Morgunblaðið - 10.10.2020, Side 20

Morgunblaðið - 10.10.2020, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Umræðan umútgönguBreta úr Evrópusamband- inu hefur frá upp- hafi verið skökk og skæld. Þegar fjallað hefur verið um samn- ingaviðræðurnar um útgöng- una hefur Bretum verið fundið allt til foráttu á meðan Evr- ópusambandið hefur sloppið billega. Þó hefur ekki þurft mikla skoðun eða rannsókn til að sjá að málið er ekki svo ein- falt. Í nýjasta tölublaði þýska vikuritsins Der Spiegel, sem síst hefur ausið vatni á myllu Breta í þessum málum, er að finna fróðlegt viðtal við við- skiptahagfræðinginn Gabriel Felbermayr. Felbermayr er Austurríkismaður, hefur stundað rannsóknir í Flórens og München og veitir nú Al- þjóðahagfræðistofnuninni í Kiel forustu. Hann segir að ekki sé hægt að skella skuldinni af því að lít- ið hafi þokast í viðræðum um Brexit undanfarna mánuði á Breta, þar sé einnig við ESB að sakast því að sambandið vilji að Bretland verði öðrum víti til varnaðar. Felbermayr tekur ekki und- ir þá gagnrýni að Bretum hafi verið sýnd of mikil þolinmæði og þeir séu stöðugt að breyta markmiðum sínum og aðferð- um. Finna megi dæmi um ósveigjanleika í garð Breta allt frá því að ESB neitaði að koma til móts við David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, í innflytjendamálum 2016, fyrir atkvæðagreiðsluna um útgönguna. „Evrópa krafð- ist ótakmarkaðs aðgangs vinnuafls þótt til dæmis Þýskaland hefði árum saman lokað á Austur-Evrópu,“ segir hann. „Í Brussel var matið á hinu pólitíska andrúmslofti í Bretlandi kolrangt.“ Hann segir að það sama hafi átt við um umræðuna í aðdrag- anda atkvæðagreiðslunnar og sú nálgun ESB að ræða fyrst um útgöngusamninginn og ákveða síðan hvernig fyrir- komulagið ætti að vera í fram- tíðinni hefði verið mistök. Þau mistök hefðu gert samningana mjög erfiða, sérstaklega um Norður-Írland. Evrópusam- bandið hefði ætlað að halda Bretum í eins nánum tengslum og hægt væri, en nú væri ljóst að þeir myndu fara úr ESB, tollabandalaginu og efnahags- svæðinu án þess að einu sinni væri ljóst að eftir stæði lág- markssamkomulag um við- skipti eins og gert hefði verið við Japan eða Suður-Kóreu. Hann segir fráleitt að kenna Bretum um þetta. Áhyggjur af undirboðum Breta á sviði fé- lagsmála, um- hverfisverndar eða viðskiptareglna hafi verið stórlega ýktar. Evrópusam- bandið hafi nýlega gert viðskipta- samning við Kanada og ekki hafi hvarflað að neinum að gefa þeim fyrirmæli um vinnu- markaðsmál eða umhverfis- pólitík. Þess utan hafi Bretar hag af því að vera með sameiginlega staðla á flestum sviðum þannig að ótti ESB sé yfirdrifinn. Að auki sé fráleitt að setja kröfur á hendur Bretum, sem ekki séu gerðar innan Evrópusam- bandsins. Þar sé gríðarlegur munur á vinnumarkaði og í launapólitík og um þessar mundir séu Hollendingar og Írar með slökustu skattaregl- urnar. Þá sé fráleitt að hengja sig í að Bretar vilji ekki lúta reglum ESB um niðurgreiðslur í iðn- aði. Ríkisaðstoð á Bretlandi sé um þessar mundir talsvert lægri en í flestum ríkjum ESB. Bretar hafi ekki efni á því að belgja þennan útgjaldalið út. Á hinn bóginn hafi ESB slakað á niðurgreiðslureglum sínum vegna kórónuveirunnar. Felbermayr heldur áfram og bendir á að Þjóðverjar standi Bretum nær í efnahagspólitík en Frökkum. Engu að síður hafi Þjóðverjar látið Frökkum eftir sviðið í viðræðunum við Breta. Þetta hafi síður en svo verið Þýskalandi í hag því að samninganefnd Frakkans Michels Barniers hafi fylgt sýn um mun miðstýrðari Evrópu en stjórnvöld í Berlín. Felbermayr segir að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vilji einfaldlega að fyrirkomulagið á Brexit verði eins og hann hafi lofað kjós- endum. Um leið muni hann leitast við að tjónið verði sem minnst. Því eigi hann von á að hann muni ekki setja tolla á vörur frá ESB þó að ekki náist samningur. Reglur Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar leyfi það ef það sama eigi við um önnur viðskiptalönd. Þannig gæti Johnson séð til þess að verðlag verði viðráðanlegt og um leið sett þrýsting á Evr- ópusambandið, sem skyndi- lega yrði bert að því að vera með einhliða viðskiptahindr- anir. Vissulega væri hægt að fara harðari orðum um óbilgirni Evrópusambandsins í fram- göngu sinni við Breta vegna útgöngunnar, en austurríski hagfræðingurinn dregur í við- talinu skýrt fram að frá fyrstu stundu var það ætlunin að gera Bretum eins erfitt fyrir að yf- irgefa Evrópusambandið og unnt væri. Frá upphafi hefur stefnan verið að þvælast fyrir út- göngu Breta} Vélabrögð ESB U nglingsárin eru tímabil spenn- andi breytinga. Líkami og sál þroskast, vinahópur og nær- umhverfi breytast, með til- færslu ungmenna milli skóla- stiga. Unglingar í dag lifa á tímum samfélagsmiðla og í því felast tækifæri en einnig áskoranir. Flæði af upplýsingum krefst þess að ungmenni séu gagnrýnni en fyrri kynslóðir á það efni sem fyrir þau er lagt. Þörfin fyrir skilmerkilegri og öflugri kynfræðslu, kennslu í samskiptum og lífs- leikni hefur því aldrei verið meiri. Kynfræðsla er hluti af aðalnámskrá og því hefur það verið skólanna að fræða ung- mennin okkar. Flestir virðast þó vera sam- mála því, að í breyttum heimi þurfi að gera betur. Síðastliðið vor ályktaði Alþingi um mikilvægi skipulagðra forvarna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Tryggja þurfi að inntak kennslunnar verði að meginstefnu til þríþætt. Í fyrsta lagi að almennar forvarnir stuðli að sterkri sjálfsmynd og þekkingu á mörkum og markaleysi, þar á meðal í samskiptum kynjanna og samskiptum milli fullorðinna og barna. Í öðru lagi að auka fræðslu um kynheilbrigði og kynhegðun, einkum í grunnskólum og framhaldsskólum. Í þriðja lagi þarf að halda áfram opinskárri umfjöllun um eðli og birt- ingarmyndir kynferðislegs og kynbundins ofbeldis og áreitni. Til framtíðar þarf einnig að undirbúa starfs- fólk sem starfar með börnum og ungmennum til að sjá um forvarnir, fræðslu og viðbrögð við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Í liðinni viku átti ég áhugaverðan fund með Sólborgu Guðbrandsdóttur, baráttu- konu og fyrirlesara, og Sigríði Dögg Arn- ardóttur kynfræðingi um þessi málefni. Báðar hafa þær unnið með ungu fólki, hvor á sinn hátt, og þekkja vel þörfina á skilmerkilegum aðgerðum. Niðurstaða fundarins var að fela sérstökum starfshópi að taka út kynfræðslukennslu í skólum og gera tillögur að úrbótum í samræmi við ofangreinda þingsályktun. Sú vitundar- vakning sem orðið hefur um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni er geysi- lega mikilvæg fyrir samfélagið, en það er brýnt að þekkingin skili sér markvisst inn í skólakerfið. Aðkoma barna og ungmenna er lykilatriði til að ná samstöðu og sátt um málefni sem þeim tengjast. Þess vegna hefur ráðuneytið haldið samráðsfundi með samtökum nemenda, til að heyra þeirra skoðanir og viðhorf varðandi ákvarðanatöku í heimsfaraldrinum. Þetta hefur gefið mjög góða raun. Komi í ljós að fræðslan sé óviðunandi mun ég leggja mitt af mörkum svo menntakerfið sinni þessari skyldu. Í mínum huga er þetta eitt mikilvægasta bar- áttumálið til að auka velferð ungmenna á Íslandi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Unga fólkið okkar hefur áhrif Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn hef-ur ýtt undir netglæpisamkvæmt nýrri skýrslufrá Evrópulögreglunni Europol um ógnanir af völdum skipu- lagðrar brotastarfsemi á netinu. Skýrslan var kynnt á sameiginlegri ráðstefnu alþjóðalögreglunnar Int- erpol og Europol þann 6. október. Hún var í fyrsta sinn haldin sem fjar- fundur og tóku þátt meira en 400 fulltrúar löggæslustofnana, mennta- stofnana, einkageirans og alþjóða- stofnana. Umræðuefnið var vöxtur brotastarfsemi í netheimum og varn- ir gegn henni. Netnotkun hefur aukist í heims- faraldrinum. Fólk notar nú netið meira við vinnu heima við, netversl- un, nám og samskipti en áður. Afbrotamenn finna sífellt fleiri leiðir til að blekkja fórnarlömb sín. Þeir sigla undir fölsku flaggi í nafni þekktra fyrirtækja eða þjónustuaðila og reyna að fá fólk til að gefa við- kvæmar upplýsingar t.d. um lykilorð eða bankareikninga. Glæpamennirnir voru fljótir að nýta sér heimsfarald- urinn til netveiða, netsvindls og með því að dreifa falsfréttum. Meðal ann- ars með því að bjóða upp á ýmsar vörur sem áttu að forða fólki frá smiti af COVID-19-sjúkdómnum eða lækna hann. Gísli Jökull Gíslason, rannsókn- arlögreglumaður hjá lögreglu höf- uðborgarsvæðisins, fæst m.a. við rannsóknir á netglæpum. Hann segir að svo virðist sem fólk sé orðið mót- tækilegra fyrir fjárfestasvikum og öðru vegna COVID-19-faraldursins. Hann sagði engin skýr dæmi hér á landi um að svikahrappar hefðu leikið á fólk beinlínis vegna faraldursins, eins og dæmi eru um erlendis. Þá er innihald t.d. svikapósta tengt beint við heimsfaraldurinn. Þróaðri og fágaðri aðferðir Aðferðir við gagnagíslatöku verða sífellt þróaðri og fágaðri. Ráð- ist er jafnt á opinberar stofnanir og einkafyrirtæki og gögn þeirra tekin í gíslingu. Slíkar árásir á stofnanir og fyrirtæki á heilbrigðissviði tíðkuðust löngu fyrir heimsfaraldurinn. Eig- endum gagnanna er boðið að greiða lausnargjald til að fá þau aftur í sínar hendur. Færst hefur í vöxt að hótað sé að bjóða gögnin upp til að beita eigandann þrýstingi. Þróaðir tölvu- ormar eru vaxandi ógn og eru gögn sem þannig er aflað seld. Talsverð aukning varð í faraldr- inum á efni á netinu sem tengdist kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Brotamennirnir beita öllum ráðum til að fela þessi afbrot eins og með dul- kóðun, lokuðum netsvæðum og á hulda vefnum (dark web). Barnaníð í beinni útsendingu hefur aukist að tal- ið er vegna þess að ferðatakmarkanir koma í veg fyrir að barnaníðingarnir geti sjálfir níðst á börnum. Efnið er ekki tekið upp og hverfur að útsend- ingu lokinni. Það gerir lögreglunni erfiðara fyrir að góma níðingana. SIM-kortaskipti gera glæpa- mönnum kleift að taka yfir farsíma- aðgang notenda og komast yfir ýms- ar viðkvæmar upplýsingar. Rafræn skilríki sem notuð eru hér landi eru vörn gegn því. Örar breytingar hafa orðið á hulda vefnum, samkvæmt skýrslu Europol. Líftími ým- issa markaðssvæða á vefn- um hefur styst og engin ráð- andi öfl náð yfirhöndinni. Tor er vinsælasti hulduvef- urinn. Tölvuglæpamenn nota þó margar aðrar leiðir til að hylja slóðir sínar eða til að markaðssetja ólöglegan varn- ing. Faraldurinn ýtir undir netglæpi Tilraunir til tölvupóstssvindls hafa verið gerðar hjá íþrótta- félögum undanfarið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Nokkuð var um slíkt svindl fyrir þremur árum. Svindlarinn þykist vera for- maður félagsins og gefur gjald- kera fyrirmæli um að millifæra peninga á erlendan reikning til að greiða skuld. Áhersla er lögð á að borga meinta skuld sem fyrst. Upphæðin er oft frá 400 þúsund upp í ein milljón króna. Heildartjón af slíku svindli á Ís- landi nam nærri 1,5 milljörðum á síðustu þremur árum. Berist gjaldkera slík beiðni er honum ráðlagt að hafa samband við þann sem skrifaður er fyrir beiðninni, öðruvísi en með tölvupósti, og leita staðfestingar. Herja á íþróttafélög TÖLVUPÓSTSSVIK Gísli Jökull Gíslason Morgunblaðið/Júlíus Netglæpir Afbrot á netinu hafa færst í vöxt í kórónuveirufaraldrinum samkvæmt nýrri skýrslu frá Evrópulögreglunni Europol.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.