Morgunblaðið - 10.10.2020, Side 10

Morgunblaðið - 10.10.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Já, við erum að hætta búskap. Mjólkurbíllinn kom í síðasta skipti í gær,“ segir Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum á Rangárvöllum og fyrrverandi alþingismaður og sveit- arstjóri. Hún og maður hennar, Skúli Lýðsson, hafa búið í 50 ár á jörðinni. Með því að þau hætta lýk- ur rúmlega 1000 ára búskapar- sögu á býlinu. „Það er með trega að við hætt- um en allt hefur sinn tíma. Skúli er orðinn heilsulítill og við segjum þetta gott,“ segir Drífa. Þau hafa verið að draga úr framleiðslu allt ár- ið og nú fer kvótinn til sölu á kvóta- markaði. Þau eru jafnframt að hætta með fé. Þó verða eftir nokkrir naut- gripir í uppeldi sem ekki eru orðnir nógu stórir til að fara í sláturhúsið. Áfram í skógrækt Þau ætla að búa áfram á jörðinni. „Við höldum áfram í skógræktinni. Við erum búin að planta yfir tveim- ur milljónum plantna á skóg- ræktarsvæði í Sandgili, norðan við bæinn, en þar var áður svartur sandur. Við lítum á það starf sem landgræðslu, ekki ræktun nytja- skóga. Við höfum líka verið í ýms- um verkefnum með Landgræðsl- unni um að græða upp land jarðarinnar,“ segir Drífa en fyrr á öldum fóru Keldur oft illa út úr öskufalli í Heklugosum. Bændur þar hafa því alltaf átt í mikilli bar- áttu við sandinn. Elsta hús á Íslandi Skúli er fæddur og alinn upp á Keldum og forfeður hans hafa lengi búið þar. Hann var aðalbóndinn á bænum enda hefur Drífa yfirleitt verið í öðrum störfum með. Hún var lengi alþingismaður fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og um tíma sveitar- stjóri. Keldur voru jafnan stórbýli og voru eitt af höfuðbólum Oddaverja. Kemur jörðin mikið við sögu, meðal annars í Njálu. Elsti hluti gamla torfbæjarins á Keldum er talinn vera frá elleftu öld og er því elsta hús sem enn stendur á Íslandi. Það er hluti af húsasafni Þjóðminjasafnsins. Fleiri gömul hús eru á Keldum, annar bær og nokkur útihús, meðal annars fjós sem kennt er við Jón Loftsson en hann bjó síð- ustu æviár sín á Keldum og dó þar. Til stendur að ríkið kaupi landið sem þessar minjar standa á. Þúsund ára búskap á Keldum lokið  Mjólkurbíllinn hefur sótt síðustu mjólkina að Keldum á Rangárvöllum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Keldur Gamli bærinn er af fornri gerð. Í forgrunni er útgangur úr flóttagöngunum sem talin eru frá söguöld. Kirkjan á Keldum var byggð árið 1875. Drífa Hjartardóttir BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Bílasala Reykjaness Reykjanesbæ www.bilasalareykjaness.is 419 1881 E N N E M M / S ÍA / N M 0 0 2 OPIÐÍDAGFRÁ12–16 2 *Mánaðargeiðsla miðað við þriggja ára rekstrarleigusamning við lett.is • SMURÞJÓNUSTA • BIFREIÐAGJÖLD • TRYGGINGAR • SUMARDEKK • VETRARDEKK • 20.000KMÁÁRI INNIFALIÐ: ATVINNUBÍLARÁFRÁBÆRUVERÐI Rekstrarleigaerhagkvæmogörugg.Þúvelurbílinnsemhentaroggreiðir fastmánaðarverð þarsemhelsti rekstrarkostnaðurer innifalinn.Komduíheimsóknogreiknaðudæmiðtilenda. Rekstrarleiga Leiga: 109.900kr. án vsk.* RENAULT TRAFIC Verð 4.590.000kr.m. vsk. Stuttur, 2000ccdísil, beinskiptur Leiga: 226.900kr.m. vsk.* NISSANNAVARA Verð 8.250.000kr.m. vsk. Acenta, 2300ccdísil, sjálfskiptur Leiga:88.600kr. án vsk.* RENAULTKANGOO Verð 3.590.000kr.m. vsk. II Express, 1500ccdísil, beinskiptur Leiga: 79.800kr. án vsk.* DACIADOKKER Verð 3.150.000kr.m. vsk. 1500ccdísil, beinskiptur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.