er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að hljóta verðlaunin í 27 ár og 16. konan af 116 verðlaunahöfum. Glück hefur um langt árabil verið meðal virtustu ljóðskálda Banda- ríkjanna þótt hún sé ekki mjög þekkt utan heimalandsins og nafn hennar var til dæmis ekki á listum veðbanka yfir þá höfunda sem þóttu líklegastir til að hreppa Nóbels- verðlaunin í ár. En Glück hefur unn- ið til margra verðlauna, til að mynda Pulitzer-verðlauna og Nat- ional Book-verðlauna, frá 2003 til 2004 var hún lárviðarskáld Banda- ríkjanna og fyrr á þessu ári hlaut hún Tranströmer-verðlaunin en þau eru kennd við Svíann Tomas Tranströmer sem var síðasta ljóð- skáldið til að hreppa Nóbels- verðlaunin, fyrir níu árum. Verðlaunaféð nemur tíu millj- ónum sænskra króna, um 155 millj- ónum íslenskra króna. Einlæg og orðheppin Glück hefur sent frá sér 12 ljóða- bækur, auk ljóðasafna, og tvö greinasöfn. Í greinargerð sænsku akademíunnar er talað um einstaka ljóðræna rödd hennar „sem með íburðarlausri fegurð gerir upplifun einstaklingsins sammannlega“. Í verkunum tekst hún iðulega á við bernskuna og fjölskyldulíf og vinnur þá oft með og vísar í fornar grískar og rómverskar goðsagnir. Í tölu sem formaður valnefndar Nóbelsverðlaunanna, Anders Ols- son, hélt í beinni útsendingu á net- inu í gær þegar tilkynnt var um verðlaunahafann, bar hann til að mynda lof á einlæga og óhagganlega rödd Glück, sem sé bæði „hlaðin húmor og beittri orðheppni“. Sagði hann eitt einkenni ljóða Glück vera látlausa leit að skírleika og bar hann ljóðheiminn saman við verk Emily Dickinson hvað varðar það vægðar- leysi og tregðu sem sjá má í ljóð- unum til að samþykkja hverskonar trúar- og kennisetningar. „Í ljóð- unum hlustar sjálfið eftir því hvað sé eftir af draumum þess og ímynd- unum, og enginn getur verið ákveðnari en hún í að takast á við draumsýnir sjálfsins,“ sagði Olsson. Hann bætti við að þótt Glück myndi seint hafna því að sitthvað sjálfs- ævisögulegt mætti finna í ljóð- heimum hennar þá væri alls ekki lit- ið á hana sem neitt „játningaskáld“. Kom ánægjulega á óvart Ritari sænsku akademíunnar sagðist hafa vakið væntanlegan verðlaunahafa með símtali skömmu áður en tilkynnt var opinberlega að hún hlyti verðlaunin en þá var enn nótt vestanhafs. „Tilkynningin kom henni á óvart, en ég gat ekki betur heyrt en það væri með ánægju- legum hætti svo snemma morguns,“ sagði hann. Fyrsta ljóðabók Louise Glück, Firstborn, kom út árið 1968. Les- endahópurinn stækkaði með hverri bók en fyrir þá fjórðu, The Triumph of Achilles (1985), hreppti hún Nat- ional Book Critics Circle-verðlaun- in. Aararat (1990) og The Wild Iris (1992) hlutu einig mikið lof og hlaut Glück Pulitzer-verðlaunin fyrir þá síðarnefndu. Sex ár eru nú frá út- komu síðustu ljóðabókar hennar, Faithful and Virtuous Night, en fyr- ir bókina hlaut hún National Book- verðlaunin. Auk ljóðabókanna má nefna að árið 2004 sendi hún frá sér langan ljóðabálk í sex hlutum, „October“, þar sem hún tekst á við árásina á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001 og vinnur með grískar goðsagnir þar sem hún yrkir um áfallið og þjáninguna. Greinasöfn Glück, Proofs and Theories og American Originality, fjalla bæði um ljóðlistina. Frá árinu 2004 hefur hún kennt við Yale- háskólann. efi@mbl.is Glück fær Nóbelinn  Bandaríska ljóðskáldið Louise Glück hlýtur Nóbelsverð- launin í bókmenntum í ár  Margverðlaunað og virt skáld AFP Nóbelsskáld Tilkynnt var í gær að Louise Glück hlyti Nóbelsverðlaunin í ár. Hér er hún á mynd frá 2014 og hampar National Book-verðlaununum. Brúðulistahátíðin Hvammstangi Int- ernational Puppet Festival, eða HIP, hefst í dag á Hvammstanga og stend- ur yfir í þrjá daga, til og með 11. október. Brúðuleiksýningar og -kvik- myndir verða þar í hávegum hafðar, boðið verður upp á 12 sýningar með listamönnum frá níu þjóðlöndum, úrvali vinnu- smiðja fyrir fólk á öllum aldri og þá bæði byrjendur og atvinnumenn og úrval brúðu- bíómynda sem eru sérvaldar af Handmade Puppet Dreams, fyrir- tæki Heather Henson, dóttur Jims Hensons, í Bandaríkjunum. Ókeypis er inn á yfir 60% viðburða hátíð- arinnar og má nálgast dagskrána á vef hennar, thehipfest.com. Handbendi brúðuleikhús stýrir há- tíðinni sem nú er haldin í fyrsta sinn og stefnt að því að halda annað hvert ár. Boðið verður upp á uppfærslur á litlum til miðlungsstórum verkum eftir heimafólk og alþjóðlega lista- menn, bæði fyrir börn og fullorðna, lifandi tónlistarviðburði, mast- erklassa fyrir fagmenn og áhuga- menn um brúðugerð, sýningar og smiðjur fyrir börn og fullorðna, leik- brúðustuttmyndir sem og leik- brúðumyndir í fullri lengd, fyrir- lestra og viðburði til tengsla- myndunar. Vegna Covid-19 verður gripið til nauðsynlegra ráðstafana í samræmi við fyrirmæli embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og segir í tilkynn- ingu að HIP uppfylli þau skilyrði sem sett hafa verið. Burlesque og smábarnasýning Greta Clough, listrænn stjórnandi Handbendis, segir að alþjóðlegu listamennirnir sem taka þátt í hátíð- inni séu nú komnir úr sóttkví og allt til reiðu svo hægt sé að halda hátíð- ina. Farið verði að öllum fyrirmælum um sóttvarnir og aðeins hafi þurft að hætta við eina erlenda sýningu vegna breytinga á flugferðum. Alþjóðlegu listamennirnir eru 13 talsins og segir Greta að svigrúm sé til breytinga, ef einhverjar verða. Nægt pláss sé í sveitasælunni á Hvammstanga. Greta fagnar því að hægt sé að halda hátíðina á tímum Covid-19. „Það er eiginlega galið að við séum að byrja á þessu ári,“ segir Greta og hlær við. „Ég tel afar mikilvægt að styðja við fólk sem er að missa vinn- una og sviðslistamenn hafa orðið illa fyrir barðinu á ástandinu víða um heim,“ bætir hún við. Hvað sýningarnar varðar segir Greta sumar eingöngu fyrir full- orðna, til dæmis Fröken Lychee, burlesque-sýningu japönsku lista- konunnar Ayu Nakamura og enska leikfélagsins Rouge28 Theatre. „Það er burlesque-fatafellusýning,“ segir Greta um hana og bendir á aðra sýn- ingu sem ætluð er börnum frá sex mánaða aldri upp í þriggja ára og nefnist POP!. Greta hefur búið á Hvammstanga í fimm ár og kann afar vel við sig þar. Hún bjó áður í London og segist nú vilja gera Hvammstanga sýnilegri. Að láta brúður taka bæinn yfir ætti að vera skref í þá átt en sýningarnar verða í félagsheimili staðarins og myndirnar sýndar á Hótel Laugar- bakka. helgisnaer@mbl.is Baðönd Úr brúðusýningunni POP! sem ætluð er börnum frá fimm mán- aða aldri upp í þriggja ára. Greta Clough Brúður taka yfir Hvammstanga  Brúðulistahátíðin HIP hefst í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.