Morgunblaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020 33 Landspítali auglýsir eftir framkvæmdastjóra mannauðsmála til að leiða öfluga uppbyggingu og sókn næstu ára, í samræmi við skipurit spítalans. Framkvæmdastjóri mannauðsmála stýrir skrifstofu mannauðsmála á Landspítala, sem skiptist í þrjár deildir með um 50 starfsmenn. Hann heyrir beint undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn spítalans, sem mótar stefnu og stýrir spítalanum. Leitað er að kraftmiklum og reyndum stjórnanda sem hefur brennandi áhuga á að vinna með forstjóra að því að byggja upp sterka liðsheild og að framfylgja stefnu, markmiðasetningu og framtíðarsýn spítalans. Hæfnikröfur • Brennandi áhugi á uppbyggingu Landspítala og innleiðingu stefnu spítalans • Mikil og farsæl stjórnunar- og rekstrarreynsla • Djúp fagleg þekking á mannauðsstjórnun • Jákvætt lífsviðhorf, lausnamiðuð nálgun og afburða leiðtogahæfileikar • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og viðmót, jafnt gagnvart samstarfsfólki sem ytri aðilum • Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun • Hæfni til að móta jákvætt vinnuumhverfi og góða liðsheild • Mikil og farsæl reynsla af umbótastarfi, teymisvinnu og breytingastjórnun • Mikil hæfni í tjáningu í ræðu og riti, á íslensku og ensku • Háskólapróf auk viðbótarmenntunar sem nýtist í starfi er skilyrði Helstu verkefni og ábyrgð • Stefnumörkun, markmiðasetning og áætlanagerð mannauðsmála • Yfirumsjón með kjaramálum, ráðningum, starfsþróun og fræðslustarfi • Yfirumsjón með heilsuvernd starfsmanna og starfsumhverfi • Umbótaverkefni tengd vinnustaðamenningu, starfsanda og innri samskiptum • Ráðgjöf til stjórnenda í mannauðstengdum málum • Samskipti við stéttarfélög og samstarfsnefndir • Samhæfing á starfsemi og þjónustu mannauðsmála við aðra starfsemi spítalans • Uppbygging mannauðs og liðsheildar á skrifstofu mannauðsmála • Ábyrgð á rekstri og fjármálum skrifstofu mannauðsmála Landspítali er fjölmennasti vinnustaður landsins með um 6.000 starfsmenn. Spítalinn hefur víðtæku hlutverki að gegna sem þjóðarsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús, og veitir bæði almenna og sérhæfða þjónustu, auk þess að vera miðstöð menntunar og rannsókna í heil brigðis- vísindum. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Gert er ráð fyrir að ráðning fram kvæmda stjóra taki gildi 1. desember 2020 og er hún ótímabundin í samræmi 41. gr. laga um opinbera starfsmenn (nr. 70/1996), að loknum reynslu tíma. Mat á umsóknum verður í höndum valnefndar þar sem forstjóri Landspítala tekur virkan þátt. Forstjóri tekur ákvörðun um ráðningu í störfin. Umsækjendur eru beðnir að skila ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi er innihaldi framtíðarsýn umsækjanda fyrir skrifstofu mannauðsmála og rökstuðning fyrir hæfni til að gegna stöðunni. Hægt verður að sækja um starfið á í gegnum heimasíðu Landspítala eða www.starfatorg.is frá og með 14. október. Starfshlutfall er 100% og umsóknarfrestur rennur út 2. nóvember 2020. Nánari upplýsingar: Páll Matthíasson, pallmatt@landspitali.is, 543 1000 og Anna Sigrún Baldursdóttir, annasb@landspitali.is, 543 1154. FRAMKVÆMDASTJÓRI MANNAUÐSMÁLA vis.is/storf Hafðu hraðar hendur því umsóknarfresturinn er aðeins 48 klukkustundir. Þú þarft að geta byrjað strax. Við erum að efla söluteymið 200 mílur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.