Morgunblaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020 Blaðamaður mbl.is fékk sérgöngutúr niður Laugaveginn og taldi laus rými á fyrstu hæð. Í ljós kom að 76 rými eru lokuð en 116 í rekstri. Þetta þýðir að 40% rýmanna við Laugaveg eru ekki í notkun!    Á Skóla-vörðu- stíg var um þriðjungur rýma lokaður og svipað var upp á teningnum í hliðargötum þó að það væri ekki talið sérstaklega.    Eins og bent er á í fréttinni erumisjafnar ástæður fyrir lok- ununum. Sumir hafa lokað vegna núverandi veiruástands og segjast opna aftur síðar. „Langflest rýmin eru þó einfaldlega tóm og sum hafa verið það um langt skeið,“ segir í fréttinni.    Vandi miðborgarinnar hefurvitaskuld aukist við veiruna en hann er fjarri því nýr af nál- inni. Borgaryfirvöld hafa skellt skollaeyrum við ábendingum og viðvörunum frá þeim sem reka fyrirtæki á svæðinu, en flestir þeirra hafa til dæmis miklar efa- semdir eða eru mjög mótfallnir þeim lokunum gatna sem plagað hafa svæðið á liðnum árum og fara vaxandi.    Jafnvel nú, þegar mun færri eruí miðbænum vegna ástandsins, heldur meirihluti borgarstjórnar fast í það að loka sem flestum göt- um þar og fæla stóran hluta al- mennings á brott.    Hversu háu hlutfalli rýma ásvæðinu þarf að skella í lás til að borgaryfirvöld endurskoði stefnuna? 50%? 60%? 100? 40% nægja ekki. Hvað þarf til? STAKSTEINAR Helgi Hallgrímsson, fv. vegamálastjóri, lést á líknardeild Land- spítalans 8. október síðastliðinn, 87 ára að aldri. Helgi fæddist 22. febrúar 1933 á Sels- stöðum við Seyðis- fjörð, sonur hjónanna Málfríðar Þórarins- dóttur húsmóður og Hallgríms Helgasonar bónda. Helgi ólst upp á Seyðisfirði, lauk stúd- entsprófi frá MR 1952, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Há- skóla Íslands og verkfræðiprófi frá Tækniháskólanum í Kaupmanna- höfn 1958. Helgi var verkfræðingur hjá Vegagerðinni 1958-61, hjá ráðgjaf- arfyrirtækinu Chr. Ostenfeld & W. Jönsson (nú Cowiconsult) í Kaup- mannahöfn 1961-1962 og hjá Vega- gerðinni frá 1962. Hann var um- dæmisverkfræðingur á Austurlandi til 1965, deildarverkfræðingur í brú- ardeild 1965-1972, yfirverkfræð- ingur þar frá 1972, forstjóri tækni- deildar 1976, aðstoðarvegamála- stjóri 1985 og vegamálastjóri frá 1992 til starfsloka 2003. Hann var formaður byggingar- verkfræðideildar Verkfræðinga- félags Íslands og í aðalstjórn VFÍ 1973- 1975, sat í stjórn Ís- landsdeildar Norræna vegasambandsins, 1977-2003 og var for- maður hennar 1992- 2003 en í aðalstjórn 1977-2003. Helgi sat í ýmsum nefndum um vegagerð og flutninga á vegum Norður- landaráðs 1979-1991, í Skipulagsstjórn ríkis- ins frá 1992 uns hún var lögð niður 1998, formaður hennar 1993- 1994, í Almannavarnaráði 1992-2003 og í ýmsum nefndum um samgöngu- og ofanflóðamál á vegum samgöngu- ráðuneytis og félagsmálaráðuneytis, formaður ofanflóðanefndar 1992- 1995. Helgi var formaður samráðs- nefndar samgönguráðuneytis og Reykjavíkurborgar um úttektir á Reykjavíkurflugvelli 2005-2007. Helgi vann ötullega að uppbygg- ingu skíðasvæðis ÍR í Hamragili til margra ára. Ungur lék hann hand- bolta með ÍR og knattspyrnu með Þrótti. Eftirlifandi eiginkona Helga er Margrét G. Schram, fv. leikskóla- kennari og kennari við KHÍ. Börn Helga og Margrétar eru Hall- grímur, Nína, Ásmundur og Gunnar. Andlát Helgi Hallgrímsson Vegna auglýsingar um stjórnar- skrármál í Morgunblaðinu 8. októ- ber og fréttar um málið í blaðinu daginn eftir hefur utanríkisráðu- neytið sent frá sér áréttingu. Í henni segir að meðal þátttakenda á Kulturnat í Kaupmannahöfn í októ- ber 2019 hafi verið norræna ráð- herranefndin en Ísland fór þá með formennsku í nefndinni. Eitt af menningaratriðum þar var hluti af kórverkinu „In Search of Magic – A Proposal for a New Constitution for the Republic of Iceland“ eftir Libiu Castro & Ólaf Ólafsson. „Sendiráð Íslands í Kaupmanna- höfn greiddi listamönnunum þókn- un fyrir vinnuframlag þeirra á Kulturnat, eins og venja er. Ekki hefur verið um frekari stuðning við þetta verkefni að ræða af hálfu ut- anríkisþjónustunnar,“ segir í yfir- lýsingunni og jafnframt að rang- hermt sé að utanríkisráðuneytið sé á meðal bakhjarla listgjörnings í Hafnarhúsinu í Reykjavík 3. októ- ber. Þaðan af síður hafi ráðuneytið stutt undirskriftasöfnun vegna stjórnarskrármála eins og ráða hafi mátt af auglýsingu í blaðinu. „Utan- ríkisráðuneytið átelur þessa vill- andi framsetningu og hefur komið athugasemdum á framfæri við þá sem að þessu verkefni standa.“ Átelur villandi framsetningu listamanna Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík Sími 569-6000 - www.os.is Ársfundur Orkustofnunar 2020 sendur út á www.os.is 15. október 14:00 - 16:30 D A G S K R Á 13:45 Mæting 14:00 Ávarp ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir 14:15 Ávarp orkumálastjóra Dr. Guðni A. Jóhannesson 14:30 Vetnishagkerfi – möguleikar á samstarfi Íslands og Þýskalands? Dietrich Becker, sendiherra Þýskalands á Íslandi 15:00 Langtíma orkustefna fyrir Ísland Guðrún Sævarsdóttir, dósent við HR og formaður starfshóps um mótun orkustefnu 15:20 Kaffihlé 15:30 Orkuöryggi í tvær áttir Lennard Bernrann, meistari í rafeindaverkfræði og ráðgjafi, Svíþjóð 15:50 Raforkuöryggi á heildsölumarkaði Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og formaður starfshóps um raforkuöryggi á heildsölumarkaði 16:05 Orkuskipti í samgöngum Jón Ásgeir H. Þorvaldsson, sérfræðingur og Anna L. Oddsdóttir, sérfræðingur, jarðhitanýting, orkuskipti, Orkustofnun 16:20 Fundarlok Fundarstjóri: Baldur Pétursson, verkefnastjóri fjölþjóðleg verkefni og kynningar, Orkustofnun Fundurinn verður einungis á www.os.is fasteignaverdmat.is Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.